Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ✝ Þóra Þ. Björns-dóttir fæddist í Geirhildargörðum í Öxnadal hinn 10. mars 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 28. nóv- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigurlína Guðný Jónsdóttir, f. 13. maí 1900, d. 28. júní 1983, og Stefán Nikódemusson, f. 14. september 1899, d. 13. febrúar 1988. Systk- ini Þóru samfeðra eru Zóphoní- as Sigfús Stefánsson, sem er lát- inn, og Monika Margrét Stefáns- dóttir. Þóra giftist hinn 20. júní 1956 Aðalsteini Halldórssyni frá Hvammi í Eyjafjarðarsveit, f. 16. nóvember 1931, d. 22. janúar 1995. Börn þeirra eru: 1) Jón Ágúst, f. 1956, maki Halla Sveinsdóttir, eiga þau þrjú börn: a) Andri Sveinn, f. 1981, maki Guðrún Björnsdóttir, b) Þóra Guðrún, f. 1985, maki Emil K. Sævarsson, c) Sigurlína Guðný, f. 1991. 2) Guðný, f. 1958, maki Sigurður Þór Ákason, eiga þau fimm börn: a) Aðalsteinn Þór, f. bandi eru: a) Ásta Björg, f. 1982, maki Fredrik Ideborg, b) Daníel, f. 1984, Guðrún átti fyrir þrjú börn. Alls eru langömmubörnin orðin 33. Fyrstu æviárin var Þóra hjá móður sinni sem var vinnukona í Geirhildargörðum í Öxnadal, fimm ára gömul fluttist hún með móður sinni að Tréstöðum í Hörgárdal, þar sem móðir henn- ar gerðist ráðskona. Átta ára gömul fór hún í fóstur til móð- ursystur sinnar Guðrúnar Jóns- dóttur og eiginmanns hennar, Stefáns Benjamínssonar sem voru búsett á Hrísum í Saurbæj- arhreppi. Ólst hún þar upp með fósturbróður sínum Benjamín Stefánssyni. Lauk hún barna- skólagöngu í Saurbæjarhreppi og þaðan lá leiðin að Héraðsskól- anum á Laugum og síðar í Hús- mæðraskólann á Löngumýri. Að skólagöngu lokinni hóf hún störf á Kristnesi sem gangastúlka þar sem hún kynntist Aðalsteini, eig- inmanni sínum. Bjuggu þau alla sína hjúskapartíð á Akureyri. Síðar vann hún á Heklu frá 1969 til 1976 og Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri frá 1979 til 1994 þegar hún þurfti frá að hverfa vegna veikinda. Þóra hafði ætíð mikinn áhuga á lestri, ættfræði og handavinnu ýmiss konar. Útför Þóru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. desem- ber 2019, klukkan 13.30. 1975, maki Stein- unn K. Bjarnadótt- ir, b) Sigurður Áki, f. 1979, maki Guð- rún E. Jakobs- dóttir, c) Heiða Björk, f. 1980, maki Sigurður Hjart- arson, d) Ómar Örn, f. 1983, d. 2014, e) Birkir Freyr, f. 1985. 3) Sigrún, f. 1960, maki Stefán Geir Pálsson, eiga þau þrjár dætur: a) Tinna, f. 1981, maki Heiðar I. Helgason, b) Sigurlína, f. 1983, maki Jón S. Jónsson, c) Hulda Rún, f. 1988, maki Aron M. Böðvarsson. 4) Stefán, f. 1961, maki Þuríður Túrit Þorláksdóttir, eiga þau fimm börn: a) Páll Valþór, f. 1986, b) Anna Bryndís, f. 1987, c) Halldór Baldvin, f. 1992, maki Helga K. Jónsdóttir, d) Berglind, f. og d. 1998, e) Steinþór Jan, f. 1998. 5) Halldór, f. 1962, maki Helga Sig- ríður Steingrímsdóttir, eiga þau þrjá syni: a) Baldur, f. 1989, b) Aðalsteinn, f. 1991, c) Halldór Mikael, f. 2000. 