Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 62
| AtvinnA | 31. október 2015 LAUGARDAGUR16
GRINDAVÍKURBÆR
GRINDAVÍKURBÆR
AUGLÝSING UM ÚTGÁFU
FRAMKVÆMDALEYFIS
OG ÁLIT SKIPULAGSSTOFNUNAR
Eldvörp Rannsóknaboranir í Eldvörpum í Grindavík
Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Grinda-
víkurbær, þann 27.10.2015, HS orku framkvæmdaleyfi fyrir
rannsóknaborunum í Eldvörpum sem liggja innan sveitarfélaga-
marka Grindavíkur. Borteigar munu liggja við þjónustuvegi á Eld-
varpasvæðinu. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkti umsókn HS
orku um framkvæmdaleyfið á fundi nefndarinnar þann 19. október
2015 og bæjarstjórn Grindavíkur á fundi sínum þann 27. október 2015.
Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv.
ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í
áliti Skipulagsstofnunar frá 22. september 2014. Í álitinu er fjallað um
„Rannsóknarboranir í Eldvörpum, Grindavík“.
Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast á heimasíðu Grinda-
víkurbæjar undir vefslóðinni www.grindavik.is eða hjá skipulags-
fulltrúa í gegnum netfangið armann@grindavik.is eða í síma 4201100.
Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga
lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök
með minnst 30 félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta
þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins
innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sem
er fyrirhuguð 3. nóvember nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Sjá nánar heimasíðu
nefndarinnar uua.is.
Grindavík, 31. október 2015.
F.h. Grindavíkurbæjar,
Ármann Halldórsson Skipulagsfulltrúi
Innkaupadeild
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Melaskóli, húsgögn í skólastofur 2015, 2ja umslaga útboð nr. 13623.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
GRINDAVÍKURBÆR
GRINDAVÍKURBÆR
Tillaga að deiliskipulagi
Brimketils, Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi þann
27.10.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Brimketil
skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-
svæðið er 8,2 ha og er skilgreint sem hverfisverndarsvæði
HV2 í gildandi Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030.
Svæðið er á sunnanverðu Reykjanesi við sjávarsíðuna,
við Mölvík vestan Staðarbergs.
Tillagan fjallar um staðsetningu bílastæða og gönguleiða
og útsýnispalla. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg
á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar og heimasíðu
www.grindavik.is, frá 3. nóvember 2015 til og með
21. desember 2015. Athugasemdir og ábendingar skulu
vera skriflegar og berast til sviðsstjóra skipulags- og
umhverfissviðs í síðasta lagi þann 21. desember nk.,
annað hvort á Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á
netfangið armann@grindavik.is
Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Útboð SN2-65
Eftirlit
Landsnet óskar eftir tilboðum í verkefni sem lýst er í
útboðsgögnum SN2-65.
Verkefnið felst í eftirliti með gerð vegslóðar, jarðvinnu og
undirstöðum fyrir rúmlega 32 km langa 220 kV háspennu-
línu á milli Hraunhellu í Hafnarfirði og tengivirkis við
Rauðamel um 5 km norðan við Svartsengi.
Um er að ræða eftirlit með útboðsverki SN2-01.
Áætlað er að útboðsverki SN2-01 verði lokið 30. september
2016 og að vinnu eftirlitsins ljúki 31. október 2016.
Um er að ræða rafrænt útboðsferli og er skilafrestur tilboða
er 12.11.2015 kl. 14:00
Nánari upplýsingar má finna á vefslóðinni
www.utbodsvefur.is
Innkaupadeild
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Stekkjarbakki, göngu- og hjólastígur. Grænistekkur – Hamrastekkur að undigöngum,
útboð nr. 13627.
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Starfsfólk BL leitast eftir að ráða til sín samstarfsfólk sem hefur gaman af að
veita góða þjónustu, löngun til að skara framúr, hefur nægjanlegt sjálfstæði
til að grípa inn í og stýra málum í réttan farveg, hefur gaman af samvinnu og
mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst er létt í lund.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Veistu allt um atvinnubíla?
BL ehf. óskar að ráða söluráðgjafa nýrra atvinnubíla.
VIÐ BÆTUM Í HÓPINN
Umsækjendur eru beðnir um að fylla út umsókn á heimasíðu BL ehf. undir léninu www.bl.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til 6. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Hauksdóttir, starfsmanna- og gæðastjóri.
Starfssvið:
· Sölustörf og samskipti við kaupendur nýrra atvinnubíla, tilboðsgerð, kynningar og heimsóknir til fyrirtækja.
Hæfniskröfur:
· Víðtæk þekking á sendibílum og minni hópferðabílum
· Gott vald á íslensku
· Samningatækni og söluhæfileikar
· Hæfni í mannlegum samskiptum
www.rumfatalagerinn.is
STARFSKRAFTUR ÓSKAST
Í METRAVÖRUDEILD Á
KORPUTORGI
Við leitum að jákvæðum og þjónustu-
lunduðum einstaklingi til starfa í metravöru-
deild okkar í Rúmfatalagernum á Korputorgi.
Skemmtilegt starf í lifandi umhverfi.
Umsóknarfrestur er til 13. nóvember 2015
Sendið ferilskrá og umsókn á netfangið:
korputorg.verslun@rfl.is
Einnig er hægt að koma á staðinn og
sækja um.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is