Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 42
Fólk|Helgin María segist hafa fylgst vel með undirbúningi tón-leikanna en synir hennar, Baldur og Júlíus, hafa borið hitann og þungann af þeim. „Það verður gaman að vera með allri fjölskyld- unni í kvöld. Við vorum með tón- leika fyrr á árinu sem voru alveg frá- bærlega vel heppnaðir,“ segir María. „Júlli, sonur minn, verður á tromm- unum en hann er besti trommuleik- ari landsins en það er auðvitað að mínu mati,“ segir stolt móðirin. Hinn ástsæli rokkari Rúnar Júl lést fyrir aldur fram árið 2008, að- eins 63 ára. Það var Maríu eðlilega mjög þungbært. Hún segist sakna hans á hverjum degi. María átti þó ekki von á því að veikjast alvarlega og glíma við erfiðan sjúkdóm í kjöl- farið. „Ég hef aldrei verið fyrir að fara til lækna. Var trúlega með of háan blóðþrýsting og fann stundum fyrir jafnvægisleysi. Mér datt samt ekki í hug að eitthvað svona kæmi fyrir mig,“ segir hún. „AlltAf blindfull“ María var þreytt og slöpp einn dag- flOtt PAR Rúnar og María voru eitt flottasta par landsins. MYND/EINKASAFNfeguRÐARdROttning María fyrir miðju ásamt öðrum þátttakendum í Fegurðar- samkeppni Íslands árið 1969. MYND/EINKASAFN ROKKHeiMuR María í safni Rúna Júl á Skólaveginum. Bjartsýn og jákvæð. MYND/EA ung Og SÆt María og Rúnar, daginn sem hún var kosin fegurðardrottning Íslands. „Ég sá þessa mynd í fyrsta skipti um daginn þegar hún var sett inn á Facebook-síðuna mína og mér finnst hún ægilega sæt,“ segir María. MYND/EINKASAFN fólK eR KynningARblAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir inn, lagðist upp í sófa til að hvíla sig þegar blóðtappi skaust upp í heila. Hún var lengi á sjúkrahúsi, síðan í hvíld og endurhæfingu í Hveragerði og á Reykjalundi. Þótt endurhæfingin gangi hægt vonast hún til að ná sér enn betur með tímanum. María á erfitt með mál og er enn völt á fótunum vegna jafnvægistruflana. „Ég hef heyrt fólk hneykslast á því að ég sé alltaf blindfull. Það hefur þá eitthvað til að tala um,“ segir hún og hlær, enda hefur María alltaf verið létt í skapi. „Það er mjög margt sem ég get ekki gert og ég er dettin. Ég þekki til dæmis ekki mína eigin skrift. Allar fínhreyfingar eru erf- iðar. En með reglubundinni sjúkra- þjálfun finn ég að ég styrkist smátt og smátt. Það er mikið áfall að veikjast snögglega og lífið breytist mikið. Ég þakka þó fyrir að ekki fór verr. Sumir fara ekki á fætur aftur eftir heilablóðfall. Maður verður að vera vongóður og ég hef aldrei gefist upp. Þetta hefur vissulega verið erfiður tími en maður verður að halda áfram.“ María segist vera með göngu- grind sem veiti henni stuðning. Henni finnst þó óþægilegt að ganga með hana utandyra. „Ætli það sé ekki pjatt,“ segir hún og bætir við að það sé ekkert mál fyrir sig að vera með hana utanhúss í útlönd- um þar sem enginn þekkir hana. María er einmitt að undirbúa sig fyrir ferð til Tenerife þar sem hún ætlar að njóta lífsins í sól og hita. flutt á HjúKRunARHeiMili María og Rúnar byggðu sér reisu- legt einbýlishús við Skólaveg í Keflavík þegar þau voru um tví- tugt. Þar rak hún hárgreiðslustofu á yngri árum og hann hljóðver. Húsið var því bæði heimili og vinnustaður. Eftir að María veiktist voru tröppurnar í húsinu orðnar henni erfiðar auk þess sem hún þurfti umönnun og öryggi. Nýlega seldi hún syni sínum, Júlíusi, húsið og flutti á hjúkrunarheimilið Nes- velli sem Hrafnista rekur í Reykja- nesbæ. Þar hefur hún litla íbúð til afnota en getur jafnframt fengið þá þjónustu sem hún þarf. María er 68 ára og talsvert yngri en flestir aðrir íbúar hússins. Hún segist kunna ágætlega við sig á nýja staðnum og sé að venjast umhverfinu. „Ég er með gríðarlega fallegt útsýni úr stofunni minni,“ segir hún. María viðurkennir að vissulega sé skrítið að vera flutt á nýjan stað eftir að hafa búið í sama húsinu nánast alla ævi. „En ég hef góða aðlögunar- hæfni.“ Hljóðver Geimsteins og Rokk- heimur Rúna Júl eru þó enn í gamla húsinu. Hægt er að panta aðgang og leiðsögn um safnið. Maríu finnst frábært að það haldist áfram í fjöl- skyldunni. „Það fór hver einasta króna sem við unnum okkur inn í þetta hús á sínum tíma,“ segir hún. „Við vorum þó alltaf nægjusöm.“ bjARtSýn Og jáKvÆÐ „Ég reyni að vera jákvæð og bjart- sýn. Maður þarf að sætta sig við orðinn hlut og líta á veikindin sem verkefni sem þarf að leysa. Hér hef ég þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Ég legg bara áherslu á að ná meiri styrk,“ segir María sem var fegurðardrottning Ís- lands árið 1969 auk þess að vera kærasta aðal rokkstjörnu landsins og fótboltahetju. María var aðeins sautján ára þegar hún eignaðist Baldur árið 1964 og var því orðin móðir þegar hún tók þátt í feg- urðarsamkeppninni. Baldur hefur getið sér gott orð sem keppandi í Útsvari fyrir Reykjanesbæ. María var einnig þekkt söngkona á árum áður og systir Þóris Baldurssonar tónlistarmanns. María á sex barna- börn og tvö langömmubörn. „Ynd- islegur hópur sem ætlar að mæta á tónleikana í Háskólabíói kvöld. Gestasöngvarar verða Valdimar, Eyþór Ingi, Salka Sól og Magni og ég hlakka mikið til kvöldsins,“ segir hún.  n elin@365.is ↣ Fæst í apótekum og heilsubúðum Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Náttúruleg t Upplýsingasími 896 6949 - og www.vitex.is Melatónin ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Fæst í apótekum og heilsubúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.