Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 38
Bergþór Pálsson tekur á móti mér á stigaskör í fjölbýlishúsi og býður mér til stofu. Þar sem hann veit að ég ætla að forvitnast um hannyrðir hans er hann búinn að taka fram nokkrar prjónaflíkur. Flest af því sem eftir hann liggur á því sviði kveðst hann þó hafa gefið í tækifærisgjafir. Hann er einmitt nýbúinn með fallega peysu með mynstruðu berustykki sem afastrákurinn á að fá í jólagjöf. „Ég á tvö afabörn og hef fyrir reglu að gefa þeim eitthvað heima­ tilbúið eða lítið á afmælum og jólum en aftur á móti hef ég reikn­ inga fyrir þau í banka og set þar inn upphæð sem færi annars í veglega gjöf. Ég held að það muni koma þeim miklu betur síðar meir því fyrstu árin fá þau hvort sem er svo mikið pakkaflóð.“ Saknaði þeirrar norsku Ein af peysunum hans Bergþórs er símynstruð, ljósblá og beinhvít og það er saga á bak við hana. „Þegar ég var 18 ára vann ég á hóteli í Lillehammer í Noregi og þá keypti ég mér norska peysu, svo af einhverjum orsökum týndi ég henni seinna. Ég ákvað að ég yrði að leita að sams konar peysu og fór í allar búðir hérlendis og erlendis sem ég komst í, aldrei fann ég peysuna. Það endaði með því að ég leitaði uppi norsk mynstur á net­ inu. Reyndar fann ég ekki mynstrið á peysunni sem ég átti en ég fann peysu sem var svipuð, stækkaði bara mynstrið, teiknaði það upp og studdist svo við uppskriftir að öðrum peysum við prjónaskap­ inn. Það var mikið verk að prjóna þessa peysu og ég veit ekki hvort ég mundi leggja í það aftur. En mér fannst þetta skemmtilegt ferli og í raun áhugavert að komast að því hversu mikið hugvit þarf til þess að klára svona verk.“ Afi og amma prjónuðu Bergþór hefur lengi kunnað að prjóna en byrjaði af alvöru fyrir fáum árum. „Ég var að leika í Óliver Tvist í Þjóðleikhúsinu í litlu hlut­ verki herra Bumble sem kom bara fram tvisvar, í fyrra skiptið þar sem Óliver kemur til hans og biður um meiri mat og herra Bumble öskrar á hann MEIRA? og hrindir honum frá sér. Þarna hafði ég mikinn frítíma baksviðs en fannst ég ekki geta lesið því þá fylgdist ég ekki nógu vel með. Mig hafði alltaf langað að eignast íslenskt þjóðbúningavesti og ákvað að reyna að prjóna eitt slíkt en fann enga uppskrift að því. Því lagði ég smjörpappír framan á vesti sem ég sá og klippti út sniðið. Síðan settist ég niður með eitthvert garn sem ég fann og mátaði hversu margar lykkjur ég þyrfti og fór að reikna hvar ég þyrfti að auka í og þess­ háttar. En ég hefði aldrei getað þetta án aðstoðar leikkvenna í kring um mig, enda þurfti ég margoft að rekja upp. Bakstykkið er úr taui, það þurfti að fóðra og brydda og ég fékk Tinnu Kvaran búningameistara til að hjálpa mér þegar ég lenti í vandræðum. En þegar ég var búinn með mitt vesti bætti ég öðrum tveimur við, handa Albert, manninum mínum, og Braga, syni mínum. Þetta verkefni Þetta gengur bara skref af skrefi og Það á ábyggilega eftir að koma fram fólk sem hefur meiri áhuga fyrir Þessu embætti en ég. forsetinn er forseti 24 tíma á sólarhring og á nánast ekkert einkalíf. Þetta er Því líka spurning um hvað menn vilja leggja á sína nánustu. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is kom mér af stað í prjónaskapinn af alvöru en var ansi mikil hugarleik­ fimi. Eftir þetta prjónaði ég húfur af ýmsum gerðum til að hafa við búninginn.“ Bergþór kveðst ekki vita til að hann hafi komið fleiri karlmönnum til að prjóna en segir það hugsan­ lega hafa gerst óbeint. „Eftir að ég byrjaði hef ég að minnsta kosti frétt af mörgum karlmönnum sem prjóna en vilja kannski ekkert bera það á torg. Í Hvítársíðunni, þar sem pabbi minn er alinn upp, var algengt að karlmenn prjónuðu. Amma og afi prjónuðu til dæmis bæði sjóvettlinga til að senda til Grindavíkur og drýgðu þannig tekjurnar því fólki féll náttúrlega aldrei verk úr hendi.