Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 2
Stakar sálir flykkjast samanVeður
Útlit er fyrir hæglætisveður á landinu. Það
má búast við skúrum austanlands og með
suðurströndinni. Á Norður- og Vesturlandi
verður hins vegar þurrt og bjart - sannkölluð
haustblíða. Sjá Síðu 54
VITA
Skógarhlíð 12
Sími 570 4444
Flogið með Icelandair
Skíðaferðir til Austurríkis
Vikuferðir til Saalbach
Verð frá 145.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á
hótel Sport Aktiv 23. Janúar í 1 viku.
*Verð án Vildarpunkta 155.900 kr.
Hörður Björnsson hefur verið týndur
í 17 daga, leit að honum hefur engan
árangur borið.
Samfélag „Við erum ekki hættir,
við leitum enn eftir sterkum vís
bendingum,“ segir Ágúst Svans
son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst
hefur nú yfirumsjón með leitinni
að Herði sem hefur enn engan
árangur borið. „Það hafa engar
haldgóðar vísbendingar borist,“
segir hann, en Harðar hefur verið
leitað síðan 14. október. Ágúst
segir vísbendingar hafa borist
um ferðir hans en þær hafi leitt til
manna líkra honum í útliti.
Nú hafa björgunarsveitarmenn
dregið sig í hlé þar til haldbetri vís
bendingar berast. Ágúst segir það
vitanlega erfitt aðstandendum.
„Við bregðumst strax við ef sterk
vísbending berst, það er búið að
leita rosalega vel og margir hafa
tekið þátt í leitinni. Hún hefur ein
faldlega ekki borið árangur. Þetta
er auð vitað erfitt aðstandendum
að það sé ekki lengur víðtæk leit
en við gerum allt sem við getum.“
Hann biðlar áfram til almenn
ings að hafa augun hjá sér. Síðast
sást til Harðar fyrir sautján dögum
á Laugarásvegi í Reykjavík. Hörður
er ekki talinn hættulegur. – kbg
Horfinn í 17 daga
Reykjavík Þríhliða samkomulag milli
Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjón
ustunnar og lögreglunnar á höfuðborg
arsvæðinu um öruggari og ofbeldislausa
skemmtistaði í miðborginni verður
undirritað um miðjan nóvember.
Í samkomulaginu eru meðal annars
ákvæði um gæði dyravörslu og bætta
lýsingu á skemmtistöðum.
„Skemmtistaðirnir munu þurfa að
uppfylla ákveðnar kröfur. Þeir geta
svo fengið vottun um að staðurinn
sé öruggur,“ segir Pétur Ólafsson,
aðstoðarmaður borgarstjóra, og bætir
við að aðalatriðið sé að fá alla þrjá
hagsmunaaðilana sem standa að sam
komulaginu til þess að koma sér upp
verkaskiptingu og leggja sitt af mörk
um til þess að útkoman verði öruggari
skemmtistaðir. – ngy
Samkomulag
um öruggari
skemmtistaði
lögReglumál „Við höfum haft miklar
áhyggjur í mánuð. Það er hrikalegt að
fá engin svör og hafa ekki hugmynd
um hvar sonur manns er niðurkominn,
sérstaklega því hann er greindarskertur
og með andlega fötlun,“ segir Gea Uyle
man, móðir 27 ára hollensks manns
sem er í gæsluvarðhaldi á LitlaHrauni,
vegna gruns um að hafa smyglað um 23
kílóum af sterkum fíkniefnum til lands
ins síðastliðinn september.
Þrír aðrir eru í gæsluvarðhaldi vegna
málsins, tveir Íslendingar og einn Hol
lendingur.
„Ég heyrði síðast í honum þann 28.
september þegar hann hringdi í mig
og sagði að hann væri lentur í Reykja
vík. Eftir það náðist ekki í hann meir,“
segir Gea og bætir við að þegar sonur
hennar hafi ekki komið til Hollands
þann 4. október eins og áætlað var hafi
áhyggjurnar byrjað af alvöru.
