Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 2
Kominn úr kafiVeður Í dag verður hæglætisveður á landinu. Það verður úrkoma nokkuð víða, yfirleitt rigning eða slydda, en sums staðar snjóar fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig. Í kvöld bætir í vind og úrkomu um landið sunnanvert. Sjá SÍðu 40 Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir Leikum okkur! LögregLumáL Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vega- bréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendinga- stofnun í samráði við ákærusvið lög- reglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lög- reglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, um málið. Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað hús- næði hér á landi á meðan hælisum- sókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum. Hluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnu- þýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábend- inga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupp- tökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. nadine@frettabladid.is Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Stálu fyrir milljónir með fölsuð vegabréf Sjö einstaklingar frá Hvíta-Rússlandi voru sendir úr landi með endurkomu- banni í byrjun október. Fólkið sótti hér um hæli, með fölsuð vegabréf, til að stela vörum á meðan hælisumsóknin væri í ferli. Þýfi fannst fyrir tvær milljónir. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru við reglubundnar köfunaræfingar í Kópavogshöfn þegar ljósmyndara Fréttablaðs- ins bar að garði. „Allir vakthafandi starfsmenn fá köfunarþjálfun. Maður veit aldrei hverjir eru á vaktinni þegar grípa þarf til slíkrar björgunar,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/VilhelM ViðSkipti Upplag Fréttablaðsins hefur verið stækkað um fimm þúsund eintök og dreifing blaðsins aukin. Blaðið mun fást í flugvélum Flug- félags Íslands og í biðsölum flugvall- anna í Reykjavík, á Egilsstöðum, Ísa- firði og Akureyri. Þá er unnið að því að blaðinu verði dreift í Strætó og á flugstöðvum á Húsavík, Höfn og í Vestmannaeyjum. Á næstu dögum hefst lúgudreifing blaðsins á Álftanesi og fyrir helgi hefst dreifing í kassa í Vestmanna- eyjum. Þegar er farið að dreifa blað- inu í ný hverfi í Mosfellsbæ, Úlfars- fell og í nýbyggingar í hverfi 101 í Reykjavík. Einnig mun blaðið liggja frammi í BYKO og Húsasmiðjunni á Reykja- nesi og Selfossi, auk verslunarmið- stöðvarinnar Kjarnans á Selfossi. Þá er unnið að dreifingu í menntaskóla og háskóla landsins. Þegar er hafin dreifing á Bifröst og í Háskólanum á Akureyri. – ngy Aukin dreifing á Fréttablaðinu Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að mis- nota sér eymd annarra. Benedikt Lund lögreglufulltrúi BandarÍkin Wikileaks hefur greint frá sex tölvupóstum sem John Brennan, framkvæmdastjóri CIA, sendi frá sér síðustu ár. Athygli vekur að allir póst- arnir voru fengnir frá einkareknum póstþjóni en ekki vefþjóni á vegum ríkisins. Í póstunum má meðal annars finna gögn þar sem velt er upp þeim mögu- leika að þróaðar verði „löglegar“ yfir- heyrsluaðferðir sem brjóti ekki í bága við Genfarsáttmálann eða bandarísk lög. Þá kemur þar fram gagnrýni á harkalega utanríkisstefnu ríkisstjórn- ar George W. Bush gagnvart Íran. En stjórn Bush þótti ganga afar hart fram í málefnum Írans. Í skjölunum kemur fram að mælt væri með því að næsti forseti á eftir Bush myndi taka upp mildari og vin- gjarnlegri samskipti við Íran. – srs Ljóstra upp um „löglegar“ aðferðir til pyntinga StjórnmáL Frumvarp utanríkis- ráðherra um að leggja niður Þró- unarsamvinnustofnun og flytja starfsemi hennar undir ráðuneytið fór til annarrar umræðu á Alþingi í gær eftir umfjöllun utanríkismála- nefndar. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóð- legrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari,“ segir í meirihlutaáliti nefndarinnar. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gerði grein fyrir minnihlutaáliti nefndarinnar sem er á öndverðum meiði en í áliti minnihlutans segir: „[Minnihlut- inn] telur [frumvarpið] vanbúið, óljóst og byggja að hluta til á mis- skilningi.“ – srs Telja frumvarp vera vanbúið 2 2 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i m m t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.