Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 22
OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16 7 Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 4BLS BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM NÝ KYNSLÓÐ ENN ÖFLUGRI O G ÞYNNRI SPJALDTÖLVA FRÁ ACER MEÐ 7” IPS HD FJÖLSNERTISKJÁ MEÐ ZE RO AIR GAP OG ANTI-FINGERPRINT T ÆKNI! 19.900 DRAUMA SPJALDTÖLVA 2 LITIR Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir  í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér heima á Íslandi, þar sem hefur ekki verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“ segir Kristinn Sæmundsson sem kalla mætti bæjarstjóra draugabæjarins, hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún hófst á fimmtudag. „Við Íslend- ingar erum ekki alveg rétt stemmdir gagnvart forferðum okkar, dýrkum ekki og dáum forfeður okkar eins og margar aðrar þjóðir gera.  Allra- heilagramessa snýst í grunninn um það að minnast forfeðranna. Tengja yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir og tengingar á milli heimanna. Þetta er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og verið að búa til smá gleði og glaum í kringum þetta.  Það má sprella, hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast um og hafa gaman,“ segir Kristinn. Það er Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofn- anir í bænum sem hafa sameinast um að standa fyrir hátíðinni. Dagskráin er af fjölbreyttum toga. Meðal annars draugadiskó, norna- leit, tónleikar, andlitsmálning, upp- lestrar og margt fleira. „Við erum með nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag og stendur til fjögur. Það er vísbend- ingaleikur þar sem krakkarnir safna vísbendingum víðsvegar um Strand- götuna en þær vísa á nornina sem gefur þeim svo nammi og þar verður drauga diskó líka,“ segir hann. „Tvö af aðal atriðum draugabæjarins þetta árið eru annars vegar tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tón- leikarnir eru fyrir börn og þeir seinni fyrir fullorðna. Þetta er mjög metn- aðarfull dagskrá sem þau eru búin að æfa, þau eru í flottum búningum og það er frítt inn fyrir alla. Svo um kvöldið mun Samúel J. Samúelsson Big band mun blása til vúdúveislu í Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram að hægt sé að nálgast miða á tón- leikana um kvöldið á midi.is og eins verði selt inn við innganginn. Kristinn segir mikla stemmingu hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum og margir taki þátt.  Nánast allar búðir í verslunarmiðstöðinni Firði eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk þess sem margir íbúar skreyti heima hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnar- fjarðar en fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. „Við vonumst til að sjá sem flesta alveg hræðilega hressa og það eru allir velkomnir, bæjarbúar og allir landsmenn.“ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Hrekkjavöku er fagnað með stæl í Hafn- arfirði um helgina þar sem hryllingur og gleði verða í fyrirrúmi. Margt verður um að vera fyrir unga sem aldna, meðal annars nornaleit og draugadiskó. Hafnarfjörður breytist í draugabæ Lúðrasveit verkalýðsins heldur hrekkjavökutónleika í Bæjarbíói í tilefni hátíðarinnar og klæðist tilheyrandi búningum. FréttaBLaðið/anton Brink 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r22 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð Helgin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.