6) Hlynur, f. 1964, maki Guðrún Þ. Ásmunds- dóttir, börn Hlyns úr fyrra sam- Elsku amma, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Er þér þakklátur fyrir svo margt og mun ég kveðja þig með þakk- læti efst í huga í dag. Margar minningar sem hafa komið upp undanfarna daga um svo góða tíma sem maður átti með þér og í kringum þig. Eiðsvallagatan er þar helst þar sem maður lék sér mikið sem barn. Alltaf var gaman að koma til ykkar þangað og stað- ur sem maður á bara góðar minningar frá. Jóladagur þar sem öll fjölskyldan kom saman og átti góða stund. Eins áramót- in sem voru alltaf lífleg og skemmtileg. Minningar frá góðum tíma en svo breytist þessi hefð þegar fjölskyldan stækkaði og afi féll frá. Þú hefur samt alltaf verið hluti af jólunum hjá mér þar sem ég og stelpurnar mínar höf- um kíkt í smá heimsókn á að- fangadag og svo hefur þú nú átt jóladag með okkur fjölskyld- unni. Jólahefð sem ég á eftir að sakna og munu jólin verða öðru- vísi og hálftómleg þetta árið Svo eru það allar sögurnar sem þú hefur sagt okkur og það sem þú kenndir er eitthvað sem ég er afskaplega þakklátur fyr- ir. Þú áttir stóra fjölskyldu og þegar maður kom til þín varstu alltaf með nóg af góðum sögum af fólkinu þínu sem þér þótti svo vænt um og varst svo stolt af. Heimsótti þig á spítalann með dætrum mínum fyrir skömmu en þann dag hafði afi minn í hinn legg yfirgefið þennan heim. Þú gafst mér styrk þennan dag og talaðir um hversu góður maður hann hefði nú verið. Tal- aðir svo um hversu heppinn ég væri með stelpurnar mínar. Þær væru svo fallegar og góðar að ég væri heldur betur heppinn með þær sem er svo satt og dýrmætt að þú skulir hafa sagt. En svona varstu alltaf og talaðir alltaf svo fallega um allt og alla. Jákvæðni þín var alltaf svo mik- il þrátt fyrir mótlæti og veik- indi. Alltaf sástu það jákvæða í öllu. Daginn sem þú kvaddir þenn- an heim áttum við fjölskyldan saman eða allir sem áttu heima- gengt. Það sem þetta er góður hópur af fólki sem þú áttir og samkenndin þennan dag var óaðfinnanleg. Fékk þarna að þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og mína sem mér þykir vænt um að hafa fengið að gera. Mikið afskaplega á ég eftir að sakna þín og þess að geta ekki kíkt til þín í góðar sögur. Afa karlinn hefur verið farið að lengja eftir þér og tekið á móti þér með opnum örmum. Nú eruð þið sameinuð á ný og komið til með að taka fallega á móti okkur hinum þegar okkar tími verður liðinn. En þar til þá, hafið þið það sem allra best. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Páll, Helga Berglind og Tinna Ósk. Elsku amma mín. Undan- farnir dagar hafa verið afar erf- iðir og oft þurft ótrúlega lítið til að tárin byrji að trítla niður kinnarnar. Á sama tíma hafa líka ófá brosin sprottið fram við að rifja upp yndislegar minningar, skoða myndir og eyða tíma með fjölskyldunni. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orð- um hversu frábær einstaklingur þú varst og hversu mikið ég leit upp til þín. Það var alltaf hægt að leita til þín og mér fannst þú vita gjörsamlega allt. Hafðir upplifað margt og miklar breytingar, lesið mikið og alltaf tilbúin að miðla þessari þekkingu til okkar barna- barnanna. Það gerðist oft þegar eitt- hvað hrjáði okkur systur að leitað var til þín. Þú bjóst yfir mikilli þekkingu þegar kom að heilsufari og varst mjög hjálp- söm t.d. þegar þurfti að taka lausar tennur eða flísar og það var sko ekki að ástæðulausu sem þú varst kölluð amma skottulæknir af frændum mín- um. Það var ekki fyrr en ég varð eldri og lærði sjálf hjúkrun að ég hætti að leita til þín vegna hinna ýmsu krankleika. Nú í seinni tíð breyttist þetta í að ég færi að hjálpa þér og er það mér afar dýrmætt að hafa getað hjálpað þér í þínum veik- indum og þú hafir leitað til mín þegar eitthvað bjátaði á. Eydd- um við ófáum tímunum saman bíðandi á bráðamóttökunni og brást það ekki að þú styttir okkur stundir með ýmsum sög- um af sjúkrahúsinu, bæði frá því þú starfaðir þar sem og frá öllum veikindunum sem þú hafðir upplifað gegnum tíðina. Aldrei brást minnið og mundir þú eftir nánast hverjum einasta lækni, hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða sem þú hafðir komist í kynni við og er ég viss um að þau eiga sér mörg hver líka góðar minningar frá ykkar kynnum enda varstu hvers manns hugljúfi. Jafnaðargeðið og æðruleysið sem þú bjóst yfir var engu líkt. Ævi þín var langt frá því að vera auðveld, þú tókst á við mikla erfiðleika og áföll strax frá unga aldri og lést aldrei neitt buga þig, ótrúlega hug- rökk og glaðlynd og tókst því sem lífið hafði upp á að bjóða, jafnt gleði sem sorgum. Þú varst límið í fjölskyldunni og áttir einstaklega dýrmætt sam- band við börnin þín og aðra af- komendur þína. Fylgdist vel með öllum og varst svo einstaklega stolt af öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf jafn jákvæð og glöð, hugsandi um aðra og gef- andi af þér. Var það einkenn- andi fyrir þig að síðasta daginn sem þú lifðir vorum við flest samankomin hjá þér til að kveðja, líkaminn var orðinn þreyttur og lungun endanlega búin að gefa sig en þú varst sjálfri þér lík, þakklát okkur fyrir að vera hjá þér og hafðir meiri áhyggjur af því að fólk skyldi vera að leggja það á sig að mæta á sjúkrahúsið til þín. Þessi dagur var virkilega erf- iður en um leið svo ótrúlega gef- andi, það var dásamlegt að fá að kveðja þig og ná að hvísla að þér hvað við strákarnir mínir elskuðum þig mikið og hvað þú hefur reynst okkur vel. Takk fyrir allt saman elsku amma mín, ég mun reyna mitt besta við að tileinka mér dásam- lega lífsviðhorfið þitt og vona að þú njótir þín í sumarlandinu með Alla afa og hinu fólkinu þínu. Þín Sigurlína (Sísí). Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Ég næ því ekki enn að þú sért farin og við eig- um ekki eftir að kíkja til þín aft- ur í kaffi til að spá í bolla og fá að heyra sögurnar þínar. Katrín Emma á sérstaklega eftir að sakna þess þar sem þetta voru einar af hennar bestu stundum að kíkja ein til þín í heimsókn og heyra þig segja allar þessar sögur sem voru að hennar mati alveg ótrúlegar. Ég veit að mamma á eftir að halda uppi heiðri þínum og segja börnunum mínum þessar sögur og atburði. Við systur vorum svo heppn- ar að koma mikið í heimsókn til ykkar afa bæði í Hamarstíginn og í Eiðsvallagötuna þegar við vorum yngri og eigum svo sann- arlega góðar minningar þaðan þó að maður hafi stundum verið svolítið hissa á látunum í afa og öllum systkinum mömmu enda gilti svolítið sú regla að sá sem talaði hæst hafði orðið. Eftir því sem ég eltist og fór að eignast börn var svo gaman að heyra þig tala um allt fólkið þitt. Þú varst svo sannarlega með alla þína rúmlega 60 af- komendur á hreinu og sannar- lega stolt af okkur öllum og dugleg að bera fréttir á milli. Ég var svo heppin að fá að taka þig í heimasjúkraþjálfun fyrir nokkrum árum og fékk þá að kynnast þér enn betur og fá betri innsýn í líf þitt sem barn og ung kona. Sem ég er þakklát fyrir í dag. Líf þitt var svo sannarlega ekki dans á rósum en alltaf hélstu í jákvæðnina sem mér fannst svo aðdáunarvert. Já- kvæðnin er líklega ástæðan fyr- ir því að þú fórst langt fram yfir síðasta söludag eins og þú sagð- ir svo oft. Enda búin að eiga við erfið veikindi að etja í um 20 ár, mikið er nú gott fyrir þig að hlaupa um sumarlandið laus við rörið úr nefinu eins og Viktor Orri og Arney Rún kölluðu þetta alltaf. Ég mun svo sannarlega fara eftir síðustu orðunum sem þú sagðir við mig rétt áður en þú kvaddir, en ég spurði hvernig þú færir að því að vera alltaf svona jákvæð. Þú sagðir mér að breyta því sem ég gæti breytt en sætta mig við það sem ég gæti ekki breytt og öðlast þann- ig ró og njóta þess sem lífið hef- ur upp á að bjóða. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth) Takk fyrir allt elsku amma mín og knúsaðu afa frá mér. Þín dótturdóttir, Tinna Stefánsdóttir. Þóra Þ. Björnsdóttir ✝ Ólína BjörkKúld Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1956. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni 4. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Guðrún Davíðs- dóttir og Pétur Hafliði Ólafsson sem bæði eru látin. Systkini Ólínu Bjarkar: Dav- íð, látinn; Hrefna; Hafliði, lát- inn; Hugrún; Pétur K. Ólína Björk var yngst þeirra systkina. Ólína eignaðist þrjá syni, þeir eru: 1) Hafliði Þór Kúld Krist- insson, sambýlis- kona hans er Sædís Kristinsdóttir. Haf- liði á eina dóttur, Gabríelu Rós. 2) Davíð Ágúst Kúld Kristinsson, sam- býliskona hans er Áslaug Theodóra Smáradóttir og eiga þau eina dótt- ur, Elvu Björk. 3) Ólafur Alex Kúld Kristinsson. Sambýlismaður Ólínu Bjark- ar var Sveinn Brynjar Sveinsson Diego. Bálför og minningarathöfn hafa farið fram. Mín ástkæra systir, Ollý. Í dag, 13. desember, hefði þessi elska orðið 63 ára og fær hvílu hjá foreldrum okkar, bræðrum og ömmu. Ollý okkar var hjartahlý og góð manneskja. Hún kenndi okkur svo margt um lífið. Fordómaleysi þó sérstaklega. „Allir eiga rétt á tilveru“ voru hennar einkunnarorð. Dýravinurinn. Mannvinurinn. Náttúrubarnið, sem sá og hlust- aði á náttúruna. Listræna fallega persónan, skemmtilegi húmoristinn. Gull- kornin hennar eru fallegu og dýrmætu minningarnar okkar. Fallega barnið. Fallega kon- an. Við eigum líka hinar minning- arnar sem eru ekki eins bjartar og sýndu hlið sem ekki var henn- ar grunnur. Þar kom persónan sem fíknsjúkdómurinn stýrði og skapaði. Þá var hún veik. Við dveljum líka við þær minningar. Við lærðum margt um sjúkdóminn og hvað hann getur gert fólki. Vilji er allt sem þarf, segir sá sem ekki veit og í þá gryfju hef ég oft fallið. Það óskar enginn eftir því að veikjast. Fíknsjúk- dómurinn tekur stjórnina. Tekur yfir allt. Ekkert af ofantöldu breytir þeirri staðreynd að elsku Ollý, litla systir mín, var elskuð af okkur öllum og við eigum henni svo margt að þakka. Hún opnaði augu okkar fyrir því að það eru ekki allir eins. Góðu tímarnir voru fleiri og innihaldsríkari en veikindatíma- rnir. Fyrir það erum við þakklát. Hnyttni hennar, fallegra hugs- ana og manngæsku er sárt sakn- að og fylgir okkur um ókomin ár. Hún skildi eftir sig svo mikið í drengjunum sínum, sem okkur þykir svo óendanlega vænt um. Elsku Hafliði Þór, Davíð Ágúst og Ólafur Alex, ykkar missir er mikill. Hún elskaði ykkur svo mikið. Hún vakir yfir ykkur og fjöl- skyldum ykkar. Þið búið að því að hafa fengið mörg gullkorn frá mömmu ykkar með ykkur út í lífið. Varðveitið þau. Takið með ykkur allt það djúpa og fallega sem hún kenndi ykkur og okkur öllum. Berið áfram með ykkur skemmtilega húmorinn hennar til afkomenda ykkar, berið með ykkur alla tónlistina hennar, berið með ykkur allt sem hún stóð fyrir og hvernig hún sá heiminn. Horfið á alla mynd- listina hennar, sjáið og heyrið hvað hún var að segja okkur með myndunum. Umfram allt: verið áfram og alltaf þeir góðu drengir sem hún var svo stolt af. Binni minn, þinn missir er mikill. Samúðarkveðjur til ykkar allra. Ollý okkar var falleg og góð manneskja. Ég sakna hennar elsku litlu systur minnar. Takk fyrir allt. „Kærleikur er allt, kærleikur ert þú.“ Hugrún Pétursdóttir. Hún Ollý mín var yngst af sex systkina hóp. Davíð, f. 1940, d. 1973. Hrefna, f. 1943. Hafliði, f. 1945, d. 1982. Hugrún, f. 1950. Pétur Kúld. f. 1953. Ollý var mikil listakona, mál- aði fjölda mynda um ævina. Elskaði dýr og var heimilið hennar oft með ansi mörg dýr sem áttu engan annan samastað. Ollý átti þrjá syni, þeir eru: Hafliði Þór, Davíð Ágúst og Óli Alex, og tvær ömmustelpur átti hún, þær eru Gabríela og Elva Björk, en Elva Björk er fædd í ágúst, á þessu ári. Við systur höfum oft átt góðan tíma saman, ferðalag okkar saman vestur á firði 2008 ber hæst í mínum huga. En við fórum ásamt pabba okkar til að skoða fæðingarstað mömmu, sem er Patreksfjörður, og svo fórum við í Stykkishólm, en þar fæddist pabbi. Dásamlegt og skemmtilegt ferðalag. En nú ert þú farin, litla systir, ég efast ekki um, mín kæra, að þú fáir góðar móttökur á næsta áfangastað þínum. Elsku strákarnir mínir, Haf- liði, Davíð og Óli, innilega samúð til ykkar, ykkar missir er stærst- ur, og elsku fjölskylda mín, inni- lega samúð. Farðu í friði, elsku systir mín. Þín stóra systir, Hrefna. Ólína Björk Kúld Pétursdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Boðahlein 5, Garðabæ, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Bylgjuhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Sigurður Helgason María Lovísa Ragnarsdóttir Helgi Sigurðsson Sólrún Sigurðardóttir Sigfús Helgason Guðmundur F. Sigurðsson Ágústa Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona, frænka og afasystir, GUÐLAUG BJÖRGVINSDÓTTIR kennari, Laufengi 23, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 10. desember. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. desember klukkan 13. Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir Þ. Björgvin Kristjánsson Matthildur Gestsdóttir Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir Gunnhildur Kristjánsdóttir Hekla Sóley, Snædís Lilja og Friðrik Hrafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.