Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ✝ Ásbjörn Jóns-son fæddist í Keflavík 20. októ- ber 1959. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 3. desember 2019. Ásbjörn var sonur hjónanna Guðrúnar M. Sigurbergsdóttur, f. 20. nóvember 1930, d. 23. nóvember 2017 og Jóns B. Stefánssonar, f. 19. október 1927. Systkini hans eru Sigurberg, Stefán og Jóhanna. Eiginkona Ásbjörns er Auður Vilhelmsdóttir grunn- skólakennari, f. 31. maí 1960. ar búsettar í Kaupmanna- höfn. Ásbjörn ólst upp í Keflavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1978 og cand. jur.-prófi með 1. einkunn frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1984. Ásbjörn öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1984 og réttindi til mál- flutnings fyrir Hæstarétti ár- ið 2011. Þá hafði hann rétt- indi sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Ás- björn starfaði allan sinn starfsferil sem lögmaður á Suðurnesjum. Hann starfaði sem fulltrúi og síðar eigandi Lögfræðistofu Suðurnesja ár- in 1984-2015 og frá árinu 2015 og allt til æviloka starf- aði hann hjá Reykjanesbæ sem sviðsstjóri stjórnsýslu- sviðs og bæjarlögmaður. Auk lögfræðistarfa gegndi Ásbjörn margs konar trúnaðar- störfum, m.a. fyrir Þjóðkirkju Íslands. Hann var kjörinn á Kirkjuþing árið 2006 þar sem hann var m.a. í forsætisnefnd árin 2006-2010. Þá sat hann í Kirkjuráði árin 2010-2015. Ás- björn var í stjórn Héraðssjóðs Kjalarnessprófastsdæmis árin 1998-2015. Hann sat í sókn- arnefnd Útskálasóknar á ár- unum 1992-2012 og gegndi að auki margs konar trún- aðarstörfum fyrir Sveitarfé- lagið Garð. Hann var dómari við Knattspyrnudómstól KSÍ um árabil og var um tíma prófdómari við lagadeild Há- skólans á Bifröst. Ásbjörn var virkur í starfi Rótarýklúbbs Keflavíkur. Útför Ásbjörns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 13. desember 2019, klukkan 13. Hún er dóttir Bjargar Björns- dóttur og Vil- helms Guðmunds- sonar. Auður og Ásbjörn eiga þrjár dætur. Þær eru 1) Björg læknir, f. 23. febrúar 1985. Eiginmaður henn- ar er Niels H. Bennike. Börn þeirra eru Ásbjörn, f. 2013, Bergur, f. 2016 og Eyrún, f. 2019. 2) Birna læknir, f. 20. júlí 1990. Sambýlismaður hennar er Andreas H. Christiansen. 3) Bergrún læknanemi, f. 23. febrúar 1994. Dæturnar þrjár eru all- Pabbi okkar er farinn frá okk- ur. Orð fá ekki lýst þeim óbæri- lega söknuði og sorg sem yfir okkur hvílir. Það er erfitt að trúa því að hann sé ekki lengur meðal okkar og það verður erfitt að tak- ast á við lífið án hans. Pabbi okkar var einstakur. Við, fimm manna fjölskyldan, höfum alltaf verið náin. Fyrir okkur lék pabbi ekki einungis for- eldrahlutverkið af miklum kær- leika heldur var hann líka okkar besti vinur. Okkar nána samband varð ekki fyrir höggi þrátt fyrir að við skyldum allar þrjár flytja til Kaupmannahafnar. Við höfð- um dagleg samskipti við mömmu og pabba þar sem farið var yfir atburði dagsins og nýjar hug- myndir og tilfinningar voru ræddar. Það leið aldrei langur tími á milli heimsókna til Íslands eða til Kaupmannahafnar. Pabbi naut þess að heimsækja okkur til Kaupmannahafnar, þar gerðum við vel við okkur í mat og drykk, nutum stemningarinnar í stór- borginni og þar lék hann við afa- börnin sín. Hann var stoð okkar og stytta í einu og öllu og sýndi okkur ávallt mikla hvatningu. Pabbi vildi allt fyrir okkur gera og gat reddað hinu ómögulega. Við gátum alltaf leitað til hans og treyst því að fá góð ráð við hverju sem var. Pabbi var kletturinn okkar. Pabbi hafði áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Alla tíð hafði hann áhuga á því sem við vorum að læra og oft sköpuðust skemmti- legar samræður um námsefnið hvort sem það var efni í grunn- skóla, framhaldsskóla eða í læknanámi. Pabbi var einstaklega gáfaður, klár og minnugur. Hann var víð- lesinn og fróður og fannst gaman að fræða okkur um ýmislegt. Við fjölskyldan ferðuðumst saman víða um heiminn og naut pabbi þess að fræða okkur um sögu og staðhætti. Pabbi naut lífsins, var lífsglað- ur og jákvæður. Hann var hrókur alls fagnaðar, enda einstaklega skemmtilegur og fyndinn. Nær- vera hans fyllti rýmið af gleði. Pabbi sinnti öllum verkefnum af einskærum dugnaði og alúð. Hann var staðráðinn í að gera allt vel. Mikill dugnaður hans og and- legur styrkur komu sterklega fram í veikindum hans og mætti hann veikindunum með miklu æðruleysi. Alla þessa 16 mánuði sem hann barðist við krabbamein lifði hann lífinu til fulls, var sjálf- um sér líkur, bjartsýnn, raunsær, þakklátur og húmorinn hans var aldrei langt undan. Pabbi gafst aldrei upp. Tíminn sem við áttum með pabba var alltof stuttur en ynd- islegur. Við eigum margar falleg- ar og skemmtilegar minningar með honum sem munu ávallt ylja okkur um hjartarætur. Efst í huga okkar er þakklæti, þakklæti fyrir takmarkalausu ástina, gleðina, hlýjuna, áhugann, hvatn- inguna og fyrir að hafa átt besta pabba í heiminum. Pabbi er okkar fyrirmynd. Við elskum þig, pabbi. Við er- um og munum alltaf vera stoltar yfir að vera dætur þínar. Ástarþakkir fyrir allt. Þínar pabbastelpur, Björg, Birna og Bergrún. Afi var besti afi í heimi. Afi vildi alltaf leika og það var gam- an. Afi var mjög fyndinn. Þegar afi kom til okkar til Kaupmanna- hafnar þá fórum við alltaf saman í uppáhaldsdótabúðina okkar, Superhelten. Við munum segja Eyrúnu sög- ur af þér, elsku afi. Við söknum þín og elskum þig. Þínir afastrákar, Ásbjörn og Bergur. Ásbjörn hefur verið hluti af fjölskyldunni okkar í rúm fjörutíu ár og fráfall hans skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum okkar. Við kveðjum hann nú með miklum söknuði og leiðum hugann að góð- um minningum og þeim fjöl- mörgu mannkostum sem hann bjó yfir. Ásbjörn hafði einstakt jafnaðargeð, hann var góður, hjálpsamur og vildi allt fyrir alla gera. Sama hvers kyns verkefni voru fram undan var hann ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Hann tók vel í allar hugmyndir, jákvæður og lausnamiðaður og alltaf var hægt að treysta því að ráðleggingar hans byggðust á yf- irvegun og ábyrgð. Við erum þakklát fyrir hve góður hann var tengdaforeldrum sínum og alltaf var hann þeim til halds og trausts. Á ferðalögum var ekki hægt að hugsa sér betri ferða- félaga. Hann tók ávallt jákvætt í að gera alla hluti og var tilbúinn að hrífast með öðrum í þeirra áhugamálum hvort sem