Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 35
Eyðieyjan, urr, öskur, fóturog fit er fyrsta bók höf-undar, Hildar Lofts-dóttur, en samkvæmt viðtölum hafði Hildi lengi langað að skrifa hressa bók handa unga fólk- inu. Það er óhætt að segja að Hildi hafi tekist bæri- lega til, en sagan af systrunum Ástu og Kötu, afa þeirra, álfabörn- um, rauðhausum og óvættum er svo sannarlega hress. Sagan er sögð frá sjónarhorni hinnar 13 ára gömlu Ástu, en Hildur þekkir augljóslega vel til unglingsstúlkna enda er sjónarhornið einstaklega trúverðugt og nánast eins og lesendur séu inni í höfði 13 ára gamallar gelgju: „„Þú ert að djóka!“ Ég myndi deyja.““ Höfundi tekst einnig að gera sam- band þeirra systra, Ástu og Kötu, einstaklega trúverðugt og skemmti- legt. Þeir sem eiga systur, eða jafn- vel bara þekkja systur, ættu að kannast við ýmislegt úr sambandi systranna, svo sem pirringinn og stríðnina en ekki síst væntumþykj- una. Í Eyðieyjunni fara Ásta og Kata út í ónefnda eyju við strendur Ís- lands ásamt fjölskyldu sinni til að fagna áttræðisafmæli afa síns þar sem hann ólst upp. Á eyjunni er að- eins eitt hús og það komið í eyði, svo þarna er svo sannarlega um alvöru íslenska eyðieyju að ræða, allavega ef álfarnir í hólnum við hlið eyði- býlisins eru ekki teknir með. Ásta er sérstaklega náin afa sínum og eiga þau mjög fallegt samband. Hann hefur kennt henni ýmis ljóð og allt sem hún veit um íslenskar þjóðsög- ur og furðuskrímsli á borð við skoff- ín, skuggabaldur og urðarkött. Fljótlega eftir að þau koma á eyjuna kemst Ásta að því að afi hennar hafði kennt henni allt þetta af ástæðu og að hennar bíður mik- ilvægt verkefni upp á líf og dauða, svo mikilvægt að tilvist allrar fjöl- skyldu hennar er undir. Stærstur hluti sögunnar fer fram í álfheimum og á eyðieyjunni, nema ekki í nútíma heldur um 70 árum áð- ur en afi Jaki fer með fjölskyldu sína þangað á áttræðisafmælinu. Það er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með systrunum úr höfuðborginni átta sig á og reyna að venjast lífinu á bóndabæ á eyðieyju á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þær eru reyndar einstaklega lunknar við að aðlagast lifnaðarháttunum en það sama verð- ur ekki sagt um matinn sem þær þurfa að venjast. Ævintýrin eiga sér þó aðallega stað í álfheimum þar sem þær systur þurfa að berjast við hina ýmsu vætti með hjálp álfasystkinanna Unu og Arnljóts og þar kemur þekking Ástu á þjóðsögunum sér einkar vel. Það er óhætt að mæla með Eyði- eyjunni hennar Hildar fyrir alla hressa krakka og það er svo ekki við öðru að búast en að hún lumi á enn fleiri hressum sögum. Morgunblaðið/Hari Ævintýri Að sögn rýnis er saga Hildar Loftsdóttur af systrunum Ástu og Kötu svo sannarlega hressileg. Ævintýri í álfheimum Barnabók Eyðieyjan, urr, öskur, fótur og fit bbbmn Eftir Hildi Loftsdóttur Sögur útgáfa, 2019. Innb., 163 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Sveitaprestur segir frá Undir suðurhlíðum bbbnn Sæmundur 2019, Innb., 413 bls. Engum sem les ævisögu sr. Sváfnis Sveinbjarnarsonar dylst að þar segir gæfumaður frá lífi sínu og starfi. Í fyrri bók sinni, Á meðan straumarnir sungu, sem kom út árið 2016, sagði Sváfnir frá æsku- og námsárum sín- um og prestskap á Kálfafellsstað í Suðursveit. Í bók- inni Undir suður- hlíðum eru lesendur hins vegar komnir með sögumanni sínum í Fljótshlíðina á því herrans ári 1963, þegar hann tók við prestsþjónustu á Breiðabólstað, hvar hann þjónaði til starfsloka árið 1998 Bókin nýja er góð lýsing á ís- lensku sveitasamfélagi. Sagt er frá boðun og búskap sem Sváfnir sinnti jöfnum höndum sem sveitaprestur. Textinn í bókinni er þægilegur af- lestrar, ofinn saman úr mörgum þráðum og málið blæbrigðaríkt. Hér má finna sterkar lýsingar á búskap- arháttum í Fljótshlíðinni og á marg- an hátt er bókin líka saga þeirrar sveitar. „Mér hefði aldrei hugnast að vera búlaus sveitaprestur – og tel raunar að búskapurinn hafi orðið mér til gagns og styrktar í prests- starfinu. Þannig stóð ég nær fólkinu í söfnuðum mínum,“ segir Sváfnir. (bls. 134) Lýsingar Sváfnis á fjallaferðum og fjárleitum á afrétti Fljótshlíðinga eru líka skemmtilegar og litríkar, en óþarflega langorðar. Þá hefði efni og þráður bókarinnar betur mátt fylgja tímaröð og á stöku stað fara lýsingar á efnum og atburðum út um víðan völl. Sögu Breiðabólstaðar og presta sem þar hafa setið og er mikilvægur þáttur í bókinni hefði sömuleiðis mátt afmarka betur. Setja til dæmis í sérstaka hliðar- grein, í stað þess að vera í samfelldu meginmáli bókarinnar – sem er vel úr garði gerð. Prýdd fjölda mynda, smekklega sett upp og lipurlega skrifuð. Ekki hefði svo sakað ef sr. Sváfnir hefði sagt meira frá afstöðu sinni til trúarlegra efna, kenninga í guðfræði og þess sem hann boðaði úr predik- unarstólnum á Breiðabólstað. En þrátt fyrir þá annmarka er bókin efnismikil og áhugaverð og verður mikilvæg heimild þegar fram líða stundir. Betra er bíó en bókin Með sigg á sálinni bbmnn Eftir Einar Kárason. Mál og menning, Innbundin, 291 bls. Ævibók Friðriks Þórs Friðriks- sonar kvikmyndaleikstjóra, Með sigg á sálinni, skráð af Einari Kára- syni, er í flæðistíl. Bein ræða þar sem Friðrik segir af sér og sínu, allt frá fyrstu minn- ingum til dagsins í dag. Alls konar uppátæki og ævintýri á æsku- árum sem mörg hafa síðan ratað á hvíta tjaldið. Menntaskólaárin tími uppgötvana og sköpunarverka og útrásin fengin í íþróttunum. Sveitadvöl í Skagafirði er lærdómur fyrir lífstíð; skrýtnir karlar og kon- ur sem verða förunautar til fram- tíðar. Og svo koma kvikmyndirnar, langar og stuttar, eins og segir frá í bókinni; Brennu-Njálssaga, Eld- smiðurinn, Rokk í Reykjavík, Skytt- urnar, Börn náttúrunnar, Bíódagar, Á köldum klaka, Djöflaeyjan, Engl- ar alheimsins og Fálkar. Allt sígild verk í íslenskri kvikmyndasögu, bíó- verk sem þorri þjóðar þekkir. Lýs- ingar á tilurð og framleiðslu mynd- anna, sem finna má í bókinni, eru hins vegar mjög reyfarakenndar svo stundum stappar nærri ýkjustíl. Heimildagildið er lítið. Bíómyndir Friðriks Þórs standa einfaldlega sjálfar fyrir sínu enda listaverk. Eins og fram kemur í formála bókarinnar hafa þeir Friðrik Þór og Einar Kárason verið „vinir, sam- starfsmenn og fótboltafélagar með meiru í áratugi“. (bls. 5) Ef til vill liggur galli bókarinnar einmitt í því hve vel vel sögumaðurinn og skrá- setjari þekkjast. Bókin er fyrst og síðast endurómur af samtali vina; tveggja manna sem hafa fylgst að alla tíð, þekkja sama fólkið og hafa svipuð viðhorf. Nálægðin verður of mikil, enda þótt bókin sé um margt skemmtileg og sumar sögurnar bráðfyndnar. Lesandinn kemst samt aldrei svo vel sé inn fyrir skel- ina. Friðrik Þór er betri í bíó en bók. Bænir og bíólist Morgunblaðið/Eggert Nálægð Vinirnir Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason saman í bók. Yfirlit yfir nýútkomnar ævisögur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ævintýralegt en drunga-legt sögusvið er þaðfyrsta sem grípurhugann við lestur Villueyja eftir Ragnhildi Hólmgeirs- dóttur. Söguheimurinn er sá sami og byggt er á í Koparborginni, hennar fyrstu bók, en Villueyjar er sjálfstæð frásögn. Arilda er unglingsstúlka sem mikið er á lagt og hún ber þungar byrðar. Hún og yngri bróðir henn- ar, Maurice, sækja skóla á Út- sölum, hálfgerðri eyðieyju, en þar stendur aðeins eitt hús: Skóla- húsið. Foreldrar systkinanna féllu sviplega frá með stuttu millibili eftir að Maurice fæddist og afi þeirra hefur stritað fyrir skólavistinni svo það er eins gott að þau standi sig. Þegar Arilda er að leysa verkefni í fagi sem er í uppáhaldi hjá henni, víðavangs- hlaupi, villist hún þegar nýi kenn- arinn sendir þau inn á miðja eyjuna og Arilda lendir í svartaþoku sem leiðir hana á hryllilegar slóðir. Eftir það breytist allt og Arilda uppgötv- ar að hún getur engum treyst og verður sjálf að leita svara, ekki bara um sannleikann á bak við Út- sali heldur einnig um hið rétta sem kom fyrir fjölskyldu hennar. Eylöndin eru engin Smálönd líkt og Lindgren bauð upp á þó svo að ævintýraþráin sé fyrir hendi. Sjálf hefur Ragnhildur lýst Eylöndunum sem nokkurs konar hliðarstefi við Bretland, ímynduðum fantasíu- heimi. Nokkrar persónurnar bera ensk nöfn en önnur eru meira fram- andi og setur það heillandi svip á frásögnina. Þegar mannanafna- nefnd leggur loks upp laupana munu vonandi Arilda, Kórinna og Óríon leita uppi raunveruleg ævin- týri á litla Íslandi. Tíminn er líka nokkuð sem Ragnhildi tekst að leika sér með og það með góðum árangri. Á tíðum líður lesanda eins og sagan gerist fyrir mörgum öldum en örskömmu síðar, í samtölum yngri persónanna, líður leasanda eins og hann sé staddur í nútímanum. Frumleiki einkennir Villueyjar og þar er margt að finna sem ekki hefur áður sést í íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Það fer þó ekki milli mála að vinsælir fantasíuheimar síðustu ára veita höfundi innblástur, allt frá Harry Potter til Krúnuleikanna, en Ragn- hildi tekst á köflum að skapa hrylli- legri verur en sjálfa hvítgenglana (e. White Walkers). Slíkur er hryll- ingurinn. Atburðarásin er hröð, sem er kostur, en á tíðum er æðibunugang- urinn heldur mikill og ef til vill hefði mátt ganga betur frá lausum endum í lokin. Villueyjar skilja að sama skapi heilmikið eftir sig og ímyndunarafl og hugmyndaflug les- anda fara á flug, sem er líklega eitt helsta markmið barna- og unglinga- bókmennta þegar upp er staðið. Drungi sem virkjar ímyndunaraflið Morgunblaðið/Hari Hugmyndaflug Ragnhildur Hólm- geirsdóttir, höfundur Villueyja. Ungmennabók Villueyjar bbbbn Eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Bókabeitan, 2019. Innb., 349 bls. innb. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.