Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Eftirköst óveðursins Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 4 ár! Verð frá 1.480.000 með vsk. Jólaföt, skór og jólagjafir DIMMALIMM Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Mán.-fös. 10-18, lau. 10-20, sun. 13-17 5.795 kr. Frá 6.795 kr. 8.895 kr. 6.595 kr. Frá 8.895 kr. til í svörtu Fjöldi hrossa hefur grafist í snjó í vonskuveðri í Þingeyjarsýslu. Björg- unarsveitin Brák í Borgarfirði bjargaði í gær 11 hrossum sem höfðu grafist í snjó. Björgunarsveitarmenn unnu einnig að því að brjóta ísingu af spennu- línum til að koma rafmagni á aftur á Norðurlandi í gær. Þeir fóru norður yfir heiðar til að veita félögum sínum liðsinni. Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi til útigangshrossa og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til víða um land. Í kjölfar norðanáhlaups er spáð frosthörku víðast hvar á landinu. Þetta kallar á aukið eftirlit og meiri umhirðu hrossa á útigangi. Bent er á að nauðsynlegt geti verið að moka leið að hrossum til að koma til þeirra heyi þar sem skaflar eru miklir. Grófu upp 11 hross í Þingeyjarsýslu Þrátt fyrir að veðurofsinn sé geng- inn niður á Hvammstanga er allt á kafi í snjó í bænum og nágrenni. Þegar blaðamaður mbl.is var á ferð- inni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga síðdegis í gær var Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, starfsmaður Kaup- félagsins, að fylla körfuna fyrir pöntun. Matarpöntunin kom frá einum sveitabæ á Vatnsnesi en þangað er næstum því ófært og tók því björg- unarsveitin á svæðinu að sér að keyra út matarsendingar bæði fyrir íbúa á sveitabæjum í nágrenni og alla sem þurfa á að halda í bænum. Aðspurð segir Jóhanna að talsvert hafi verið um slíkar útkeyrslur í dag og allir hjálpist að þegar svona af- takaveður skelli á. thorsteinn@mbl.is Björgunar- sveitin keyrði út matinn Starfshópur um nauðsynlega inn- viðauppbyggingu raforkukerfis verður skipaður í dag. Frá þessu greindi Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra í samtali við mbl.is eftir fund í þjóðaröryggisráði í gær- kvöldi. Hópnum er ætlað að fara yfir og forgangsraða þeim aðgerðum sem ráðast ber í til að koma í veg fyr- ir að viðlíka rafmagnsleysi og varað hefur víða á landsbyggðinni frá því á þriðjudag geti komið fyrir á ný. „Þetta er umfangsmesta raf- magnsleysi sem við höfum séð á síð- ari árum,“ segir Katrín og bætir við að samfélagsbreytingar hafi gert það að verkum að fjarskiptakerfi séu sífellt háðari rafmagni. Katrín áætlar að skipan hópsins verði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, en aðspurð segir hún að „lykilfólk úr ráðuneytum“ muni skipa hópinn. Honum er ætlað að skila tillögum til fjögurra ráðherra, forsætis-, fjármála-, iðnaðar- og samgönguráðherra, sem muni fara yfir þær. Fundi þjóðaröryggisráðs lauk um klukkan sex. Þar voru samankomnir fulltrúar helstu viðbragðsaðila og segir Katrín að tilgangur fundarins hafi fyrst og fremst verið að sam- ræma aðgerðir, „til að tryggja að all- ir séu á sömu blaðsíðu“. Samkvæmt heimildum blaðsins hyggst Katrín í dag heimsækja þau svæði norðan- lands þar sem aðstæður hafa verið verstar í kjölfar óveðursins. Auk forsætisráðherra og annarra fulltrúa í ráðinu sátu fundinn í gær ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reyk- dal Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jó- hannsson. Þá voru þar fulltrúar al- mannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands og gerðu þeir grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um land allt. Staða mála verður rædd enn frekar á vettvangi ríkis- stjórnarinnar á morgun þar sem fjallað verður um nauðsynlegar að- gerðir til skemmri og lengri tíma. Vinnuhópur forgangsraðar aðgerðum í raforkumálum  Forsætisráðherra heimsækir hamfarasvæðin í dag Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Ekkert rafmagn, ekkert net, eng- inn sími, ekkert Tetra-samband og ekkert varasamband. Þetta voru að- stæðurnar á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslunni á Hvammstanga frá þriðjudegi og þangað til í gærmorg- un þegar rafmagn kom aftur á. Al- dís Olga Jóhannesdóttir, svæðis- fulltrúi heilbrigðismála á Hvammstanga, segir að í raun hafi það aðeins verið tilviljun að allt hafi bjargast, en að bregðast þurfi við svo álíka sambandsleysi við sjúkra- stofnun geti ekki komið upp að nýju. Eins og víðar á Norðvesturlandi datt rafmagn út á Hvammstanga á þriðjudaginn í ofsaveðrinu. Í kjöl- farið datt út nettenging og síma- kerfi sem og farsímakerfið og Tetra-fjarskiptakerfið, sem notað er af viðbragðsaðilum. Á stofnuninni starfa í heild á bilinu 50-60 manns, en auk heilsugæslunnar eru á sjúkrahúsinu 18 rúm og 2 hjúkr- unarrými. „Við í rauninni höfðum ekkert til að taka við“ Aldís segir að þau hafi reynt að hafa vaðið fyrir neðan sig og heyrt í Rarik fyrir óveðrið. Þar hafi þau svör fengist að ólíklegt væri að raf- magnið myndi fara af og ef svo færi yrði það í stutta stund. En svo datt rafmagnið út og lítið sem tók við. „Við í rauninni höfðum ekkert til að taka við,“ segir Aldís, en engin aukarafstöð er hjá stofnuninni eða hjá sveitarfélaginu. Höfuðljós urðu því að duga í myrkrinu, en Aldís segir að sem betur fer hafi ástand sjúklinganna ekki verið þannig að rafmagnsleysið hafi haft mikil áhrif. Þá var ekki hægt að reka eldhúsið, en sjúkra- húsið er í raun heimili þess fólks sem þar er inni. Fyrr á þriðjudag- inn hafði heilsugæslunni verið lok- að, en til að tryggja mönnun á sjúkrahúsinu segir Aldís að þau hafi þurft að treysta á björgunarsveitir til að sækja og skutla heim starfs- fólki. Það hafi í heildina tekist mjög vel. „Ekki hægt að ná í lækni“ „Það var margt sem vann með okkur, til dæmis útköll,“ segir Aldís og bætir við að lítið hafi verið um þau meðan rafmagnið var úti. „En það datt allt út, við náðum ekki símasambandi né sambandi við Tetra-stöðvarnar. Það var því ekki hægt að ná í lækni,“ segir hún, en björgunarsveitir voru látnar vita að þær þyrftu að koma með fólk á staðinn ef þau vissu af einhverjum sem þyrfti að komast undir lækn- ishendur. „Það var í raun bara heppni að það var ekki eitthvað stórkostlegt sem gerðist á þessum tíma,“ segir hún. „Þetta bjargaðist í raun alveg ótrúlega, en er langt í frá að vera eðlilegt ástand eða vinnuumhverfi.“ Aldís segir að bregðast þurfi við þessu ástandi sem fyrst og þar þurfi fyrst og fremst að horfa til þess að hafa vararafstöð. Segir hún að þeg- ar sé komin upp umræða bæði inn- an Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands og innan sveitarfélagsins um það hvort hægt sé að koma upp slíkri varaaflstöð. Kerfin sem áttu að virka duttu út Þá segir hún mikilvægt að tryggja betur að Tetra-kerfið virki. „Það er kerfi sem á að virka í þess- um aðstæðum.“ Nefnir hún líka vandamál sem komu upp varðandi að geta nálgast eldsneyti, en flestar eldsneytisdælur eru rafmagnsdæl- ur. „Þetta er alveg galið,“ segir hún. Aldís segir að fólk hafi verið viðbúið veðrinu að miklu leyti, en skerðingin á innviðunum hafi verið eitthvað sem kom öllum á óvart. „Það var ekki hægt að ná fréttum RÚV til dæmis,“ segir hún og játar því aðspurð að bæjarfélagið hafi í raun verið einangrað frá umheim- inum. Rafmagn komst aftur á Hvamms- tanga í gærmorgun, en þegar mbl.is ræddi við Aldísi var það enn flökt- andi og hafði dottið tímabundið út nokkrum sinnum yfir daginn. Sjúkrastofnanirnar einangraðar  Án rafmagns, nets og síma á sjúkrahúsinu á Hvammstanga í tvo daga  Ekkert varasamband var til staðar  Ómögulegt að ná í lækni  Tetra-kerfið sem átti að virka í slæmum aðstæðum datt einnig út Morgunblaðið/Eggert Óveðrið Aldís Olga Jóhannesdóttir, svæðisfulltrúi heilbrigðismála á Hvammstanga, segir að kerfin sem áttu að virka hafi brugðist. Sem betur fer var ástand sjúklinga ekki þannig að rafmagnsleysið hefði mikil áhrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.