Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 VINNINGASKRÁ 178 8973 20335 29280 41126 51559 60350 72132 607 9066 20526 29385 41995 51580 60439 72350 685 9067 20890 29465 42083 51622 60948 72494 1095 9110 21028 31423 42686 51854 61121 72571 1109 9221 21106 31801 42942 52168 61256 72864 1156 9329 21325 31914 43068 52276 61498 73066 1542 9643 21532 31998 43178 52285 61509 73234 1567 10497 21852 32005 43192 52428 62118 73914 1707 10665 22006 32266 43648 52498 62383 73963 2256 11790 22132 33275 44186 52570 62721 74072 2323 11797 22193 33301 44333 52737 63788 74438 2565 11946 22461 34115 44335 52819 63997 74846 2773 12669 22578 34303 44450 52939 64075 75094 2848 12854 23153 34785 44761 53477 64200 75265 2940 12862 23256 34851 44846 53544 64467 75776 3238 13598 23962 34891 45189 53574 65017 75962 3324 13712 23969 35164 45620 53593 65341 76199 3936 14265 24440 35244 45960 53678 65666 76325 4078 14374 24530 35297 46244 53722 65960 76430 4328 15004 24580 35418 47191 53808 65987 76519 4553 15159 24730 35512 47195 54292 66205 76566 4686 15928 24994 35853 47526 54426 66319 76789 4763 16340 25571 36096 47559 55161 66377 76959 5064 16608 26395 36592 47769 55254 66836 77542 5300 17080 26637 36755 48242 55392 67049 77860 5798 17186 26676 36835 48259 55667 67101 78186 5807 17876 26871 37029 49064 55819 67512 78699 5962 17888 27106 37377 49165 56058 67979 79272 6469 17893 27470 37803 49409 56340 68095 79510 6694 18017 28279 37870 49683 56378 68385 79565 7212 18142 28294 37945 50012 56453 68822 79575 7270 18787 28366 38003 50234 57620 69114 7865 19074 28375 38633 50296 58958 69439 7884 19279 28471 38666 50387 59583 69829 8032 19479 28895 39943 50608 59678 70090 8615 19831 28994 40887 50765 59992 70239 8735 20055 29202 41048 51320 60339 71174 355 12182 20540 30449 38831 48184 60978 73395 2248 13030 20662 30669 39107 48200 61481 74071 3006 13959 20957 30991 39182 48882 62728 74567 3924 13995 21835 31542 39560 49302 63047 75385 4986 15677 22662 32806 40219 50705 65715 75638 5268 16136 22974 35227 40684 52247 66962 77038 5625 17618 23110 35336 41107 53600 67994 77343 7217 18467 23493 35868 41937 54293 69112 77367 7593 18888 26031 36257 43138 54674 69981 79135 8000 19752 26653 36769 44993 55676 70037 8665 20120 26810 36893 45701 57028 70847 10609 20235 27353 37690 46780 58921 71439 11472 20519 29855 37962 47099 59517 72155 Næstu útdrættir fara fram 19. & 30. desember 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 10115 37448 49394 65076 75965 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6569 15291 27730 40353 59025 74676 7292 24380 33640 43265 62379 75438 10170 25684 34078 46079 63082 77184 13150 27462 35615 58246 63969 77764 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 9 7 9 32. útdráttur 12. desember 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Messudagur heil- agrar Lúsíu 13. desem- ber er haldinn hátíðleg- ur á Norðurlöndum – sérstaklega í Svíþjóð. Sagan segir að heilög Lúsía hafi fæðst árið 283 á Ítalíu og beðið píslarvættisdauða fyrir sína kristnu trú. Á Ítal- íu og í kaþólsku kirkj- unni er hún enn mikill dýrlingur. Hingað til lands hefur há- tíðin einnig borist á