Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
✝ Guðrún BjörgBjörnsdóttir
(Gígja) fæddist í
Torfmýri, Blöndu-
hlíð í Skagafirði,
23. mars 1929. Hún
lést 27. ágúst 2019 í
Brákarhlíð í Borg-
arnesi.
Foreldrar henn-
ar voru Björn
Björnsson og Guð-
rún Jónsdóttir frá
Bakkakoti.
Alsystkin hennar voru: Jónas,
f. 1924, d. 2015. Hilmar, f. 1926,
d. 1996. Sigurður, f. 1927, d.
1993.
Sammæðra Sveinsbörn: Sig-
urjón f. 1908, d. 2006. Helga
Guðrún, f. og d. 1911. Hjálmar,
f. 1913, d. 2004. Helga, f. 1914,
andi maki Eiríkur G. Guð-
mundsson. Börn þeirra: Hrefna
María, Lilja Björg og Heiðrún
Dagmar. Barnabörnin eru tvö.
3. Hrafnhildur, f. 1955, fyrr-
verandi maki Einar Karelsson.
Börn þeirra: Harpa og Gígja
Dögg. Barnabörnin eru fimm.
4. Ólafur, f. 1958, maki Gunn-
þórunn B. Gísladóttir. Börn
þeirra: Jóhann, Gísli Valur,
Bjarni Ívar, Hafþór Ingi, Krist-
inn Már og Kristín Björg.
Barnabörnin eru tíu.
5. Kári, f. 1959. 6. Brynja, f.
1965, maki Ragnar H. Jónsson.
Börn þeirra: Reynir Bragi, Jón
Bjarki og Kjartan Jóhann.
Gígja og Jóhann hófu búskap
sinn á Breiðási í Garðahreppi.
Fjölskyldan fluttist í Borgarnes
árið 1969 og bjuggu Gígja og Jó-
hann þar til dauðadags. Gígja
var lengst af heimavinnandi
húsmóðir en vann einnig í mörg
ár á leikskóla.
Guðrún verður jarðsungin frá
Borgarneskirkju í dag, 7. sept-
ember 2019, klukkan 14.
d. 2002. Hjördís
Gunnarsdóttir, f.
1919, d. 2004.
Samfeðra:
Hulda, f. 1920, d.
2003. Björn, f.
1951, Guðrún, f.
1953, Sigríður, f.
1957, og Heiðar
Borgar, f. 1960.
Gígja giftist Jó-
hanni Waage
trésmíðameistara
frá Selárdal í Arnarfirði á af-
mælisdegi sínum árið 1954.
Börn þeirra:
1. Rúnar, f. 1951, maki Krist-
ín Guðjónsdóttir. Börn þeirra:
Guðjón, f. 1974, d. 1993. Björg
Jónína og Róbert. Barnabörnin
eru fjögur.
2. Jensína, f. 1954, fyrrver-
Elsku fallega amma Gígja
kvaddi þann 27. ágúst síðastlið-
inn, og hafa þau afi nú sameinast
á ný umvafin englum eftir ein-
ungis átta mánuða aðskilnað.
Amma Gígja var engri lík, smá-
vaxin og fíngerð kona, ávallt glöð
og flissandi, með hjarta á við
stærð sína margfalda. Það sýndi
sig einna best í ómældri um-
hyggju sinni fyrir eigin fjölskyldu
og afkomendum og spurði hún af
þeim fregna allt fram á síðasta
dag. Árin urðu níutíu og börnin
sex, barnabörnin sautján og
barnabarnabörnin tuttugu og
eitt. Stoltar erum við partur
þeirra sautján barnabarna og er-
um svo lánsamar að hafa átt
þessa einstöku konu sem ömmu í
svo langan tíma. Amma var þessi
ekta amma sem var alltaf bakandi
og munum við sjaldan eftir ömmu
öðruvísi en að vera nýbúin að
skella í skonsur eða vera akkúrat
að slumpa í brúnköku eða jafnvel
steikja kleinur. Frystirinn ávallt
troðfullur af heimabökuðu ef ske
kynni að einhver myndi reka inn
nefið. Fullar Quality Street-doll-
ur í eldhússkúffunum af kexi og
öðrum smákökum gat maður
einnig gengið að vísum. Aldrei
minnumst við þess að uppskrifta-
bók hafi verið við hönd. Á milli
sorta gafst svo tími til að prjóna,
en hún var alger listamaður í að
prjóna lopapeysur og sokka og
reiddi hún þær gersemar fram
fyrir okkur fjölskylduna nánast
allt til síðasta dags. Hennar
ástríða var að gleðja og átti hún
erfitt með að kveðja án þess að
læða að manni einu pari af ull-
arsokkum, jafnvel fallegri skál
eða kertastjaka smíðaðan af afa
eða bara af heimabökuðu, stund-
um fékk maður seðil. Bara að
maður fengi eitthvað. Sem barn
eigum við ótal minningar frá
Böðvarsgötu 13, skóskápurinn
hennar ömmu sem við læddumst
oft í og lékum okkur með, ferð-
irnar í mjólkurbúðina með bréf-
pening ef upp á mjólkina vantaði í
baksturinn. Gleðina sem ríkti
þegar amma kom með fullan poka
af vídeóspólum heim upp á Akra-
nes þar sem búið var að taka upp
sjónvarpsefni af Stöð 2 handa
mömmu og pabba, og barnaefni
handa okkur systrum. Þá var sko
tilefni til þess að poppa. Fullu
ferðatöskurnar af bolum, fötum
og af öðru góðgæti handa öllum
barnabarnaskaranum þegar
heim var komið eftir för erlendis.
