Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ✝ Árni MarHaraldsson fæddist í Reykja- vík hinn 18. jan- úar 1979. Hann lést 2. desember 2019. Foreldrar hans eru Har- aldur Ragn- arsson, f. 18. maí 1962, d. 3. janúar 2018, og Kristín Þóra Sigurðardóttir, f. 2. júlí 1963. Systkini Árna Mars eru 1) Ívar Örn, f. 1985, eiginkona hans er Lára Björk Bragadótt- ir, f. 1988. Þau eiga tvö börn, Emblu, f. 2015, og Harald Braga, f. 2017. 2) Sigurður Ragnar, f. 1987, unnusta hans er Margrét Eva grímur Bragi Steinarsson, f. 23. júlí 1996. Eftirlifandi unnusta Árna Mars er Ágústa Sigurlaug Guð- jónsdóttir, f. 10. júní 1976. Dætur Ágústu og stjúpdætur Árna Mars eru Emma Ósk, f. 2011, og Sunna Karen, f. 2013. Árni Mar ólst upp í Hafnar- firði og gekk í Öldutúnsskóla og Setbergsskóla. Hann kláraði stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands og lagði stund á viðskiptafræði- nám í fjarnámi við New York Institute of Technology. Árni Mar vann við smíðar frá unga aldri með föður sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann lærði einkaþjálfun og starfaði sem slíkur um árabil samhliða smíðunum. Síðustu fimm ár starfaði hann einnig sem deildarstjóri fasteignadeildar Símans. Árni Mar verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 13. desember 2019, og hefst athöfnin klukk- an 13. Einarsdóttir, f. 1988. Þau eiga tvö börn, Kristínu Eme- líu, f. 2009, og Hlyn Dór, f. 2011. 3) Arnór Gauti, f. 1998. Maki hans er Vífill Harðarson, f. 1998. 4) Salóme Kristín, f. 2004. Maki hennar er Patrik Snæland Rúnarsson, f. 2004. Synir Árna Mars og Re- bekku Guðleifsdóttur eru Bjarki Freyr, f. 26. maí 1998, og Haukur Smári, f. 19. nóv- ember 1999. Synir Árna Mars og Ragn- heiðar Arngrímsdóttur eru Kristinn Logi, f. 29. apríl 2003, og Alexander Hrafn, f. 25. júní 2006. Stjúpsonur Árna er Arn- Elsku hjartans Árni Mar minn. Ég veit ekki hvernig ég á að byrja að skrifa til þín og kveðja þig. Þetta er svo óraunverulegt og við nýlega búin að kveðja pabba þinn. Ég vildi að ég hefði knúsað þig aðeins fastar og að- eins lengur þegar ég kvaddi þig fyrir helgina og þakkaði þér fyrir hjálpina heima hjá mér eftir framkvæmdir. Það var ekki sjálfgefið að við pabbi þinn eignuðumst svona góðan og dásamlegan dreng að- eins 15 og 16 ára gömul. Þú varst alltaf svo góður vinur okkar. Þú varst líka svo góður við alla sem þú hittir á þinni lífsleið. Vildir allt fyrir alla gera og gerðir það. Dugnaðurinn í þér og hvað þú varst klár, það var alveg sama hvað var, þú reddaðir öllu. Held að það eina sem þú varst ekkert sérstaklega góður í hafi verið karíókí eins og pabbi þinn en samt höfðuð þið báðir mjög gam- an af því og voruð yfirleitt fyrstir á svið. Birnu vinkonu dreymdi í nótt að pabbi þinn væri kominn í bún- ing eins og hann var frægur fyrir og búinn að setja upp gráa hár- kollu, axlabönd og í bláköflóttri skyrtu, tilbúinn að taka á móti þér. Það er huggun harmi gegn að hann, amma þín og afar taka á móti þér og þið eigið eftir að bralla margt saman í sumarland- inu, veiða, byggja hús og fleira. Við fjölskyldan höldum vel hvert utan um annað og yljum okkur við góðar minningar og reynum að komast saman í gegn- um sorgina. Ástar- og saknaðarkveðjur elsku Árni Mar minn. Þín mamma. Það eru ekki einfaldar tilfinn- ingarnar sem ég finn fyrir þessa dagana, en þakklæti er mér of- arlega í huga þegar ég hugsa til Árna Mars, pabba drengjanna minna, fyrrverandi eiginmanns og vinar. Ég er þakklát fyrir drengina okkar, Arngrím Braga, sem Árni ól upp með mér frá fimm ára aldri, Kristin Loga, sem fæddist nokkrum vikum fyrir tímann og leyfði okkur að hafa mjög mikið fyrir sér fyrstu árin með enda- lausri orku, spurningaflóði, orð- heppni sinni og ferðum á slysó, og Alexander Hrafn, ungann okkar mjúka sem er svo líkur pabba sín- um á margan hátt, rólegur, yfir- vegaður og skarpur. Leiðir okkar skildi árið 2015 og okkur tókst ekki að gera það á góðan hátt en fyrir rúmu ári náð- um við að fá ráðgjöf og leiðbein- ingar varðandi drengina okkar og hvernig við gætum verið sam- stiga sem foreldrar. Við náðum að byggja aftur upp vináttu, áttum góðar stundir saman í sumar og haust við að koma nýju heimili mínu og drengjanna okkar í stand, rifja upp fyndin atvik frá uppvaxtarár- um þeirra og hlæja saman. Síð- ustu stundir okkar allra með Árna voru fyrir nokkrum dögum þegar hann kom á tónleika þar sem Kristinn Logi spilaði á saxó- fóninn sinn. Ég er þakklát Árna fyrir að leggja inn nýjar góðar minningar og fyrir að hafa endalausa trú á mér sem mömmu, en leið yfir að geta ekki deilt með honum stolti og gleði yfir flottu strákunum okkar áfram. Þetta verður öðru- vísi án hans þar sem við tvö vor- um þeirra stærsti aðdáendahóp- ur en þakklát fyrir alla sem við eigum að. Ef við fengjum að hitta hann einu sinni enn myndum við segja við hann: Við munum ávallt geyma þig í hjarta okkar og huga, halda góðu stundunum okkar lif- andi og óskum þess að þú hafir fundið frið. Alexander Hrafn myndi líka segja honum að hann sakni hans af öllu hjarta og segja við hann: ég elska þig pabbi. Alltaf elskaður, aldrei gleymd- ur. Ragnheiður, Arngrímur Bragi, Kristinn Logi og Alexander Hrafn. Með sorg í hjarta kveðjum við í dag yndislegan dreng, Árna Mar Haraldsson. Frá fyrstu kynnum af Árna okkar fundum við þessa góðu nærveru sem hann hafði. Við nán- ari kynni var hann alltaf að gefa af sér, hlýr í samskiptum, hjálp- samur, skemmtilegur, gott að tala við hann og vera í návist hans. Hann hugsaði vel um ástina sína hana Ágústu og stelpurnar hennar þær Emmu og Sunnu. Hann var hlýr og góður og stelp- urnar voru mjög hændar að hon- um Árni hafði stórt hjarta og hugsaði vel um fólkið sitt. Hann sýndi fólki áhuga og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við ýmislegt enda mjög fær iðnaðar- maður, hvort sem það var smíði, múrvinna eða flísalögn, hann kunni skil á öllu þessu. Enn erum við ekki búin að meðtaka að elsku Árni okkar sé farinn. En við eigum góðar minn- ingar um yndislegan mann sem hafði bætandi áhrif á alla og erum þakklát fyrir árin sem við áttum með honum. Við biðjum góðan Guð um styrk og von til allra sem eiga um sárt að binda við fráfall Árna og sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Ágústu okkar, til sona hans og til Kristínar og fjöl- skyldu. Minning um góðan dreng og vin lifir í hugum okkar allra. Guðjón, Guðrún, Ragnheið- ur og Eyrún og fjölskyldur. Þegar við hittumst fyrst fann ég strax að þú varst hlaðinn gæð- um á mörgum sviðum. Ekki nema tvítugur varstu að þjálfa í Hress og hafðir 100% tök á því sem þú varst að vinna við. Þú hélst mér við efnið og ég náði árangri sem ég hefði aldrei náð nema fyrir það hvað þú varst áræðinn í þínu starfi. Leiðir skildi úr ræktinni en við héldum áfram að vera í sam- bandi. Ekki leið á löngu þar til þú fórst að vinna við smíðar, enda fékkstu það í vöggugjöf að vinna við það erfiðasta sem smiðir reyna við, að steypa upp bygg- ingar. Aftur sýndir þú hversu glæsilega allt lék í höndunum á þér, allt upp á 10! Fyrirtækið Síminn fékk þig til að sjá um verklegar framkvæmdir. Þú lyft- ir grettistaki þar og sýndir enn og aftur hvers þú ert megnugur. Þú hélst á þessu öllu og sýndir okkur hinum hversu flottur þú varst í öllu sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Við stunduðum veiðar saman og alltaf varst þú með 10 sinnum fleiri gæsir, rjúpur, tófur eða hvað sem við stunduðum veiðar á. Fyrir utan eitt skipti á Skarf ;). Ég hefði ekki trúað að þú mundir fara svona snemma. Þakklætið er mér efst í huga. Þakklætið fyrir að hafa kynnst þér og átt þig fyrir vin. Dugnaður og góðmennska voru þér í blóð borin. Allir vinir sem leituðu til þín og þurftu á hjálp komu ekki að tómum kofunum. Þú vildi allt gera til að leggja lóð á vogarskál- ina í von um að geta aðstoðað eða hjálpað, eins og sannur vinur ger- ir. Þú varst dulur á þína líðan. Ég mun sakna þín og varðveita minn- inguna um góðan félaga og vin. Elsku Ágústa og fjölskylda, Kristín og fjölskylda, synir Árna og fjölskyldur þeirra. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Björgvin Sigmar Stefánsson. Árni Mar er fallinn frá. Þetta er eitthvað svo óraunverulegt. Drengurinn sem var alltaf í góðu skapi og vildi allt fyrir alla gera er ekki lengur meðal okkar. Árna kynntist ég þegar fram- kvæmdagleðin hafði borið mig of- urliði í húsinu mínu og mig bráð- vantaði hjálp við að byggja upp á nýtt það sem ég hafði rifið niður. Árni mætti á staðinn og gekk í verkið eins og honum einum var lagið, engin vandamál, bara lausnir og fyrr en varði var húsið orðið búsetuhæft. Með okkur tók- ust góð kynni og þar eignaðist ég góðan vin. Það var ekki langt að sækja sameiginleg áhugamál eins og snjósleða og skotveiði og ræddum við oft lengi um þessi áhugamál. Nokkrum árum síðar náði ég að plata Árna í vinnu hjá Símanum þar sem hann sá um öll fasteignamál fyrirtækisins með bravör. Eftir Árna liggja mörg verk hjá Símanum eins og end- urbygging á öllum verslunum Símans, ótal breytingar innan- húss og ómetanleg aðstoð við starfsmenn við alls konar fram- kvæmdir. Öll hans verk voru unn- in af fagmennsku og umfram allt fljótt og vel. Árni var mjög lausn- armiðaður og hann gekk í öll verk fljótt og vel. Hann var sannkall- aður „doer“ og duglegri mann var ekki hægt að finna. Hjá Símanum unnum við hlið við hlið í mörg ár og kynntist ég honum þar enn betur. Góða skapið og jákvæðnin var alltaf innan seilingar og það voru ófáir brandararnir sem hann sagði, reyndar mátti ekki segja stelpunum þá alla en oft fór það þó svo að þær heyrðu og höfðu einnig gaman af. Með Árna fór ég marga vél- sleðatúra sem voru eftirminnileg- ir. Við vorum m.a. á fullu að skipuleggja hvað við ættum að fara í vetur nokkrum dögum fyrir fráfall hans. En því miður verða vélsleðatúrarnir með Árna ekki fleiri í þetta skiptið. Einnig verð ég að nefna áhorf á fótboltaleiki en að sjálfsögðu höldum við Árni með aðalliðinu í enska boltanum, Liverpool. Ástríðan skein oft í gegn og það var stutt í stríðnina þegar erkifjendunum gekk ekki eins vel og okkur Liverpool- mönnunum gengur þessa dagana. En það var líka allt vel meint. Með Árna er farinn mætur drengur og góður félagi. Mikið sakna ég þess að geta ekki hitt hann aftur og notið félagsskapar hans og nærveru. Vonandi sjá- umst við aftur á öðrum stað. Fyrir hönd okkar Krissu og vinnufélaga okkar hjá Símanum votta ég strákunum hans, Ágústu og dætrum, Stínu, systkinum og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Megi guð vera með ykkur. Kristján Jónsson. Árni Mar Haraldsson✝ Helgi BrynjarÞórisson fædd- ist á Akureyri 19. janúar 1942. Hann lést á Landspítal- anum 18. nóv- ember 2019. For- eldrar hans voru Dýrleif Sigur- björnsdóttir frá Grímsey og Þórir Guðjónsson frá Finnastöðum í Eyjafirði. Margrét alsystir Helga lifir bróður sinn. Eiginkona Helga var Sonja Lúðvígs, fyrrverandi kaup- maður. Þau gengu í hjónaband 4. nóvember 1969 og áttu því gullbrúðkaup tveimur vikum áður en Helgi lést. Börn þeirra Sonju eru þrjú: Anna María, Andrea og Ómar Sig- urður. Barnabörnin eru Karit- as, Ísak Helgi og Elín Ylfa. Barnabarnabörnin eru Alex- andra og Lúkas. Helgi ólst upp á Akureyri, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og seinna prófi sem matreiðslu- maður. Hann fékkst á ævinni við margvísleg störf; var lengi krana- maður við virkj- anir á hálendinu, var sendi- ferðabílstjóri á eigin bíl í Reykjavík um langt árabil. Hann starfaði síðast í mörg ár sem birgðavörður á Borgarspít- alanum, bæði á lager og í apó- teki. Helgi var stuðningsmaður KA, Knattspyrnufélags Akur- eyrar, og tók ævinlega þátt í KA-klúbbnum. Útför Helga fer fram frá Neskirkju í dag, 13. desember 2019, klukkan 13. Fyrst kynntumst við á til- raunadagheimilinu Ósi við Dugguvog. Þar var dóttir þeirra Sonju Andrea og strákarnir okk- ar Nínu Benni og Gestur. Svo urðu það hestar sem tengdu okk- ur saman, síðan margvísleg verk- efni og skemmtun, einkum ódýr- ar heimagerðar skemmtanir. Helgi var allra manna greiðvikn- astur. Þegar þurfti að flytja fyrst af Brekkustíg á Holtsgötu, svo þaðan í Drápuhlíð og svo seinna í Ártúnsblett og austur á Eyrar- bakka þá var Helgi þar að flytja, bera, mála, tengja og setja í sam- band. Þegar það þurfti að und- irbúa veislur eða jól þá var Helgi þar að hátta rjúpurnar og gera þeim til góða. Þegar þurfti að sækja kjöt af heimaslátruðu út á land þá mætti hann og við keyrð- um saman náttlangt. Þá var margt rætt, til dæmis hestar. Við fórum saman á landsmót hesta- manna í Skógarhólum 1978 og horfðum stóreygir að ekki sé meira sagt