Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 27
an og gerðu mikið grín að ýmsu sem upp kom í vinnunni. Við Tommi, Gunnar og Jóna höfum brallað margt saman í gegnum árin og meðal annars vorum við ásamt fleirum stofnendur 60 plús í Laugardal. Það er sívaxandi fé- lagsskapur sem telur nú rúmlega 50 manns. Sá hópur hefur átt margar ljúfar stundir yfir kaffi- bolla á gistiheimilinu, en þau hjónin hafa leyft okkur að hittast þar vikulega. Þau keyptu sér íbúð á Kanarí og þar nutu þau sín vel og ætluðu án efa að fara að njóta þess enn frekar. Fyrir tveimur árum buðu þau okkur að nota svítuna sína í viku. Þar var ljúft að vera á erfiðum tíma. Þannig hafa þau alla tíð verið, velviljuð og greiðvikin. Við vor- um svo heppin að vera samferða þeim í tvígang á Kanarí. Þar voru þau á heimavelli. Lengi væri hægt að rifja upp margt skemmtilegt í máli og myndum frá liðnum árum, en ég segi þetta gott í bili. Það er mikið lagt á fjölskylduna þessa dagana þar sem góður vinur þeirra Gunnar Ingvarsson var jarðsettur síðast- liðinn laugardag. Þar kom fram í orðum prestsins að hann teldi trúlegt að hann færi ríðandi á fallegum hesti inn í sumarlandið og yrði ég ekki hissa þótt hann fengi nafna sinn og vin sem ferðafélaga. Eflaust eru margir sem taka vel á móti þeim þar, jafnvel með rommpela. Ég vil því láta vísu föður míns, sem hann gerði rétt fyrir andlát sitt, verða lokaorðin til þín kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt – Guð geymi þig. Heyra munuð þið hófaslátt er hleyp ég nýja veginn. Það mun verða dansað dátt og drukkið hinum megin. Elsku Jóna, Gestur, Rúnar, Arnar og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Þórdís Pálmadóttir. Í dag kveðjum við kæran vin, hann Gunna okkar. Hann skilur eftir sig stórt skarð í vinahópn- um og söknuðurinn er sár. Við vorum nokkrar ungar fjöl- skyldur sem bjuggum saman í Dalselinu í Breiðholti fyrir um 40 árum. Við vorum með börn á svipuðu reki og hjálpuðumst að í daglegu amstri. Á þeim árum tengdumst við vináttuböndum sem hafa haldist alla tíð. Hann Gunni okkar var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur með afbrigðum og aldrei logn- molla þar sem hann var. Hann var einstakur vinur og alltaf skemmtilegt að vera í návist hans. Jóna og Gunni voru afskap- lega samhent hjón, höfðingjar heim að sækja og nutum við oft góðs af því eftir að þau fluttu á Laugarvatn. Þau fóru með okkur borgarbúana um nærumhverfið og sveitir Suðurlands. Til dæmis er ógleymanlegt þegar við geng- um í Brúarárskörð. Þá ók Gunni fyrst með okkur niður að Laug- arvatni þar sem rúgbrauð Jónu var sótt í hver eins og hefð var fyrir. Þegar komið var ofar í landið var dregið fram borð og dúkur ásamt íslenskum fánum. Þar snæddum við rúgbrauð með „sméri“ og reyktum silungi ásamt viðeigandi drykk áður en lagt var af stað í göngu. Þá voru ferðirnar í Tungna- réttir og í Gjána einstakar og ekki síður eftirminnilegar. Börnin okkar eiga líka góðar minningar frá fyrri árum þegar farið var í sumarbústaði og úti- legur. Þar var Gunni hrókur alls fagnaðar eins og ávallt og þau minnast hans með söknuði. Gunni var alltaf skemmtileg- ur. Þegar við áttum samveru- stund í byrjun mars á þessu ári sagði hann eins og svo oft áður ótal ógleymanlegar sögur sem komu öllum hópnum til að velt- ast um af hlátri. Hann gerði grín að sjálfum sér og öðrum og að öllum sínum uppátækjum og uppákomum með leikrænum til- burðum. Já hann Gunni er ógleyman- legur og við söknum elskulegs vinar sem voru forréttindi að fá að kynnast og eiga ómetanlegar stundir með í gegnum árin. Elsku Jóna, við sendum hjart- anlegar samúðarkveðjur til þín, Gests, Rúnars, Arnars og fjöl- skyldna. Ásta og Magnús, Guðrún og Þorsteinn, Edda og Sveinn Ásgeir. Við Gunnar höfum þekkst lengi og braskað margt saman. Samstarf okkar hófst þegar við ákváðum að byggja saman skemmu fyrir verkstæðin okkar. Eftir á að hyggja var margt sér- stakt við þessa framkvæmd. Fyrst er til að taka að hvorugur okkar átti nokkurt fjármagn til verksins, en við vorum samstiga í því að byrja bara og þetta myndi reddast. Oft síðan höfum við talað um að ef við hefðum gert áætlanir um kostnaðinn hefðum við aldrei byrjað. Það var sótt um lóð, svarið var nei. Þá voru góðbændur í öðrum sveitum sem úthlutuðu lóðum á Laugarvatni. Þrjóskir sóttum við um þar til lóðin fékkst. Húsið var reist með mikilli aukavinnu, spekúleringum um hvernig hag- stæðast væri að hafa hlutina og með góðri hjálp vina og ættingja. Húsið varð fokhelt og okkur vantaði heitt vatn. Svarið var nei. Sameignir skólanna tóku ekki þátt í svona vitleysu. Þrjóskir sömdum við um að þeir keyptu efnið og við legðum lögn- ina sjálfir. Seinna fengum við svo þennan kostnað greiddan þegar við fórum að láta það heyrast að við ætluðum að fara að selja vatn úr veitunni okkar. Í gegnum þetta allt eru margar góðar minningar. Gaman var þegar við vorum öll að hjálpast að við hin ýmsu verkefni sem þessu tengd- ust. Oft þurfti að spá í hlutina og margir örfundir haldnir en aldrei tók langan tíma að ákveða sig og ekki var gert mál úr hlutunum. Gunnar var mikill ökumaður og hann óx aldrei upp úr því að láta bílana skrensa til og frá. Þegar ég leit út um verkstæðisglugg- ann kom hann oft á fullri ferð inn á planið; oftast var framendinn á undan, stundum kom hann á hlið og stöku sinnum var afturendinn á undan. Ég er ekki frá því, eftir á að hyggja, að þegar við þurft- um að fara eitthvað saman hafi ég reynt að koma því við að farið yrði á mínum bíl, kjarkurinn var ekki meiri en það. Við Gunnar höfum spilað snóker saman í gegnum tíðina, bæði þegar borð var í skúrnum hjá mér og eftir að þau settu upp borð á gistiheim- ilinu. Hann var sérstaklega út- sjónarsamur og leikinn í því að sjá út bestu lausnirnar í leiknum enda var hann einnig skákmaður góður. Sú hefð hefur myndast að menn koma í kaffi á kaffistofuna hjá mér á morgnana. Gunnar hefur sennilega komið oftast allra eða síðan 1987. Hans mun verða sárt saknað í kaffihópnum, snókerhópnum, og ég sakna þess að sjá ekki pickup koma svífandi á svæðið með stæl. Þegar við Gunnar vorum að spila síðasta snókerleikinn okkar var hann farinn að finna verulega fyrir sjúkdómnum, þá sagði hann: „Ég ætla að selja allt nema Jónu!“ Sjálfsagt finnst fólki und- arlegt að vera að setja þetta á blað, en þessi setning situr mjög í mér og kannski getur hún kennt okkur öllum að veraldleg- ar eignir skipta engu máli miðað við klettinn í lífi okkar, fjöl- skyldu og vini. Enda var aðdáunarvert að sjá Jónu annast sinn mann af ein- stakri umhyggju allan sólar- hringinn allt til enda. Góða ferð Gunnar minn. Innilegar samúð- arkveðjur til allra sem honum tengjast. Tómas Tryggvason. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Elskulegur móð- urbróðir okkar Kristján Kristjáns- son er nú fallinn frá. Það var nokkuð sem við áttum nú ekki von á að gerðist svo fljótt þrátt fyrir að áföllin hafi verið nokkur á undanförnum árum. Við hugsum með miklum hlýhug til frændsystkina okkar, Álfheiðar og auðvitað Kristjáns sjálfs sem hafði alla okkar ævi verið okkur nátengdur ættingi sem eini bróðir hennar mömmu. Við fundum það alltaf svo sterkt í gegnum tíðina hversu velkomin viðbót við vorum við hans fjölskyldu, jafnvel þótt hann hafi átt alveg nóg af dætrum fyrir. Ófáar minningar streyma um hug okkar frá þeim árum þegar við vorum í pössun á Reyðarfirði. Mér, Kristjáni Frosta, er sérstak- lega minnisstæð sú draumaveröld sem vélaverkstæðið VBK var og ótrúlega spennandi ferðir um borð í stór skip við höfnina sem Kristján frændi leiddi mig um. Þá er einnig mjög eftirminnileg heimsókn ein til Alla ríka á Eski- firði og alls kyns ævintýrabíltúrar sem lagt var upp í með Kristjáni frænda. Ég á sérstaklega sterka minn- ingu af því þegar bíómyndin Hrafninn flýgur var frumsýnd í sjónvarpinu. Ég ætlaði ekki að missa af þeirri hátíðarstund. En á Reyðarfirði var fullorðna fólkinu annt um geðheilsu ungviðisins og það stóð ekki til að leyfa því að horfa á bíómynd sem bönnuð var börnum. Þá þótti mér illa að mér vegið, sem sjálfstæðum sex ára snáða, og mótmælti harðlega. Á endanum fór það svo, þrátt fyrir Kristján Kristjánsson ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist 9. nóvember 1941. Hann lést 18. nóv- ember 2019. Útför Kristjáns fór fram 3. desem- ber 2019. að Kristján væri ein- staklega fylginn sér og ákveðinn, að þetta var gefið eftir og fékk ég einn að horfa með fullorðna fólkinu en Lára frænka var send í háttinn. Þetta er fyr- ir mér auðvitað bara smækkuð mynd af sanngirni Kristjáns þar sem þetta var mér svo mikilvægt þó svo kvik- myndin hafi á endanum reynst ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Minningarnar sem ég, Nanna, á frá sumardvölum mínum á Reyðarfirði eru margar. Það var ævintýri fyrir borgarbarnið að fá að upplifa frelsið, fegurðina og náttúruna í firðinum. Veiða á bryggjunni og klifra í klettunum. Einstök þolinmæði frænda míns með allan stelpuskarann þykir mér, þegar ég lít til baka í dag, einstaklega aðdáunarverð. Í einni af þessum ferðum man ég að við fórum keyrandi til Hornafjarðar og tjölduðum yfir nótt á leiðinni. Í annað skiptið tjölduðum við í Atla- vík. Alltaf var ég eins og ein af stelpunum hans og á ég af þessu svo innilegar og hlýjar minningar. Kristján á svo alltaf vissan stað í hjarta okkar fyrir að hafa verið til staðar og stuðningsríkur þegar pabbi okkar dó. Hann lét okkur sérstaklega vita það og við fund- um það líka sterkt. Hann reyndist mömmu okkar og systur sinni vel og var henni alltaf góður félagsskapur. Krist- ján munum við alltaf muna sem einstaklega greiðvikinn og bón- góðan mann sem vildi allt fyrir alla gera. Við erum þakklát fyrir allar stundirnar og þá sérstaklega jólin sem við áttum saman fjöl- skyldurnar í Wagrain hér um ár- ið. Takk fyrir samveruna elsku frændi. Nanna