Minningar af þessum toga eru
fleiri en þegar horft er yfir þá
skín skært ofar öllu öðru tær góð-
mennskan, ósérhlífnin og gjaf-
mildið sem einkenndi þessa fal-
legu sterku konu. Við kveðjum
ömmu okkar með djúpu þakklæti
og virðingu frá innstu hjartarót-
um, takk elsku amma fyrir að
hafa verið besta amma sem
barnabarn getur óskað sér.
Hvíl í friði.
Lilja Björg Eiríksdóttir,
Hrefna María Eiríksdsóttir,
Heiðrún Dagmar Eiríksdóttir.
Elsku yndislega og fallega
amma Gígja, nú ert þú búin að
kveðja okkur og farin yfir í sum-
arlandið þar sem elsku afi Jói
mun taka vel á móti þér með opnu
faðmlagi.
Þó þú hafir náð þeim háa aldri
að verða 90 ára, þá er það alltaf
sárt og erfitt að kveðja ástvini
sína, en samt huggar maður sig
við það að þú hafir fengið hvíldina
þar sem þér leið ekki vel síðustu
mánuði, kvalin og verkjuð en allt-
af brostir þú í gegnum allt. Þú
varst með einstaklega hlýtt og
gott hjartalag og þið afi Jói tókuð
alltaf svo vel á móti okkur þegar
við komum í heimsókn til ykkar.
Þú passaðir vel upp á að enginn
færi svangur heim frá þér. Það
var alltaf stórveisla og fullt borð
af dýrindis kræsingum sem við
barnabörnin nutum góðs af og
eigum góðar minningar af ljúf-
fengu súkkulaðikökunni, hjóna-
bandssælunni, skonsunum, soð-
brauðinu og svo mætti lengi telja.
Þú varst ekki bara handlagin í
eldhúsinu, þú varst snillingur í
höndunum, prjónaðir og saumað-
ir hverja flíkina af annarri, sem
við barnabörnin og barna-
barnabörnin höfum notið. Minn-
isstæðir eru jólakjólarnir sem við
frænkurnar klæddumst allar eins
með veski saumað í stíl. Svo
saumaður þú á mig adidas-apask-
inns-galla sem var svo vinsæll á
sínum tíma og það var erfitt að
sjá að hann væri ekki keyptur út
úr búð, svo líkur var hann.
Elsku amma, þú varst góð fyr-
irmynd, lífsglöð, glaðlynd, bros-
mild og einstaklega félagslynd.
Þú varst dugleg að gera það sem
þér þótti skemmtilegt og rækt-
andi fyrir sjálfa þig. Söngst í kór,
stundaðir sundleikfimi, spilaðir
félagsvist og hafðir gaman af svo
mörgu. Þú elskaðir að hlusta á
góða og fallega tónlist, fylgdist
mjög mikið með alls konar íþrótt-
um og vissir miklu meira en
margur um stöður í ýmsum leikj-
um bæði í handbolta og fótbolta.
Það rifjast upp svo margar ynd-
islegar, ljúfar og skemmtilegar
minningar um þig og afa þegar
maður sest niður og skrifar. Mik-
ið sem ég er þakklát fyrir þann
langa og dýrmæta tíma sem ég og
mín fjölskylda höfum fengið og
átt með þér og elsku afa. Það er
ekki sjálfgefið.
