Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: APOEL Nikósía – Sevilla ........................ 1:0 Qarabag – Dudelange .............................. 1:1  Lokastaðan: Sevilla 15, APOEL 10, Qarabag 5, Dudelange 4. B-RIÐILL: FC Köbenhavn – Malmö.......................... 0:1  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn og sigurmark Malmö kom þegar hann skallaði í varnarmann og inn. Dynamo Kiev – Lugano ........................... 1:1  Lokastaðan: Malmö 11, FC Köbenhavn 9, Dynamo Kiev 7, Lugano 3. C-RIÐILL: Getafe – Krasnodar................................. 3:0  Jón Guðni Fjóluson var ekki í leik- mannahópi Krasnodar. Basel – Trabzonspor ................................ 2:0  Lokastaðan: Basel 13, Getafe 12, Kras- nodar 9, Trabzonspor 1. D-RIÐILL: LASK Linz – Sporting Lissabon ............ 3:0 PSV Eindhoven – Rosenborg.................. 1:1  Lokastaðan: LASK Linz 13, Sporting 12, PSV 8, Rosenborg 1. E-RIÐILL: CFR Cluj – Celtic..................................... 2:0 Rennes – Lazio ......................................... 2:0  Lokastaðan: Celtic 13, CFR Cluj 12, La- zio 6, Rennes 4. F-RIÐILL: Eintracht Frankfurt – Guimaraes.......... 2:3 Standard Liege – Arsenal ....................... 2:2  Lokastaðan: Arsenal 11, Eintracht 9, Standard Liege 8, Guimaraes 5. G-RIÐILL: Porto – Feyenoord ................................... 3:2 Rangers – Young Boys ............................ 1:1  Lokastaðan: Porto 10, Rangers 9, Young Boys 8, Feyenoord 5. H-RIÐILL: Espanyol – CSKA Moskva ...................... 0:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA og Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður á 78. mínútu. Ludogorets – Ferencváros...................... 1:1  Lokastaðan: Espanyol 11, Ludogorets 8, Ferencváros 7, CSKA Moskva 5. I-RIÐILL: Gent – Oleksandriya ................................ 2:1 Wolfsburg – Saint-Étienne ..................... 1:0  Lokastaðan: Gent 12, Wolfsburg 11, Sa- int-Étienne 4, Oleksandria 3. J-RIÐILL: Mönchengladbach – I. Basaksehir ......... 1:2 Roma – Wolfsberger ................................ 2:2  Lokastaðan: Istanbul Basaksehir 10, Roma 9, M’gladbach 8, Wolfsberger 5. K-RIÐILL: Slovan Bratislava – Braga....................... 2:4 Wolves – Besiktas .................................... 4:0  Lokastaðan: Braga 14, Wolves 13, Slovan Bratislava 4, Besiktas 3. L-RIÐILL: Partizan Belgrad – Astana..................... 4:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék í 85 mín- útur með Astana. Manchester Utd – AZ Alkmaar ............. 4:0  Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni vegna meiðsla.  Lokastaðan: Manchester United 13, AZ Alkmaar 9, Partizan Belgrad 8, Astana 3. KNATTSPYRNA Annað árið í röð er Arnór Ingvi Traustason kom- inn í 32ja liða úr- slit Evrópudeild- arinnar í knattspyrnu með sænska liðinu Malmö. Arnór og félagar mættu þar Chelsea í febrúar á þessu ári og á mánudag kemur í ljós hverjir mótherjar liðsins verða í febrúar 2020. Arnór Ingvi á drjúgan þátt í sigri Malmö í B-riðli keppninnar því liðið vann sætan útisigur á nágrönnum sínum FC Köbenhavn á fullum Par- ken-leikvanginum í dönsku höfuð- borginni í gærkvöld, 1:0, þar sem Arnór átti heiðurinn af sigurmark- inu. Eftir fyrirgjöf frá hægri kast- aði hann sér fram og skallaði að marki, boltinn hefði farið framhjá en fór í mótherja og af honum í net- ið. Þetta var hreinn úrslitaleikur liðanna um sæti í 32ja liða úrslit- unum en FCK slapp áfram því Dy- namo Kiev mistókst að vinna Lug- ano frá Sviss á heimavelli á sama tíma. Tvö efstu lið í hverjum riðli fara áfram en úrslit og lokastöður má sjá hér fyrir ofan. vs@mbl.is Arnór og Malmö end- urtóku leikinn Arnór Ingvi Traustason