Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 30-50% afsláttur af allri jólavöru Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU Jólagjafirnar fást í Kaiu Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er algjörlega óþolandi ástand,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, um aðstæður sem sköpuðust vegna óveðursins fyrr í vikunni. „Við höfum ekkert getað unnið hér í nokkra daga. Það hefur ekki verið hægt að landa úr skipum. Við höfum beðið milli vonar og ótta um ástandið í frystiklefunum. Þar eru mörg hundruð milljóna króna verðmæti. Við höldum að afurðirnar hafi sloppið en hráefnið, óunnin rækja, er orðið ónýtt vegna þess að við gátum ekki unnið það,“ sagði Ólafur. Hann sagði ekki búandi við þetta ástand. Rammi hf. er með rækjuvinnslu á Siglufirði. Þar er líka landað bolfiski úr frystiskipum og ísfiskskipum. Fyrirtækið er ekki með varaaflstöð en var að fá lánaða 400 kW rafstöð til að tryggja að frost héldist í frysti- geymslunum. Ólafur kveðst vona að rafveitukerfið lagist sem fyrst. Fjárfesta þarf í innviðunum „Ég held að vinnslur á þessu svæði hvort sem um er að ræða Dal- vík, Siglufjörð eða Sauðárkrók, geti borið vitni um að það er ekki búandi við þetta ástand,“ sagði Ólafur. En hvers vegna er þetta svona og hvað þarf að gera til að bæta úr? „Ég held að þetta sé að einhverju leyti skipulagsleysi og líka skortur á fjárfestingu,“ sagði Ólafur. „Ég held að það megi hreinlega kenna fyrir- hyggjuleysi og vanrækslu um bil- unina sem varð í Skeiðsfossvirkjun.“ Virkjunin er í Fljótum og aflar Siglu- firði rafmagns. Voru algjörlega einangruð „Það þarf að fjárfesta miklu meira í raforkukerfinu. Svo þurfa að vera varaaflstöðvar fyrir hitaveituna og ótrúlegt að svo skuli ekki vera. Einnig er undarlegt að varaafl á Tetra-kerfinu séu rafgeymar, ef ég skil þetta rétt. Þegar þeir tæmast þá er allt úti,“ sagði Ólafur. „Hér lá allt niðri. Ég er svo heppinn að eiga gamlan bíl og geta hlustað í honum á útvarpið á lang- bylgju, sem þó heyrist ekki vel hér í Siglufirði. FM-útvarpið datt út, Ríkis- sjónvarpið, farsímasambandið líka og landlínan. Við vorum algjörlega ein- angruð.“ Hann sagði að í fyrradag hefði komið rafmagn um stund svo ljósin kviknuðu og hitaveitan komst í gang svo það hlýnaði í húsunum. Svo fór rafmagnið af í fyrrinótt þannig að í gærmorgun var ekkert rafmagn, allt dimmt og kalt og enginn sími. Ólafur segist ekki vita hver for- gangsraðar rafmagninu þegar því er hleypt aftur á, en atvinnufyrirtækin séu síðust í röðinni. Það sé skiljan- legt að fólk þurfi hita og ljós, en hjá fyrirtækjunum liggi mikil verðmæti undir skemmdum. Hann segir nokk- uð borðleggjandi að Rammi hf. þurfi að koma sér upp varaaflstöð því reynslan sýni að ekki sé hægt að treysta á raforkukerfið. Algjörlega óþolandi ástand  Hundraða milljóna verðmæti í hættu vegna rafmagnsleysis á Siglufirði Ljósmynd/Mikael Sigurðsson Siglufjörður Varðskipið Þór kom til Siglufjarðar með rafstöð sem sótt var til Ísafjarðar. Skipið fór svo til Dalvíkur þar sem það verður rafstöð fyrir bæinn. Eftirköst óveðursins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.