Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 44
Fólk| helgin Johannes Öhman, listrænn stjórnandi Konunglega sænska ballettsins, kom að máli við Helgu Kristínu, sem vann Dans dans dans-keppnina ásamt Birki Erni Karls- syni árið 2012, og vildi gefa henni tækifæri til náms. Hún hélt utan í gær og verður í skólanum fram á vor. Johannes kom fyrst auga á Helgu Kristínu í danskeppninni Stora Daldansen sem haldin er í Falun í Sví- þjóð ár hvert, en hann er formaður dóm- nefndar í keppninni sem er fyrir norræna og baltneska dansara og hefur Helga Kristín verið á meðal þátttakenda síðastliðin þrjú ár. „Fyrsta árið dansaði ég tvö klassísk danssóló en seinni tvö dansaði ég nútíma- danssóló. Nútímadans hefur alltaf verið mín sterkasta hlið og í mars síðastliðnum var ég með dans eftir Hannes Þór Egils son, sem dansaði með Íslenska dansflokknum, og vakti hann mikla athygli. Í kjölfarið lýsti Johannes yfir áhuga sínum á því að fá mig í einhvers konar starfsnám. Fyrir þremur vik- um fór ég í prufur hjá Konunglega sænska ballettskólanum og í kjölfarið bauðst mér að koma inn í alþjóðlegt prógramm við skólann en samhliða því fæ ég að vera lær- lingur hjá Konunglega sænska nútímadans- flokknum,“ útskýrir Helga Kristín sem er að vonum ánægð. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig sem vonandi opnar fleiri dyr. Þetta er draumur margra dansara á mínum aldri enda skólinn með þeim virtustu í heimi.” Helga Kristín byrjaði ung í samkvæmis- dönsum en hóf nám við Listdansskóla Ís- lands 12 ára gömul. „Þetta er mikil viður- kenning fyrir skólann,“ segir skólastjórinn Guðmundur Helgason sem sjálfur stund- aði nám við Konunglega sænska ballett- skólann á árunum 1991 til 1993. „Íslensku keppendurnir í Stora Daldansen hafa alltaf staðið vel að vígi í nútímadansinum og ber árangur Helgu Kristínar vott um það,“ segir Guðmundur en auk hans og Helgu Krist- ínar hafa nokkrir Íslendingar til viðbótar stundað nám við skólann. Helga Kristín er á síðasta ári í Versló en hefur samið við skólastjórnendur um að taka það sem hún á eftir í fjarnámi. „Ég út- skrifast kannski eitthvað örlítið seinna en ég get bara ekki sleppt þessu tækifæri.“ Helga Kristín segist lánsöm að fá að gera það sem henni finnst skemmtilegast en leggur áherslu á að hún hafi þurft að leggja hart að sér til að ná árangri og haft góða kennara sem hafa haft trú á henni. „Ég hef haft yndislega kennara og kynnst ótrúlega góðu fólki sem hefur stutt við bakið á mér og fyrir það er ég ótrúlega þakklát." Helga Kristín kemur inn í Konunglega sænska ballettskólann á miðri haustönn og fær inni á heimavist skólans. Hún von- ast til að fá að æfa sem fyrst með sjálfum dansflokknum og hugsanlega að taka þátt í einhverjum sýningum. Aðspurð segist hún vonast til að fá frekari tækifæri á erlendri grund í kjölfarið og geta farið að starfa við fagið. „Eins mikið og ég elska Ísland þá eru danstækifærin fleiri í útlöndum.“ n vera@365.is einstakt tækifæri Dans Helgu Kristínu Ingólfsdóttur, sem margir muna eftir úr keppninni Dans dans dans, hefur verið boðið í alþjóðlegt prógramm við Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi en samhliða því fær hún tækifæri til að sækja æfingar og starfsnám með nútímadansarmi Konunglega sænska ballettsins. Mikil viðurkenning Johannes Öhman, listrænn stjórnandi konunglega sænska ballettsins, kom auga á Helgu kristínu í dans- keppninni Stora Daldansen í vor og lýsti áhuga sínum á að fá hana í starfsnám. MynDir/GVA DrauMur „Þetta er draumur margra dansara á mínum aldri enda skólinn með þeim virtustu í heimi.“ Bjóðum CHANEL velkomið í Sigurbogann. Gréta Boða verður á staðnum 30. – 31. október og veitir faglega ráðgjöf. YFIRHAFNADAGAR 15% afsláttur af öllum yfirhöfnum ofl. Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.