Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 28

Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 28
Greinarhöfundur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) 1999- 2014. Eitt af því sem vakti undrun mína á þessum tíma var hve mjög misjafnlega virðist vera gefið þegar kemur að rekstrarfé ríkisfyrir- tækja. Sum þeirra virðast fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan önnur berjast í bökkum og þurfa reglulega að glíma við niðurskurð, m.a. með kvalafullum uppsögnum starfsmanna. Þegar meðallaun nokkurra ríkis- fyrirtækja eru skoðuð í síðustu samantekt Frjálsrar verslunar, „300 stærstu“, kemur í ljós mikill launamunur. Eins og sést á súluritinu sem hér fylgir, munar miklu á meðal- launum þess fyrirtækis sem greiðir hæstu meðallaunin og þess sem greiðir þau lægstu. Af þessum tölum má álykta sem svo að Lands- virkjun sé með launahæstu fyrir- tækjum landsins, að einkafyrir- tækjum meðtöldum. Samkvæmt þessu voru meðalmánaðarlaun starfsmanna hjá Landsvirkjun 900 þúsund krónur á móti 500 þúsund króna meðallaunum hjá RÚV. Nú má sjálfsagt skýra eitthvað af þessum mikla launamun með mis- munandi menntunarstigi starfs- manna þessara fyrirtækja, en tæp- lega þó allan. Af þessu má draga þá ályktun að ákveðið misræmi sé í launastefnu ríkisfyrirtækja. Spurningin er því hvort þessi launamunur sé eðlilegur og geti flokkast undir góða stjórnunar- hætti? Eru launin hjá RÚV of lág eða eru launin hjá Landsvirkjun of há, nema hvort tveggja sé? Mega sum ríkisfyrirtæki strá um sig almannafé? Aðeins nokkur hundruð metrar skilja að ríkisfyrirtækin RÚV í Efstaleiti og Landsvirkjun í Háa- leiti. Fleiri hundruð þúsund krón- ur skilja hins vegar fyrirtækin að í mánaðarlaunum starfsmanna. Annað fyrirtækið sér landsmönn- um fyrir dagskrárefni á öldum ljósvakans en hitt sér þjóðinni fyrir raforku. Miklar niðurskurðar- kröfur eru jafnan gerðar til RÚV en Landsvirkjun virðist sigla lygnan sjó og hafa meira en nóg umleikis. Íburðarmiklir aðalfundir Lands- virkjunar hafa vakið athygli þar sem kostnaðurinn virðist hlaupa á milljónum króna. Kostnaður við aðalfundi RÚV er hins vegar nokkrir tugir þúsunda. Á sama tíma og rekstrarliðir RÚV eru landsmönnum opnir og gegnsæir, virðist annað gilda um fjárreiður Landsvirkjunar. T.d. er ómögulegt að sjá af ársreikningi fyrirtækisins hve miklu fé er eytt í markaðsmál. Því er flækt saman við svokallaðan þróunarkostnað. Þessi rekstrar- liður er hins vegar mjög skýr í árs- reikningi RÚV. Það er ekki langt síðan Lands- virkjun barst fyrirspurn frá Alþingi þar sem óskað var eftir upplýsingum um kostnað vegna skoðunar fyrirtækisins á lagningu sæstrengs til Bretlands. Ljóst er að fyrirtækið er búið að leggja í veru- legan kostnað sem tengist þessu verkefni undanfarin 5-6 ár. Lands- virkjun neitaði hins vegar að veita Alþingi umbeðnar upplýsingar og bar við samkeppnisástæðum. Sá fyrirsláttur er illskiljanlegur þegar óumdeilt er að Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu á íslensk- um orkumarkaði og á ekki í neinni samkeppni. Ljóst er því að ekki gilda sömu lögmál um fjárreiður þessara tveggja ríkisfyrirtækja sem borin eru saman hér að ofan. Fyrir- fram skyldi maður þó ætla að krafan væri sú að öll ríkisfyrirtæki væru rekin á sem hagkvæmastan hátt þannig að þau skiluðu sem mestum afgangi í ríkissjóð þegar svo ber undir. Sú virðist þó ekki vera raunin. Lög um þetta virðast heldur ekki vera til. Rekstrarforsendur ríkisfyrir- tækja eru mjög mismunandi. Fjármunir sumra eru skornir við nögl en önnur virðast geta slegið um sig að vild. Brýnt virðist vera að sett séu samræmd lög og reglur um þetta þannig að ákveðin ríkis- fyrirtæki geti ekki gengið á lagið og ráðstafað hagnaði sínum fyrir- fram í trássi við hagsmuni eigenda sinna, almennings í landinu. Misrétti í launastefnu ríkisfyrirtækja? Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhag- fræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá RÚV Á sama tíma og rekstrar- liðir RÚV eru landsmönnum opnir og gegnsæir, virðist annað gilda um fjárreiður Landsvirkjunar. Lög þau sem á Íslandi gilda um dvalarleyfi til útlendinga eru svo götótt og geðþóttaleg að furðu vekur. Þau fela ráðherra nánast alræðisvald varðandi það að setja reglur og veita undanþágur frá reglum. Þau veita einnig Útlend- ingastofnun allverulegt svigrúm til þess að túlka reglur og líta fram hjá þeim (96/2002, greinar 5, 32, 33, 50, 51, 52). Sú nýjung að taka upp kærunefnd útlendingamála sl. vor var skref til bóta, en hefur því miður ekki miklu breytt í reynd. Sveigjanleiki laga kann að virðast hagfelldur þegar samfélagsleg sátt ríkir um túlkun laganna og fram- kvæmd. Farsælla væri þó að hafa um þessi mál skýran lagaramma þannig að hægt sé að fjalla af raun- verulegri fagmennsku frekar en geðþótta um málefni flóttamanna og innflytjenda. Nú hefur og sýnt sig að gjá er að myndast milli almenn- ingsálitsins og stjórnvalda vegna þess hvernig lögin hafa verið túlkuð. Hentistefnuvald Útlendingastofnunar Þegar umdeild mál hafa komið upp þar sem fólki er vísað frá landinu þá hefur einatt verið vísað til laga. Stað- reyndin er hins vegar sú að forstjóri Útlendingastofnunar hefur kosið að túlka lögin þannig að hælisleit- endur hafa ekki svo séð verði notið nokkurs vafa. Þvert á móti hafa ákvarðandir stofnunarinnar verið íþyngjandi og harðneskjulegar gagnvart þeim sem hingað leita. Yfir Útlendingastofnun ríkir innan- ríkisráðherra sem lögum samkvæmt gæti gripið í taumana en hefur ekki, þegar þessi orð eru skrifuð, gert það. Eitt dæmi um lagaákvæði sem litið var fram hjá þegar albanskri fjölskyldu var neitað um dvalarleyfi fyrr í vikunni – en hefði svo auð- veldlega mátt láta ráða gagnstæðri niðurstöðu – er 12. grein laganna. Þar segir að sérstaklega skuli litið til hagsmuna barna þegar ákvörðun er tekin um dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum „og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun“. Vandséð er að þetta lagaákvæði hafi ráðið nokkru við þá ákvörðun að reka fimm manna fjöl- skyldu úr landi þrátt fyrir þá stað- reynd að börnin voru byrjuð í skóla og foreldrarnir allir af vilja gerðir að sjá fjölskyldunni farborða í nýjum heimkynnum. Annað hörmulegt dæmi, jafn nýlegt, varðar sýrlenska barnafjöl- skyldu. Fólkið hafði neyðst til þess að sækja um – og fengið – dvalarleyfi í Grikklandi, til þess að komast þar í gegn með börnin sín á flóttanum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Hefðu þau ekki sótt um dvalarleyfi þar í landi hefðu þau verið handtekin og aldrei komist lengra. Grikkland hefur verið skilgreint sem óöruggt land, eins og innanríkisráðherra hefur sjálfur upplýst í þingræðu, og það er ekki venja siðaðra þjóða að senda flýjandi fólk til landa sem skil- greind hafa verið sem óörugg. Enn kýs þó Útlendingastofnun að horfa á allt annað lagaákvæði heldur en það sem mælir fyrir um hagsmuni barnanna tveggja sem foreldrarnir hafa flúið með norður hingað í leit að öryggi og auknum lífsgæðum. Niðurstaðan er miskunnarlaus. Fólkinu skal vísað úr landi og það sent til Grikklands. Óboðleg staða Það er óboðlegt að löggjöf sem varðar líf og afdrif fólks í erfiðum aðstæðum skuli vera svo götótt og illa úr garði gerð að það velti á duttl- ungum embættismanna og/eða póli- tískum geðþótta ráðamanna hvernig úr rætist. Að það skuli vera hægt að velja lagagreinar líkt og smárétti af hlaðborði til þess að rökstyðja nán- ast hvað sem er við