var að skreppa á hestbak, fara í Legol- and eða fylgja tengdaföður sínum á söfn og markaði. Ásbjörn var einstaklega barn- góður og hefur sýnt börnum okk- ar mikla góðvild, áhuga og örlæti. Hann var góður faðir og mjög stoltur af dætrum sínum. Eftir að hann eignaðist barnabörnin sín þrjú var gaman að fylgjast með honum blómstra í afahlutverkinu sem hann sinnti af mikilli alúð. Frá því að Ásbjörn veiktist sýndi hann einstakan styrk og æðruleysi með bjartsýni og vilja- styrk að leiðarljósi. Hann hélt ótrauður áfram með jákvæðu hugarfari þar sem hann lagði áherslu á að nýta tímann sem best í samvistum við fjölskyldu og vini. Við kveðjum Ásbjörn með söknuði og þakklæti fyrir hverja stund sem við höfum átt með hon- um. Blessuð sé minning hans. Björn, Hildur, Atli Vil- berg og fjölskyldur. Hugurinn reikar aftur til þess tíma er við vorum hvað mest sam- an frændurnir. Það var alltaf til- hlökkunarefni að hitta Bjössa því hann var hugmyndaríkur og uppátektasamur. Í Keflavík þeirra ára ríkti allt annar andi en í Reykjavík. Þar var bítlamenningin blossandi, allt það nýjasta í tónlistinni heyrðist út um opna glugga og strákar voru með sítt hár. Bjössi safnaði hári en það var ekki sjálfsagt mál á öllum heimilum. Við bræður vorum alltaf stuttklipptir. Áður en við ókum til Keflavíkur stóðum við gjarnan fyrir framan spegil- inn og reyndum að láta hárbrodd- ana snerta eyrun. Þegar það tókst fannst okkur við vera gjald- gengir í bítlabænum. Á Skólaveginum, æskuheimili Bjössa, var tekið vel á móti okkur og stundum fengum við að gista þar í stofunni. Það voru stórar og ógleymanlegar stundir. Okkur frændunum lá margt á hjarta og nutum við þess að vaka og hvísl- ast á fram eftir nóttu. Eitt sumar dvaldi fjölskyldan í Oxford. Hápunktur þeirrar dval- ar var heimsókn Bjössa. Á þeim tíma var foreldrum okkar boðið að skreppa í fáeina daga til Frakklands. Fengu þau ungan doktorsnema, Þór Whitehead, og konu hans Gerði til að passa drengina á meðan. Þau voru um- hyggjusöm og fylgdust grannt með án nokkurrar afskiptasemi. Fyrir bragðið upplifðum við nán- ast allt frelsi í heiminum. Einn daginn fundum við op- nusíðu úr vafasömu tímariti fyrir utan stúdentagarðinn. Myndin var af fáklæddri konu sem var greinilega ekki af góðu heimili. Kviknaði sú hugmynd að senda Þór myndina í pósti. Um kvöldið mættum við spenntir í mat til ungu hjónanna. Okkur til mikillar hrellingar hafði Þór hengt mynd- ina upp beint fyrir ofan matar- borðið. Yfir borðhaldinu forðuð- umst við að horfa á vegginn. Allt í einu spurði Þór glaðlega hvernig okkur fyndist myndin af konunni. Hann sagðist vera svo heppinn að hafa fengið hana senda í pósti frá nafnlausum velunnara. Við roðn- uðum og blánuðum á meðan við reyndum að koma upp einhverj- um orðum. Eftir matinn áttum við erfitt með að sjá hvernig hon- um hefði tekist að rekja myndina til okkar. Það þurfti reyndar eng- an Columbo til að finna út úr því þar sem við höfðum teiknað póst- stimpilinn á umslagið sjálfir og vélritað nafn doktorsnemans og heimilisfang með áherslu á ís- lensku stafina; Þór Wæthed, Sömmertownhill. Í gagnfræðaskóla vaknaði mik- ill námsáhugi hjá Bjössa sem stóð sig vel í öllum greinum og hélt því áfram í gegnum menntaskóla og lagadeild HÍ. Hann lagði mikla rækt við fjölskyldu sína, sem hann unni heitt. Þrátt fyrir vel- gengni í leik og starfi var Bjössi ævinlega alúðlegur og laus við hé- góma eða yfirlæti. Þótt oft liði langur tími á milli samverustunda tókum við ávallt upp þráðinn eins og Bjössi hefði brugðið sér augnabliksstund frá. Hann var stálminnugur og hon- um fór sérlega vel að segja sögur en það gerði hann með miklum blæbrigðum. Við munum sakna þessa einstaka vinar, hans ein- læga og smitandi hláturs. Við vottum Auði, dætrum, Jóni, systkinum og öðrum nánum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. Einar Örn og Gunnar Steinn. Í dag kveðjum við okkar góða vin og fyrrverandi yfirmann Ás- björn Jónsson, sem féll frá eftir stutt en erfið veikindi langt um aldur fram. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að vinna hjá honum á Lögfræðistofu Suðurnesja, okkur leið vel að starfa undir stjórn Ás- björns og ríkti þar gleði og gagn- kvæm virðing en umfram allt var lögfræðistofan heimilislegur og notalegur vinnustaður þar sem alltaf var tekið tillit til aðstæðna starfsfólksins, það var sama hvort um var að ræða veikt barn, barnabarn eða aldrað foreldri, alltaf var sveigjanleiki. Ásbjörn var mikill fjölskyldu- maður, dætur hans þrjár eru allar búsettar í Kaupmannahöfn þar sem þær nema og starfa við lækn- isfræði. Ásbjörn og Auður nýttu öll tækifæri til að fara til þeirra. Mikil var gleðin þegar barna- börnin fæddust og ekki fækkaði ferðunum til Kaupmannahafnar með tilkomu þeirra. Okkur heyrðist alltaf á honum að hann myndi vilja eyða síðustu æviárun- um í nærveru dætra sinna, tengdasona og barnabarna en því miður höguðu örlögin því þannig að hann kvaddi þetta jarðlíf alltof snemma. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Það er með ást og virðingu sem við kveðjum okkar ástkæra Ás- björn og þökkum fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi hans. Hugur okkar er hjá Auði, dætr- um þeirra og fjölskyldum, og sendum við þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þínar vinkonur, Júlía og Marta. Leiðir okkar Ásbjörns lágu saman snemma árs 1991 þegar hann leitaði til Tryggingastofn- unar ríkisins f.h. umbjóðanda síns, en ég var þá til þess að gera nýútskrifaður lögfræðingur og hafði ráðið mig til starfa sem deildarlögfræðingur á lífeyris- deild stofnunarinnar. Við Ásbjörn náðum strax þá, og æ síðan, mjög vel saman, þótt samskiptin hafi minnkað hin síð- ari ár og aðeins fennt í sporin. Úr varð þarna að hann bauð mér að koma til starfa hjá sér sem lög- lærður fulltrúi, en hann hafði þá nýverið tekið einn við rekstri Lögfræðistofu Suðurnesja. Ásbjörn bauð mun betri kjör en mér höfðu boðist þennan stutta tíma í faðmi hins opinbera, þannig að þrátt fyrir daglegan akstur um Reykjanesbraut, þá einbreiða og óupplýsta, ákvað ég að slá til. Það var happadrjúg ákvörðun. Við Ásbjörn störfuðum í rétt rúm sextán ár, ég fyrst sem löglærður fulltrúi hans en við svo sem sam- eigendur allt frá 1993 til 2006 þar sem mjög vel gekk. Ég naut góðs af því hversu vel kynntur Ásbjörn var þá þegar og búinn að