Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ✝ Gunnar Vil-mundarson fæddist í Efsta-Dal 1, Laugardal, 29. júlí 1953. Hann lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á heimili sínu Dal- seli, Laugarvatni 5. desember 2019. Foreldrar hans voru Kristrún Sig- urfinnsdóttir, f. 3. janúar 1919, d. 17. mars 2019, og Vilmundur Indriðason, f. 13. apríl 1916, d. 21. ágúst 1999. Bræður Gunnars eru Sigur- finnur, f. 10. maí 1947, og Theodór Indriði Vilmundarson, f. 17. september 1950. Hinn 25. ágúst 1977 kvæntist Gunnar Jónu Bryndísi Gests- dóttur, f. 2. september 1954. Synir þeirra: 1) Gestur, f. 28. júlí 1976, kvæntur Sigríði Soffíu Sigurjónsdóttur. Synir þeirra eru Sverrir Styrkár og skemmu ásamt bróður sínum. Árið 1988 flutti fjölskyldan inn í nýbyggt hús sitt Dalsel á Laugarvatni. Gunnar flutti síð- ar verkstæði sitt að Laug- arvatni en þar byggði hann myndarlega skemmu fyrir reksturinn. Þau hjón ráku tjald- og hjólhýsahverfið á ár- unum 1988-1996 en árið 1996 hófu þau rekstur Farfugla- heimilisins á Laugarvatni og hafa rekið það allar götur síð- an. Árið 2000 keyptu þau húsið á Dalbraut 10, gamla pósthús- ið, undir rekstur farfuglaheim- ilisins. Gunnar var alla tíð einstaklega vinnusamur og hóf hann fljótlega að byggja við það hús og breyta því til að sníða það betur að þörfum gistirekstursins. Síðustu árin vann Gunnar eingöngu við far- fuglaheimilið. Gunnar var um tíma í slökkviliði staðarins og félagi í björgunarsveitinni Ingunni en áhugi hans var alla tíð mestur á skákinni sem hann æfði stíft og keppti í undir flaggi Ungmennafélags Laugdæla. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 13. des- ember 2019, klukkan 14. Styrmir Steinn. 2) Rúnar, f. 7. febr- úar 1979, kvæntur Evu Hálfdanar- dóttur. Börn þeirra eru Ásta Rós, Gunnar Geir og Þórhildur Eva. 3) Arnar, f. 27. maí 1987, kvæntur Helgu Björtu Bjarnadóttur. Gunnar ólst upp í Efsta-Dal 1 og sótti sína skólagöngu á Laugarvatni og í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann fluttist til Reykjavíkur og vann hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur þar sem hann lærði vélvirkjun og lauk sveinsprófi 12. nóvem- ber 1975 og meistararéttindum 12. febrúar 1979. Árið 1981 flutti fjölskyldan að Laugarvatni þar sem hún hefur búið síðan. Gunnar rak verkstæði í Efsta-Dal 1 í nokk- ur ár en þar byggði hann Það eru blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér þar sem andstæður lífsins mæta nú af fullum þunga. Sorg og gleði. Sorgin kemur upp þar sem pabbi er ekki lengur til staðar, en gleðin og spennan er vegna ófæddrar dóttur minnar sem von er á í kringum jólin. Mér finnst það sorglegt að dóttir mín fái ekki að kynnast þeim góða manni sem afi hennar var. Hún mun aldrei fá að kynn- ast því hvað afi hennar var hjartahlýr og heill maður. Pabbi var metnaðarfullur og vinnusam- ur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ef eitthvað bjátaði á var hann mættur til að aðstoða, þrátt fyrir að hann hefði ekki alltaf tíma til þess. Pabbi var einstaklega uppá- tækjasamur, því fengum við bræðurnir að kynnast. Ég mun aldrei fá nóg af því að heyra sög- ur af uppátækjunum hans. Þær eru mér dýrmætar. Þar sem pabbi verður ekki lengur til að segja frá þeim sjálfur mun ég sjá til þess að halda þeim lifandi. Pabbi var skemmtilegur mað- ur sem fólki fannst gaman að vera í kringum. Það var alltaf stutt í húmorinn og stríðnin var aldrei langt undan. Það sýndi sig best í því hvað hann var vin- margur og gestagangurinn mik- ill hér heima í Dalseli síðustu vikurnar í veikindum hans. Pabbi hafði gaman af að hitta allt þetta fólk, sem voru bæði ætt- ingjar og vinir frá nýjum og gömlum tíma, og ljómaði hann upp við heimsóknirnar. Mamma og pabbi voru vön að fara til Kanarí á hverju ári í des- ember og janúar og dvelja þar yfir jól og áramót í sælureitnum sínum. Um jólin í fyrra varð hins vegar breyting á og eyddu þau áramótunum hér heima á Íslandi vegna 100 ára afmælis ömmu Rúnu, mömmu hans pabba. Gamlárskvöldi eyddu mamma og pabbi hjá okkur Helgu Björtu, ásamt Rúnari bróður og fjöl- skyldu, og fórum við öll saman á áramótabrennuna þar sem nýju ári var fagnað. Enginn vissi hvað það ár átti eftir að bera í skauti sér. Aldrei datt mér í hug að þetta yrðu síðustu áramót pabba en ég er þakklátur fyrir þetta kvöld þar sem var hlegið og sungið langt fram á nótt. Ég er einnig þakklátur fyrir tímann sem við fengum saman í Perú árið 2013 þegar við allir feðgarnir, ásamt Einari Rúnari frænda, ákváðum að ferðast á mótorhjólum um þetta magnaða land í þrjár vikur. Ég man hvað ég var þakklátur að fá að upplifa þessa ferð með pabba, bræðrum mínum og frænda og ég get svo svarið að það var ekki þurrt auga á svæðinu í allri þessari dýrð. Það var einnig ótrúlega magn- að hversu hraustur karlinn hann pabbi var. Á meðan við urðum allir lasnir á ferðalagi okkar í Perú, hvort sem það var vegna háfjallaveiki eða matareitrunar, var pabbi sá eini sem ekki veikt- ist og virtist standa allt af sér. Þannig var pabbi, hann stóð allt af sér. Það voru þó ein veikindi sem pabbi náði ekki að standa af sér en það var heilaæxlið sem hann greindist með í mars sl. Hann barðist þó sem hetja allan tímann og það var alltaf stutt í húmorinn og hjartahlýjuna hans pabba. Ég mun sakna þess að geta ekki labbað upp götuna og kíkt í kaffi og hlegið með þessum besta vini mínum sem pabbi var. Pabbi, þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Arnar Gunnarsson. Meira: mbl.is/andlat Mig langar ekki að vera að skrifa þessi orð. Minningarorð um tengdapabba sem ennþá átti fullt eftir af fjöri. Fullt eftir til að gera og græja og fixa og leika og sóla sig og spila mínígolf og kljúfa við og svona mætti halda lengi áfram. Það er svo sárt til þess að hugsa að hann muni aldr- ei aftur taka á móti manni með hlýlega glettna brosinu eða fara með börnin í stórhættulega bíl- túra. Ekki koma til Noregs og koma sér í vandræði þegar hann ráfar inn á lóðir hjá ókunnugu fólki til að skoða ruslageymslur, en honum fannst þær fádæma skemmtileg listasmíð og ætlaði að smíða eins. Á sama tíma skilur hann eftir sig svo mikið af góðum minning- um, fyndnum sögum og fólki sem elskar hann. Það eru ekki til nein orð sem eru nógu góð eða ná ut- an um hver þessi einstaki maður var. En við sem elskum hann munum halda minningu hans á lofti í orðum og verkum. Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir. Pabbi kvaddi okkur hinn 5. desember síðastliðinn eftir harða baráttu við heilakrabbamein. Síðustu og sorglegustu orr- ustuna háði hann á heimavelli í faðmi fjölskyldunnar. Þetta voru langir og erfiðir dagar þar sem við bræðurnir gátum lítið annað gert fyrir pabba en að vera til staðar. Það var erfitt að sjá þessar sterku grófu hendur sem höfðu gert svo mikið til þess að passa upp á okk- ur nánast líflausar liggjandi þungt á sænginni og geta ekkert gert til þess að breyta því. Þó var ómetanlegt fyrir okkur að fá að fylgja honum þennan síðasta spöl. Það var ómetanlegt að sjá hversu vel mamma og pabbi unnu saman. Hversu stöðug og sterk þau fóru saman gegnum þessa síðustu sameiginlegu orr- ustu. Þessa löngu daga fengum við góðan tíma saman. Saman upplifðum við þær erfiðu tilfinn- ingar sem fylgja því að missa allt of snemma eiginmann og lífs- förunaut, hlýjan og sterkan pabba og undarlegan og uppá- tækjasaman afa. Við bræður fengum tíma til að tala saman og ræða hvernig við upplifðum pabba gegnum árin. Það runnu mörg tár og það var mikil sorg. Það var líka mikið brosað og mikið hlegið því eins og við urð- um sammála um bræðurnir þá er honum pabba best lýst sem góð- hjörtuðum, hjálpsömum, dugleg- um manni og einstökum húmor- ista. Pabbi var þannig maður að þótt maður sé í djúpri sorg er ekki hægt að minnast hans án þess að brosa út í annað og kannski hlæja svolítið gegnum tárin. Þegar við vorum litlir gaurar og pabbi ennþá ungur maður var stemningin í þjóðfélaginu mikið ólík því sem nú er. Pabbi vann alla tíð allt of mikið og þegar við vorum smápattar var lítill tími til leiks. Samband okkar bræðranna við pabba varð sterkara með ár- unum og varð hann virkilega góður vinur okkar allra. Enda varð það svo að þegar við bræð- urnir skipulögðum strákaferð, mánaðar mótorhjólatúr til Perú, buðum við sextugum „gamlingj- anum“ með. Þar sýndi það sig enn og aftur þvílíkur nagli hann pabbi var. Hann var sá eini sem aldrei varð veikur! Háfjallaveik- in sem herjaði á okkur alla nokk- uð oft beit ekki á hann frekar en matareitranirnar. Já nagli var sá gamli og ein minningin er að koma heim eftir skóla og sjá pabba sitjandi í eldhúsinu að bjástra við að draga málmflís úr auganu með flísatöng. Það gekk eitthvað erfiðlega svo hann bað um hjálp. Ekki lækni, heldur Rúnar. Pabbi var vinmargur, átti ótal góða vini sem fylgdu honum gegnum lífið. Pabbi var mikil fé- lagsvera og með vinum sínum geislaði hann. Þá runnu út úr honum hinar undarlegustu setn- ingar, hljóð, já og jafnvel nokkur búkhljóð af meira óviðeigandi taginu. Það var á slíkum stund- um sem eftirherman Gunni kom vel í ljós. Hann hafði einstaka hæfileika til að líkja eftir fólki. Hann gerði hreyfingum, talanda og röddum oft svo góð skil að persónurnar urðu ljóslifandi fyr- ir framan mann, en með örlitlu kómísku ívafi. Hann pabbi var yndislegur maður og það er hræðilega sorg- legt að hann skuli hafa þurft að yfirgefa sviðið svona snemma. Hans verður sárt saknað en við munum halda áfram að brosa út í annað og skella upp úr þegar við rifjum upp sögur um pabba okk- ar. Gestur Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson. Í Spámanninum eftir Kahil Gibran segir þetta um sorgina: Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Þessi orð koma upp í hugann þegar við þurfum að kveðja Gunnar Vilmundarson. Hann kom inn í líf okkar eins og hvítur stormsveipur eftir útihátíðina Vor í dal sem haldin var um hvítasunnu í Þjórsárdal árið 1973. Þarna hittust þau Jóna og Gunnar fyrst og hoppuðu og skoppuðu í stórum svörtum ruslapoka alla helgina í kulda og rigningu. Síðan þá hafa þau Jóna gengið samstiga gegnum lífið, eignast þrjá yndislega syni og samheldna fjölskyldu. Við minnumst samverustunda þar sem Gunnar var hrókur alls fagnaðar, syngjandi og dansandi. Hann hafði unun af að tefla og spila. Hann var sífellt til í glens og grín, vinmargur og traustur drengur. Hann var harðdugleg- ur, samviskusamur og afar hjálpsamur. Í nokkur ár fór hópur vina með þeim hjónum í Tungnarétt- ir. Þetta voru ógleymanlegar ferðir. Þá var gist á Laugarvatni og svo ekið á milli bæja eftir réttirnar. Þarna nutu allir sín í botn við söng og glens og gaman. Gunnar lærði vélvirkjun í Reykjavík og rak síðar eigið verkstæði á Laugarvatni þar til hann sneri sér alfarið að rekstri farfuglaheimilisins sem þau Jóna höfðu byggt upp frá grunni af miklum dugnaði og elju. Gunnar fékk stundum að heyra það að hann gerði við alla bíla nema sína eigin og þau Jóna þyrftu að vita hvernig ætti að keyra til að komast heil að heim- an og aftur heim. Kannski var afturábakgírinn óvirkur eða stýrið eitthvað að stríða. Oft var hlegið að aksturslagi hans og hann gerði óspart grín að sjálf- um sér. Jóna og Gunnar fengu sér mótorhjól og þeystu um á þeim í nokkur ár og síðar húsbíl sem var talsvert notaður. Síðustu árin létu þau drauma sína rætast og höfðu vetursetu á Kanarí og eignuðust þar fjölda góðra vina. Að leiðarlokum kveðjum við kæran vin, þakklát fyrir frábær kynni, samfylgd og samveru- stundir sem aldrei bar skugga á. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Jóna, Gestur, Rúnar, Arnar og fjölskyldur. Hugurinn dvelur hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Við biðjum allt gott að styðja ykkur og styrkja. Minn- ingin um yndislegan dreng mun lifa í hjörtum okkar sem þekkt- um hann. Arndís Ásta, Garðar, Margrét, Sigrún Gests- börn og makar. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns, Gunnars Vilmundarsonar, sem féll frá langt fyrir aldur fram eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Gunnari fyrir 22 árum þegar ég hóf störf sem framkvæmdastjóri Far- fugla, en Gunnar og Jóna höfðu nokkru áður gengið í samtökin og hafið rekstur Farfuglaheim- ilis á Laugarvatni. Ég vissi reyndar af þeim hjónum en ég hafði áður stundað nám í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Óhugsandi er að skrifa minn- ingargrein um Gunnar án þess að Jónu sé getið um leið, svo samheldin voru þau í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Fljót- lega tókst með okkur góður vin- skapur sem hefur haldist æ síð- an. Meðan ég var að koma mér inn í starfið leitaði ég mikið í smiðju þeirra hjóna til að fá góð ráð. Ég fann fljótt að í þeim ætti ég öfluga bandamenn og þau voru oftast þau fyrstu sem ég leitaði til þegar sett voru af stað verkefni, t.d. á sviði umhverfis- og/eða gæðamála eða þegar skipulagðir voru fundir og ráð- stefnur innan samtakanna. Þau voru afar metnaðarfull í rekstri sínum og voru meðal frumkvöðla í umhverfisvænni ferðamennsku hér á landi. Þessi vinskapur minn við Gunnar og Jónu hefur gefið mér mikið og margsinnis hef ég og fjölskylda mín dvalið hjá þeim á Laugarvatni. Í stuttri facebookfærslu þar sem synir Gunnars tilkynntu andlát föður síns segja þeir m.a.: Pabbi var yndislegur maður, góðhjartaður, réttsýnn og sam- viskusamur dugnaðarforkur. Ég vil gera þessi orð þeirra bræðra að mínum og bæta við að auk þess var hann bóngóður, skemmtilegur, mikill fjölskyldu- maður og ekki síst mikill húm- oristi. Þannig þekkti ég Gunnar vin minn. Sem dæmi um húmorinn og einstakt samband þeirra hjóna er eftirfarandi saga. Eitt sinn er við Gunnar vorum að ræða sam- an sagði hann mér að hann væri starfsmaður Jónu sem bæri ábyrgð á öllum rekstrinum. Þeg- ar talið barst að laununum hans sagðist hann ekki vita hver þau væru. Hann sagði að Jóna legði launin inn á lokaðan reikning sem hann hefði ekki aðgang að og síðan skammtaði hún honum pening eftir þörfum. Við rædd- um oft um hugsanlega stöðu á reikningnum og þetta varð til- efni til margra skemmtilegra sagna og hláturs. Vinskapur minn við Gunnar og Jónu hefur vaxið gegnum árin og ég hef mikið lært af þeim hjónum. M.a. hvernig samheldni, traust og trúnaður og virðing milli fólks skapar góðan árangur. Með þessum orðum kveð ég Gunnar vin minn. Ég sendi Jónu, sonum þeirra, tengdadætrum og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Markús. Það er margt sem fer í gegn- um hugann þegar náinn vinur, Gunnar Vilmundarson, er hrifinn á brott langt fyrir aldur fram. Minningarnar birtast hver af annarri, minningar þar sem glettnisbrosið lýsir upp andlit vinar okkar með hnyttin tilsvör á vörum, sem kom okkur alltaf í gott skap. Það er ljóslifandi fyrir okkur þegar við hittum Jónu og Gunnar saman í fyrsta sinn á hvítasunnusamkomunni „Vor í dal“. Þar náði okkar maður í hana Jónu sína sem alla tíð stóð sem klettur við hlið hans. Þeirra samvinna var ætíð náin og ást- kær og skiluðu þau saman miklu og árangursríku lífsstarfi. Byggðu þau upp öfluga ferða- þjónustu á Laugarvatni og sýndu svo um munaði hve kraft- mikil þau voru og forsjál í upp- byggingu hennar, enda gestrisin og hjúasæl. Þrjú sl. ár hafa þau hlotið viðurkenninguna „framúr- skarandi fyrirtæki“ hjá Credit- info. Gunnar lærði vélvirkjun í Reykjavík og bjuggu þau þar fyrstu sambúðarár sín. Síðan fluttu þau á Laugarvatn þar sem þau byggðu sér íbúðarhús, Dal- sel. Gunnar byrjaði verkstæðis- starfsemi sína í Efstadal þar sem hann ólst upp. Hann reisti síðar vélaverkstæði á Laugarvatni og þjónustaði sveitunga sína og ferðamenn. Þegar ferðaþjónust- unni óx fiskur um hrygg sneri hann sér alfarið að henni með Jónu. Hugur Gunnars hneigðist ekki til búskapar, en hann hafði sterkar taugar til æskuslóðanna. Því miður entist honum ekki ald- ur til að njóta þess lands sem í hans hlut kom við landskipti í Efstadal. Dalselshjónin voru samrýnd og áttu mörg sameiginleg áhuga- mál. Þau nutu þess að dansa saman og taka lagið í góðra vina hópi. Þau fengu sér bæði mót- orhjól og þeystu um á góðviðr- isdögum. Gunnar fór með sonum sínum og vini um fjalllendi Perú á vélhjólum. Það var honum ógleymanlegt ævintýri. Hann var afbragðsbílstjóri þótt oft þætti hann fara geyst, en hann slapp vel frá sínum bílstjóraferli þótt tæpt hafi staðið stundum. Hann var sleipur skákmaður og tefldi reglulega lengi vel. Buðu hjónin sveitungum og vinum til skákmóts í „Pósthúsinu“ einu sinni að vetri um skeið. Skák- borðið fylgdi á ólíklegustu staði og einn sá eftirminnilegasti í okkar huga er sandströnd Dóm- iníska lýðveldisins. Ferðalög voru þeim kær. Þau eignuðust húsbíl sem hentaði vel því ferðþjónustan útheimtir mikla yfirlegu og gott að geta skotist fyrirvaralítið frá þegar færi gafst. Þau hjónin létu draum sinn rætast með kaupum á íbúð á Kanarí, Ólátagarði, þar sem þau áttu saman sælustundir. Það var einstaklega fallegt að sjá vináttu og virðingu þeirra hjóna hvors fyrir öðru í sjúk- dómsbaráttu Gunnars en Jóna annaðist hann heima til hinstu stundar af miklu öryggi og alúð. Vinmargur var Gunnar enda búinn eftirsóknarverðum mann- kostum. Synir þeirra, Gestur, Rúnar og Arnar, eru ekki eft- irbátar foreldra sinna, skemmti- legir, klárir og góðir drengir. Þegar litið er um farinn veg og áratuga samskipti okkar stendur upp úr heiðarleikinn, tryggðin, hlýjan og glettnin sem alltaf fylgdi Gunnari. Stórt skarð er höggvið í Ár- túns 8-fjölskylduna. Við hjónin kveðjum góðan vin með söknuði og sendum fjöl- skyldunni samúðarkveðjur. Sigríður og Hrafnkell. Kynni okkar Gunnars hófust þegar við gengum saman í Barnaskólann á Laugarvatni. Í fyrstu virtist hann frekar hlé- drægur og feiminn en fljótt færðist glettni og líf í augun, sem fylgdi honum alla tíð. Vel gerður, glaðvær og hvers manns hug- ljúfi. Síðan lágu leiðir okkar sam- an í Héraðsskólanum, þótt hann væri ári eldri, því hann var einn vetur heima eftir barnaskóla- gönguna að hjálpa foreldrum sínum við bústörfin. Sveitabörn- in þurftu stundum að komast á Laugarvatn ef eitthvað var um að vera þar eftir skóla og þá kom fyrir að ég fékk far með Gunnari á gamla Land Rovernum og við heldur betur ánægð á eigin veg- um. Ekki læt ég getið um aldur eða ökuleyfi á þessum tíma en allt gekk þetta eins og í sögu. Okkar var síðan getið við skóla- slit, þar sem við vorum einu nemendurnir sem höfðu verið fjögur ár í Héraðsskólanum án þess að falla. En svo skildi leiðir. Hann fór til Reykjavíkur, lauk þar sínu námi og hóf sambúð með Jónu sinni í Dalselinu í Reykjavík. Síðar fluttu þau á Laugarvatn og þá hófust kynni okkar á ný og fljótlega kom í ljós hve konan hans var mörgum kostum búin og honum mikils virði. Þau eignuðust þrjá syni og við Tommi þrjár dætur og urðu þau öll bestu félagar. Tvær dætra okkar, þær Dagný og Veiga, voru svo heppnar að fá vinnu hjá þeim og voru alsælar með yfirmenn sína. Gunnar og Veiga náðu sérstaklega vel sam- Gunnar Vilmundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.