Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 12
Þátttakendur óskast
– viltu vera með?
FARSÆL ÖLDRUN
Framtíðarþing um farsæla öldrun
Óskað er eftir þátttakendum
úr eftirfarandi hópum:
Skráning:
75 ára og eldri
55-75 ára
55 ára og yngri
Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum
Skráning sendist á netfangið
oldrunarrad@oldrunarrad.is eða
í síma 693 9508 eigi síðar en 10. nóvember n.k.
Athugið að takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp.
Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma.
Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.*
Boðið verður upp á veitingar.
*Allir þátttakendur eru sjálfboðaliðar og þurfa sjálfir að standa straum af eigin ferðakostnaði.
Í Þjónustumiðstöð aldraðra
á Selfossi, Grænumörk 5
16. nóvember kl.16:30 – 20:30
MARKMIÐ ÞINGSINS:
Skapa umræðu meðal áhugasamra
um öldrunarmál, væntingar og
viðhorf til efri áranna.
Vekja jákvæða athygli á eldri
borgurum, stöðu þeirra og hvernig
þeir líta á mál sín til framtíðar.
Hrunamanna-
hreppur
Hveragerðisbær Bláskógabyggð Skeiða- og
Gnúpverjahreppur
Sveitarfélagið
Árborg
Rangárþing
eystra
Sveitarfélagið
Ölfus
öryggismál Ísland og hin sjö aðildar-
ríki Norðurskautsráðsins undirrituðu
í gær samning um víðtækt samstarf
um leit og björgun á norðurskauts-
svæðinu. Samtökin, The Arctic Coast
Guard Forum, eru sögð mikilvægt
skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu
á svæðinu og undirstrika framtíðar-
mikilvægi þess.
Forsvarsmenn strandgæslu þjóð-
anna átta, og þeirra á meðal forstjóri
Landhelgisgæslunnar, Georg Lárus-
son, komu saman í New London í
Bandaríkjunum í vikunni til að ljúka
við samkomulagið sem var undirritað
í gær.
Að samtökunum standa, auk
Íslands, Bandaríkin, Rússland, Kan-
ada, Danmörk, Finnland, Noregur og
Svíþjóð – eða yfirvöld í aðildarlönd-
unum sem annast landamæravörslu
til sjávar, leit og björgun, viðbrögð
við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu
og varnir og öryggismál til sjávar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Land-
helgisgæslunni, segir að viðræður hafi
staðið yfir í um þrjú ár. Kjarni sam-
starfsins er leit og björgun og sam-
ræming viðbragða við neyðarástandi
sem getur skapast. Spurður hvort
hugmyndir um alþjóðlega björg-
unarmiðstöð á Íslandi tengist sam-
tökunum segir Ásgrímur ekki beina
tengingu þar á milli. Hins vegar hafi
hugmyndirnar verið kynntar fyrir
aðildarþjóðunum og hvaða vinna er
í gangi hér heima.
Erlendir fréttaskýrendur gera
mikið úr því að stofnun samtakanna
náði ekki fram að ganga í fyrra vegna
andstöðu kanadískra yfirvalda við
þátttöku Rússlands vegna átakanna
í Úkraínu. Á þeim tíma fóru Kanada-
menn með formennsku í Norður-
skautsráðinu sem nú er í höndum
Bandaríkjanna. Þar er tekið til þess
að strandgæsla flestra ríkjanna tengist
herjum landanna beint. Því hafi verið
fundinn farvegur fyrir samskipti á
milli ríkja sem standa í viðkvæmum
deilum – og vísað beint til stirðra sam-
skipta Rússa við alþjóðasamfélagið á
síðustu misserum, enda geri sam-
komulagið ráð fyrir því að yfirmenn
strandgæslu ríkjanna fundi á hverju
ári.
