Fréttablaðið - 13.02.2016, Page 90
Vinnuvélar geta verið til margra
hluta nytsamlegar. Tyrkneskur fót
boltaþjálfari komst að því þegar
hann leigði sér körfubíl til að horfa á
leik hjá liði sínu eftir að honum hafði
verið bannaður aðgangur að vell
inum.
Hamit Isik, þjálfari þriðjudeildar
liðsins Corum Belediyespor, fékk níu
og hálfs mánaðar langt bann eftir að
hafa ráðist að dómara í leik liðsins
stuttu áður. Eftir leikinn brutust út
óeirðir hjá áhorfendum og var liðið
því í þokkabót dæmt til þess að leika
næstu leiki fyrir luktum dyrum.
Hamit fékk því ekki að stjórna liði
sínu í mikilvægum umspilsleik um
að komast upp um deild. Hann tók
því til sinna ráða og stóð í nokkurra
metra hæð í körfu og gat því séð yfir
veggi leikvangsins. Með þessu upp
átæki hefur hann eflaust gert yfir
völdum knattspyrnumála gramt í
geði sem voru ekki hin hressustu
fyrir þar sem áhangendur liðsins
söfnuðust saman fyrir utan leik
vanginn til að horfa á leikinn á risa
skjá.
Eftir alla þessa tilburði náði liðið
hins vegar bara markalausu jafntefli
við Darica Genclerbirligi. Þjálfarinn
tekur körfubílinn að öllum líkindum
á langtímaleigu.
Sá leikinn úr körfubíl
Á árunum 1974 til 1993 framleiddu
Volvoverksmiðjurnar í Svíþjóð
2,8 milljónir af Volvo 240. Flest
ir fóru þessir bílar til útlanda en
Svíar virtust sjálfir ekkert sérstak
lega hrifnir af þessu módeli. Þess
ir gömlu Volvobílar eru hins vegar
eftirsóttir í dag í heimalandinu,
enda þykja þeir sérlega sterkir og
endingargóðir. Nú þykja þeir vera
klassískir og margir sækjast eftir
þeim sem fornbílum.
Vélin í Volvo 240 þótti einstak
lega vel heppnuð. Þá þykir bíllinn
lipur í akstri, jafnvel þótt oft hafi
áður fyrr verið talað um að hann
væri þungur og líktist helst dráttar
vél. Hin seinni ár virðist ekkert
vandamál að fá varahluti í bílana.
Framboðið þykir óvenjugott miðað
við hvað bílarnir eru gamlir en inn
réttingar og aukabúnaður kosta
mikið.
Bílarnir eru misdýrir eftir
ástandi. Turbobílarnir eru dýrast
ir. Þá er árgerð 1980 mjög eftir
sótt, enda var þá komið vökvastýri
í bílana og fleiri fylgihlutir en áður
þekktust.
Volvo er klassík
Byggingafyrirtækið Rider Levett
Bucknall gefur út RLB kranavísitöl
una annað hvert ár en hún bygg
ir á fjölda byggingakrana í stærstu
borgum NorðurAmeríku og gefur
góða mynd af stöðu byggingar
iðnaðarins hverju sinni. Borgirnar
sem um ræðir eru Boston, Chicago,
Denver, Honolulu, Los Angeles,
New York, Phoenix, San Francisco
og Seattle.
Nýjasta vísitalan gefur til kynna
mikinn vöxt byggingariðnaðar
ins sem á sinn þátt í viðreisn efna
hagslífsins í Bandaríkjunum. Mest
ur vöxtur er í byggingu blokka og
íbúðarhúsnæðis. Þá er mikil upp
bygging í fjölmiðla, heilbrigðis og
skólageiranum.
Ólikt hefðbundnum fjármálavísi
tölum er efniviðurinn í kranavísi
töluna mjög sýnilegur enda gnæfa
kranarnir yfir borg og bý. Vísitalan
byggir á talningu byggingarkrana í
hverri borg og er talið tvisvar á ári.
Vísitalan var fyrst birt árið 2012 og
nýtur vaxandi vinsælda.
Vísitala byggð á
fjölda krana
Hvaleyrarbraut 2
220 Hafnafjörður
Sími 511 4400
Körfulyftur með vinnusviði frá 1 – 100 m.
LIFETIME EXCELLENCE
P 220 B
MANY AREAS OF USE.
Palfinger hleðslukranar frá 0,9 – 200 tonn metrar.
Körfulyftur og
hleðslukranar
LIFETIME EXCELLENCE
P 220 B
MANY AREAS OF USE.
Vinnulyftur, kranar og pallar kynningarblað
13. febrúar 20164