Í kjölfarið tilkynnti fjölskyldan
lögreglu um að hans væri saknað,
viðbrögðin voru lítil en fjölskyldan
hélt áfram árangurslaust að leita upp
lýsinga um ferðir hans. „Frændi hans
sá svo frétt af íslenskum fréttamiðli
um að fjórir væru í gæsluvarðhaldi á
Íslandi. Þá fór okkur að gruna að hann
væri einn þeirra. Áfram fengum við þó
engin svör,“ segir Gea en fjölskyldan
hafði samband við lögregluyfirvöld
á Íslandi, sendiráð Íslands í Brussel,
sendiráð Hollands í Ósló og utanríkis
ráðuneyti Hollands án nokkurra svara.
„Einu upplýsingarnar sem við fengum
voru að hann hefði ekki notað miðann
sem hann átti heim til Hollands.“
Um miðjan septembermánuð náði
fjölskyldan tali af íslenskum lögreglu
þjóni sem sagði að maðurinn væri í
gæsluvarðhaldi. „Þetta var allt mjög
óljóst og lögreglumaðurinn sagði að
hann mætti ekki segja okkur neitt og
að þetta væri leyndarmál.“
Gea segir að óvissan hafi reynst sér
staklega erfið í ljósi andlegra veikinda
sonar sínar. „Ég var svo hrædd um að
hann skildi ekki réttarstöðu sína og að
enginn útskýrði fyrir honum að hann
mætti hafa samband við fjölskyldu sína.“
Í vikunni komst Gea loks í samband
við verjanda sonar síns á Íslandi sem
kom af fjöllum við þær fréttir að hún
hefði ekki verið látin vita. Hún komst
í samband við hann með eigin leiðum
og enn hafa yfirvöld á Íslandi og í Hol
landi ekki veitt fjölskyldu mannsins
neinar upplýsingar um stöðu mála.
„Hann vildi að móðir hans yrði látin
vita og strax eftir handtöku var óskað
eftir því. Ég beindi því til lögreglu, það
er alveg klárt,“ segir Ómar Örn Bjarn
þórsson, verjandi mannsins, og bætir
við að það sé skýlaus réttur handtekins
manns að fjölskyldu hans sé tilkynnt
um hvar hann sé niðurkominn. Ómar
segist ekki geta tjáð sig um heilsufar
skjólstæðings síns að svo stöddu. „Það
á þó auðvitað að taka tillit til heilsu
fars fólks þegar það er úrskurðað í
einangrun.“
„Fjölskyldan reyndi að hafa sam
band en samkvæmt reglum megum við
ekki gefa vandamönnum upplýsingar
nema lögreglan heimili það. Við verð
um að fara varlega í þessum málum.
Þetta eru reglurnar og þær eru til þess
að það sé ekki verið að gefa misvísandi
upplýsingar,“ segir Bjarni Finnsson,
ræðismaður Hollands á Íslandi.
Ekki náðist í lögregluna við vinnslu
fréttarinnar. nadine@frettabladid.is
Greindarskertur í haldi
án vitneskju fjölskyldu
Þroskahamlaður hollenskur maður er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns
um fíkniefnasmygl. Fjölskylda mannsins fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í
heilan mánuð. Verjandi óskaði eftir að móðirin yrði látin vita strax við handtöku.
Lýst var eftir manninum á vefnum Reddit
fyrir þremur vikum. Þar sagði að hann
hefði verið týndur í marga daga.
Stefnumótastaður á Laugavegi Ungt fólk virðir fyrir sér hraðstefnumótastað við Laugaveg þar sem stökum hönskum er stillt upp á hliði. Fólk sem er
stakt og leitar að félaga, líkt og hanskarnir, er hvatt til að koma að hliðinu og gá hvort það kynnist sálufélaganum. fRéttaBLaðið/anton BRink
Ég var svo hrædd
um að hann skildi
ekki réttarstöðu sína og að
enginn útskýrði fyrir honum
að hann mætti hafa samband
við fjölskyldu sína.
Gea Uyleman,
móðir mannsins
3 1 . o k t ó b e R 2 0 1 5 l a u g a R D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð