Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Í dag kveðjum við mætan mann, kæran vin og skólabróður okkar, Ásbjörn Jónsson. Við kynntumst Ásbirni í æsku er við ólumst upp í Keflavík á grósku- miklum tímum á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar og fylgdumst að í gegnum barna- og gagnfræðaskóla og síðar einnig í fyrsta árgangi stúdenta við þá ný- stofnaðan Fjölbrautaskóla Suð- urnesja þangað til við lukum þar stúdentsprófi í desember 1978. Ásbjörn var yngstur í hópi fjögurra systkina en foreldrar hans voru þau heiðurshjón Jón Stefánsson skósmiður og Guðrún Sigurbergsdóttir. Gott var að koma í heimsókn á heimili þeirra við Skólaveg enda var þar vel tek- ið á móti okkur félögunum af mik- illi hjartagæsku þeirra hjóna og glaðværð. Við stofnun Fjölbrautaskólans opnaðist sá möguleiki að stunda nám heima í Keflavík sem var mikill kostur en á móti kom að skólinn var í uppbyggingarferli og því í mótun á námsárum okk- ar. Fyrsti stúdentsárgangurinn var samhentur og áttum við upp- byggileg og góð unglingsár sam- an. Þar var Ásbjörn mikilvægur hlekkur og hrókur alls fagnaðar enda einstaklega jákvæður og glaðlyndur maður. Hann var sögumaður góður og sagði þá oft frá skondnum atvikum eða skemmtilegu fólki. Á skólaárunum í Fjölbraut kynntist Ásbjörn lífsförunaut sín- um, Auði Vilhelmsdóttur úr Garðinum, og voru þau einkar samhent hjón. Þau hófu búskap í Hlíðunum í Reykjavík þegar Ás- björn hóf nám sitt við lögfræði- deild Háskóla Íslands. Eftir nám- ið fluttu þau suður í Garð og eignuðust þar þrjár glæsilegar og gjörvilegar dætur. Ásbjörn var mikill fjölskyldumaður og hlúði vel að fjölskyldu sinni. Gaman var að sjá hversu stoltur faðir og afi hann var og hve hlýtt hann hugs- aði til fjölskyldu sinnar. Ásbjörn rak um áratugaskeið lögmannsstofu í Keflavík og lágu leiðir okkar oft saman í hinum ýmsu verkefnum fyrir sameigin- lega viðskiptavini. Hann reyndist góður fagmaður, farsæll og traustur lögmaður. Hann var duglegur, áræðinn og úrræða- góður og hugsaði í lausnum frek- ar en að búa til vandamál. Sam- starfið með Ásbirni var einkar ánægjulegt og erum við þakklátir fyrir að eiga hann að vini alla lífs- leiðina. Hann reyndist okkur traustur vinur í starfi og leik. Ásbjörn söðlaði síðar um, hætti í lögmennsku og hóf störf hjá Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum sem framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs. Stærsta verk- efni hans þar var að leiða vinnu við að endurskipuleggja fjárhag bæjarins og auðnaðist honum að sjá árangur erfiðis síns. Öllum er ljóst sem til þekkja að þetta var stórt og streitumikið verkefni. Ásbjörn hafði undanfarið eitt og hálft ár glímt við illvígan sjúk- dóm sem er krabbamein. Hann barðist af hörku og lét engan bil- bug á sér finna. Það lýsir honum vel hversu ósérhlífinn og vinnu- samur hann var að hann stundaði starf sitt fram á síðustu vikur ævi sinnar. Æðruleysi hans í veikind- um sínum er aðdáunarvert. Við bræður flytjum Auði, Björgu, Birnu, Bergrúnu, Jóni og öðrum fjölskyldumeðlimum inni- legustu samúðarkveðjur. Guðmundur og Þórður Kjartanssynir. Margs er að minnast þegar við hugsum um vin okkar Ásbjörn sem nú er fallinn frá. Það er ómetanlegt að eiga góðar minn- ingar um vináttu og gleðilegar stundir til að ylja sér við á sorg- arstundum. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja Auði og Ásbjörn, eiga gott spjall yfir kaffibolla og spá í málefni líðandi stundar. Upp í hugann koma okk- ar árlegu leikhúsferðir, ferðalag okkar til Rómar, heimsóknir í sumarbústað og stundir þar sem fjölskyldur okkar hittust. Ás- björn var tryggur vinur sem gott var að leita til, ráðagóður, víð- sýnn og reynslumikill. Hann var glettinn og gat ævinlega séð spaugilegar hliðar á lífinu og til- verunni. Við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Ásbjörn sem vin. Elsku Auður, Björg, Birna og Bergrún, missir ykkar er mikill en þið eigið örugglega eftir að standa vel saman og styðja hver aðra eins og þið hafið ævinlega gert. Megi góður Guð vera með ykkur og fjölskyldu ykkar á þess- ari sorgarstundu. Guðbjörg og Oddgeir. Einstakur og vandaður maður er fallinn frá mörgum árum of snemma. Ég varð þess aðnjótandi að kynnast Ásbirni í gegnum vinnu okkar og hef ég sjaldan kynnst persónu eins og hann hafði að geyma. Fyrst vil ég nefna glettni hans og fyndni sem skiptir svo miklu í samskiptum og vinnu- umhverfi, hans ótrúlega gáfnafar sem heillaði mig frá fyrsta degi sem ég hitti hann, samkennd hans með öðrum og ekki síst hans óbilandi trú og dugnað. Hann vildi að við öll vinnufélagarnir, sem vorum hans fjarfjölskylda, hefðum trú á því sem við værum að gera. Aldrei í baráttunni sýndi hann bilbug. Alltaf trúfastur. Með tár í augum skrifa ég þessi fátæklegu orð, elsku Ás- björn, og minnist þess að þú varst búinn að fræða mig heilmikið um kirkjur þessa lands enda mikill áhugamaður um þær. Það veitir mér ákveðna ró að fá að kveðja þig í Keflavíkurkirkju sem þú upplýstir mig um að væri syst- urkirkja minnar sóknar. Ég mun ávallt sakna samtala okkar um allt sem skiptir máli og ekkert sem skiptir máli og allan stuðn- inginn frá þér. Mín uppáhaldssetning þín er og verður alltaf: „Greiddur reikn- ingur er tapað fé!“ Hvíl í friði minn kæri vinur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Regína Fanný Guðmundsdóttir. Við kveðjum í dag ástkæran bróður og mág, Ásbjörn Jónsson. Bjössi eins og við kölluðum hann kvaddi þennan heim allt of snemma eftir erfið veikindi. Hann sýndi mikið æðruleysi í veikind- um sínum, varð hvorki reiður né bitur heldur gerði trú, von og kærleika að sínu leiðarljósi. Lítill karl í leðursvuntu að af- greiða á skóverkstæði afa síns, margir héldu að hann myndi feta í fótspor hans og pabba síns og gerast skósmiður en svo var ekki. Bjössi var góður námsmaður, hann lagði lögfræðina fyrir sig og hefur starfað sem farsæll hæsta- réttarlögmaður um langa hríð. Frá unga aldri hafði hann mik- inn áhuga á flottum bílum og eignaðist ófáa slíka um ævina Sem strákur fór hann að hella sér upp á og drekka kaffi og yf- irleitt fékk hann sér einn espresso fyrir svefninn. Bjössi var einstaklega ljúfur, bóngóður og hafði góða nærveru. Hann var líka glaðvær og með skemmtilegan húmor og hafði gaman af því að stríða frændum sínum og frænkum. Í seinni tíð fór hann að stunda golf af miklum áhuga og kom á fót fjölskyldumótinu Skólavegs Open sem reynt var að hafa ár- lega. Hann hafði gaman af ensku knattspyrnunni og þar var Ars- enal hans lið. Bjössi var mjög skipulagður og úrræðagóður og skráði helst allt í excel, enda vildi hann hafa hlutina alveg 100%. Bjössi og Auður, Auður og Bjössi, það er ekki hægt að nefna annað nema hitt fylgi með, voru samrýnd og samstiga hjón. Þau hafa haldið vel utan um dæturnar þrjár og stutt þær og hvatt áfram. Fjölskyldan skipti hann miklu máli og var hann alltaf svo stoltur af stelpunum sínum og barnabörnunum. Það er búið að vera aðdáunar- vert að fylgjast með Auði, Björgu, Birnu og Bergrúnu styðja Bjössa og styrkja á þess- um erfiða tíma. Þrátt fyrir að Bjössi hafi verið búsettur í Garðinum stóran hluta ævinnar var hann sannur Kefl- víkingur, þar lágu ræturnar og ólst hann upp á ástríku heimili yngsta barn í fjögurra systkina hópi og það fyrsta sem kveður þetta jarðlíf. Elsku Auður, Björg, Birna, Bergrún, Ásbjörn, Bergur, Ey- rún og Jón. Öll syrgjum við en missir ykk- ar er mestur. Um leið og við kveðjum þig, elsku Bjössi, óskum við þér góðr- ar ferðar inn í heim ljóss og frið- ar. Stefán Jónsson og María Sigurðardóttir. Í síðustu viku bárust mér þær sorgarfregnir að kær vinur minn, Ásbjörn Jónsson, væri fallinn frá eftir erfið veikindi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Ásbirni á prests- árum mínum á Útskálum í Garði. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttum suður með sjó skömmu fyrir árþúsundamótin tókst fljótt með okkur og börnum okkar góð vinátta. Það var því umtalsverður samgangur milli heimilanna. Það er ómetanlegur fengur í að finna traustan samstarfsmann og vin í þeim krefjandi verkefnum sem mæta óreyndum presti á akri mannlegs samfélags. Þann vin fann ég í Ásbirni. Ásbjörn var formaður sóknar- nefndar Útskálasóknar um ára- bil, kirkjuþingsmaður ásamt því að sinna lögmanns- og trúnaðar- störfum í Keflavík og víðar. Frá fyrstu kynnum urðu mér eiginleikar Ásbjörns ljósir. Víð- feðm þekking hans á mönnum og málefnum bar góðum gáfum hans vitni. Það var því ekki að undra að Ásbjörn væri eftirsóttur til mik- ilvægra og krefjandi verkefna innan stjórnar Þjóðkirkjunnar. Ásbjörn var ráðagóður, skarp- greindur, fljótur að hugsa og hamhleypa til verka. Hann hafði skemmtilega frásagnarhæfileika og kom gjarnan auga á spaugileg- ar hliðar mannlegrar tilveru. Það var því oftar en ekki mikið hlegið í nærveru Ásbjörns og sögurnar ófáar og skemmtilegar sem gerðu kalt skammdegið bjartara og hlýrra. Þegar ég hugsa til Ásbjörns vinar míns leita orð Jesú á hug- ann: „Hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Fjársjóður Ásbjörns var fjöl- skyldan. Það fann ég hvað best þegar ég kom inn á heimili Auðar og Ásbjörns á Valbraut. Þann fal- lega garð ræktuðu þau hjón af trúfesti og alúð. Ávexti þess lífs- starfs er fyrst og síðast að finna í börnum þeirra og heimili ásamt samheldni, vináttu og hlýju við- móti í garð þeirra sem til þeirra leituðu. Guð blessi minningu Ásbjörns Jónssonar. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til Auðar og dætra þeirra, Bjargar, Birnu og Bergr- únar. Guð blessi ykkur og styrki á þessum erfiðu tímum. Björn Sveinn Björnsson og fjölskylda. Ásbjörn var mikill kirkjuvinur, var í forystusveit leikmanna- hreyfingar Þjóðkirkjunnar og lagði drjúgt af mörkum í sjálf- boðnu starfi hennar. Við sátum saman á kirkjuþingi og síðan í kirkjuráði á erfiðum tímum í kjöl- farið á efnahagshruninu. Mikill fengur var það fyrir Þjóðkirkjuna að njóta starfa hans. Alltaf til þjónustu reiðubúinn, fjalltraust- ur í samstarfi og úrræðagóður í flóknum viðfangsefnum og við- kvæmum aðstæðum. Þar var ár- vekni og vongleði í fyrirrúmi. Þegar hart var vegið að fjárhags- legri stöðu kirkjunnar og ekkert blasti annað við en fjöldaupp- sagnir, þá kom það aldrei til greina af hans hálfu og hafði því m.a. forystu um að leita annarra leiða. Það tókst, þó þung orð hafi fallið af hálfu nokkurra sem ekki gerðu sér grein fyrir alvarlegri stöðu kirkjunnar á þeim tíma. Ekki haggaðist Ásbjörn við það og horfði fram á veginn. Eigi að síður var Ásbjörn alltaf opinn fyr- ir að hlusta á sjónarmið annarra, ræða málin í botn, komast að nið- urstöðu og láta verkin tala, en lét hálfkák, fyrirslátt og þras sér í léttu rúmi liggja. Þjóðkirkjan á Ásbirni mikið að þakka. Með okkur Ásbirni tókst traust og persónuleg vinátta við störfin innan kirkjunnar. Það gaf okkur mikið og þökkum við inni- lega fyrir það. Oft leituðum við í smiðju hans um ráð og leiðsögn. Þá var svo kært að njóta sam- svista með Ásbirni. Þar var já- kvæðni í öndvegi, virðingin við lífsgæðin og húmorinn aldrei langt undan. Hann átti svo létt með að setja sig í annarra spor, opna á nýjan vinkil með sanngirni og nærgætni við fólk og málefni. Þar var allt samofið í trausti. Hann stóð við sín orð. Ásbjörn bjó yfir víðtækri þekkingu og reynslu úr heimi stjórnsýslu og viðskipta og marg- ir nutu góðs af. Það var hugsjón hans og leiðarljós að láta velferð fólksins vera í forgangi og ekki síst þeirra sem minnst mega sín. Við vitum að Ásbjörn var gjarnan önnum kafinn við vandasöm skyldustörf. En ef kirkjan átti hlut að máli eða persónulegur vinur, þá hafði hann alltaf meira en nógan tíma til að vera þar og leggja sitt af mörkum til farsæld- ar. Því miður eigum við þess ekki kost að vera viðstaddir útför Ás- björns, en biðjum fyrir hugheilar kveðjur og þakkir. Guð blessi fal- lega minningu Ásbjörns, Auði og stórfjölskylduna. Gunnlaugur Stefánsson, Gísli Gunnarsson. Aldeilis alveg ógleymanlegur vinur og félagi; ærlegur, heiðar- legur, hraður, glaðlyndur, greindur og gefandi, en gat tekið sinn toll sem gefur að skilja af forsögðu. Ég var svo heppinn að rata beint í fang Ásbjörns Jónssonar þegar mér um skamma hríð fyrir tæpum 30 árum var trúað fyrir prestsþjónustu í Útskálapresta- kalli með búsetu í Garði. Ásbjörn var á þeim tíma sóknarnefndar- formaður Útskálasóknar. Ég þekkti hann ekki fremur en nokk- urn mann þar syðra að ég helst hélt. Mér var sagt að hafa sam- band við Ásbjörn, hann mundi taka á móti mér og greiða mér götu til starfsins. Heldur hafði ég reiknað með að hitta fyrir varfærinn, ögn gam- ansnauðan mann, haldinn heil- kennum ábyrgrar tortryggni, fjarri því að taka við hverju sem væri, jafnvel í formi prests. Ég var tilbúinn að mæta slíkum þver- girðingi. En þegar mig bar að garði (Garði), í tvíþættri merkingu, tók veruleikinn við. Við mér tók Ás- björn, brosandi og fagnandi opn- um örmum. Ég hafði ekki und- irbúið mig fyrir slíkar móttökur og féll því allur ketill í eld. Hann vildi allt fyrir mig gera þessi mað- ur. „Hérna er sími svo fólkið geti náð í þig“ og rétti mér nýjan síma, lykil að nýuppgerðu einbýlishúsi, „og hér er tölva til að semja ræð- urnar“ og lét þau orð fylgja að ef mig skorti eitthvað, sama hvað það væri, ætti ég bara að hafa SJÁ SÍÐU 24 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR MEKKÍNAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Breiðagerði 19. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunaheimilinu Skjóli fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót síðastliðið ár. Ásgeir Egilsson Sara Sofia Roa Campo Kjartan Egilsson Guðfinna E. Guðmundsdóttir Unnur Egilsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Pálmi Egilsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, Kirkjumel í Norðfjarðarsveit, lést á hjúkrunardeild HSA í Neskaupstað að kvöldi 5. desember. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 16. desember klukkan 14. Steinþór Hálfdanarson Sigríður H. Wium Haraldur Hálfdanarson Jóhanna Gísladóttir Þórunn Hálfdanardóttir Skúli Björnsson Hálfdan Hálfdanarson Rósa Þóra Halldórsdóttir Einar V. Hálfdanarson Stella Kjartansdóttir Unnur E. Hálfdanardóttir Hjálmar I. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR MANASESDÓTTIR frá Glæsibæ í Hörgársveit, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð fimmtudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. desember klukkan 13.30. Valgerður Davíðsdóttir Magnús S. Sigurólason Rúnar Davíðsson Jakobína E. Áskelsdóttir Hulda Davíðsdóttir Heiða S. Davíðsdóttir Michael V. Clausen Eydís B. Davíðsdóttir Atli R. Arngrímsson og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR PÁLL INGÓLFSSON, tónlistarmaður og kjötiðnaðarmeistari, lést 10. desember á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. desember klukkan 11. Laufey Ingibjörg Gunnarsdóttir Sigurður Árni Gunnarsson Arnar Freyr Gunnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir mín, vinkona og amma, BJARNHEIÐUR EINARSDÓTTIR frá Ólafsfirði, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Kristján Már Hilmarsson Elín G. Magnúsdóttir Bjarnheiður Ninna Sigmundsdóttir Sæunn Árný Sigmundsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR RAGNARSSON, bóndi Fremri-Hundadal, Dalabyggð, lést mánudaginn 2. desember. Snæbjörg Rósa Bjartmarsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.