Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 92

Fréttablaðið - 13.02.2016, Síða 92
Katrín Olga Jóhannes­dóttir var í vikunni kosin formaður Við­skiptaráðs Íslands. Hún er fyrst kvenna til að gegna þessu embætti sem hún segir í sjálfu sér koma á óvart í ljósi hundrað ára sögu félagsins. Hún leggur áherslu á fjölbreytileika í víðum skilningi, fjölbreytileika við stjórnarborð og stjórnendaborð, fjölbreytileika í atvinnugeirum, fjölbreytileika í rekstrarformum og fjölbreytileika í mannlífi, slíkt auki hagsæld og víð­ sýni. Katrín Olga hefur lengi verið áberandi í íslensku athafnalífi. Katrín Olga er stjórn ar formaður Já hf. þar sem hún er einn eig enda. Hún situr einnig í stjórnum Ölgerð­ arinnar, Icelandair Group, og situr í fjárfestinga ráði Akur Invest. Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk Cand. Merc. prófi frá Od en se Uni versitet, og bætti við námi í Corporate Fin­ ance í London Bus iness School. Hún starfaði áður sem framkvæmda­ stjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Þá fór hún fyrst að sitja í stjórnum. „Þetta hófst þegar ég var framkvæmdastjóri hjá Símanum og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, var spurður hvort hann gæfi leyfi til þess að ég settist í stjórn utan fyrirtækisins. Brynj­ ólfi fannst það sjálfsagt mál og þá fór boltinn að rúlla. Ég sat síðan í nokkrum stjórnum fyrir Símann og Skipti og öðlaðist þannig góða reynslu af stjórnarstörfum. Ég hef áhuga á því að vinna að breytingum og efla íslenskt atvinnu­ líf, það er drifkraftur minn. Að vera þátttakandi, ekki bara horfa á og bíða eftir að aðrir taki til hendinni. Katrín Olga hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs í sex ár og hyggst halda áfram sem formaður með þá línu sem hún hefur tekið þátt í að móta þar. fréttablaðið/ernir Fyrirtækin í landinu mega ekki kafna Katrín Olga er nýkjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands, fyrst kvenna. Hún segir McKinsey-skýrsluna um Ísland vera grunn að því hvert Ísland ætti að stefna. Hún vill beita sér fyrir blómlegra atvinnulífi í landinu, það geti dregið Íslendinga aftur heim. AuðvitAð eru þAð vOnbrigði Að eigendur fyrirtæKjA sjái sér eKKi hAg í því Að verA með fjölbreytileiKA við stjórn. þAu fyrirtæKi missA Af tæKifærum. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Taka þátt í því að gera íslenskt samfé­ lag betra,“ segir Katrín Olga aðspurð um af hverju hún hafi boðið sig fram til formanns Viðskiptaráðs. „Ég er búin að starfa í stjórn Við­ skiptaráðs í sex ár og hef kynnst starfinu þar. Ég stýri auk þess sam­ ráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi ásamt Rögnu Árnadóttur. Þar sem ég hef bæði áhuga á og reynslu af atvinnupólitík vildi ég bjóða fram krafta mína. Fyrir mér var skýrsla McKinsey, Charting a Growth Path For Iceland, grunnur­ inn að Samráðsvettvanginum, í raun handrit að því hvert Ísland ætti að stefna,“ segir Katrín Olga. Hissa á að vera fyrst Katrín Olga er fyrsta konan til að sinna embættinu. „Viðskiptaráð nálgast hundrað ára afmæli sitt og ég er í raun undrandi á að kona hafi ekki orðið formaður fyrr. Það liðu ekki nema 36 ár frá stofnun lýð­ veldisins þar til kona varð forseti. Viðskiptaráðið er vettvangur for­ svarsmanna fyrirtækja, konur eru einfaldlega síður en karlar í æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja. Það er kannski ástæðan fyrir því að ráðið hefur verið karllægara. Auðvitað er verkefnið að fjölga konum í stjórn­ unarstöðum, ég vil sjá okkur taka stór skref fram á við þar. Það var stigið þarft skref með kynjakvóta í stjórnir og vegna þess njóta mörg fyrirtæki aukinnar fjölbreytni í stjórnum,“ segir Katrín Olga. blandaðar stjórnir auka hagsæld Kynjakvótinn hefur haft áhrif á stærri fyrirtæki sem lagaramminn nær til. Enn vantar þó nokkuð upp á að minni fyrirtæki nái jöfnu hlutfalli í stjórnum sínum. Þurfum við ekki að taka á þessu? ↣ McKinsey-skýrslan: Ísland þarf að rjúfa vítahringinn Árið 2012 gerði alþjóðlega ráð- gjafarfyrirtækið McKinsey & Company viðamikla úttekt á hag- vaxtarmöguleikum Íslands, undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland. Í skýrslunni var fjallað um leiðir til að auka hagkvæmni í innlenda geiranum, fá meiri arð úr auðlindageiranum og byggja upp alþjóðlega geirann. Ísland féll niður Þegar skýrslan kom út hafði Ísland fallið niður lista efnuðustu landa heims, mælt í framleiðslu á mann, og helsta áskorunin var að endurheimta vaxtarmöguleika í krefjandi umhverfi. Framleiðnivandamál Á vef Viðskiptaráðs kemur fram að í skýrslunni segi að fjölmargir þröskuldar séu á þeirri vegferð, Ísland þurfi að brjótast út úr vítahring hás fjármagnskostn- aðar, lítillar fjárfestingar og ónógs viðskiptaafgangs, og komast yfir á spor uppbyggingar með opnun fyrir samkeppni og fjárfestingu, lækkun vaxta, væntingum um jákvæðan viðskiptajöfnuð og þar með innstreymi gjaldeyris. Framleiðnivandamál Íslands var tekið fyrir í skýrslunni og einnig var bent á nauðsynlegar aðgerðir til að efla skilvirkni, útflutningsgreinar og fleira, til þess að samkeppnis- hæft viðskiptaumhverfi yrði hér á landi. 1 3 . F e b r ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T a b L a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.