Elsku amma Gígja.
Ástarþakkir fyrir allar okkar
samverustundir, ljúfar og yndis-
legar minningar lifa í hjörtum
okkar allra.
Kossar og knús.
Björg J. Rúnarsdóttir
og fjölskylda.
Ein fallegasta og yndislegasta
kona sem ég hef þekkt hefur
kvatt okkur í hinsta sinn.
Hún elsku amma mín, Gígja,
kvaddi þennan heim 27. ágúst síð-
astliðinn. Við fjölskyldan fórum
og heimsóttum hana tíu dögum
áður og sáum þá að blessunin hún
amma var orðin afar þreytt. Hún
var stoð og stytta afa alla tíð en
þegar hann féll frá í desember og
maður lítur til baka, þá er eins og
að henni hafi hrakað umtalsvert á
stuttum tíma.
Amma var öllum góð. Þegar ég
var að alast upp vann hún á leik-
skólanum í Borgarnesi og ein af
mínum fyrstu bernskuminning-
um var sú hversu illur ég varð
öðrum krökkum fyrir að kalla
hana ömmu Gígju, því fyrir mér
var hún bara amma mín, en svona
var hún vinsæl að hún var í raun
amma allra.
Amma og afi áttu stóran hóp
barnabarna og þegar við vorum
yngri og amma og afi bjuggu á
Böðvarsgötunni vorum við oft
þar, risastór hópurinn, ýmist að
gæða okkur á bakkelsi sem amma
bakaði, horfandi á gömul ára-
mótaskaup í stofunni, að glamra á
píanóið, lesa Andrésblöð eða leika
okkur í sundlauginni í bakgarð-
inum.
Ég var mikill ömmustrákur og
eyddi miklum tíma í eldhúsinu
hjá ömmu að spjalla við hana á
meðan hún steikti kleinur eða
bakaði kökurnar sínar. Ég var
seinn til lesturs og amma og afi
höfðu frumkvæði að því að byrja
sem áskrifendur að Andrési á ís-
lensku, sem varð til þess að ég fór
loks að lesa og eyddi heilu dög-
unum við lestur þeirra, oftast
með ömmuköku mér við hlið og
glas af kókómalti.
Amma skipti nánast aldrei
skapi, a.m.k. ekki svo ég sæi. En
ein skemmtileg minning sem ég
hef af ömmu er frá því þegar hún
talaði í símann. Henni lá afar hátt
rómur þegar hún talaði í símann
og oftar en ekki var viðmæland-
inn einhver dætra hennar sem lá
jafn hátt rómur og var maður óaf-
vitandi orðinn þátttakandi í sím-
talinu þó maður væri inni í öðru
herbergi.
Amma var líka mikið fyrir
hannyrðir og saumaði apaskinns-
galla á okkur bræðurna og prjón-
aði nánast viðstöðulaust. Geymi
ég sokka sem hún prjónaði handa
mér sem sjáaldur augna minna.
Svo þegar langömmubörnin
fóru að koma og amma og afi voru
flutt í eldri borgaraíbúð, þá átti
amma alltaf sleikjó, litli nammi-
grísinn minn hún Ylfa sá lang-
ömmu sína í þvílíku dýrðarljósi,
því hún átti alltaf gúmmelaði
handa henni.
En nú ertu komin í sumarland-
ið til hans afa, þar eruð þið án efa
að sinna blómum og uppskeru
eins og þið svo oft gerðuð í fallega
garðinum ykkar. Þín verður afar
sárt saknað, elsku amma mín, en
minning þín mun lifa, enda er um
fullt af fallegum minningum að
ræða.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Við sjáumst aftur þótt síðar
verði, elsku amma mín.
Þín,
Jóhann, Svandís, Birna Rún,
Ólafur Leó og Ylfa.
Guðrún Björg Björnsdóttir,
Gígja, húsmóðir í Borgarnesi, var
tengdamóðir mín í nærri þrjá
áratugi, þann tíma sem við Jens-
ína vorum samferða. Hún var
amma þriggja dætra okkar og
langamma tveggja barnabarna.
Gígja hefur nú kvatt þennan
heim eftir langa og farsæla ævi,
níræð að aldri. Hún fylgir þannig
eiginmanni sínum, Jóhanni
Waage, sem lést í desember síð-
astliðnum. Það er skammt stórra
högga í milli í fjölskyldunni.
