Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ● Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,4% á milli mánaða. Spá bankans er 0,1% lægri en í síðustu spá frá nóvember. Hagstofan mun birta desem- bermælingu VNV 19. desember. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga minnka úr 2,7% í 2,3%. Bankinn gerir ráð fyrir hækkun á flugfargjöldum til útlanda á milli mánaða sem og m.v. desem- bermánuð í fyrra. Þá býst deildin við að reiknuð húsaleiga hækki um 0,5% á milli mánaða. Samkvæmt verðkönnum hækkar árs- hækkun því um 0,3% og í 3,3%. Samkvæmt verðkönnun bank- ans hefur verð á bensíni og dísilolíu lækkað á milli mánaða, og farið lækkandi síðan í maí. Vegur það þungt í nýrri spá ásamt styrkingu krónu í desember. Spá því að verðbólga muni minnka Verðbólga Olíu- verð lækkar. BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tek- ið í notkun nýjan eftirlitshugbúnað, Scila Surveillance, og mun hann sinna markaðseftirliti í þeim til- gangi að sporna við markaðsmis- notkun og innherjaviðskiptum. Hugbúnaðurinn sem fylgist með mörkuðum í rauntíma er frá sænska fyrirtækinu Scila AB sem starfrækt er í Stokkhólmi og sér- hæfir sig í gerð eftirlitshugbún- aðar. „Við seljum hugbúnaðinn okkar til eftirlitsaðila, kauphalla og ýmissa aðila á fjármálamarkaði svo sem banka,“ segir Lars Gräns, sölustjóri Scila, og bætir við að fyrirtækið sinni nú um 50 við- skiptavinum í um 20 löndum. Sjálfvirk greining „Kerfið tengist svokölluðum frumkerfum sem framleiða gögn eins og kauphallirnar. Þannig fáum við upplýsingar um öll viðskipti sem eiga sér stað og í ýmsum til- vikum tengjumst við fleiri kerfum í einu til að mynda fleiri kauphöllum. Við tökum þessi gögn og keyrum þau í gegnum algrím sem kort- leggja hreyfingar á markaði. Við erum með um hundrað algrím sem greina markaðshegðun sem getur gefið vísbendingar um innherjavið- skipti, markaðsmisnotkun eða sýndarviðskipti (e. layering/spoof- ing),“ útskýrir Gräns. Þegar kerfið greinir óeðlilega hegðun á markaði sendir það frá sér tilkynningu til notandans sem þá getur séð tilefni til þess að rann- saka málið frekar, að sögn Gräns. Sé ástæða til þess að hefja skoðun er stofnuð málaskrá og safnast þau gögn sem tengjast umræddu máli í hana og er hún aðgengileg fyrir þá starfsmenn sem sinna umræddu eftirliti, sem um sinn auðveldar samskipti innan og milli deilda. Persónuvernd tryggð Spurður hvernig sé tryggt að hugbúnaðurinn uppfylli ströng per- sónuverndarskilyrði laga, svarar Gräns að flestir eftirlitsaðilar, eins og í tilfelli FME, hýsi hugbúnaðinn í eigin kerfum og að fyrirtækið hafi ekki aðgang að þeim. „Það eru til- felli þar sem við hýsum eftirlits- kerfið fyrir viðskiptavin, en þá liggja fyrir samningar sem varða meðal annars skilyrði GDPR (per- sónuverndartilskipun ESB).“ „Fjármálaeftirlitið hefur í nokk- urn tíma verið að skoða að fá svona kerfi og var farið í útboð sem lauk sumarið 2018 og síðan þá hefur átt sér stað mikil vinna við að innleiða kerfið frá Scila. Það er síðan nýlega sem við innleiddum það að fullu,“ segir Páll Friðriksson, fram- kvæmdastjóri markaða og við- skiptahátta hjá Fjármálaeftirlitinu. Nýttu heimasmíðuð tól „Öll fjármálafyrirtæki sem fram- kvæma viðskipti með fjármálagern- inga sem eru í viðskiptum í kaup- höllinni þurfa að tilkynna þau til okkar. Þetta er töluvert mikið af gögnum sem fara inn í kerfið. Við erum að fá á hverjum degi mörg hundruð eða jafnvel yfir þúsund færslur. Það er mjög erfitt að nýta þessi gögn nema maður hafi kerfi sem greinir gögnin á kerfisbundinn hátt og getur með sjálfvirkum hætti látið okkur vita ef einhver viðskipti virðast grunsamleg eða óeðlileg með einhverjum hætti,“ segir Páll. „Þetta breytir töluverðu fyrir okkur, við höfum ekki haft neitt sambærilegt kerfi,“ svarar hann er blaðamaður spyr hvort hugbúnað- urinn muni hafa mikil áhrif á eft- irlit stofnunarinnar. Páll segir að Fjármálaeftirlitið hafi til þessa stuðst við heimasmíðuð tól til þess að greina þau gögn sem berast. Viðskiptagögn hafa meðal annars verið færð inn í excel til greiningar á mögulegum markaðssvikum. Í nýja kerfinu er þó ekki aðeins stuðst við tilkynningar heldur einn- ig upplýsingar um viðskipti frá Kauphöllinni sem og tilboðsbækur, fréttastrauma og innherjalista. „Hérna erum við komin á allt ann- an stað. Við erum komin með öflugt kerfi sem greinir með sjálfvirkum hætti og […] erum komin með miklu betra tæki.“ Hugbúnaður eflir starf FME Morgunblaðið/Styrmir Kári Sjálfvirkni FME hefur tekið í gagnið sænskan hugbúnað sem mun greina háttsemi aðila á verðbréfamarkaði. Ferlið tók 18 mánuði » Í apríl 2018 hóf FME útboðs- ferli vegna verðbréfaeftirlits- kerfis. Í ársskýrlu FME 2019 segir að „markmiðið með út- boðinu var að kaupa hugbúnað sem merkir á sjálfvirkan hátt grunsamleg viðskipti á mark- aði, aðstoðar við greiningu á viðskiptagögnum og getur haldið utan um mál í rann- sókn“. » Þegar útboðinu lauk var gengið frá samningum við Scila AB og var gert ráð fyrir því að kerfið yrði tekið í notkun á öðrum fjórðungi þessa árs, en það kom í gagnið í október. » Kerfið er talið auðvelda Fjár- málaeftirlitinu að greina hvers kyns markaðsmisnotkun og innherjasvik á íslenska verð- bréfamarkaðnum.  Fyrsta kerfi sinnar tegundar við eftirlit hér á landi  Um hundrað algrím greina viðskiptahætti á markaði til að greina markaðssvik  Talið hafa í för með sér töluverðar breytingar á eftirlitsstarfi FME Páll FriðrikssonLars Gräns Ómissandi á veisluborðið Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland búðir, Samkaup Kjörbúðir, Samkaup Krambúðir,Melabúðin, Nettó verslanir út um land allt. Reyktur og lax DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.