byggja upp öflugt sam- band við forsvarsmenn og starfs- fólk margra fyrirtækja, sveitarfé- laga og stofnana á svæðinu. Mannleg samskipti voru enda einn sterkasti kostur Ásbjörns og ég upplifði að fólk sem leitaði til hans eftir aðstoð einu sinni kom aftur og aftur ef þurfti. Ekki man ég eftir að hafa heyrt Ásbjörn hækka róminn, hvort sem það var í samskiptum við samstarfsmenn, viðskiptavini, á fundum eða í dómsal. Hann nálgaðist hlutina jafnan af stóískri ró og yfirvegun, að viðbættu óþrjótandi glaðlyndi og húmor. Þegar ég kom ungur og ör til starfa þarna suður með sjó vildi ég gjarnan keyra málin dálítið áfram og þótti Ásbjörn stundum fulláfjáður að leita sátta þannig að ekki þyrfti að koma til dóms- máls. Þar réðu hagsmunir Ás- björns ekki för, heldur umbjóð- enda hans, eins og jafnan. Eftir því sem árin liðu sá ég betur hversu ótvíræðir kostir eru oft fólgnir í því að sætta mál ef ein- hver grundvöllur er sjáanlegur, og er þá horft til bæði kostnaðar, fyrirhafnar og niðurstöðu máls, sbr. það sem margtuggið er, að betri sé mögur sátt en feitur dóm- ur. Eftir að ég skipti um starfs- vettvang og hætti lögmennsku sé ég þetta enn betur. Þetta kenndi Ásbjörn mér betur en aðrir. Ég er mjög þakklátur fyrir þau ár sem ég átti samstarf við Ás- björn Jónsson hæstaréttarlög- mann og þau skiluðu afar miklu í minn reynslubanka og vonandi dálitlu til hans. Honum ber einnig að þakka að á þessu skeiði átti ég, og við auðvitað báðir, mjög minn- isstæð og gefandi samskipti við frábæra kollega okkar og sam- starfsfólk á Suðurnesjum. Við þær minningar er gott að ylja sér og ég sé í sjónhending stóran og vel skipaðan hóp sem minnist Ás- björns af hlýhug og virðingu. Ásbjörn var mikill fjölskyldu- maður og bar hag fjölskyldu sinn- ar mjög fyrir brjósti í öllum sín- um verkum og gjörðum. Auði, dætrum þeirra, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við Selma okkar dýpstu samúð. Góður drengur genginn er. Lárentsínus Kristjánsson. Vinur minn og félagi Ásbjörn Jónsson er fallinn frá langt um aldur fram. Þó að aldursmunur væri mikill vorum við ætíð mjög nánir frá því að ég kynntist honum en það var í starfi okkar beggja. Það var góð- ur andi ríkjandi milli lögmanna og starfsmanna Bæjarfógeta (nokkrir bankamenn fylgdu með) á þessum tímum sem lýsti sér helst í grimmilegum baráttuleikj- um í göfugri íþrótt sem nefnist „innanhúsfótbolti“. Margir gengu ekki heilir frá þeim leik. Ásbjörn átti ófáar ferðir í starfi sínu sem lögmaður til „yfirvalds- ins“ og ætíð reyndist hann rétt- sýnn og ágætur málflutnings- maður. Ásbjörn sagði oft við undirrit- aðan: „Jón, þegar þú hættir þessu ströggli hér er laust herbergi fyr- ir þig á stofunni hjá okkur.“ Ég lét af störfum 1. október 2006 og lét mér leiðast í þrjá mánuði, þá dreif ég mér til vinar míns og það stóð ekki á honum öðlingsmann- inum þegar ég kom: „Hér er her- bergið.