Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 » Það var mikið fjör í hinni árvissu djass- göngu í miðri viku en gangan markar upphaf Jazzhátíðar Reykjavík- ur sem nú er haldin í þrítugasta sinn. Í fyrrakvöld léku enski trompetleikarinn Laura Jurd og hljómsveit fyr- ir gesti Tjarnarbíós og verða margir tónleikar í boði í dag og á morg- un. Dagskrá djass- hátíðarinnar má sjá á vef hennar á reykjavik- jazz.is. Jazzhátíð Reykjavíkur hófst með djassgöngu og endar á morgun með tónleikaþrennu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verðlaunadjassari Laura Jurd í Tjarnarbíói. Með henni léku Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Scott McLemore. Djassunnendur Kristberg Jóhannson, Guðjón Steinn Skúlason og Arnar Geir Halldórsson mættu á tónleika Jurd, Valdimars og Scotts í fyrrakvöld. Blásið Trompetleikarar létu sitt ekki eftir liggja í djassgöngu ársins. Einbeitt Djassgöngumenn einbeittir á svip með hljóðfæri og skilti. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þessi verk eru í raun kveikjur að einhverju sem ég vona að eigi sér stað innra með fólki,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarkona sem opnar myndlistarsýninguna Annarsstaðar í Ásmundarsal kl. 15 í dag. „Á sýningunni fæst ég við rými eins og svo oft áður, hvernig við upplifum rými og borgina sem við lifum í. Ég er náttúrulega að sýna í húsi Ásmundar Sveinssonar, sem ég hef mjög gaman af. Ég hef verið að vinna steypuskúlptúra, sem ég hef aldrei gert áður. Á sýningunni verða bæði skúlptúrar og ljós- myndir þar sem viðfangsefnið er það sama en sýn okkar breytist með því að skoða sama hlutinn í gegnum ólíka miðla,“ segir Elín. Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari teiknaði og byggði húsið. Elín beinir sjónum gesta að rýmum hússins sem eins konar skúlptúrum. „Svo er ég líka að benda út fyrir rýmin eins og niðri í gryfjunni, þar sýni ég lítið módel af rýminu sjálfu. Maður er þannig staddur á stað en er samtímis að horfa á það sama rými í smækkaðri mynd. Þannig myndast einhvers konar millirými í gegnum okkar innbyggða áttavita sem undirstrikar það hvað raun- veruleikinn er afstæður,“ segir Elín. Skáldaðir þættir í eftirmyndum Skúlptúrarnir eru þó ekki einungis eftirmyndir. „Inni í mód- elunum eru skáldaðir þættir sem koma frá mér og eru viðbót mín við rýmið. Ef við tökum gryfjuna sem dæmi er búið að breyta gólfinu í trekt svo það hverfur ofan í sjálft sig. Ef maður myndi renna kúlum ofan í þessa trekt myndu þær hringsnúast á sporbaugnum alveg eins og pláneturnar í kring um sól- ina. Þannig að þótt þetta sé lítið módel, á smáum skala, er verið að vísa í hluti sem eiga sér stað í raun- tíma á mun stærri skala úti í geimi svo þarna er einhver alheimsteng- ing.“ Elín segist alltaf hafa haft áhuga á hlutföllum og skölum. „Þessi verk eru eiginlega öll unnin út frá þeim útgangspunkti að vera einhvers konar tillögur að verkum og eru því kannski tengdari arkítektamódelum en skúlptúrum. Oftast hef ég verið að byggja innsetningar sem gjör- breyta sýningarsölum en í þetta skipti langaði mig til að prófa að vinna á annan hátt. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að þegar maður vinnur á minni skala þurfa öll smá- atriði að vera mjög nákvæm. Það var mikil áskorun því fókusinn verð- ur þrengri hjá áhorfandanum,“ seg- ir Elín. Ýmislegt býr að baki titlinum Annarsstaðar. „Hann vísar svolítið í þessa staði sem við sköpum með ímyndunaraflinu. Uppi í stóra saln- um er til dæmis skúlptúr sem er eftirmynd af sýningarsalnum sjálf- um. Hann er gegnheill en inni í hon- um eru svífandi göng eða skáldað rými sem hefði verið erfitt að smíða í raunstærð. Þetta skáldaða rými er ekki til staðar í raunstærð en er til staðar í annarri vídd.“ Þessar vísanir tengjast þá inn í hugsunarháttinn sem til verður við lestur skáldsagna. „Þegar við lesum skáldsögu upplifum við bókina í gegnum ímyndunaraflið og búum til útlit aðalpersónunnar og þeirra rýma sem aðalpersónan þrífst inn- an, hússins hennar og borgarinnar sem sagan gerist í. Það er allt til- búningur og engir tveir lesendur upplifa slíkt eins. Allir upplifa sögur með ólíkum hætti vegna þess að þær eru tilbúningur hvers og eins. Ég vonast til þess að fólk lesi sýn- inguna svolítið eins og bók.“ Vísbendingar leiða gesti áfram Elín tekur sér stuttan umhugs- unarfrest þegar hún er spurð hvað hún vilji fanga með sýningunni. og segir svo: „Ég vil fanga ímyndunar- afl fólks. Það er grunnurinn. Þessi verk eru í raun kveikjur að ein- hverju sem ég vona að eigi sér stað innra með fólki. Verkin eru vísbend- ingar sem eru til þess fallnar að leiða mann í einhverja átt. Svo tek- ur áhorfandinn við og gerir það sem honum eða henni sýnist við það.“ Elín sækir innblástur í bók finnska arkitektsins Juhani Pall- asmaa The Eyes of the Skin. Þar segir Pallasmaa: „Ég upplifi mig í borginni, og borgin þrífst vegna lík- amlegrar reynslu minnar. Borgin og líkami minn dýpka og skilgreina hvort annað. Ég bý í borginni og borgin býr í mér.“ Um tengsl Pallasmaa og sýningarinnar segir Elín: „Hann talar um að það hvernig við upp- lifum arkitektúr eða borgirnar sem við búum í. Við upplifum þær ekki bara með augunum heldur líka með líkamanum. Við notum öll skynfær- in til þess að upplifa umhverfi okk- ar.“ Sýningin stendur til 8. október. „Ég vil fanga ímyndunarafl fólks“  Elín Hansdóttir vonar að gestir lesi sýninguna eins og skáldsögu  Rými sem fyrirfinnast ekki í raunveruleikanum, einungis í annarri vídd  Upplifun fólks á umhverfinu með öllum skynfærum Morgunblaðið/Kristinn Magússon Myndlistarkona Elín prófar ýmislegt nýtt á sýningunni, verk á smærri skala en venjulega og skúlptúra úr steypu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.