Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2015, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.10.2015, Qupperneq 48
Kynning − auglýsing 22. október 2015 FIMMtUDAGUr8 Ryksugur gullryKsuga Dýrasta ryksuga heims er sögð henta vel til þess að þrífa rauða dregla, snekkjudekk og stórar límósínur. Ryksugan dýra er föl fyrir átta hundruð þúsund pund eða litlar 155 milljónir rúmar. Sugan fína er með 24 karata gull- húð og fæst aðeins í takmörkuðu upplagi. Hún vegur sjö og hálft kíló og með henni fylgir uppruna- vottorð þegar hún er keypt. Aðeins hundrað eintök af ryk- sugunni voru framleidd fyrir net- verslunina Firebox.com. Í hvert eintak er grafið opinbert raðnúmer og henni fylgir lífstíðar ábyrgð. Á síðunni sem selur dýrgripinn, Firebox.com, kemur fram að „jafnvel þeir óskiljanlega efnuðu hafi gagn og gaman af smávegis þrifum. Aðalmunurinn er að þegar þeir þrífa gera þeir það með gullhúðaðri, átta- hundruð þús- und punda, hágæða ryksugu.“ Betri líðan á hreinu heimili Það finnst ekki öllum skemmti- legt að þrífa heimilið. Engu að síður verða allir að þrífa í kringum sig. Hægt er að gera þrifin auð- veldari með því að vera skipu- lagður. Með því að taka til eftir sig jafnóðum, til dæmis aldrei láta óhreint leirtau liggja í vaskinum safnast aldrei neitt upp. Ef fólk er ekki með uppþvottavél er einfaldast að þvo upp strax. Það getur komið í veg fyrir mikinn kvíða. Það tekur um það bil 15 mínútur að þvo upp eftir matinn. Gott er að nota þann tíma til að hugsa eitthvað skemmtilegt eða hlusta á góða tónlist. Ef þú hefur áhyggjur af draslinu í fataskápnum er best að drífa sig í að taka til. Ánægjan er svo mikil þegar verkinu er lokið. Taktu öll föt sem ekki hafa verið notuð lengi og gefðu þau til góðgerðar- mála eða reyndu að koma þeim í verð á sölusíðum, til dæmis á Facebook. Mjög mikilvægt er að þrífa bað- herbergið reglulega. Það tekur ekki langan tíma ef því er haldið hreinu daglega. Gerðu það að venju að skola vaskinn á hverju kvöldi og fara með bursta í kló- settið. Ryksugan er besti vinurinn. Auðvelt er að fjarlægja ryk á hinum ýmsu stöðum með auka- hlutum sem fylgja henni. Hvort sem það er í lofti, ofan á mynd- um, speglum, á rimlaglugga- tjöldum eða öðrum stöðum þar sem ryk safnast fyrir. Gott er að nota burstann. Athugið að skipta um síu í ryk- sugunni þegar skipt er um poka. Stífluð sía dregur úr krafti ryk- sugunnar. Nilfisk og Nilfisk Árið 2003 var hljómsveitin NilFisk stofnuð af fjórum 15-16 ára drengjum úr barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri en nafnið er dregið af ryksuguframleiðandanum góðkunna Nilfisk. Sveitin vann það sér helst til frægðar að leika eitt lag á tónleikum einnar vinsælustu rokksveitar síðasta áratugar, Foo Fighters, sem heim- sótti Ísland í fyrsta sinn árið 2003 og lék í Laugardalshöll fyrir fullu húsi. Aðdraganda þess óvænta heiðurs má rekja til þess að meðlimir Foo Fighters sátu að snæðingi degi fyrir tónleikana á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri þegar þeir heyrðu til strákanna á æfingu skammt frá. Dave Grohl, leiðtogi Foo Fighters, ruddist inn á æfinguna og settist við trommusett NilFisk og tók lagið með þeim. Eftir stutt spjall var þeim boðið á tónleikana þar sem NilFisk tróð óvænt upp og tók lag. Nokkru síðar komust lög- fræðingar ryksuguframleiðandans á snoðir um nafngift íslensku sveitarinnar og gerðu athugasemdir, í formlegu bréfi, um notkunina á nafninu. Kröfðust þeir að allur varningur á borð við geisladiska og boli yrði gerður upptækur. Allt féll þó að lokum í ljúfa löð. Hljómsveitin NilFisk lagði upp laupana árið 2008. Gæði og aftur gæði... fyrir fyrirtæki og stofnanir Vesturhraun 3 • 480 - 0000 Sterkur félagi í þrifum! Cleanfix, ryksugur og tæki til þrifa. Tækin eru framleidd í Sviss. Sterkar vélar, þola mikla notkun. Varahlutir og þjónusta hjá Aflvélum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.