Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 12
Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 / f lexor.is
GILDIR TIL 30. OKTÓBER
Skósprengja
Bandaríkin Í nýbirtum skjölum sem
lekið var frá bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu er að finna margvíslegar
upplýsingar um drónaárásir á vegum
Bandaríkjahers og bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, sem hafa ekki
komið fram áður.
Þar kemur meðal annars fram að
upplýsingarnar, sem byggt er á þegar
skotmörk eru ákveðin, eru iðulega
ófullkomnar. Einnig kemur fram að
hátt hlutfall þeirra einstaklinga, sem
drepnir eru í þessum árásum, eru
almennir borgarar sem ekki var ætl-
unin að drepa.
Þetta hlutfall hefur stundum verið
mun hærra en áður hefur komið
fram. Í sumum tilfellum allt að níu af
hverjum tíu.
Þá fer ekkert á milli mála í þessum
skjölum að Bandaríkjaforseti á þátt í
ákvarðanatöku um það, hverja eigi að
drepa í þessum árásum.
Það eru rannsóknarblaðamenn á
vefmiðlinum The Intercept, sem birtu
leyniskjölin í lok síðustu viku. Meðal
ritstjóra The Intercept eru þau Glenn
Greenwald og Laura Poitras, sem
upphaflega komu uppljóstrunum
Edwards Snowden um víðtækar hler-
anir bandarísku leyniþjónustunnar á
framfæri við almenning.
Að þessu sinni eru leyniskjölin
þó ekki fengin frá Snowden, heldur
öðrum uppljóstrara sem ekki er nafn-
greindur.
Drónaárásir Bandaríkjahers hafa
frá fyrstu tíð verið umdeildar og
stjórnvöld í Pakistan hafa meðal
annars harðlega gagnrýnt Banda-
ríkin fyrir að gera þessar árásir til að
drepa einstaklinga innan landamæra
annars ríkis án dóms og laga.
Bandarísk stjórnvöld telja sér þetta
heimilt ef Bandaríkjunum stafar
raunveruleg hætta af þessum einstak-
lingum, og ef ríkin, sem þeir hafast við
í, annaðhvort vilja ekki eða geta ekki
skipt sér af þeim.
Tölur um drónaárásir og mannfall
eru reglulega teknar saman á frétta-
vefnum thebureauinvestigates.com,
sem rannsóknarblaðamennirnir á
The Bureau of Investigative Journal-
ism halda úti. Þar kemur fram að
Bandaríkjamenn hafa frá árinu 2002
gert samtals að minnsta kosti nærri
700 árásir með drónum í Pakistan,
Jemen, Sómalíu og Afganistan.
Samkvæmt þessu hafa drónaárás-
irnar kostað að minnsta kosti 3.500
manns lífið, og þar af voru almennir
borgarar að minnsta kosti rúmlega
500, eða einn af hverjum sjö. Tölurn-
ar eru fengnar úr frásögnum í fjöl-
miðlum, en þegar skoðuð eru leyni-
skjöl Pentagon, sem birt voru hjá The
Inter cept, birtast aðrar tölur og verri.
Eitt skjalanna nær til árása með
drónum í Afganistan á tímabilinu frá
1. maí 2012 til 15. september sama
ár. Samkvæmt skjalinu voru gerðar
samtals 27 árásir með drónum þenn-
an fimm og hálfa mánuð, og kostuðu
þær árásir samtals 155 manns lífið.
Einungis 19 af þeim voru þeir ein-
staklingar, sem ætlunin var að drepa.
Hinir 136 voru þar með einstaklingar,
sem ekki var ætlunin að drepa með
árásum þessum.
Hlutfall annarra, en þeirra sem
ætlunin var að drepa, er þarna
orðið næstum því níu af hverjum tíu
látnum. gudsteinn@frettabladid.is
Nýju ljósi
varpað á
drónaárásirnar
Bandaríkin hafa árum saman sent dróna til að drepa
einstaklinga í öðrum löndum, án dóms og laga. Í ný-
birtum leyniskjölum Bandaríkjahers kemur fram að
allt að níu af hverjum tíu, sem látast í drónaárásum,
eru aðrir en þeir sem ætlunin var að drepa.
Fólk safnast saman við skóla, sem sprengju var varpað á úr bandarískum dróna í Hangu í Pakistan í nóvember árið 2013.
