Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 30
Það er hræðileg tilfinn-ing að upplifa að það vilji mann enginn, að vera bara einn,“ segir Matthías Bergsson. Ævi- saga hans, Munaðarleysinginn, sem skrifuð er af Sigmundi Erni Rúnars- syni, kemur út á miðvikudaginn. Þar er sögð saga Matthíasar, eða Matta eins og hann er gjarnan kallaður, en sagan nær allt frá munaðarleysingja- hæli í Reykjavík á sjötta áratug síð- ustu aldar til ævintýra og erfiðleika í Bandaríkjunum. Lífshlaup Matta er skrautlegra en flestra og myndi söguþráðurinn líklega sóma sér vel í bíómynd enda hefur sögu hans stundum verið líkt við kvikmyndina Forrest Gump. „Ég verð að vara þig við, ég bjó í Bandaríkjunum í hátt í fimmtíu ár og á stundum dálítið erfitt með að tjá mig á íslensku,“ segir Matthías með bandarískum hreim þegar við fáum okkur sæti á American Bar í Austur- stræti. Það er vel við hæfi að við- talið fari fram á þessum stað þar sem bandarískum kennileitum er flaggað. Breyttist allt þegar bróðirinn lést Sagan hefst í Reykjavík árið 1949, árið sem Matthías fæddist. Bróðir hans, Ómar, fæddist ellefu mánuð- um síðar og fyrstu þrjú árin í lífi hans lék hamingjan við fjölskylduna. Líf litlu fjölskyldunnar, sem samanstóð af þremur bræðrum og foreldrum þeirra, breyttist skyndilega þegar yngsti bróðirinn lést aðeins tveggja mánaða gamall. „Það er svo skrítið, ég man við vorum nýbúnir að fá þrí- hjól, við vorum svo litlir,“ segir hann. Fjölskyldan var stödd í sumar- bústað í Fagranesi þar sem þau ætl- uðu að búa sér heimili. Móðir hans var inni með litla bróður þeirra og faðir þeirra í vinnunni meðan bræð- urnir léku sér á nýju þríhjólunum sínum. Móðir þeirra kom skyndi- lega út í uppnámi með bróður þeirra bláan í fanginu og kallaði í örvæntingu á bræðurna að sækja pabba sinn. „Við brunuðum niður malarveg- inn á þríhjólunum að sækja pabba í vinnuna,“ segir hann. „Þetta er eitt- hvað sem maður gleymir aldrei.“ Litli bróðir var látinn, dánarorsökin var vöggudauði. „Það breyttist allt. Ég man aldrei eftir að hafa séð mömmu og pabba saman eftir þetta.“ Foreldrarnir ungu skildu í kjöl- farið og móðir Matta tók upp sam- band við bandarískan mann. Fyrst um sinn bjuggu bræðurnir með mömmu sinni en þeir voru svo aðskildir. Matti bjó með pabba sínum en Ómar bróðir hans fór í fóstur til danskra hjóna. „Það var svo erfitt þegar Ómar var tekinn af mér, við vorum svo nánir. Við vorum eins og tvíburar.“ Móðir hans hafði eignast annað barn og hélt til Bandaríkjanna með nýja manninum. Mamma, mamma! Áður en hún yfirgaf landið kvaddi hún syni sína hjá ömmu þeirra og afa. Það var líka stund sem situr alltaf í minninu. „Við vorum svo glaðir að sjá mömmu en svo sagði hún okkur að hún væri að fara í burtu. Hún fór svo út og við eltum hana. Hún fór út á biðstöð og við fylgdumst með henni stíga upp í strætisvagninn en þorðum ekkert að segja. Ekki fyrr en vagninn fór af stað, þá hlupum við á eftir og öskruðum grátandi „mamma, mamma!“.“ Kvaldi sjálfan sig Faðir hans var kominn í talsverða óreglu á þessum tíma og gat því ekki haft Matta hjá sér. Honum var því komið fyrir á munaðarleysingja- heimilinu Steinahlíð í Elliðaárdaln- um. Honum leið illa og hann byrjaði að skaða sjálfan sig. „Ég kroppaði mig til blóðs og neitaði mér um að kúka. Ég setti hælinn eins fast og ég gat upp í rassinn þannig að ég gæti ekki kúkað. Ég þoldi mig ekki og langaði að pína mig.“ Þetta var leið barnsins til þess að takast á við aðstæður sem það hafði ekkert um að segja. Matti var illa á sig kominn, borðaði lítið sem ekkert og var orð- inn mjög horaður. Þó það hafi reynt á að vera yfir- gefinn og skilinn eftir á munaðar- leysingjaheimili þar sem enginn vitjaði hans þá tekur hann fram að fólkið sem vann þar hafi verið gott við hann. „Þarna var yndisleg eldri kona sem hjálpaði mér að byrja að læra að lesa. Maður grípur í hverja þá manneskju sem er góð við mann. Þessi kona tók mig undir vænginn sinn, sagði mér sögur og las fyrir mig bókina um Prins Valíant. Þessi góða kona fékk mig til þess að hætta að halda í mér.“ Á heimilinu á kvöldin voru þeir þrír eftir, hin börnin voru bara í gæslu yfir daginn. „Við munaðar- leysingjarnir vorum eftir og hin börnin létu okkur alveg finna fyrir því að enginn kæmi að sækja okkur,“ segir hann. Rænt í sveitinni Eftir nokkra mánuði á Steinahlíð fór hann í sveit á Syðri-Reyki. Fólkið þar vildi honum vel en honum leið samt ekki eins og hann ætti heima þar. Það dró þó til tíðinda einn dag- inn þegar skörungur að nafni Gróa Jakobína Jakobsdóttir, eiginkona frænda hans, Steins Einarssonar í Vatnagörðum á Eyrarbakka, kom og sótti hann á skólalóðina í sveita- skólanum sem hann var í. „Hún rændi mér,“ segir hann hlæjandi en ráninu er lýst með miklum tilþrifum í bókinni. Það reyndist honum mikið gæfuspor. „Gróa í Vatnagörðum var aðalmanneskjan í mínu lífi, ég virti hana meira en mína eigin móður. Hún kom og sótti mig og henti mér inn í bíllinn. Sagði: „Matthías, þú kemur með mér, þetta er ekki nógu gott fyrir þig. Gróa var algjörlega sérstök manneskja,“ segir hann og brosir innilega. Sjálf áttu Gróa og Steinn sjö börn, auk þess sem Matti var fjórða barnið sem þau tóku í fóstur. „Þarna leið mér eins og ég tilheyrði einhverjum. Ég varð hluti af fjölskyldunni.“ Þarna var Matti illa farinn, allt of horaður með beinkröm. „Þegar ég kom til þeirra fékk ég vonina aftur og var ekki lengur einn.“ Mér hefur verið líkt við  Forrest Gump Matthías Bergsson hefur átt ævintýralegra lífshlaup en flestir. Saga hans nær allt frá munaðarleysingjaheimili í Reykjavík, að vera rænt frá sveitabæ og til herþjálfunar og daglegs lífs í skuggalegu glæpa- hverfi í Bandaríkjunum. Hann náði botninum fyrir nokkrum árum en reis upp úr mikilli óreglu og sneri aftur til Íslands að vitja æsku- ástarinnar sem hann hafði ekki hitt í nærri því hálfa öld . Forrest Gump Ég kroppaði mig til blóðs og neitaði mÉr um að kúka. Ég setti hælinn eins fast og Ég gat upp í rassinn þannig að Ég gæti ekki kúkað. Ég þoldi mig ekki og langaði að pína mig. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is FRettaBlaðið/anton BRinK 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.