undanförnum ár- um. Svíar halda Lúsíudaginn hátíðleg- an, þó að form hátíðahaldanna virðist lítt tengt persónu Lúsíu. Samkvæmt alþýðutrú Svía var nóttin milli 12. og 13. desember lengsta nótt ársins. Hvernig Lúsíuhátíðin barst frá Ítalíu veit enginn, en menn eru sammála um að hugmyndin um Lúsíu sem per- sónugervingu ljóssins hafi runnið saman við þjóðsögu frá Vermalandi í Vestur-Svíþjóð. Sú greinir frá því að eitt sinn þegar sultur svarf að hafi ung kona birst óvænt, siglt í kringum vatnið Vänern á stóru skipi fullu af mat sem hún dreifði meðal sveltandi fólksins. Fyrst í stað var Lúsíudagurinn aðeins haldinn hátíðlegur í Vermalandi og nær- liggjandi héruðum. Upprunalega var þetta hátíð karlmanna en heimildir greina frá ungum hvítklæddum stúlkum með kertakór- ónu á höfði sem þjónuðu húsbændum til borðs. Síðan þá hefur siðurinn breiðst út og fengið þær myndir sem algengastar eru. Lúsíumorgunn er haldinn hátíðlegur á mörgum sænsk- um heimilum, sambýlum, skrifstofum, skólum eða klúbbum. Allir kjósa Lús- íu sem gengur um í hvítum kyrtli, með kertakórónu á höfði, bakka í höndum og réttir fólki veitingar; kaffi, saffransnúða og piparkökur. Henni fylgja hvítklæddir meðhjálparar, stúlkur með glimmer í hárinu og drengir með uppmjóa keiluhatta skreytta stjörnum. Hefðbundin Lús- íulög eru sungin. Talsvert ber á aug- lýsingum Lúsíuhátíða í seinni tíð. En sem betur fer er þessi atburður þó enn ósvikin fjölskylduhátíð. Sjálfur hef ég notið þessa dags með sænskum og dönskum vinum allt frá barnæsku. Ég kynntist honum þegar ég flutti til Danmerkur með for- eldrum mínum. Og á fullorðinsárum hef ég búið í ein átta ár í Svíþjóð þar sem börnin mín tóku þátt í hátíðinni í leikskólum og skóla. Þannig hefur Lúsíudagurinn orðið okkar dagur sem mér þykir ákaflega vænt um. Eins konar skandinavísk Þorláks- messa. Lúsía ber ljósið og lýsir upp myrkrið og minnir á jólin sem eru í nánd. Gleðilega Lúsíuhátíð. 13. desember – Lúsíudagurinn Eftir Þórhall Heimisson »Eins konar skandina- vísk Þorláksmessa. Lúsía ber ljósið og lýsir upp myrkrið og minnir á jólin sem eru í nánd. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. Daglega minnka lík- urnar á því að vel upp- byggður og hindr- unarlaus vegur í 530 m hæð um Öxi verði á vegaáætlun árin 2019- 2022, eftir að afgerandi meirihluti þingmanna samþykkti tillögu fyrr- verandi þingmanns, Arnbjargar Sveins- dóttur, um að flýta und- irbúningsrannsóknum á jarðgangagerð undir Fjarðarheiði sem áhyggjufullir Seyðfirðingar berj- ast fyrir. Engum kemur á óvart að yf- irmenn Vegagerðarinnar telji slysa- hættuna í þessari hæð yfir sjávarmáli of mikla til að hægt sé að réttlæta samfellda vetrarþjónustu á illviðra- sömum og snjóþungum svæðum, þeg- ar snöggar veðrabreytingar hrella vegfarendur þvert á allar veðurspár. Nógu mikil eru vandræðin í 640 m hæð á Fjarðarheiði, án þess að nýjum vegi í 530 m hæð um Öxi verði troðið fram fyrir önnur þarfari verkefni á hringveginum sem þola enga bið. Er- lendir ferðamenn sem keyra um Ís- land á veturna lenda í sjálfheldu ef þeir treysta því að það sé hættulaust að stytta sér leið um illviðrasöm og snjóþung svæði í þessari hæð yfir sjávarmáli án þess