“ Bergþór kveðst hafa uppgötvað ákveðna hugarró við hannyrðir þegar hann saumaði riddarateppi sem nú prýðir einn stofuvegginn, því hann hafi æft djúpa öndun í takt við gang nálarinnar. Forsetahugleiðingar á bið Bergþóri gefst vel að hafa handa­ vinnu með sér þegar koma bið­ stundir, annars grípi hann símann og fari á fésbókina, sem ekki sé endilega gott fyrir hugann, því þar sé oft svo mikið um kvartanir. „Fyrst eftir hrun vorum við svo uppfull af sköpunargleði og hugmyndum um hvernig við gætum byggt upp nýtt Ísland með heiðarleika í fyrirrúmi. Nú nokkrum árum seinna finnst mér botninn hafa dálítið dottið úr þeim hugsjónum. Margir eru von­ sviknir og sú staða gerir okkur erfitt fyrir. Þess vegna finnst mér mikil­ vægt að við finnum styrkinn innra með okkur og hlúum að okkur sjálfum og náunganum því keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Þjóð sem er upplits­ djörf og með heilbrigða sjálfsmynd getur gert svo margt til að snúa rangri þróun við.“ – Þetta er nú ágæt framboðsræða fyrir forseta. Bergþór brosir. „Það kom mér óskaplega á óvart þegar fólk fór að hafa samband við mig út af fram­ boði til forseta. Ég hef nefnilega ekki séð í mér þá eiginleika sem ég vil sjá í forseta, og svo finnst mér réttara að bíða með allar slíkar hugleiðingar þar til komið er í ljós hvað núver­ andi forseti gerir. Þetta gengur bara skref af skrefi og það á ábyggilega eftir að koma fram fólk sem hefur meiri áhuga á þessu embætti en ég. Forsetinn er forseti 24 tíma á sólar­ hring og á nánast ekkert einkalíf. Þetta er því líka spurning um hvað menn vilja leggja á sína nánustu.“ Heilmikið stuð Nú langar mig samt að vita hvað Berg­ þór er með á prjónunum í óeiginlegri merkingu. „Ég er í Eddunni með Eddu Björg­ vins í Austurbæ. Björgvin Frans, sonur hennar, er með okkur núna og það kemur ný vídd í sýninguna með honum. Ég kem inn sem tónlistar­ maður og svo sprella ég svolítið með þeim mæðginum og dansa með þeim, þetta er heilmikið stuð. Auk þess að kenna við Söngskólann syngur Bergþór með hinum geysivin­ sælu Sætabrauðsdrengjum sem ætla að vera með jólatónleika í Laugarnes­ kirkju, Hveragerði og Ólafsvík, þar verður slegið á létta strengi en hátíð­ leikinn fær líka að vera með, eins og vera ber, að sögn Bergþórs. Hann og Albert hafa líka stundum haldið nám­ skeið þar sem þeir bjóða fólki heim, gefa því að borða og kenna því fallega borðsiði. En gætu þeir ekki byrjað að bjóða saumaklúbbum heim, hann verið með námskeið í prjónaskap og Albert borið fram nýbakaða köku með kaffinu, eins og honum einum er lagið? „Ég veit ekki hvort ég gæti kennt saumaklúbbum nokkurn skapaðan hlut en mér hefur stundum dottið í hug að búa til myndbönd. Það gæti verið gaman að koma því á framfæri sem ég hef lært af mínum prjóna­ verkefnum, ekki til að hafa neitt upp úr því, heldur til leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fara sömu leið og ég – að byrja upp úr engu.“ „Það var mikið verk að prjóna þessa peysu og ég veit ekki hvort ég mundi leggja í það aftur,“ segir Bergþór um norsku peysuna sem hann klæðist á myndinni. Þó vílaði hann ekki fyrir sér að fitja upp á einni með marg- brotnu mynstri í grænlenskum stíl sem hann er nýbúinn að hespa af. Þá peysu á afastrákurinn að fá í jólagjöf. Vonandi skoðar hann ekki blaðið! Ansi mikil hugarleikfimi bergþór pálsson söngvari er metnaðarfullur prjónakarl. Vandvirkni hans vekur athygli á erlendum prjónasíðum og einnig verkefnaval því hann fæst við erfiðari viðfangsefni en gengur og gerist; finnur eigin leiðir og reiknar sig áfram þar til flíkin er fullkomin. Bergþór í vestinu sem var nánast byrjendaverkefni hans, prjónað úr hárfínu garni, fóðrað og bryddað – og við riddarateppið, saumað með gamla krosssporinu eftir þriggja alda gömlu mynstri af Þjóðminjasafninu. FréttABlAðið/VilHelm Norsk og grænlensk áhrif við prjónaskapinn 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r38 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.