Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.10.2015, Blaðsíða 46
Fólk| helgin Mikill metnaður er lagður í ár­legt hrekkja­ vökupartí sem fjöl­ skylda Guðbjargar Birtu Bernharðsdóttur og fleiri fjölskyldur skiptast á að halda. Í ár var partíið haldið heima hjá foreldrum Guð­ bjargar en fyrsta partíið var haldið í Danmörku fyrir mörgum árum. „Í byrjun voru þetta þrjár fjölskyldur sem bjuggu í Danmörku sem héldu partíið og var þetta góð afsökun til að hittast. Síðan þá hefur fjölgað í veislunni og hún undið upp á sig, veitingarnar og skreytingarnar verða alltaf fallegri og flottari. Í ár vorum við bæði með hrekkjavökupartí og svo hrekkjavökubröns þar sem krakkarnir voru líka með,“ segir Guðbjörg. hryllingur á veggjuM Hún segir veisluna hafa heppnast vel en nefnir að undirbúningur þurfi að vera mikill ef partíið á að vera flott. „Ég byrjaði undirbúninginn viku fyrir part­ íið en ég skoða hugmyndir að skreytingum og fleiru yfir allt árið. Fyrir partíið í ár skiptum við út öllum myndum á heimilinu og settum hryllingsmyndir af hræðilegum krökkum, draugahúsum og óhuggulegri fjölskyldu í staðinn. Við bjuggum líka til nokkurs konar líkama úr gömlum dagblöðum sem við kuðl­ uðum upp og settum inn i föt. Hengdum einn fram af svölunum og klemmdum hinn undir bílskúrshurð­ inni. Það var svolítið skelfilegt og við tókum þá niður áður en krakkarnir komu í brönsinn. Þeir höfðu hins vegar gaman af risastórri könguló sem ég bjó til úr rafmagnsrörum, spýtum og vír.“ Ólystugur Matur Mikill metnaður var lagður í að hafa matinn sem hræðilegastan og tókst það vel. Svo vel að fólk hafði jafnvel ekki lyst á honum að sögn Guðbjargar. „Við skárum út grasker og létum guacamole koma út um „munninn“ á því þannig að það leit út fyrir að það væri að gubba. Svo gerði ég Frankenstein­muffins og hlauporma sem voru ógeðslegir og krakkarnir vildu ekki sjá þá. Við vorum líka með súkkulaðibrunn sem við settum hvítt súkkulaði með rauðum matarlit í og kom það vel út. Einnig vorum við með frosnar hendur en þá settum við vatn í gúmmíhanska og frystum. Auk þess skárum við út melónu þannig að hún leit út eins og heili.“ Ekki var minna lagt í búningana en ýmsar þekktar persónur úr hrollvekjum sáust í partíinu eins og norn, vampíra, múmía og beinagrind. „Það er ýmis­ legt notað til að gervið verði eins hræðilegt og hægt er, gerviblóð og latex til að gera gervihúð. Fólk er ekki endilega einhver ákveðin týpa heldur er bara hræðilegt á einhvern hátt. Til dæmis málaði ég litla bróður minn eins og púka, hann var með hvítar linsur þannig að það var varla hægt að horfa í augun á honum. Ég sjálf var með alveg svört augu eins og ég væri andsetin,“ segir Guðbjörg og hlær. skelfilegt partí hrekkjavaka Nokkrar fjölskyldur halda sameiginlega hrekkjavökuveislu árlega. Í ár voru skreytingar, veitingar og búningar með hræðilegasta móti. Ógnvekjandi Gestir voru frekar hræðilegir í partíinu hjá Guðbjörgu og fjölskyldu. hræðilegt veisluborð Mikill metnaður var lagður í að hafa matinn sem hræði- legastan og tókst það vel. Svo vel að fólk hafði jafnvel ekki lyst á honum, að sögn Guð- bjargar. guðbjörg birta bernharðsdÓttir leit út eins hún væri andsetin í hrekkjavökupartíi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.