Fréttablaðið - 31.10.2015, Page 22
OPIÐ
Í DAG FRÁ
11-16
7
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
4BLS
BÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM
NÝ KYNSLÓÐ ENN ÖFLUGRI O
G ÞYNNRI
SPJALDTÖLVA FRÁ ACER MEÐ
7” IPS
HD FJÖLSNERTISKJÁ MEÐ ZE
RO AIR
GAP OG ANTI-FINGERPRINT T
ÆKNI!
19.900
DRAUMA
SPJALDTÖLVA
2
LITIR
Frá verslunarmannahelgi og fram að jólum eru engar skemmtilegar hátíðir í gangi þannig að okkur fannst tilvalið að fagna vetrinum og myrkrinu hér
heima á Íslandi, þar sem hefur ekki
verið mikil hefð fyrir því hér á landi,“
segir Kristinn Sæmundsson sem kalla
mætti bæjarstjóra draugabæjarins,
hátíðar sem fram fer í Hafnarfirði um
helgina í tilefni hrekkjavöku. Þetta er
í annað sinn sem hátíðin er haldin en
hún hófst á fimmtudag. „Við Íslend-
ingar erum ekki alveg rétt stemmdir
gagnvart forferðum okkar, dýrkum
ekki og dáum forfeður okkar eins
og margar aðrar þjóðir gera. Allra-
heilagramessa snýst í grunninn um
það að minnast forfeðranna. Tengja
yfir í heim hinna dauðu og færa gjafir
og tengingar á milli heimanna. Þetta
er mjög fagur tilgangur í eðli sínu og
verið að búa til smá gleði og glaum
í kringum þetta. Það má sprella,
hrekkja, klæða sig í búninga, ærslast
um og hafa gaman,“ segir Kristinn.
Það er Menningar- og listafélag
Hafnarfjarðar og fyrirtæki og stofn-
anir í bænum sem hafa sameinast um
að standa fyrir hátíðinni.
Dagskráin er af fjölbreyttum toga.
Meðal annars draugadiskó, norna-
leit, tónleikar, andlitsmálning, upp-
lestrar og margt fleira. „Við erum með
nornaleit sem hefst klukkan tólf í dag
og stendur til fjögur. Það er vísbend-
ingaleikur þar sem krakkarnir safna
vísbendingum víðsvegar um Strand-
götuna en þær vísa á nornina sem
gefur þeim svo nammi og þar verður
drauga diskó líka,“ segir hann. „Tvö
af aðal atriðum draugabæjarins
þetta árið eru annars vegar tónleikar
Lúðrasveitar verkalýðsins í Bæjarbíói
klukkan tvö og fimm í dag. Fyrri tón-
leikarnir eru fyrir börn og þeir seinni
fyrir fullorðna. Þetta er mjög metn-
aðarfull dagskrá sem þau eru búin
að æfa, þau eru í flottum búningum
og það er frítt inn fyrir alla. Svo um
kvöldið mun Samúel J. Samúelsson
Big band mun blása til vúdúveislu í
Bæjarbíói,“ segir hann og tekur fram
að hægt sé að nálgast miða á tón-
leikana um kvöldið á midi.is og eins
verði selt inn við innganginn.
Kristinn segir mikla stemmingu
hafa myndast fyrir hátíðinni í bænum
og margir taki þátt. Nánast allar
búðir í verslunarmiðstöðinni Firði
eru skreyttar í anda hátíðarinnar auk
þess sem margir íbúar skreyti heima
hjá sér. Nánari upplýsingar er að finna
á Facebook-síðu Draugabæjar Hafnar-
fjarðar en fjölbreytt dagskrá verður
alla helgina. „Við vonumst til að sjá
sem flesta alveg hræðilega hressa og
það eru allir velkomnir, bæjarbúar og
allir landsmenn.“
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Hrekkjavöku er fagnað með stæl í Hafn-
arfirði um helgina þar sem hryllingur
og gleði verða í fyrirrúmi. Margt verður
um að vera fyrir unga sem aldna, meðal
annars nornaleit og draugadiskó.
Hafnarfjörður
breytist í
draugabæ
Lúðrasveit verkalýðsins heldur hrekkjavökutónleika í Bæjarbíói í tilefni hátíðarinnar og klæðist tilheyrandi búningum. FréttaBLaðið/anton Brink
3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r22 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Helgin