“ Starfaði ég síðan í 10 ár í lögmennsku hjá þeim heiðurs- mönnum Ásbirni og Unnari Steini. Þetta var ánægjulegur tími í alla staði, frábært starfsfólk og mikil eining ríkjandi. Ásbjörn fór að stunda golf um þetta leyti og gekk að því með þeim fítonskrafti sem honum var einum lagið. Var hann mættur á golfvöllinn oftar en ekki fyrir klukkan 7 á morgnana og nokkr- um sinnum dró hann mig með sér. Þeir Unnar Steinn og hann létu ekki staðar numið og fyrir til- stilli þeirra, aðallega Unnars, var stofnaður sá frægi golfklúbbur Grey með mjög svo takmarkaðri aðild. Þjappaði þetta mönnum enn betur saman. Héldum við golfmót og fórum meira að segja í utanlandsferðir. Það var ekki álitamál að hafa gamlan fausk með í þessum glæsilega hópi. Ásbjörn var mjög drífandi ein- staklingur sem hafði mjög svo góða nærveru. Hann var í einu orði sagt sérlega góður drengur. Það snart því hjarta mitt veru- lega er ég heyrði af þeim „djöfli“ sem hafði hertekið hann. Þennan lífsglaða atorkumann. En sá „djöfull“ eirir engu. Það er sárara en orð fá lýst að sjá á bak slíkum heiðursmanni og Ásbjörn var. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég með söknuð í hjarta ung- an glæsilegan mann. Ég sendi Auði, stelpunum og allri fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og þá ekki síst öðlingnum háöldruðum föður hans, Jóni. Megi góður guð varðveita þau um ókomna framtíð. Jón Eysteinsson. Ásbjörn fór á Heklu í október síðastliðnum. Á tindinum hélt hann stoltur á trefli og þar stóð: Sannur Keflvíkingur. Það var satt, hann var heilshugar í stuðn- ingi sínum og samstöðu með sam- félagi sínu. Síðustu vikurnar sem hann lifði notaði hann þverrandi krafta til að tryggja að öll verk- efni hans í þágu Keflavíkur yrðu í góðum höndum. Ásbjörn lauk sannarlega því sem honum var falið að sinna. En Ásbjörn var ekki bara trúr Keflavík og Suðurnesjum. Hann var sannur í verkum og tengslum. Fjölskyldumaðurinn var traustur og heimilisbragurinn gleðilegur. Þau Auður voru vinir og sálu- félagar og voru dætrum sínum náin. Ásbjörn var trúmaður og kirkjumaður. Hann var kjörinn til setu á kirkjuþingi og þar kynntist ég hversu vel hann vann. Hann var kjörinn til setu í kirkju- ráði. Ásbjörn var glöggur, hag- sýnn og mjög fundvís á leiðir úr vanda og lagði til farsælar lausn- ir. Honum var mjög í mun að tryggja að kirkjunni væri stjórn- að með skilvísum hætti. Jafnvel síðustu vikur ævinnar var hann á vaktinni og var uggandi um nýjan fjárhagssamning ríkis og kirkju. Börnin nutu líka athygli Ás- bjarnar. Einu sinni hittumst við á leið til Kaupmannahafnar. Þau Auður voru á leið til sinna dætra og ástvina og við kona mín vorum með strákana okkar. Drengirnir heilluðust af þessum brosmilda og káta vini foreldranna. Skömmu síðar kom hann í heim- sókn með fangið fullt af leikföng- um til að gleðja drengina. Ás- björn var sannur vinur og ræktaði vinasambönd. Styrkur og geta Ásbjörns blasti við öllum sem kynntust honum. Einstakt er hvernig hann við ævilok gekk frá öllum endum, kvaddi félaga sína og vini og lauk öllum sínum verkefnum. Þrotinn að kröftum kom hann í heimsókn til að kveðja okkur hjón og fjöl- skyldu okkar. Með hlýju í augum þakkaði hann fyrir tengsl, sam- hug og gleðimál. Ásbjörn var sannur í trú sinni og lífstengslum. Ekki aðeins sannur Keflvíkingur, heldur sannur gæfumaður sem sárt er saknað. Guð geymi hann. Sigurður Árni Þórðarson. Ásbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.