afgreiðslu mála. Úr þessu er brýn þörf að bæta. Málefni flóttamanna og innflytj- enda (sem er ekki endilega sami hópur) þarf nauðsynlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. Nafngiftin „lög um útlendinga“ er ein og sér aðgreinandi og neikvæð. Þetta verður enn augljósara í mark- miðsgrein laganna þar sem fjallað er um „heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni“ (2. gr). Þetta tortryggna viðhorf hefur einmitt ráðið för við framkvæmd laganna gagnvart því fólki sem leitar til Íslands í von um betra líf, augljóslega með þá von í brjósti að geta orðið hér nýtir þjóð- félagsþegnar. Mannleg örlög koma okkur við Hinn þungi flóttamannastraumur – sem kalla mætti þjóðflutninga – til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan og fleiri átakasvæðum hefur opnað nýjar víddir í umræðunni um mál- efni flóttamanna. Myndir af lífvana börnum sem haföldur skola upp að ströndum nágrannaþjóða hafa opnað augu okkar fyrir því að mann- leg örlög koma okkur öllum við. „Að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Þess vegna er nú vaxandi þrýst- ingur á stjórnvöld allra Evrópulanda að bregðast við ástandinu sem sam- mannlegum vanda, af þeirri mannúð sem krefjast má af siðmenntuðum þjóðum, með vandaðri löggjöf og skýrum, sanngjörnum reglum og samstarfi. Um tíma leit svo út sem íslensk stjórnvöld ætluðu að svara þessu ákalli. Því miður benda aðgerðir Útlendingastofnunar síðustu daga ekki til þess að stjórnvöldum sé nein alvara með hálfvolgum yfirlýsingum um óljósar úrbætur. Sé ekki svo, þá er höndin augljóslega ekki að hlýða höfðinu. En innanríkisráðherra – sem lögum samkvæmt setur reglur og skilyrði fyrir komu fólks til lands- ins, dvalar- og búsetuleyfi (2. gr.) – er í lófa lagið að endurskoða þær reglur sem Útlendingastofnun beitir fyrir sig til þess að reka barnafjölskyldur úr landi. Boltinn er hjá ráðherra. Bjargræði eða böl? Vonlaus staða flóttamanna á Íslandi Ólína Kjerúlf Þor- varðardóttir fv. alþingismaður Málefni flóttamanna og inn- flytjenda (sem er ekki endi- lega sami hópur) þarf nauð- synlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. ✿ Meðalmánaðarlaun á starfsmann í þúsundum króna árið 2013 Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greini- lega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meiri- hlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi. Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra hefur gefið tóninn í lífeyrismál- um aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða sam- félagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyris- þega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkað- inn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki full- gildir á vinnumarkaðnum. Og hluta- störf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnu- lífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar. Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhuga- lausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfé- lagið allt taldi svo komið, að nauð- synlegt væri að lyfta lágmarkslaun- um verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmála- menn að vita. Þetta hlýtur fjármála- ráðherra að vita. Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, sam- hliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldr- aðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður eng- inn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum. Aldraðir hafa skilað sínu vinnuframlagi! Björgvin Guðmundsson formaður   kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Það hefur verið níðst á líf- eyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r28 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.