Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 2
Slysstaðurinn Loftmyndir ehf. Akureyri Sö lv a d al ur Ljósmynd/Landhelgisgæslan Dönsk herflutningavél Danir brugðust skjótt við og sneru hingað flugvéll sem flutti björgunarmenn og ýmsan búnað frá Keflavíkurflugvelli norður í land. Við Núpá Fjöldi björgunarsveitafólks, kafara og fleiri leituðu í ánni og með- fram henni við erfiðar aðstæður í gær. Leit verður haldið áfram í dag. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðgerðastjórn ákvað undir kvöld í gær að draga úr leit í nótt í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði að pilti sem féll í ána í fyrrakvöld. Áfram átti að leita við ána í nótt sem leið og mun leit hefjast aftur af fullum krafti með morgninum. Útlit er fyrir betra veður til leitar í dag en var í gær, að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Pilturinn var ásamt öðrum manni að vinna við stíflu í ánni þegar krapa- gusa hreif hann með sér. Lögregl- unni á Norðurlandi var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan 22 í fyrra- kvöld. Allt tiltækt lið björgunarsveita var þegar sent á staðinn ásamt lög- reglumönnum og lækni. Mikil ófærð var og fór snjóruðningstæki á undan björgunarmönnum. Björgunarsveit- armenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG) var strax kölluð út og flutti fjóra kafara á vettvang. Um nóttina voru 43 leitarmenn á 17 tækjum að störfum og einn leitarhundur. Að- stæður voru erfiðar vegna myrkurs og veðurs. Gengið var með ánni auk þess sem kafarar leituðu í henni á völdum stöðum. Önnur þyrla LHG kom með tíu manna hóp sem er sér- hæfður í straumvatnsbjörgun. Umfangsmikilli leit var haldið sleitulaust áfram í gær. Björgunar- sveitarfólk kom akandi á staðinn víða að af landinu. Þar á meðal voru björg- unarsveitir af Suðvestur- og Vestur- landi. Einnig var sérstakur búðahóp- ur frá íslensku alþjóðabjörgunar- sveitinni kallaður út. Hátt í 50-60 manns voru við leit á hverjum tíma. Síðdegis í gær höfðu samtals hátt í þrjú hundruð manns komið að leit- inni, að sögn Davíðs Más Bjarnason- ar, hjá Slysavarnafélaginu Lands- björg. Dönsk herflugvél til hjálpar Landhelgisgæslan óskaði eftir að- stoð danska flughersins en C130 Hercules-flutningavél hans var skammt frá landinu. Danir brugðust strax við og sendu flugvélina til landsins. Hún fór á loft frá Keflavík- urflugvelli á fjórða tímanum síðdegis í gær og flaug norður. Um borð voru fimm starfsmenn LHG, þar af fjórir kafarar, um 30 björgunarsveitar- menn auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Einnig var um borð bún- aður björgunarsveitanna, bíll sérað- gerðasviðs LHG og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dal- vík. Að sögn lögreglunnar á Norður- landi eystra var þörf á sérhæfðum búnaði og sérhæfðum leitarmönnum til að leysa af þá sem staðið höfðu vaktina fram að því. Lögreglan skrifaði á Facebook að aðstæður á vettvangi væru mjög krefjandi og lélegt skyggni á köflum. Vakta þurfti ána að hluta því að hún hlóð upp krapa sem gat síðan runnið af stað með stuttum fyrirvara. Þar með jókst straumurinn í ánni á því svæði sem leitað var á. „Slíkt gerðist í eitt skipti rétt fyrir klukkan 18 og skapaðist þá ákveðin hætta en góð viðbrögð og viðvaranir urðu til þess að ekki hlaust slys af,“ skrifaði lög- reglan. Óvenjulega krefjandi aðstæður  Viðamikil leit björgunarsveita og kafara að ungum pilti sem féll í Núpá í Sölvadal árangurslaus í gær  Leit hefst að nýju af fullum krafti árdegis  Hætta skapaðist um tíma  Dönsk herflugvél til hjálpar Ljósmynd/Landsbjörg 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ellefu dagar eru nú til jóla og hátíð- arandinn er kominn yfir marga. Ómissandi liður í jólahaldinu á mörgum heimilum er Mackintosh- sælgætið sem fylgt hefur þjóðinni um áratugaskeið. Nú ber svo við að breytingar hafa verið gerðar á innihaldi Mackintosh- dollunnar. Brúni karamellumolinn sem notið hefur talsverðra vinsælda er ekki lengur á boðstólum en í hans stað er kominn skærgulur moli. Undir gulu um- búð- unum leynist súkkulaðihjúpuð saltkaramella. „Við höfum ekki fengið nein við- brögð enn. Þetta kom bara svona úr framleiðslunni fyrir jólin. Ég stjórna þessu ekki,“ segir Ásgeir Magnús- son, vörumerkjastjóri hjá Danól sem flytur sælgætið inn. Ólíklegt má telja að þessar breyt- ingar hafi mikil áhrif á neyslu Mack- intosh fyrir jólin, jafnvel þótt flestir eigi sér uppáhaldsmola og margir muni sakna þess brúna. Að sögn Ás- geirs graðga Íslend- ingar um hundrað tonn af Mackin- tosh í sig um hver jól. hdm@mbl.is Nýr moli í Mackintosh- dósunum fyrir jólin  Brúna molanum skipt út fyrir gulan Kraumsverðlaunin voru afhent í gær. Fjölbreyttur hópur tónlistar- manna hlaut verðlaunin fyrir plötur sínar. Listamennirnir og plöturnar sem hlutu verðlaun eru: Between Mountains - Between Mountains, Bjarki - Happy Earthday, Gróa - Í glimmer heimi, Hlökk - Hulduljóð, K.óla - Allt verð- ur alltílæ og Sunna Margrét - Art of History. Þetta var í tólfta sinn sem Kraum- ur tónlistarsjóður Auroru velgerð- arsjóðs stóð fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær ís- lensku hljómplötur sem þóttu skara fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlist- arstefnu og þeim fylgja engir und- irflokkar. Alls hafa 69 hljómsveitir og listamenn nú hlotið Kraums- verðlaunin frá því að þau voru fyrst veitt árið 2008. gudni@mbl.is Sex plötur unnu til Kraumsverðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.