á Náttfara frá Ytra- Dalsgerði liggja flatan á skeiði. Um það var oft rætt mikið og lengi með viðeigandi hlátrum, kumri og gleði. Þegar við urðum matarlaus og veðurteppt að drep- ast úr kulda í hestaferð uppi á Kaldadal þá ók bíll framhjá okk- ur og ég lét bílstjórann hafa miða með símanúmeri Helga og Sonju. Ótrúlega skömmu seinna kom rauður sendiferðabíll með mat, föt og lífsvökva. Helgi og Sonja. Helgi Þórisson var allra manna skemmtilegastur. Á löngum ferðum okkar sagði hann sögur úr Grímsey en ég af Fells- ströndinni. Endaði með því að okkur fannst báðum að við þekkt- um þessi pláss utan að og mund- um ekki alveg hvor okkar var frá Grímsey og hvor af Fellsströnd- inni. Hitt man ég hvað okkur fannst báðum að við værum of- boðslega skemmtilegir. Þegar sögurnar þraut var sungið; er ekki viss um að við hefðum verið teknir í Metrópólitan en tilþrifin voru gríðarleg. Ekki síst var það fyrsta plata Megasar sem varð fyrir barðinu á þessum geigvæn- legu hljóðum. Sumir gagnrýn- endur hefðu kannski talað um óhljóð; skilningslausir á inntakið sem var gleðin. Stuðið. Aðallega voru það samt hestarnir. Venus og Perla og Stóri-Blesi sem Sonja átti. Þvílíkt fólk, þvílíkir hestar. Og krakkarnir þeirra Sonju: Andrea snemma skýr blandaði sér í umræður og vildi tafarlaus svör: Ertu hommonisti Svavar? og Ómar lagði gjörva hönd á margt, til dæmis minkabú í Flóanum sem hann vildi opna eins og eðli- legt var fyrir innilokuðum dýrun- um. Svavar Gestsson. Helgi Þórisson Yfir bænum heima mun bláfuglinn sveima á morgun, – þú mátt treysta því. Og á vanga þína mun vorsólin skína á morgun, – gegn um gullin ský ... Og um kollinn þinn mjúka mun kvöldsólin strjúka á morgun, – hugulsöm og hlý. (Jónas Árnason) Kvöldsólin er búin að strjúka vanga þinn í síðasta sinn og leiða þig inn í morgunroðann. Það var enn bjartur dagur þeg- ar við réðumst til uppgöngu upp á fjall og komumst alla leið. Þá var hoppað hátt og mikið glaðst. Þeir voru margir björtu dagarnir sem við áttum saman sumar eftir sum- ar þegar ég fékk ömmudrenginn minn í sumarheimsókn. Hug- Sigmar Örn Pétursson ✝ Sigmar ÖrnPétursson fæddist 6. nóv- ember 1982. Hann lést 18. nóvember 2019. Útför hans fór fram 2. desember 2019. myndaflugið og framkvæmdasemin fór oft á flug og ekki skemmdi að hafa frænku þína hana Ástu Sóleyju með í uppátækjunum. Nú þegar jólin nálgast minnir skreytingin á jólatrénu á sig. Ég var búin að skreyta tréð þegar þið Ásta komuð að sunnan. Þið horfðuð gáttuð á jólatréð og spurðuð hvort það ætti ekkert að skreyta þetta tré! Það var ekki beðið með framkvæmdir, eftir smástund sást ekki í grænan lit og tvö börn yfir sig ánægð. En lífið er ekki eintómt sólskin, hjá þér voru djúpir skuggar margra ára veikinda og enda- lausrar baráttu. Nú er því stríði lokið og ekki fleiri heimsóknir í nýrnaskiljuna þar sem frábærar konur snerust um þig. En bláfugl- inn okkar mun sveima yfir börn- unum þínum og vorsólin birtist á ný. Þú mátt treysta því. Koss á kinn og ein strákasaga sem þú einn átt. Takk fyrir allt elsku Sig- mar minn. Ásta amma og afi þinn Sigmar. Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.