Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 59
| AtvinnA | LAUGARDAGUR 31. október 2015 13
auglýsir stöðu aðgerðastjóra
í 100% starfshlutfall.
Skrifstofan er staðsett í Reykjavík.
Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem
berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu
virt og að allir njóti verndar þeirra. www.amnesty.is
Verk- og ábyrgðarsvið:
• Skipulag, samskipti og efling Ungliðahreyfingar
Amnesty (ULH)
• Samfélagsmiðlar ULH
• Kynningar á ULH í framhaldsskólum
• Aðgerðir ULH
• Gerð fjárhagsáætlunar ULH
• Skýrslugerð
• Önnur tilfallandi störf
Hæfnis- og menntunarkröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tómstunda -
fræði, kennslufræði eða viðburðastjórnun
• Víðtæk reynsla af ungliðastarfi
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
• Leiðtogahæfileikar
• Góð tölvu- og margmiðlunarkunnátta
• Góð færni í íslensku og ensku
• Sveigjanleiki á vinnutíma
• Áhugi á mannréttindamálum
Við bjóðum
• Jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi
• Sveigjanlegt, skapandi og ábyrgðarfullt starf
• Starf, þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín
Umsóknir skal senda á al@amnesty.is.
Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2015.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Anna í gegnum tölvupóst
al@amnesty.is.
Hjúkrunarheimilið Sundabúð
Hjúkrunardeildarstjóri
Hjúkrunarheimilið Sundabúð óskar eftir að ráða hjúkru-
nardeildarstjóra til afleysinga í 8-9 mánuði. Um er að
ræða 80- 100 % stöðu sem veitist frá 1.jan 2016 eða eftir
samkomulagi.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni
og ber ábyrgð á að starfað sé samkvæmt markmiðum
heimilisins og lögum og reglugerðum og tekur virkan þátt í
breytingar- og þróunarstarfi sem fer fram á deildinni.
Hjúkrunarheimilið Sundabúð er með 11 hjúkrunarými,
eitt sjúkra og endurhæfingarrýmii og eitt dagvistarrými.
Samkvæmt samningi við Velferðarráðnuneytið er
heimahjúkrun í sveitarfélaginu sinnt af starfsfólki
hjúkrunardeildarinnar. Félagslegri heimaþjónustu er einnig
stjórnað frá deildinni og er unnið að því að samþætta þessa
þjónustu.
Umsækjandi skal hafa fullgilt íslenskt hjúkrunarleyfi , lögð
er áhersla á samviskusemi og góða samskiptahæfileika.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar veitir Emma Tryggvadóttir, hjúkrunar-
forstjóri í síma 470 1240 og emma@vopnafjardarhreppur.is
Umsóknarfrestur er til 20. nóv næstkomandi
Tímabundið starf
- hentar vel ef þú ert að fara í skóla eftir áramót –
Óskum eftir að ráða mann og konu í verslun okkar
í Smáralind frá og með 1. nóvember til áramóta.
Hentar vel, ef þú ert að fara í skóla eftir áramótin.
Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur,
snyrtilegur og vinna vel með öðrum.
Umsóknir skulu sendar á
aslaug@lifoglist.is
Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir kennara til
afleysingar vegna fæðingarorlofs
Um er að ræða 100% starf umsjónarkennara í 3. bekk,
frá 1. janúar 2016 og til loka skólaársins.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember n.k.
Seyðisfjarðarskóli er lítill skóli sem byggir á samkennslu árganga
og vinnur að þróun skólastarfs í anda fjölmenningar og fjölbreyttra
kennsluhátta. Skólinn tekur þátt í Byrjendalæsi og átakinu
Bættur námsárangur á Austurlandi.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 4702320 og 8951316
Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til
meðhöndlunar á vefjaskaða í fólki s.s. þrálátum sárum, heilabasti og til enduruppbyggingar á brjóstum og
kviðvegg. Félagið á í samstarfi við bandarísk varnarmálayfirvöld um tækniþróun. Innan Kerecis starfar öflugur
hópur sérfræðinga sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um
20 í starfsstöðvum á Ísafirði, í Reykjavík, Washington D.C. og München.
Skráningarsérfræðingur (Regulatory Officer)
Helstu verkefni:
• Greining á skráningarkröfum
• Vinna með þróunarteymum við framleiðslu prófunargagna
• Samsetning skráningargagna og textagerð
• Samskipti við skráningaryfirvöld
Menntun og reynsla:
• Háskólapróf í lyfjafræði eða öðrum heilbrigðis- eða lífvísindum
• Minnst 7 ára starfsreynsla í lyfja- eða lækningavöruskráningum
• Afburðar enskukunnátta. Færni í öðrum tungumálum kostur
Við leitum að einstaklingi sem hefur í fyrri störfum:
• Verið nákvæmur í vinnubrögðum
• Átt auðvelt með að forgangsraða
• Sýnt hæfilæka í teymisvinnu
Vinnustaður er starfsstöð félagsins á Ísafirði. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Alþjóðlegur viðskiptastjóri (Account Manager)
Helstu verkefni:
• Umsjón með dreifingaraðilum í ákveðnum löndum
• Eftirfylgni með sölu- og markaðsáætlunum
• Umsjón innanhúsverkefna sem snúa að dreifingaraðilum
Menntun og reynsla:
• Háskólapróf
• Minnst 5 ára starfsreynsla, starfsreynsla á erlendum vettfangi er kostur
• Afburðar tungumálakunnátta
Við leitum að einstaklingi sem:
• Hefur gaman af mannlegum samskiptum
• Tekur frekar upp símann en sendir tölvupóst
• Leggur sig fram við að leysa vandamál viðskiptavina sinna
Vinnustaður er starfsstöð félagsins á Ísafirði eða í Reykjavík. Umsóknir óskast fylltar út á www.
hagvangur.is. Upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Líffræðingar (Research Biologists)
Helstu verkefni:
• Umsjón in vitro og in vivo rannsókna
• Úrvinnsla gagna
• Teymisvinna
• Texta- og skýrslugerð
Menntun og reynsla:
• BS eða hærri gráða í sameindalíffræði eða tengdu námi
• Reynsla af vinnu á rannsóknarstofu
• Reynsla af frumurækun er kostur
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Góð ritfærni á ensku og íslensku
Við leitum að einstaklingi sem hefur í fyrri störfum:
• Sýnt nákvæmni í vinnubrögðum
• Átt auðvelt með að forgangsraða verkefnum
• Sýnt hæfilæka í teymisvinnu
Vinnustaður er starfsstöð félagsins í Reykjavík.
Áhugasamir hafi samband í netfangið hr@kerecis.com.
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember.