Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu - Fyrir jólaboðin - Hangikjöt, hamborgarhryggur, nautakjöt og villibráð Gæða kjötvörur Þeir sem nú stýra Reykjavík-urborg hafa þann háttinn á að eiga sem minnst samráð við borg- arbúa, hlusta ekki á umkvartanir eða ábendingar og takmarka að- gengi að borgarstjóra þannig að al- mennir borgarbúar eigi þess engan kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Um þetta eru því miður fjölmörg dæmi sem ekki verða rak- in hér enda mörg hver vel þekkt. Sennilega veit meirihlutinn í borg- arstjórn af þessu þó að hann viður- kenni það ekki og ef til vill er það þess vegna sem hann heldur kosn- ingar á hverju ári um eitt og annað smálegt.    Þátttaka í þessum kosningum,sem heita nú Hverfið mitt, hef- ur verið með fádæmum léleg. Borg- in birti engu að síður frétt á vef sín- um í fyrradag þar sem sagði í fyrirsögn: Besta kosningaþátttakan til þessa.    Þessi besta kosningaþátttakasögunnar var þegar nánar var gáð rúm 12% og innan skekkju- marka sú sama og árið áður. Hún er að vísu skárri en þegar verst lét fyrir nokkrum árum þegar hún fór undir 6%, en auðvitað lýsa þessar tölur engu öðru en því að áhugi á kosningunum er nánast enginn.    Væri ekki nær fyrir borgina aðskoða það hvers vegna svo lít- ill áhugi er á að taka þátt frekar en að hrósa sér af því að þátttaka auk- ist um eitt prómill eða svo? Vilji borgaryfirvöld veg beins lýðræðis meiri er örugglega ekki rétta leiðin að umgangast það með þessum hætti. Að hrósa sér fyrir ekki neitt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristinn Borgar Indr- iði Jónsson, fyrrver- andi óðalsbóndi á Skarði á Skarðsströnd og lögreglumaður, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. desem- ber, 75 ára gamall, eftir skammvinn veikindi. Hann fæddist 28. nóvember 1944 á Skarði og var sonur þeirra Jóns Gunnars Jónssonar bónda frá Stykkishólmi og Ingi- bjargar Kristrúnar Kristinsdóttur, húsfreyju af Skarðs- ætt. Ingibjörg var dóttir Kristins Indriðasonar og Elínborgar Boga- dóttur Magnusen. Elínborg var dóttir Boga Magnusen, bónda og hagleiksmanns í Skarði. Engin jörð hér á landi hefur verið lengur í eigu sömu ættar en Skarð á Skarðsströnd. Heimildir eru um að á 12. öld hafi Húnbogi Þorgilsson, bróðir Ara fróða, búið á Skarði. Af- komendur Húnboga hafa búið þar síðan óslitið, að undanteknum tveim- ur áratugum í lok 18. aldar. Meðal þekktustu ábúenda á Skarði er Ólöf ríka sem bjó þar með bónda sínum, Birni hirðstjóra. Kristinn var 27. lið- ur af ætt Skarðsverja. Kristinn fékk kennslu í farskóla í sveitinni og sótti síðar námskeið fyrir lög- reglumenn. Kristinn og Þórunn, kona hans, voru fjárbændur frá því að þau tóku við búi á Skarði ásamt Ólafi Eggertssyni á Skarði II. Einnig stundaði hann skólaakstur í 43 ár og starfaði sem lög- reglumaður í Búðardal og síðar sem héraðs- lögreglumaður í 38 ár. Hann hafði unun af sjósókn og réri til fiskjar frá unga aldri ásamt því að stunda selveiðar og fara í eyjar og sker til dún- og eggjatekju. Dún- hreinsistöð var lengi starfrækt á Skarði og lagði hann þar sitt lið. Kristinn kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Þórunni Hilmarsdóttur (f. 1944) hinn 8. janúar 1967. Þau eignuðust þrjú börn; Hilmar Jón, ör- yggisfulltrúa og fyrrverandi lög- reglumann, Boga Magnusen skipu- lagsfulltrúa og Ingibjörgu Dögg tannsmið. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin sjö talsins. Útför Kristins er ráðgerð frá Skarðskirkju sunnudaginn 22. des- ember kl. 14. Andlát Kristinn Borgar Indriði Jónsson á Skarði Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum trú á þessari rekstr- arbreytingu og framhaldið lofar góðu, segir Elías Guðmundsson, frá- farandi framkvæmdastjóri bænda- markaðarins Frú Laugu við Lauga- læk. Morgunblaðið greindi frá því fyrir réttum mánuði að rekstur versl- unarinnar væri til sölu, að Frú Lauga væri á lausu. Óhætt er að segja að þessi uppfærða hjúskap- arstaða Frúarinnar hafi vakið mikla athygli og ekki leið á löngu áður en áhugasamir vonbiðlar fóru að stíga í vænginn við hana. Nú er Frú Lauga gengin út. Rekstur Frú Laugu hefur verið sameinaður Bændum í bænum. Samnefnd verslun hefur verið rekin á Grensásvegi 10 þar sem áhersla hefur verið lögð á sölu lífræns græn- metis og lífrænnar þurrvöru. Þegar er byrjað að flytja Bændur í bænum inn á Laugalæk og á nýju ári fær sameinuð verslun nafnið Frú Lauga og bændurnir. „Viðskiptavinir hér munu sjá bæði meira og fjölbreyttara vöruúrval í kjölfar sameiningarinnar. Við erum þegar farin að sjá verulega aukningu í viðskiptum og viðskiptavinir hafa tekið vel í þessar breytingar,“ segir Elías. Frú Lauga var ekki lengi á lausu  Bændur í bænum flytja inn á Frúna við Laugalæk og reksturinn sameinaður Morgunblaðið/Eggert Frú Lauga Hefur fest ráð sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.