að þekkja íslenskt veður- far. Víða um land hrella aurskriður, grjóthrun og snjóflóð vegfarendur á þeim svæðum sem tal- in hafa verið 100% örugg. Erfitt er að treysta því að nýr vegur um Öxi verði á vega- áætlun næstu 30 árin þegar Vegagerðin stendur frammi fyrir þeim vanda, að þurfa að bregðast við versnandi ástandi á Fjarðarheiði, sem gerir Seyðfirðingum lífið leitt. Tímafrekar og erfiðar undirbúnings- rannsóknir á jarðgangagerð undir heiðina, sem geta tekið 6 ár eða meira, gefa engar vísbendingar um að nýr Axarvegur verði tilbúinn árin 2025-2030. Upp úr Berufirði eru brekkurnar sem losna aldrei við blindbyl, mikla snjódýpt og hálku stórhættulegar og mjög erfiðar. Þarna er uppbyggður vegur í 6-7% halla óhugsandi án þess að mikil um- hverfisspjöll hljótist af. Það segir ekkert að þessi vegur sleppi auðveld- lega við snjóflóð, aurskriður og grjót- hrun, verði hann lagður í 200 m hæð uppi í fjallinu fyrir ofan Beitivelli og upp Vagnabrekku fram hjá einbreiðu brúnni á Hemru. Þaðan færi vegur- inn í beinu framhaldi inn á snjóþungt svæði í miklum halla, sem yrði starfs- mönnum Vegagerðarinnar ofviða, og er engu betra en Hænubrekka, Háa- brekka og Þrívörðuháls. Þá hverfur illviðrið ekkert þótt vegurinn fari suð- ur fyrir Vínárnes. Í sjónmáli verða harðar deilur milli sveitarstjórnar Djúpavogs og land- eigenda í Berufirði, sem vilja frekar að nýr Axarvegur verði tekinn sunn- an Berufjarðarár. Aldrei hefur verið talað um hvort til greina komi að þessi vegur verði í beinu framhaldi af hringveginum, tekinn vestan Beru- fjarðardals í litlum halla undir Víði- neshjalla og Vínárneshjöllum, í stað þess að fara með hann upp í fjallið fyr- ir neðan Miðhjalla og Mannabeina- hjalla, yfir Hemru og áfram upp Vagnabrekku sem sleppur aldrei við grjóthrun, mikla snjódýpt og hálku. Þessa brekku forðast áhyggjufullir flutningabílstjórar sem ekki vilja eiga á hættu að bremsurör í stóru öku- tækjunum springi með ófyrirséðum afleiðingum þegar keyrt er niður nú- verandi veg í 17% halla. Í brekkunni fyrir neðan Hemru þrefaldast slysa- hættan á núverandi vegi í 20% halla, niður Háuöldu sem þessir sömu bíl- stjórar forðast líka eins og heitan eld. Óheppilegt er að fyrrverandi og nú- verandi samgönguráðherra gefi Djúpavogsbúum og Hornfirðingum fögur loforð um að vel uppbyggður og hindrunarlaus heilsársvegur yfir Öxi fari í einkaframkvæmd og verði fjár- magnaður alla vetrarmánuðina með veggjaldi á hvern bíl. Versnandi ástand í 530 m hæð á Öxi vekur spurningar um hvort eina leiðin til að rjúfa meira en þriggja mánaða ein- angrun íbúa suðurfjarðanna sé að af- skrifa Axarveg sem Kristján L. Möll- er, þáverandi samgönguráðherra, lofaði Djúpavogsbúum vorið 2007. Vonlaust er að koma Borgarfirði eystra, Egilsstöðum, Fljótsdalshér- aði, Seyðisfirði og Djúpavogi með uppbyggðum vegi í þessari hæð á Öxi inn á eitt samfellt atvinnusvæði. Ákveðum strax göng undir Lónsheiði. Verður hætt við Axarveg? Eftir Guðmund Karl Jónsson » Versnandi ástand Axar vekur spurn- ingar um hvort eina leiðin til að rjúfa meira en þriggja mánaða ein- angrun íbúa suður- fjarðanna sé að afskrifa Axarveg. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.