Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 28
Hvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Mér fannst vanta raddir ungs fólks og fleiri til að berjast fyrir þeirra hagsmunum. Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég held að það sé alveg aug- ljóst að það sé verið að kalla eftir breytingum. Það er verið að kalla eftir breytingum í stjórnmálum á því hvernig við stjórnmálamenn högum störfum okkar. Mér finnst þrætupólitík og tortryggni vera hættuleg fyrir pólitíkina. Í stað þess að þræta og tortryggja þurfum við að komast nær málefnalegri gagnrýni og efnislegri umræðu. Það er hins vegar erfitt af því að það fyrsta sem kemur upp í huga okkar í hvert skipti eru tilfinningar, áður en maður nær að kynna sér viðfangsefnin. Tilfinningarnar geta síðan leitt umræðuna, jákvætt eða neikvætt og jafnvel haldið umræðu um aukaatriði í langan tíma sem gerir það að verkum að flókin viðfangsefni komast ekki út úr tilfinn- ingaumræðu. Ég tel að það sé eitt af því sem heldur unga fólkinu frá því að mynda sér skoðanir, það reynir að forðast það að vera stimplað og flokkað þegar það myndar sér skoðanir. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á póli- tík? Fyrsta er að treysta ungu fólki til forystustarfa. Jafningja- fræðsla er mjög mikilvæg og mikilvægt að ungt fólk sjái fyrir- myndir sínar í mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Það færir málefnin nær unga fólkinu. Þá er mikilvægt að ungar konur jafnt sem ungir karlar fái tækifæri á vettvangi stjórnmálanna. Hvað er það versta við pólitík? Mér finnst eiginlega það versta þegar pólitík verður persónuleg. Einnig að einstaklingar þurfi að líða fyrir skoðanir annarra. Það er galli á flokkakerfi, ef einhver í mínum flokki hefur ákveðnar skoðanir þá er fólk búið að gefa sér það sjálfkrafa að ég hafi sömu skoðanir, þó að í grunn- inn séum við sammála um flest af stærstu málunum Hvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Ég vil meina að ég hafi bara dottið í pólitíkina. Eina stundina hafði ég aldrei verið viðloðandi pólitík, aðra stundina var ég búin að bjóða mig fram fyrir Pírata, skipuleggja mál- fundi og farin að vinna fyrir Pírata á Evrópuþingi. Þegar ég var hvött til að bjóða mig fram fyrir Pírata þá spurði ég mig: Af hverju ekki? og fann enga góða ástæðu, svo ég bauð fram. Áttu foreldra sem starfa mikið í pólitík? Þau voru eitthvað í sveitar- stjórnarmálum í denn, en annars nei. Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég hef alltaf haft áhuga á því sem hefur verið að gerast í kringum mig. Ég fylgdist til dæmis vel með hruninu og afleiðingum þess árin 2008 og 2009, en ég varð ekki virk í stjórnmálum fyrr en árið 2013. Er fjórflokkurinn orðinn úrelt fyrirbæri? Ég veit það ekki. Kannski? Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin þurfa að vera skemmtilegri og áþreifanlegri. Ekki endalaust þvaður og blaður um eitt- hvað sem ekki skiptir máli formsins vegna. Ungt fólk þarf að finna að það hefur völd og að það hafi eitthvað að segja, að atkvæðið þeirra er alveg jafn mikilvægt og allra annarra. Stjórnmálin þurfa að hætta að tala til fólks og byrja að tala við fólk. Það að vera í stjórnmálum á ekki að vera einhver virðingarstaða frekar en einhver önnur staða, þetta er bara vinna. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Tala við það eins og fólk. Enginn er of ungur til þess að hafa skoðanir á pólitík og það er mikilvægt að segja börnum aldrei að fara að leika því fullorðnir eru að tala um pólitík. Skoðanir allra eru þess virði að hlusta á, líka ungmenna og barna. Hvað er það versta við pólitík? Endalausu fundirnir. En það besta? Absúrdisminn í þessu öllu saman. Ekki annað hægt en að hlæja og sætta sig við það og svo reyna að breyta því sem hægt er að breyta til hins betra. 20% AFSLÁTTUR OFURTILBOÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS 72 TÍMA Suðurlandsbraut 16 Sími 5880500 www.rafha.is Olga Margrét Cilia 29 ára Ritari framkvæmda- ráðs Pírata Una Hildardóttir 24 ára Nýkjörinn gjaldkeri VG Albert Guð- mundsson 24 ára laganemi Formaður Heimdallar Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var nú ekkert undrabarn þegar kom að pólitískri hugmyndafræði. Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Það er auðvitað undir þeim flokkum sjálfum komið. Hinn svokallaði fjórflokkur hefur ekki verið einn um þingsæti síðustu ár og ljóst að kjósendur hafa fleiri valkosti en oft áður. Frjálslynd gildi hafa þó aldrei átt meira upp á pallborðið en nú. Ef Sjálfstæðisflokkurinn stendur fast á sínu efast ég ekki um framtíð hans og að hann haldi áfram að vera leiðandi stjórnmálaafl. Það er þó ljóst að ef rótgrónu stjórnmálaöflin laga sig ekki að breyttum veruleika munu einhverjir aðrir koma inn og fylla í skörðin. Það er enginn ómissandi. Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Sam- félög taka stöðugum breytingum og stjórnmálin þurfa að breytast í takt. Ég tel minnkandi kjörsókn ungs fólks skýrast einna helst af því að stjórnvöld mæti ekki þörfum nútímans. Ég er þeirrar skoðunar að kjósendur séu jafnframt að kalla eftir breyttum vinnubrögðum stjórnmálamanna. Tími átakapólitíkur er liðinn og fólk óskar eftir að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og hugsjónum, ekki tilfinn- ingum og hagsmunum. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Það er misskilningur að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík. Á öllu ungu fólki brenna einhver mál. Það er mikil- vægt að virkja þennan áhuga og gefa ungu fólki færi á að hafa áhrif á stefnumótun flokkanna. Þá er enn fremur mikilvægt að ungt fólk eigi sína fulltrúa á vettvangi stjórnmálanna í þeirri viðleitni að endurspegla vilja og hugðarefni ungra kjósenda. Og þannig fáum við ungt fólk að borðinu. Haraldur Einarsson 28 ára Þingmaður Framsóknar í Suður- kjördæmi Ásta Guðrún Helgadóttir 25 ára Þingmaður Reykjavíkurkjör- dæmis suður fyrir Pírata Hvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík. Ég fann mig þó ekki í stúdentapólitíkinni og skuldbatt mig aldrei neinum flokki fyrr en ég skráði mig í Pírata. Ég var orðin þreytt á að sitja heima og nöldra yfir hvað mætti betur fara auk þess sem fjölskylda og vinir voru orðin langþreytt á að hlusta á mig. Ég ákvað því að finna jákvæðan farveg fyrir pólitískar skoðanir mínar. Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég byrjaði að sýna stjórnmálum áhuga í menntaskóla. Ég hef þó alltaf verið með ríka réttlætiskennd og ligg sjaldan á skoðunum mínum. Ég hringdi til dæmis inn í Þjóðarsálina í kringum 10 ára aldurinn til að kvarta yfir lélegu barnaefni í sjónvarpinu. Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég tel mjög sterkt ákall eftir nýjum áherslum í stjórnmálum frá fólki á öllum aldri. Það er kannski skrítin útfærsla á lýðræði að á fjögurra ára fresti er gengið til kosninga og þeir sem hljóta flest atkvæði fá að taka allar stórar ákvarðanir þaðan í frá. Ein leiðin til þess að gefa fólki sterkari rödd er að auka beint lýðræði og gagnsæi. Við höfum tækin og tólin til þess að koma því í gagnið en til þess að geta nýtt það á sem bestan hátt þarf að koma til sameiginlegt átak. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif á í hvernig samfélagi við búum. Stjórn- málamenn verða einnig að taka tillit til unga fólksins við stefnumótun og ákvarðanatöku. Hvað er það besta við pólitík? Skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á því að pönkast í kerfinu (og áramótaskaupið). Hvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Fyrrverandi kærasti minn var virkur í starfinu og mér þótti það áhugavert. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að bjóða mig fram í ritara UVG og ég sló aðallega til vegna þess að stefna hreyfingarinnar samsvaraði mínum skoðunum betur en stefna allra annarra flokka. Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Þau hafa síðustu ár verið virk í Íbúa hreyfingunni í Mosfellsbæ. Þau hafa alltaf verið að pönkast í kerfinu á einn eða annan hátt og aldrei kennt sig við neinn flokk, enda allt of miklir anarkistar. Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var áhugasöm um stöðu mála þegar ég var barn, horfði á fréttir, hlustaði á umræður foreldra minna og las stundum blöðin. Á unglingsárunum hafði ég brennandi áhuga á umhverfisvernd og var á móti stóriðjustefnu stjórnvalda. Ég man þó eftir því árið 1999 þegar ég var 8 ára með mömmu minni í Kringlunni. Þar stóð Ögmundur Jónasson og var að gefa nælur í aðdraganda þing- kosninga. Ég náði mér í eina og sagði við mömmu að hún yrði að kjósa þennan kall, enda stóð x-u á nælunni. Er fjórflokkurinn ekki búinn? Nei, það held ég ekki. Ég veit að hreyfingin mín er engan veginn hætt og hefur frekar sóknarfæri en eitthvað annað. Stefna okkar felst meðal annars í því að tryggja jafnrétti kynslóða og jöfnuð í samfélaginu. Vissulega þurfum við og aðrir flokkar að taka skref inn í 21. öldina, tæknivæðast og gera stjórnmálin aðgengilegri fyrir alla. Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á póli- tík? Skólakosningar eru alltaf spennandi kostur. Hægt er að halda sérstaka viðburði, til dæmis þjóðfund unga fólksins þar sem ungt fólk getur haft áhrif á pólitíkina. Um leið og ungu fólki líður eins og það hafi áhrif og hlustað sé á það er áhuginn fljótur að koma. Hvað er það versta við pólitík? Hvað það getur stundum verið stutt í tilfinningar. Þegar kemur að hitamálum er oft auðvelt að taka það sem sagt er inn á sig. Það er stundum erfitt að hlusta ekki á hjartað og reyna að nota hugann þegar kemur að mál- efnum sem maður brennur fyrir. En það besta? Að mínu mati er það að sjá að maður geti haft raunveruleg áhrif. Best að geta haft áhrif Það er enginn ómissandi Þingmennska er bara vinna Þrætupólitík er hættuleg Hringdi 10 ára í Þjóðarsálina 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.