Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 80

Fréttablaðið - 22.10.2015, Síða 80
Nú er ég ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja list-formið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára. En eitthvað er í gangi hérna,“ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð henna- tattú á íslenskar stelpur, en sannkallað henna-æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stíga út fyrir þæginda- rammann og fá sér til dæmis á lærið. „Sjálfri finnst mér það virkilega flott og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant,“ útskýrir Tinna. „Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeð- limum sem og sjálfri sér. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágæt- lega,“ segir hún og skellir upp úr. Spurð hvaðan þetta trend komi segir Tinna erfitt að benda í einhverja eina  átt, en hún telur söngkonuna Rihönnu ákveðinn áhrifavald í því hvað henna-tattú virðist vera vin- sælt. „Hún er með svoleiðis, en ég held reyndar að hún sé með henna- mynstrið flúrað á sig varanlega. Það sem ég geri og sóst er í, staldrar aðeins við í sex til tíu daga og í besta falli tólf, ef vel er hugsað um hennað.“ Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svo- leiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu  til að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verður lifandi  á næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin. gudrun@frettabladid.is Fimm þúsund ára listform trendar „Maður veit ekkert hvort maður verður lifandi á næstu árshátíð.“ Tinna Miljevic hefur ekki undan að mála mynstur á íslenskar konur Tinna hefur í nægu að snúast og alltaf nóg að gera. Nýlega sneri hún aftur heim til Íslands, eftir að hafa farðað fyrir þættina Game of Thrones, yfir þriggja þáttaraða tímabil. FréTTablaðið/aNToN briNk listamaður að störfum, þar sem sársaukanum er ekki fyrir að fara. Þetta gerði Tinna á sjálfa sig, en hún er gjarnan skreytt frá toppi til táar. burtséð frá tilefninu. Poppgyðjan rihanna hefur mögnuð ítök þegar kemur að tískustraumum. Handar- bakið er sívinsælt. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r56 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.