og Kristján Frosti Logabörn. Dagbjört Ragn- hildur Bjarnadóttir fæddist á Berserks- eyri í Eyrarsveit 22. ágúst 1923. Hún lést á Landspítalanum 14. september 2019. Okkar kynni voru ekki mikil en þau voru skemmtileg fyrir okkur bæði þar sem hún var móðir Lindu Bjarkar Pétursdóttur og mögulega væntanleg tengdamóðir mín. Árið 2018 í janúarbyrjun þegar við Linda kynntumst þá var ég ekki inni í myndinni hjá Lindu með það að kynna mig fyrir móður hennar. Það breyttist í janúar 2019 en þá afhenti Linda henni fyrir mína hönd nokkrar fallegar rósir. Þegar kom að konudeginum sem var 24. febrúar þá fékk Dag- björt fallegan blómvönd frá mér sem Linda afhenti henni fyrir mína hönd. Ég hitti hana svo loksins í mars síðastliðnum þegar Linda, þáver- andi unnusta mín, sagði mér að móðir hennar vildi hitta mig og spurði mig hvort ég vildi hitta hana. Auðvitað var það auðsótt Dagbjört Ragn- hildur Bjarnadóttir ✝ DagbjörtRagnhildur Bjarnadóttir fædd- ist 22. ágúst 1923. Hún lést 14. sept- ember 2019. Hún var jarð- sungin 26. sept- ember 2019. mál og raunar var það heiður fyrir mig að fá að hitta hana. Ég hitti hana því í fyrsta sinn í kaffi- boði á heimili hennar á Rauðalæknum og auðvitað var ég með blóm með mér handa henni. Hún var vel máli farin og sagði mér ýmislegt varðandi eigin fjölskyldu ásamt því að fá upplýsingar um mig og mína fjöl- skyldu. Hún virkaði á mig sem mjög áhugaverð kona eins og dótt- ir hennar er raunar líka. Við Linda sögðum henni frá því að við værum að fara í aprílbyrjun á óperuna La Travíata í Hörpu og hún sagði okkur að hún hefði séð þá óperu mörgum sinnum og að hún væri spennt að heyra af upp- lifun okkar af þessari uppfærslu. Við hittum hana svo aftur í apríl en þá var hún komin í hvíldarinn- lögn á Hrafnistu þar sem við spjölluðum við hana og sögðum henni frá því hvernig okkur upp- lifun af óperunni hefði verið. Ég ætla að vona að hennar óvænta fráfall þjappi systkinun- um enn betur saman og þau haldi áfram að hittast og eiga góðar stundir saman. Ég vil að lokum senda börnum hennar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi minningin um hana veita ykkur styrk í sorginni. Valgarð Ingibergsson ✝ Sigrún Stef-ánsdóttir fædd- ist á Galtalæk í Eyjafirði 2. ágúst 1925. Hún andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 1. desember 2019. Foreldrar Sig- rúnar voru Stefán Marinó Stein- þórsson landpóstur, f. 2. mars 1895, d. 25. nóv. 1978 og Sigríður Friðrika Kristjáns- dóttir húsmóðir, f. 14. júlí 1895, d. 11. júní 1985. Systkini Sigrúnar voru Helga, f. 18. maí 1918, d. 28. júní 2007, Hólmfríður, f. 8. okt. 1919, d. 19. feb. 2008 , Kristján, f. 15. feb. 1921, d. 9. apríl 1963, Ragnar, f. 1. maí 1923, d. 20. apríl 2007 og Sigurlaug, f. 12. jan. 1933. Hinn 7. febrúar 1948 giftist Sigrún Sigurði Guðlaugssyni. Foreldrar hans voru Guðlaugur Kristjánsson og Bjarney Pálína Guðjónsdóttir. Sigrún og Sig- urður byggðu sér hús að Ham- arstíg 36 á Akureyri og bjuggu allan sinn búskap þar. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Sigurðardóttir, f. 10. maí 1947. Gift Friðriki Bjarnasyni, f. 7. apríl 1944. Börn Guðlaugar eru Sig- rún Björg, f. 11. maí 1964, og Sigurður Aðils, f. 2. maí 1966. Sonur Guðlaugar og Friðriks er Rún- ar Örn, f. 8. des. 1968. 2) Páll Sigurð- arson, f. 25. júní 1948. Kvæntur Guð- rúnu Bergsdóttur, f. 8. feb. 1949, d. 23. sept. 2014. Þeirra börn eru Bergur, f. 14. jan. 1968, og Jón- ína, f. 26. maí 1977. 3) Friðrik Sigurðsson, f. 20. jan. 1954, kvæntur Þórdísi Guð- mundsdóttur, f. 16. apríl 1956. Dætur Friðriks eru Margrét, f. 9. nóv. 1976, og Guðrún Sif, f. 22. júní 1979. Synir Friðriks og Þór- dísar eru Arnar Kormákur, f. 30. júní 1984, og Kolbeinn Gauti, f. 29. okt. 1986. Auk þess átti Sigrún 15 langömmubörn. Sigrún vann lengst af á prjónastofunni Heklu, en um skemmri tíma á Hraðfrystihús- inu á Akureyri og Skógræktinni í Kjarnaskógi. Útför Sigrúnar fór fram 12. desember 2019 í kyrrþey. „Ert þetta þú Guðrún Sif á þessum hægagangi?“ heyrði ég sagt fyrir aftan mig sólríkan eft- irmiðdag einhverntímann á menntaskólaárum mínum þegar ég var að rölta upp Oddeyrargöt- una. Þetta var auðvitað hún amma mín sem var á sömu leið en gekk líklega á tvöföldum hraða á við mig þó hún væri komin á átt- ræðisaldur. Það var stríðnis- glampi og bros í augunum á henni þegar ég snéri mér að henni og staðfesti að þetta væri sannarlega eitt af barnabörnun- um hennar sem þurfti svo að hafa sig alla við að halda í við hana þegar við gengum samferða áleiðis til okkar heima. Amma var ekki í kraftgöngum um götur Akureyrarbæjar nú síðustu árin, en þegar ég hugsa til baka þá kemur þessi minning af einhverjum ástæðum sterk upp í hugann. Þetta stutta skjá- skot 20 ár aftur í tímann er svo einkennandi fyrir hana ömmu; rösk og dugleg, á fartinni, í heilsubótargöngu nánast hvernig sem viðraði, annaðhvort með Helgu systur sinni eða ein, smá stríðni í henni, en þó aðallega hlýja. Það var alltaf gott að koma í Hamarstíginn til ömmu og afa, ég minnist sérstaklega laugar- daganna en þá var alltaf opið hús í hádeginu og boðið upp á graut, það var ein leið þeirra til að skapa góða samveru með fjöl- skyldunni. Amma sinnti fjöl- skyldu sinni vel og var áhugasöm um hagi hennar en hún var líka áhugasöm um lífið í kringum sig. Ég hugsaði oft að hún virtist vera með bæinn kortlagðan í höfðinu, hverjir áttu heima hvar, hvað þeir störfuðu og hvernig þeir tengdust öðrum bæjarbúum. Það dugði að nefna einstakling eða eitthvert ákveðið hús í bænum og amma rakti þá söguna, hverjir byggju þar, eða hefðu búið og hverjum þessir aðilar voru skyld- ir og tengdir og hvar það fólk ætti heima og þar fram eftir göt- unum. Þessi upptalning endaði oftast á orðunum „heldurðu að þú vitir þetta ekki, Guðrún Sif?“ sem ég vissi reyndar aldrei. En í huga ömmu virtist augljóst að slík þekking á samborgurum sínum og nærsamfélagi væri einfaldlega hluti af því að búa í samfélagi og láta sig það varða. Í bernskuminningunni var amma alltaf svo fín, mér fannst hún alltaf fara í fínan kjól þegar hún kom heim úr vinnunni frá verksmiðjunum þar sem hún vann sem lengst. Þó þetta hafi verið upplifun barns leikur ekki vafi á því að amma var glæsileg kona. Hún var líka glaðlynd og vildi alltaf allt fyrir mann gera. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þessa yndislegu ömmu að eins lengi og raunin varð. Minningar sem tengjast henni munu lifa með mér um ókomin ár – megi hún hvíla í friði. Guðrún Sif Friðriksdóttir. Sigrún Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.