Fyrir er samningur á vettvangi
Norðurskautsráðsins um leit og
björgun á norðurslóðum frá 2011. The
Arctic Coast Guard Forum er sagt setja
meira kjöt á bein þess samnings þótt
starfið verði ekki á vettvangi Norður-
skautsráðsins. svavar@frettabladid.is
Átta lönd í samstarf um öryggismál
Lönd Norðurskautsráðsins hafa stofnað The Arctic Coast Guard Forum – samtök um víðtæka samvinnu um leit og björgun og viðbrögð
við neyðarástandi á norðurslóðum. Talið mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstrika framtíðarmikilvægi.
Haft er eftir yfirmanni bandarísku strandgæslunnar að fyrsta björgunaræfing landanna átta gæti verið haldin strax á næsta ári.
Þar mun Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, vafalaust spila hlutverk. Mynd/LandHeLgisgæsLan
Ábyrgjumst 1,9 milljónir ferkílómetra
- Íslenska leitar- og björgunarsvæðið nær yfir um 1,9 milljónir ferkílómetra.
- Það er meira en tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan og nær upp að austurströnd Grænlands
og suður undir Hvarf.
- Á vegum Norðurskautsráðsins er í gildi alþjóðasamningur um samstarf við leit og björgun á hafi og
í lofti á norðurslóðum þar sem verið er að bregðast við aukinni fyrirsjáanlegri umferð á hafi og í lofti
og annarri starfsemi og aukinni hættu á slysum sem þar af leiðir.
sveitarstjórnarmál Sex borgar-
fulltrúar í Reykjavík sækja loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
París í desember. Sömuleiðis munu
fulltrúar umhverfisnefndar Alþing-
is fara utan auk embættismanna á
þessu sviði.
Á ráðstefnunni má búast við að
borgarstjórar norrænna höfuð-
borga leggi fram sameiginlega yfir-
lýsingu í loftslagsmálum. Um það
var fjallað á fundi fulltrúa höfuð-
borga landanna í Reykjavík í júní
og er reiknað með að frá þessu verði
gengið í Danmörku í næstu viku.
„Vonast ég til þess að borgarstjór-
ar höfuðborga Norðurlandanna
skrifi undir yfirlýsingu um að draga
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda
umfram það sem ríkisstjórnir land-
anna hafa skuldbundið sig til,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í
pistli í gær.
„Á þessari loftslagsráðstefnu
koma saman fjörutíu þúsund
manns frá öllum heiminum til þess
að reyna að samræma vinnubrögð
og viðbrögð við stærsta viðfangsefni
samtímans; að bregðast við lofts-
lagsbreytingum af mannavöldum,“
segir Sóley Tómasdóttir, forseti
borgarstjórnar, sem verður meðal
ráðstefnugesta.
„Borgir gegna lykilhlutverki í að
draga úr mengun og í losun gróður-
húsalofttegunda. Reykjavíkurborg
hefur mjög metnaðarfull plön í
þessum efnum og önnur sveitar-
félög hafa það líka,“ segir Sóley.
Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að
senda sex borgarfulltrúa úr Reykja-
vík á ráðstefnuna í París bendir hún
á að um sé að ræða mjög stóran
vettvang fyrir sveitarstjórnir.
„Borgir hafa verið að pressa mjög
á sínar ríkisstjórnir um að taka
þarna afdrifaríkar ákvarðanir og
metnaðarfullar í þágu okkar allra og
okkur finnst mjög mikilvægt að við
fylgjum því eftir með þessum hætti,“
segir Sóley.
Kjörnir fulltrúar sem fara á ráð-
stefnuna auk Sóleyjar og Dags eru
aðrir oddvitar framboða í borgar-
stjórn; Halldór Halldórsson, S.
Björn Björnsson, Guðfinna Jóhanna
Guðmundsdóttir og Halldór Auðar
Svansson. – gar
Norræn yfirlýsing á
loftslagsráðstefnu
dagur B. eggertsson borgarstjóri og sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fara
bæði á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna. FréTTaBLaðið/ViLHeLM
3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a U g a r D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð