Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 94
„Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir Úlfur Karlsson sem var nýbú- inn að skoða sýningu Errós undir leiðsögn meistarans. „Hann er svo flottur kallinn, algjör vinnuþjarkur. Vinnur tólf tíma á dag og finnst best að vinna um helgar því þá er síminn ekkert að angra hann. En þetta er alveg mögnuð sýning og það er óhætt að segja að Erró sé skrásetjari tuttugustu aldarinnar. Hann skrásetti svo vandlega akk- úrat það sem var að gerast í heim- inum á þeim tíma og hann gerir það gríðarlega vel. Iðnvæðing heimsins, popplistin, kvikmyndir, auglýsingar og allt þetta sem er hluti af þessu daglega áreiti er þarna. Umhverfið allt hefur svo mikil áhrif á hann. Ég tengi vel við það því ég er að sama skapi mikið að sækja í mitt nærum- hverfi, allt það sem er að móta okkur núna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Við eigum það reyndar líka sam- eiginlegt að það er mikið að gerast í myndunum okkar og fólk er alltaf að finna eitthvað nýtt.“ Úlfur segist talsvert hafa kynnt sér Erró og hans verk. „Núna fannst mér sérstaklega gaman að fá að skoða þessi fyrstu verk, stúdera upp- hafsárin aðeins. Þetta er stór sýning sem allir sem hafa áhuga á myndlist verða að sjá og það er þarna margt sem fólk hefur ekki séð áður.“ Í dag kl. 16 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarhúsinu þar sem sextíu ár skilja á milli listamannanna tveggja sem hafa þó báðir fundið hug- myndum sínum meginfarveg í mál- verkinu. Stærri sýningin kallast Til- urð Errós sem fjallar um mótunarár þessa merka listamanns á árunum 1955 til 1964. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á verkum eftir Úlf Karlsson í sýningaröð sem kennd er við D-sal Hafnarhúss. Þrátt fyrir að sextíu ár séu á milli þessara tveggja listamanna, sem er reyndar hvorki að sjá né heyra, þá er að finna ákveðinn samhljóm á milli verka þeirra tveggja. Á milli upphafsverka Errós sem fyrir lá að ná heimsfrægð fyrir list sína og verka Úlfs sem er að feta sín fyrstu spor í málaralistinni. Af því tilefni er gráupplagt að fá þessa tvo lista- menn til þess að skoða verk hvor annars og segja um þau örfá orð, smá samræðu kynslóðanna. Erró um Úlf og Úlfur um Erró. Við eigum það reyndar líka sameiginlegt að það er mikið að gerast í myndunum okkar. 6.nóv kl 20:00 UPPSELT 13.nóv kl 20:00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 14.nóv kl 20:00 NÝ SÝNING „Ég hef ekki hlegid svona mikið síðan ég skildi vid manninn minn.” erró um Úlf og Úlfur um Erró listamennirnir erró og Úlfur karlsson eru fulltrúar tveggja kynslóða og báðir opna sýningu á verkum sínum í dag. Hér segja þeir aðeins frá upplifun sinni á verkum hins. erró um Úlf „Þetta er framtíðin.“ Segir Erró um verk Úlfs og bætir við að þetta sem ungi maðurinn sé að gera hafi byrjað í Kaliforníu. „Nánar tiltekið í Kaliforníu í la Mission-hverfinu. Það er mikið af Mexíkönum og fólki frá Suður-Ameríku þarna í þessu hverfi. Nú er þetta kallað götulist og mér líst mjög vel á þetta og hefði reyndar kosið að hann hefði fengið að gera þetta verk beint á vegginn og að það hefði svo fengið að standa. Ég á marga vini sem vinna í þess- ari stefnu og hef sérstaklega gaman af því hvernig veggirnir við járnbrautar- stöðvarnar í París eru skreyttir með þessum hætti. En í samanburði við það sem ég hef séð af þessari list hérna heima þá er það sem Úlfur er að gera það villtasta. Málið er að þetta er helvíti vel byggð og falleg mynd, vel hugsuð í alla staði. Stór- fín mynd og skemmtilegt að skjóta henni svona beint á vegginn.“ Erró segist reyna að fylgjast með því sem er að gerast hérna heima og segir að honum finnist vera margt gott í gangi. En skyldi hann eiga einhver ráð handa þeim sem eru, eins og Úlfur, að stíga sín fyrstu spor í myndlistinni? „Bara að vinna tólf tíma á dag þá gengur þetta vel seinna meir, þetta tekur sinn tíma og svo á maður aldrei að fara á eftir- laun því það eyðileggur fólk algjör- lega.“ Úlfur um erró Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum flutti Messías eftir Handel í Eldborg í Hörpu. HHHHH Ekki er ljóst af hverju menn rísa úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í Messíasi eftir Handel. Hvað myndi maður ekki gera ef himnarnir opnuðust og sjálfur Guð almáttugur opinberaði dýrð sína? En fólk stóð einmitt á fætur á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu þegar hallelújakór- inn hófst. Dómkórinn söng sem telur venjulega um 50 manns. Hér hafði 30 verið bætt við. Það var ekki nóg. Karla- raddirnar voru rýrar. Auðheyrt var að stjórnandinn, Kári Þormar, hafði lagt vinnu í að þjálfa raddirnar. Söngurinn var þokkalega nákvæmur, en það dugði ekki til. Karladeildin var svo fámenn að það vantaði tilfinnanlega botninn í heildarhljóminn. Kvenradd- irnar voru vissulega nægilega sterkar, en karlarnir engan veginn. Þetta var gallinn við verkið í heild. Messías tekur um tvo klukkutíma í flutningi án hlés. Þar er að finna marga kafla þar sem karlarnir syngja einir. Hálfpínlegt var að heyra þá, sérstak- lega þegar tenórarnir voru í aðalhlut- verki. Þeir voru svo hjáróma. Konurnar voru betri, enda fjölmennari, en samt skorti ásættanlegan fókus í hljóminn hjá þeim líka. Þetta olli vonbrigðum. Fjórir einsöngvarar komu fram, þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Hallveig var frábær. Ég hef sjaldan heyrt hana syngja svona vel. Söngurinn var dillandi og bjartur, svo lifandi og ferskur að það birti alltaf í salnum þegar hún hóf upp raust sína. Oddur var líka magnaður. Lokaarían hans var svo flott að maður fékk gæsa- húð. Benedikt söng einnig fallega þótt ekki hafi sópað eins mikið að honum. Söngur Sesselju vakti hins vegar spurningar. Hann var gríðarlega þungur. Það var eins og hún væri fyrst og fremst að hugsa um raddbeitinguna, en ekki anda tónlistarinnar sem hún átti þó að vera að miðla til áheyrenda. Þetta var talsverður ljóður á tónleikun- um. Fyrir bragðið var heildarmyndin á einsöngnum ekki sterk. Kammersveit lék á tónleikunum, hún var leidd af Unu Sveinbjarnardóttur konsertmeist- ara. Hljómsveitin var prýðileg, spilaði feilnótulaust og af öryggi. Aftur á móti voru kórinn og hljómsveitin ekki alltaf alveg samtaka, og verður það að skrif- ast á stjórnandann, sem var nokkuð stífur lengi framan af. Af ofansögðu er ljóst að þetta voru ekki sérlega skemmtilegir tónleikar. Messías er langt verk, og þegar svona margir gallar eru á flutningnum, þá kemst tónlistin aldrei á flug. Það gerði hún svo sannarlega ekki hér. Jónas Sen Niðurstaða Hljómsveitin var góð, en einsöngurinn var ekki alltaf eins og hann átti að vera og kórinn hefði getað verið betri. Útkoman var máttlaus. Ósannfærandi Messías 3 1 . o k t ó b E r 2 0 1 5 L a u G a r D a G u r58 M E N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.