Fréttablaðið/EPa
136
af þeim 155 einstaklingum,
sem féllu í drónaárásum í
Afganistan sumarið 2012,
áttu ekki að láta lífið í þeim
árásum. Hinir 19 voru meðal
skotmarkanna, sem átti að
drepa.
Stjórnmál Gerð hefur verið fýsi-
leikakönnun á því að færa verkefni
fjölmiðlanefndar undir Póst- og fjar-
skiptastofnun.
Í síðustu viku sagði forstjóri Póst-
og fjarskiptastofnunar, Hrafnkell V.
Gíslason, í ársskýrslu frá þreifingum
um sameiningu Samkeppniseftir-
litsins við stofnunina og sagði þær
varhugaverðar.
„PFS hefur bent á þætti í starfi
stofnunarinnar sem samrýmast illa
starfi annarra stofnana sem rætt
hefur verið um í þessu sambandi,“
sagði hann í skýrslunni og tiltók
sérstaklega sameiningu við Sam-
keppniseftirlitið.
Framkvæmd fýsileikakannan-
anna er í höndum ráðgjafarfyrir-
tækisins Capacent og eiga þær
rætur í tillögum hagræðingarhóps
ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru
í nóvember 2013.
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmda-
stjóri fjölmiðlanefndar, segir nefnd-
ina ekki mótfallna breytingum,
þvert á móti geti falist kostir í fag-
lega ígrunduðum breytingum. Hún
segir sporin hins vegar hræða þegar
kemur að hugmyndum um að sam-
eina fjölmiðlanefnd og Póst- og
fjarskiptastofnun Samkeppniseftir-
litinu.
„Það er ekki víst að starfsemi Sam-
keppniseftirlits og fjölmiðlanefndar
fari saman því nálgun á viðfangsefni
stofnananna er ólík,“ segir hún, en
bendir um leið á að til sé fjöldinn
allur af stofnunum þar sem póst- og
fjarskiptamál hafi verið sameinuð
fjölmiðlaeftirliti. „Eina landið sem
hefur farið þá leið að sameina póst
og fjarskipti samkeppnismálum er
Spánn og sporin hræða.“
Elfa segir fjölmiðlanefnd hafa
tekið þátt í þessu sama ferli og aðrar
stofnanir og lagt mat á ýmsar sviðs-
myndir. „Hvernig þetta gæti litið
út og svo framvegis. Í þeirri vinnu
höfum við haldið á lofti grund-
vallargildum. Ég nefni sérstaklega
sjálfstæði fjölmiðlanefndarinnar.
Það er nauðsynlegt að hún sé sjálf-
stæð frá hinu pólitíska valdi og að
það sé fjölskipað stjórnvald sem
hefur þekkingu á málaflokknum.
Þetta er stórmál og það verður að
tryggja þetta.“
Um ólíka nálgun stofnananna
sem áform eru um að sameina segir
Elfa að hjá Samkeppniseftirlitinu sé
horft á samkeppni og markaði, þá
taki eftirlitið ákvarðanir eftir ein-
hverja tiltekna atburðarás.
„Okkar hlutverk er hins vegar
ekki síður að leiðbeina og tryggja
tjáningar- og upplýsingafrelsi.
Nefndin hefur ekki bara eftir-
lit með brotum, það er lítill hluti
starfseminnar.“ Ekki sé bara fylgt
eftir boðum og bönnum heldur sé
nefndinni ætlað margþætt hlutverk
til að tryggja að hér á landi séu sjálf-
stæðir og burðugir fjölmiðlar. – kbg
Hræðist sameiningu
við Samkeppniseftirlitið
Það er ekki víst að
starfsemi Sam-
keppniseftirlits og fjölmiðla-
nefndar fari saman því
nálgun á viðfangsefni
stofnananna
er ólík.
Elfa Ýr Gylfadóttir
framkvæmda-
stjóri fjölmiðla-
nefndar
Forstjóri Póst- og fjar-
skiptastofnunar greindi frá
því í ársskýrslu stofnunar-
innar í síðustu viku að
þreifingar væru í gangi um
sameiningu Samkeppnis-
eftirlitsins við stofnunina.
hann sagði hugmyndirnar
varhugaverðar.
2 2 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i m m t U d a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð