Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  293. tölublað  107. árgangur  Stúfur kemur í kvöld 11 dagartil jóla jolamjolk.is MIKAEL TORFASON KAFAR OFAN Í FORTÍ́ÐINA MÁLARINN SEM FÓR EIGIN LEIÐIR SMARTLAND 32 SÍÐUR KJARVALSBÓKIN 36 Íhaldsflokkurinn fær hreinan meirihluta á breska þinginu sam- kvæmt útgönguspá eftir könnun á 144 kjörstöðum í gærkvöldi. Kosið var til þingsins í gær. Spáin bendir til þess að Íhaldsflokkurinn fái 368 þingmenn kjörna, 86 þingsæta meirihluta. Flokkurinn hefur ekki verið jafn sterkur í meira en þrjátíu ár. Verkamannaflokkurinn, sem er aðalstjórnarandstöðuflokkurinn, tapar miklu fylgi. Hann fær 191 þingmann kjörinn, 71 færri en hann hafði á síðasta kjörtímabili. Skoski þjóðarflokkurinn fær 55 þingmenn, Frjálslyndir demókratar 13, Græn- ingjar 1 þingmann og aðrir 22 menn kjörna. Á þinginu sitja 620 fulltrúar. Endanleg úrslit munu varla liggja fyrir fyrr en um hádegisbil. Útgönguspár hafa á liðnum árum verið mjög nærri lagi í Bretlandi. Verði þetta úrslitin er ljóst að Brex- it, útgangan úr Evrópusambandinu, verður að veruleika snemma á næsta ári. Verði afhroð Verka- mannaflokksins jafn mikið og spáin bendir til er ljóst að mikill þrýst- ingur mun skapast á afsögn Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamanna- flokksins. AFP Þingkosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Boris Johnson forsætisráðherra, leiðtogi Íhaldsflokksins, á leið á kjörstað í gær. Hreinn meirihluti Íhaldsflokksins  Sigur Boris Johnsons  Verka- mannaflokkurinn tapar miklu fylgi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það gæti tekið allt að 5-6 daga að koma aftur rafmagni á alla bæi og staði þannig að kerfið verði komið í samt lag og það var, að sögn Sig- urðar Inga Jóhannssonar, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann sat fund þjóðaröryggisráðs í gær vegna þeirra fordæmalausu að- stæðna sem sköpuðust í ofsaveðrinu á dögunum. „Það verður hægt að koma á bráðabirgðarafmagni með varaaflstöðvum miklu fyrr,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að fara með rafstöðv- ar á bæi þar sem er rafmagnskynd- ing og koma rafmagni á hitaveitur sem ekki eru með varaafl til að fá hita í húsin. Þrjár fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins voru opnar í gær, á Dalvík, Tjörnesi og Ólafsfirði. Stöðin á Dal- vík var ein opin í nótt. Sigurður Ingi sagði að ofsaveðrið hefði verið fordæmalaust. „Þess vegna er þetta víðtækasta rafmagns- leysi sem við höfum séð lengi. Það var búið að spá þessu og margir tóku það til sín, undirbjuggu sig og voru lítið á ferðinni. Þess vegna held ég að við höfum sloppið með minni áföll en ella, og er þó nóg samt.“ Allir þjóðvegir lokuðust nema Reykjanesbraut og Grindavíkurveg- ur. Í gær var búið að opna alla vegi nema á milli Hofsóss og Siglufjarðar. Víða var ekkert símasamband og hvorki heyrðist í FM útvarpi né sáust sjónvarpssendingar í rafmagns- leysinu. „Það er mikið áhyggjuefni,“ sagði Sigurður Ingi. „Það hefur kom- ið ítrekað í ljós þegar svona hættu- ástand skapast að það öryggistæki sem RÚV á að vera virðist detta út. Það þarf að skoða það sérstaklega. Varðandi fjarskiptin þá duttu þau út einmitt vegna rafmagnsleysis. Þetta er allt orðið svo tengt. Þess vegna er svo mikilvægt að við skoð- um hvernig við getum tryggt öryggi rafmagns betur.“ Hann sagði að ræða þyrfti sérstak- lega nokkur atriði. Eitt af þeim er hvort raforka standi til boða í þeim landshluta þar sem hún er framleidd. Það sé ákveðið öryggi fólgið í því að raforka sé nærtæk. Annað er að það hafa verið ákveðin vandkvæði á að koma rafmagni á milli landshluta. „Við þurfum að ræða hvort gera þurfi breytingar á lögum, hvort landsskipulag eigi að hafa meiri völd þegar kemur að meginleiðum hvort sem er í samgöngum, eins og við þekkjum í umræðunni um Teigsskóg, eða við lagningu byggðarlínu til að mynda fyrir norðan,“ sagði Sigurður Ingi. „Einnig þurfum við að velta því fyrir okkur hvort það sé orðinn of lít- ill mannafli innan hinna ýmsu svæða hjá opinberum stofnunum sem sinna þessum þáttum,“ sagði hann. Hann segir ljóst að varaaflstöðvar þurfi að vera miklu víðar en nú er, bæði hjá sveitarfélögum, bændum með kúabú og mikilvægum stofnunum eins og hjúkrunarheimilum, öldrunarheimil- um og heilbrigðisstofnunum. Víða áfram rafmagnslaust  Taka mun allt að 5-6 daga að koma rafmagni aftur í samt lag M EFTIRKÖST ÓVEÐURSINS»4, 6, 10 og 13  Áhersla á að leysa bráðan vanda fljótt með fleiri varaaflstöðvum  Áhyggjuefni að sími, útvarp og sjónvarp datt út, segir Sigurður Ingi Morgunblaðið/Eggert Rafmagnslaust Unnið var að því í gær og í nótt að tengja ásrafala varðskipsins Þórs við spenni og næstu spennistöð til að koma rafmagni á Dalvík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðaröryggisráð Fundað í gær vegna fordæmalausra aðstæðna sem sköp- uðust vegna ofsaveðursins á dögunum. Ríkisstjórnin ræðir málin í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.