NOREGUR Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta var sjúk upplifun,“ sagði Skagamaðurinn Jóhannes Þór Harðarson, knattspyrnustjóri Start í Noregi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Start vann sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili eftir lygilega at- burðarás í umspili við Lilleström en síðari leikur liðanna fór fram á mið- vikudagskvöldið. Liðsmenn Start stöldruðu við í höfuðstaðnum Osló og fögnuðu úrvalsdeildarsætinu þar að leiknum loknum. Þegar blaðið spjallaði við Jóhannes í gær var hópurinn í rútu á leið heim til Kristiansand en þar beið þeirra móttaka til að fagna árangrinum sem náðst hefur. Start vann fyrri leikinn gegn Lilleström 2:1 á heimavelli. Lille- ström vann síðari leikinn 4:3 og Start komst því áfram á fleiri mörk- um skoruðum á útivelli. Segir það alls ekki alla söguna því Lilleström komst í 4:0 í síðari leiknum. „Þetta var eiginlega fáránlegt. Ramminn í kringum leikinn var mjög skemmtilegur. Margir stuðn- ingsmenn voru á leiknum frá báðum liðum og brjáluð stemning. Við vor- um jú í ágætri stöðu eftir fyrri leik- inn en í gær (á miðvikudag) þá skoruðu þeir á 2. mínútu og allt fór á hvolf. Þeir skoruðu annað fyrir hlé og þá varð auðvitað allt vitlaust hjá þeirra stuðningsmönnum. Þeir skoruðu þriðja og fjórða markið til- tölulega snemma í síðari hálfleik. Þá gerðum við breytingar sem heppn- uðust. Við höfðum sett upp ákveðnar áætlanir ef við þyrftum að skora á lokakaflanum eða ef við þyrftum að verjast. En 4:0 var ekki eitthvað sem við höfðum séð fyrir.“ Lilleström var í úrvalsdeild en fellur nú úr henni í fyrsta skipti í 45 ár. Mikil pressa var því á leik- mönnum liðsins og þegar niður- staðan lá fyrir varð allt gersamlega vitlaust hjá stuðningsmönnum liðs- ins. Leikmenn þurftu lögreglufylgd en í þeim hópi er Arnór Smárason, sveitungi Jóhannesar. Í fyrri leikn- um skynjaði Jóhannes að mótlæti færi illa í leikmenn Lilleström eftir slæmt gengi og fyrsta markið í síð- ari leiknum gaf von. Stöðva þurfti leikinn „Við vissum að tækist okkur að skora þá yrðu þeir brothættir. Sál- ræna hliðin hefur verið veik hjá þeim ef maður má orða það þannig enda höfðu þeir ekki unnið í síðustu ellefu eða tólf leikjum. Í fyrri leikn- um tækluðu þeir ekki mótlætið vel. Raunin varð sú að þegar við skor- uðum þá fylgdu tvö önnur á næstu fimm mínútum.“ Jóhannes spilaði sjálfur sem at- vinnumaður bæði í Hollandi og Nor- egi auk þess að leika Evrópuleiki með ÍA en segist ekki hafa kynnst öðru eins andrúmslofti og á mið- vikudagskvöldið. „Þegar staðan var orðin 4:3 þá trylltist lýðurinn. Flugeldum var skotið á loft og einhverjum bombum eða reyksprengjum var kastað inn á völlinn. Stöðva þurfti leikinn til að fjarlægja þetta og ýmislegt sem gekk á. Stemningin sem myndaðist í þessum tiltekna leik var mjög sér- stök. Ég hef aldrei kynnst öðru eins,“ sagði Jóhannes en stuðnings- menn Vålerenga létu sig ekki vanta. Mikill rígur er á milli Lilleström og Vålerenga. Komu stuðningsmenn Vålerenga því gagngert á leikinn til að styðja Start og sjá Lilleström fara niður. „Já, þeir voru þarna. Þegar staðan var 4:0 þá hraunuðu einhverjir þeirra yfir okkur og yfir- gáfu svæðið. Misstu því af öllu fjör- inu þegar við tryggðum okkur upp,“ sagði Jóhannes. Frábært tímabil Arons Aron Sigurðarson hefur leikið virkilega vel fyrir Start á tímabilinu og Jóhannes fer fögrum orðum um hans frammistöðu en Aron virtist ekki vera inni í myndinni hjá for- vera Jóhannesar. „Aron hefur verið algerlega frá- bær og á stóran þátt í þessum ár- angri. Hann fékk lítið að spila undir lok síðasta tímabils og ekki heldur á undirbúningstímabilinu en svo blómstraði hann þegar hann fékk að spila. Hann hefur verið frábær í gegnum allt tímabilið,“ sagði Jó- hannes en Aron er samningsbund- inn Start sem og Guðmundur Andri Tryggvason sem í sumar var lán- aður til Víkings. „Eins og staðan er núna þá á ég von á þeim báðum á æfingar eftir jólafríið. Það verður spennandi að sjá hvernig það þróast hjá Guðmundi. Frammistaða Arons hefur gert það að verkum að lið hafa sýnt honum áhuga sem er ósköp eðlilegt.