Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is GOTT VERÐ ALLA DAGA Úlpukápa kr. 16.990 Jakki kr. 7.990 Gerið verðsamanburð Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær á samfélagsmiðl- inum Twitter að Bandaríkin væru komin á fremsta hlunn með að ná fram viðunandi lausn á tolladeilum sínum við Kína. Sagði Trump í tísti sínu að samkomulagið yrði stórt og að bæði ríki vildu ná fram samkomu- lagi. Markaðir vestanhafs tóku nokk- urn kipp upp á við eftir tilkynningu forsetans. Nýir tollar á milli ríkjanna eiga að taka gildi á sunnudaginn, og sagði viðskiptaráðuneyti Kína að ríkin ættu í stöðugum samskiptum vegna þess tímafrests. Samkvæmt heimild- um Wall Street Journal hafa Banda- ríkjamenn boðist til að hætta við þessa nýjustu tollahækkun, en hún nemur um 15% á fjölda vinsælla kín- verskra neysluvara á Bandaríkja- markaði, þar á meðal raftæki og föt. Þá verði fyrri tollar sem lagðir hafa verið á í tollastríði ríkjanna lækkað- ir, en innflutningsverðmæti þeirra vara sem þar eru undir eru metnir á um 380 milljarða bandaríkjadala. Ekki er hins vegar ljóst hvað Bandaríkjastjórn fái í staðinn, náist samkomulag á milli ríkjanna. Talið er líklegt að kínversk stjórnvöld muni einnig hætta við fyrirhugaðar hækkanir sínar, en þau höfðu hótað því að mæta hækkunum Bandaríkj- anna með 25% tolli á bandarískar bifreiðar og 5% tolli á varahluti í bíla. Trump hefur lýst því yfir að lang- tímamarkmið sitt sé að fá aukinn að- gang fyrir bandarískar vörur á Kína- markaði, auk þess sem kínversk stjórnvöld eigi að láta af mismunun sinni gegn erlendum fjárfestum. Þá vill Trump að Kínverjar virði alþjóð- leg hugverkaréttindi. Talið er hins vegar að Bandaríkja- stjórn muni sætta sig við í „fyrsta fasa“ samkomulagsins að Kínverjar skuldbindi sig til að kaupa meira af bandarískum landbúnaðarvörum, áður en rætt verður um frekari íviln- anir af þeirra hálfu. Segir lausnina í sjónmáli  Trump segir Bandaríkin á barmi samkomulags við Kína í tollastríði ríkjanna AFP Bandaríkin Trump lýsti því yfir að samkomulag við Kína væri í nánd. Kosið var í Bretlandi í gær, og bentu síðustu skoð- anakannanir til þess að mjótt gæti orðið á mununum. Skipti því öllu máli fyrir flokkana að fá kjósendur sína á kjörstað með öllum ráðum, og létu þessir tveir kjós- endur í Chiddingstone Hoath í suðausturhluta Eng- lands ekki deigan síga, heldur fóru með fákum fráum til þess að láta sína lýðræðislegu rödd heyrast. Ekki fylgdi þó sögunni hvert atkvæði knapanna lentu. AFP Haldið á kjörstað með öllum ráðum Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma og frið- arverðlaunahafi Nóbels, hvatti Alþjóðadómstól- inn í Haag í gær til þess að vísa frá kærumálinu á hendur Búrma vegna meintra ofsókna yfir- valda þar gegn Róhingjum. Sagði Suu Kyi að málið gæti kveikt á ný undir krísunni sem varð til þess að nærri 750.000 Róhingjar hröktust frá heimkynnum sínum á árunum 2016-2017 og „grafið undan“ því sáttaferli sem nú þegar væri hafið. Stjórnvöld í Búrma eru sökuð um að hafa staðið að þjóðarmorði á Róhingjum, og kærðu stjórnvöld í Afríkuríkinu Gambíu málið til dómstólsins. Hafa þau óskað eftir því að dómstóllinn kveði á um neyðarúrræði til þess að koma í veg fyrir frekara ofbeldi gagnvart þjóðflokki Róhingja, en talið er að það geti tekið marga mánuði áður en dómstóllinn kemst að niður- stöðu. Segir dómsmál ógna sáttaferlinu Aung San Suu Kyi BÚRMA Kvikmyndaframleiðandinn Har- vey Weinstein náði í gær sáttum í skaðabótamáli sem höfðað var á hendur honum af um þrjátíu af þeim fjölmörgu leikkonum og fyrrverandi starfsfólki Weinsteins sem hafa sakað hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Munu sækjendur málsins deila 25 milljónum bandaríkjadala sín á milli. Weinstein mun ekki þurfa að viðurkenna sök í málinu eða borga skaðabæturnar sjálfur, heldur munu þær koma frá tryggingafélögum sem tryggðu framleiðslufyrirtæki hans, sem nú er gjaldþrota. Weinstein er þó ekki laus allra mála, heldur bíður hans opinbert sakamál í janúar, sem gæti lyktað með því að hann yrði dæmdur í fangelsi fyrir lífs- tíð. Þarf ekki að viður- kenna sekt sína BANDARÍKIN Hellamálverk sem fannst í helli í Indónesíu fyrir tveimur árum gæti verið elsta varðveitta listaverk heimsins, samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í tímaritinu Nature á miðvikudaginn. Er hellamálverkið talið vera um 44.000 ára gamalt. Málverkið er um 4,5 metrar á lengd og sýnir veiðimenn með spjót og reipi elta villt dýr. Vísindamenn við Griffith-háskólann í Ástralíu segja að aldursgreining sýni að verkið sé að minnsta kosti 43.900 ára gamalt. Fjöldi hella er á Indónesíu og finnast þar reglulega forsögu- legar minjar. Veiðimennirnir sem sýndir eru í hellamálverkinu eru í mörgum til- fellum málaðir með dýrahöfuð, og segja vísindamennirnir það vera mögulega vísbendingu um að verkin tengist þjóðsögum eða jafnvel trúar- brögðum þeirra sem gerðu verkið. Listaverkið sé því ekki eingöngu elsta málverkið, heldur einnig elsta vísbendingin um þróun frásagn- argáfu, sem gjarnan er litið á sem lokastig þróunar tungumáls. Elsta þekkta listaverkið fannst í helli í Indónesíu AFP Hellamálverk Þetta listaverk er talið um 44.000 ára gamalt. Átta af þeim tuttugu sem danska lögreglan handtók í fyrradag voru ákærðir í gær vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að fremja hryðju- verk. Hinum tólf var sleppt án ákæru. Af þeim sem enn eru í haldi lög- reglunnar eru sex karlmenn og tvær konur. Þrír af hinum ákærðu eru sakaðir um að hafa ætlað að fram- leiða eina eða fleiri sprengjur með sprengiefninu TATP, en ekki er tek- ið fram í ákærunni hvar hópurinn hugðist gera árás. Hin fimm eru ákærð fyrir að hafa reynt að verða sér úti um byssur, hljóðdeyfa og skotfæri til þess að fremja hryðjuverk. Í dönskum fjölmiðlum í gær kom fram að einn hinna ákærðu hefði ná- in tengsl við danska vígamenn, sem börðust fyrir Ríki íslams í Sýrlandi. Þá voru tveir aðrir úr hópnum einnig handteknir í apríl síðastliðnum og færðir í fangelsi fyrir íkveikju. Átta ákærð- ir vegna hryðjuverka  Tvær konur meðal hinna grunuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.