Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 36
Fólk| Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kr. 17.900.- Str. S-XXL Nýtt kortatímabil Jakkar Ný sending Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur AFSLÁTTARDAGAR -20% Söfnunar- stell - glös - hnífapör Mikið úrval af fallegum vörum á tilboði. Allt að 50% afsláttur. -15% Helena Reynisdóttir förðunarfræðingur segir það vera í tísku í haust og vetur að „baka“ á sér andlitið. „Þá er laust púður sett yfir hyljara á þeim stöðum sem eiga að lýsast upp. Því er svo leyft að „bakast“ í fimm mínútur og síðan dustað af. Þá kemur nokkurs konar „Kim Kar- dashian-ljómi“ á andlitið. Svo er mikið um það að andlitsdrættir séu ýktir (highlight-aðir) með því að skyggja mikið undir kinnbein, meðfram nefi, til að minnka það, meðfram kjálkalínu og hárlínu. Þetta er hægt að gera bæði með krem- og púðurvörum. Síðan er andlitið lýst upp á móti, ofan á kinnbeinin, framan á nefið og ofan á varirnar,“ lýsir Helena. Mattar varir og augu Helena segir eyeliner með miklum væng alltaf vera inni. Auk þess séu áberandi augnhár að koma sterk inn. „Dökkir augnskuggar verða áberandi, brúnir, rauðleitir og jafnvel appelsínugulir. Þeir henta samt ekki öllum, aðallega blá- og brúneygum. Mattir litir eru áberandi, að minnsta kosti verða skyggingar mattar og kannski smá glans á augnalokinu. Það sama má segja með varalitina, þeir eru líka mattir en mikið er um fljótandi varaliti þannig að þeir eru blautir þegar þeir eru settir á en mattast svo með tím- anum. Hlýir tónar haustsins verða sem sagt allsráðandi í haust en ég hef þó tekið eftir því að förðunin er ýktari en oft áður.“ góð ráð Helena útskrifaðist úr Reykjavík Make- up School í fyrra og var hæst á prófi í „beautyförðun“. Hún hefur síðan þá tekið alls kyns förðunarverkefni að sér, farðað fyrir bæði tískusýningar og myndatökur og fleira. Spurð um nokkur góð förðunarráð nefnir hún að gott sé að setja hyljara meðfram vörunum þegar búið er að setja varalit á þær, þannig verða þær þrýstnari. „Það er sniðugt að nota ljósan eyeliner inn á votlín- una í augunum. Þannig virka þau opnari og gefur það ferskara útlit. Liturinn ætti helst að vera beis- litaður en ekki hvítur, það er náttúrulegra. Með því að skipta ljósa litnum út fyrir svartan eyeliner og skella gerviaugnhárum á sig er svo hægt að breyta dagförðun í kvöldförðun á auðveldan máta. Fyrir þær sem ekki vilja nota gerviaugnháralengju er gott að nota til dæmis stök augnhár. Það opnar augun og gerir þau stærri án þess að þau verði of ýkt.“ vill vera áberandi Helena segist ekki mála sig mikið dags- daglega. „Ég er alltaf með eyeliner með spíss og nota þekjandi og matt meik. Ég fíla mött meik því ég vil ekki glansa þegar líður á daginn. Stundum nota ég stök augnhár á ytri augn- háralínu til að opna augun. Ég nota ekki mikið varalit hversdags en set stundum á mig smá varablýant og varasalva með lit í. Við fínni tilefni nota ég mikinn augnskugga, skyggi andlitið mikið, nota „highlighter“ og „baka“ stundum á mér andlitið líka. Þá nota ég ýktari varalit en hvers- dags og hendi augnhárum á mig og geri eyeliner-inn ýktari líka. Ég vil alltaf vera ýktari heldur en minna máluð án þess þó að vera með ein- hvers konar dragmálningu,“ segir hún og brosir. Hlýir Hausttónar FÖrðun Samkvæmt hefðinni verða litirnir í förðun dekkri með haustinu. Dökkar varir og rauðbrúnir augnskuggar verða áberandi. Fyrir varirnar Dökkir, mattir varalitir eru inni í dag. Helena reynisdóttir FÖrðunarFræðingur FÖrðun dÖkkt í Haust Helena Reynisdóttir förðunarfræðingur segir dökka liti vera áberandi í förðun í haust og vetur. MYND/VIlHelM tíska
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.