“ „Hef aldrei kynnst öðru eins“  Jóhannes og Aron léku nánast eftir Hollywood-handriti í umspilinu í Noregi  Unnu sig upp í úrvalsdeild eftir lygilega atburðarás  Allt brjálað á pöllunum Ljósmynd/Start/Tobias Svensson Ótrúlegt Jóhannes Harðarson fagnar með sínum mönnum eftir að Start tryggði sér úrvalsdeildarsætið í fyrrakvöld. Spretthlauparinn Tiana Ósk Whit- worth setti nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi utanhúss á skólamóti í San Diego í Bandaríkjunum þegar hún hljóp vegalengdina á 7,64 sekúndum. Hún sló þar met Hafdísar Sigurð- ardóttur frá árinu 2013 en það var 7,68 sekúndur. Tinna og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eiga saman Ís- landsmetið innanhúss í greininni en það er 7,47 sekúndur. Áður hafa Sunna Gestsdóttir, Svanhildur Krist- jónsdóttir, Svafa Grönfeldt og Sigrún Helga Hólm hlaupið 60 metra utan- húss undir 8 sekúndum. Tiana sló sex ára met í San Diego Ljósmynd/ÍSÍ Methafi ÍR-ingurinn Tiana Ósk Whitworth er ein sú fljótasta. Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson fóru á kost- um þegar lið þeirra Kristianstad vann fjögurra marka heimasigur gegn Helsingborg í sænsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær. Leiknum lauk með 29:25-sigri Kristianstad en Íslendingarnir skoruðu báðir 9 mörk hvor fyrir Kristianstad sem fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 24 stig. Liðið er með jafn mörg stig og Ystads sem er í þriðja sætinu með 18 stig en Kristianstad á tvo leiki til góða á Ystads. bjarnih@mbl.is Íslendingarnir fóru á kostum Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Ólafur Guðmundsson fór fyrir sínu liði gegn Helsingborg. Íslenska karlalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í undankeppninni fyrir Vetrarólympíuleikana í gær og vann öruggan sigur á Asíuríkinu Kirg- istan í miklum markaleik. Ísland sigraði 9:4 en þjóðirnar eru með Ísr- ael og Rúmeníu í riðli sem leikinn er í Brasov í Rúmeníu. Ólafur Hrafn Björnsson var at- kvæðamikill og skoraði fjögur mörk fyrir Ísland en hann kom liðinu á bragðið með marki strax í upphafi leiks. Hafþór Sigrúnarson skoraði tvívegis og þeir Egill Birgisson, Jó- hann Leifsson og Heiðar Kristveig- arson gerðu sitt markið hver. Miðað við árangur þjóðanna á HM á undanförnum árum ættu heima- menn að vera sigurstranglegastir í riðlinum og undirstrikuðu það með því að rótbursta Ísrael 15:0 í gær. Leikur Íslands og Kirgistan markaði þáttaskil því Ingvar Þór Jónsson fyrirliði var ekki leikfær. Er það fyrsti A-landsleikurinn sem Ingvar missir af frá því A-landsliðið var sett á laggirnar árið 1999. Ingv- ar missti því ekki úr landsleik í tvo áratugi sem er með ólíkindum. Í fjarveru hans var Róbert Freyr Pálsson fyrirliði Íslands og sá fyrsti fyrir utan Ingvar til að fara fyrir ís- lenska landsliðinu í fjöldamörg ár. „Okkur gekk vel að opna þá en þeir eru góðir margir hverjir. Geta spilað hratt og skoruðu fjögur mörk. En við fengum hins vegar mikið pláss og áttum að vinna þennan leik eins og við gerðum,“ sagði Ólafur Hrafn Björnsson meðal annars í samtali við mbl.is í gær. Liðið sem vinnur riðilinn heldur áfram á næsta stig undankeppn- innar og fer þá í sterkari riðil. kris@mbl.is Níu mörk skoruð í fyrsta leik Morgunblaðið/Ómar 4 Ólafur Hrafn Björnsson var mark- sækinn gegn Kirgistan í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.