Gígja reyndist mér og fjöl-
skyldu okkar Jensínu frábær-
lega. Hún var mikil gæðakona
sem ég met mikils og virði eftir
okkar löngu og góðu kynni. Gígja
var mér góð tengdamóðir og frá-
bær amma dætra minna. Hún
sýndi sínum nánustu alltaf mikla
umhyggju. Hún tók fús barna-
börnin til pössunar, strauk tár af
vanga og huggaði, hvatti og ráð-
lagði. Gígju var í blóð borið að
láta gott af sér leiða.
Aðalstarfsvettvangur Gígju
var lengst af heimili þeirra hjóna.
Þar kunni hún svo vel til verka að
vafalaust hefði hún getað fengið
meistarabréf í heimilisfræðum,
hefði slíkt skipulag verið við lýði.
Hún þreif, þvoði þvotta, eldaði
mat, bakaði, saumaði og prjónaði
af alkunnri snilld, daga, kvöld og
helgar. Fjölskyldan var stór og
verkin því ærin. Hún bjó yfir
ótrúlegum styrk og dugnaði. Hún
taldi ekkert eftir sér. Það er nú
ekki mikið mál að skella í eina
skúffuköku. Og peysan, gallinn,
buxurnar eru á lokametrunum.
Allt var þetta einhvern veginn lít-
ið mál.
Mannkostir Gígju, góðvild,
greiðvikni og umhyggjusemi nutu
sín ekki síður þegar hún vann ut-
an heimilis. Um árabil vann hún á
leikskóla í Borgarnesi. Þar
blómstraði hún og var elskuð af
börnum og starfsfólki. Ekki verð-
ur annað sagt en að Gígja hafi
áorkað miklu á langri ævi, enda
sístarfandi.
Gígja var ákaflega glaðlynd og
hafði gaman af því að vera innan
um fólk. Að taka í spil var lengi
hennar besta skemmtun. Vist var
í uppáhaldi hjá henni og var hún
fastur gestur við spilaborðið á
elliheimilinu í Borgarnesi. Þá var
glatt á hjalla og mikið hlegið. Við
þessar aðstæður naut Gígja sín til
fulls og var hrókur alls fagnaðar,
brosmild og glaðvær.
Nú er brosið horfið og hlátur-
inn hljóðnaður. Gígja var góð
manneskja og lifði fallegu lífi.
Blessuð sé minning hennar.
Ég votta börnum Gígju og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð
mína.
Eiríkur G. Guðmundsson.
Guðrún Björg
Björnsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR AÐALSTEINN
SIGURGEIRSSON
forstjóri,
Húsavík,
lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík
mánudaginn 2. september.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16. september
klukkan 14.
Hólmfríður Jóna Hannesdóttir
Hannes Höskuldsson Elfa Signý Jónsdóttir
Páll Aðalsteinn Höskuldsson Jóhanna Björg Hansen
Anna Helga Höskuldsdóttir Halldór Páll Gíslason
Sigurgeir Höskuldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SVANFRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR
lést mánudaginn 2. september.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 11. september klukkan 13.
Gunnlaugur Óskar Ragnarsson
Gréta Hrund Grétarsdóttir Gunnar Bjarki Finnbogason
Þóra Steinunn Pétursdóttir Jón Óttar Ólafsson
Heiðrún Grétarsdóttir Kristján Hrafn Guðmundsson
Þórunn Grétarsdóttir Björn Sighvatsson
og ömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR GUNNAR ÓLAFSSON,
Pósthússtræti 1, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
miðvikudaginn 4. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. september
klukkan 13.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Ásgeir Eiríksson Ólöf Jónsdóttir
Marta Eiríksdóttir Friðrik Þór Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRÍÐA KRISTÍN GÍSLADÓTTIR
lést á Droplaugarstöðum 15. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Magni Blöndal
Gísli Blöndal Ingibjörg Guðmundsdóttir
Snæbjörn Pétursson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, systir og frænka,
KRISTÍN JÓHANNA
AÐALSTEINSDÓTTIR,
Miðvangi 6,
Egilsstöðum,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
mánudaginn 26. ágúst. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Björn Ágústsson
Jón, Björg, Eygló
og fjölskyldur
Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ERNU FINNSDÓTTUR
Sóltúni 2.
Hallgrímur Geirsson Aðalbjörg Jakobsdóttir
Kristín Geirsdóttir Freyr Þórarinsson
Finnur Geirsson Steinunn K. Þorvaldsdóttir
Áslaug Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn