Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 44
Fólk| helgin
Johannes Öhman, listrænn stjórnandi Konunglega sænska ballettsins, kom að máli við Helgu Kristínu, sem vann Dans
dans dans-keppnina ásamt Birki Erni Karls-
syni árið 2012, og vildi gefa henni tækifæri
til náms. Hún hélt utan í gær og verður í
skólanum fram á vor. Johannes kom fyrst
auga á Helgu Kristínu í danskeppninni
Stora Daldansen sem haldin er í Falun í Sví-
þjóð ár hvert, en hann er formaður dóm-
nefndar í keppninni sem er fyrir norræna
og baltneska dansara og hefur Helga Kristín
verið á meðal þátttakenda síðastliðin þrjú
ár.
„Fyrsta árið dansaði ég tvö klassísk
danssóló en seinni tvö dansaði ég nútíma-
danssóló. Nútímadans hefur alltaf verið
mín sterkasta hlið og í mars síðastliðnum
var ég með dans eftir Hannes Þór Egils son,
sem dansaði með Íslenska dansflokknum,
og vakti hann mikla athygli. Í kjölfarið lýsti
Johannes yfir áhuga sínum á því að fá mig í
einhvers konar starfsnám. Fyrir þremur vik-
um fór ég í prufur hjá Konunglega sænska
ballettskólanum og í kjölfarið bauðst mér
að koma inn í alþjóðlegt prógramm við
skólann en samhliða því fæ ég að vera lær-
lingur hjá Konunglega sænska nútímadans-
flokknum,“ útskýrir Helga Kristín sem er að
vonum ánægð. „Þetta er frábært tækifæri
fyrir mig sem vonandi opnar fleiri dyr. Þetta
er draumur margra dansara á mínum aldri
enda skólinn með þeim virtustu í heimi.”
Helga Kristín byrjaði ung í samkvæmis-
dönsum en hóf nám við Listdansskóla Ís-
lands 12 ára gömul. „Þetta er mikil viður-
kenning fyrir skólann,“ segir skólastjórinn
Guðmundur Helgason sem sjálfur stund-
aði nám við Konunglega sænska ballett-
skólann á árunum 1991 til 1993. „Íslensku
keppendurnir í Stora Daldansen hafa alltaf
staðið vel að vígi í nútímadansinum og ber
árangur Helgu Kristínar vott um það,“ segir
Guðmundur en auk hans og Helgu Krist-
ínar hafa nokkrir Íslendingar til viðbótar
stundað nám við skólann.
Helga Kristín er á síðasta ári í Versló en
hefur samið við skólastjórnendur um að
taka það sem hún á eftir í fjarnámi. „Ég út-
skrifast kannski eitthvað örlítið seinna en
ég get bara ekki sleppt þessu tækifæri.“
Helga Kristín segist lánsöm að fá að gera
það sem henni finnst skemmtilegast en
leggur áherslu á að hún hafi þurft að leggja
hart að sér til að ná árangri og haft góða
kennara sem hafa haft trú á henni. „Ég hef
haft yndislega kennara og kynnst ótrúlega
góðu fólki sem hefur stutt við bakið á mér
og fyrir það er ég ótrúlega þakklát."
Helga Kristín kemur inn í Konunglega
sænska ballettskólann á miðri haustönn
og fær inni á heimavist skólans. Hún von-
ast til að fá að æfa sem fyrst með sjálfum
dansflokknum og hugsanlega að taka þátt í
einhverjum sýningum. Aðspurð segist hún
vonast til að fá frekari tækifæri á erlendri
grund í kjölfarið og geta farið að starfa við
fagið. „Eins mikið og ég elska Ísland þá eru
danstækifærin fleiri í útlöndum.“
n vera@365.is
einstakt tækifæri
Dans Helgu Kristínu Ingólfsdóttur, sem margir muna eftir úr keppninni Dans
dans dans, hefur verið boðið í alþjóðlegt prógramm við Konunglega sænska
ballettskólann í Stokkhólmi en samhliða því fær hún tækifæri til að sækja
æfingar og starfsnám með nútímadansarmi Konunglega sænska ballettsins.
Mikil viðurkenning Johannes Öhman, listrænn stjórnandi konunglega sænska ballettsins, kom auga á Helgu kristínu í dans-
keppninni Stora Daldansen í vor og lýsti áhuga sínum á að fá hana í starfsnám. MynDir/GVA
DrauMur „Þetta
er draumur margra
dansara á mínum
aldri enda skólinn
með þeim virtustu í
heimi.“
Bjóðum CHANEL velkomið í Sigurbogann.
Gréta Boða verður á staðnum 30. – 31.
október og veitir faglega ráðgjöf.
YFIRHAFNADAGAR
15% afsláttur af öllum yfirhöfnum ofl.
Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan
Skipholti 29b • S. 551 0770