Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet telur að styrkja þurfi flutningskerfi raforku á Norðurlandi og fjölga varaleiðum. Uppbygging kerfisins, til dæmis byggðalínunnar á Norðurlandi, hefur tafist. Ástæðan er óskilvirkt leyfisveitingakerfi og óskýrar reglur, að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar forstjóra. „Það er alltaf skynsamlegt eftir svona hamfarir að fara yfir áætlanir og breyta áherslum ef það sýnist til bóta. Við gerum það alltaf við svona áföll,“ segir Guðmundur Ingi þegar hann er spurður hvort von sé á áherslubreytingum við uppbyggingu flutningskerfisins vegna þeirra miklu skemmda sem urðu í óveðrinu og þeirra afleiðinga sem það hafði. Guðmundur segir aðstæður hafa um margt verið óvenjulegar. Trufl- anir hafi orðið stöðum sem ekki séu þekktir fyrir það. „Við fengum gríð- arlegan vind og mikla ófærð og svo hlóðst saltmengaður ís á línurnar sem liggja með ströndinni. Á Norð- ur- og Austurlandi var afar slæmt veður en í raun fengum við útleys- ingu rafmagns um allt land. Þetta reyndi mikið á raforkukerfið. Það stóðst mjög vel á Suður- og Vest- urlandi en það sama er ekki hægt að segja um stöðuna á Norðurlandi þar sem verulegar skemmdir urðu og á tímabili á Austurlandi.“ „Við höfum lengi bent á að styrkja þurfi raforkuflutningskerfið á þess- um svæðum og fjölga flutningsleið- um til þess að hafa varaleiðir til að koma rafmagninu eftir, þegar á þarf að halda. Hefur þetta gengið hægar en við vildum,“ segir Guðmundur. Spurður um ástæður þess segir hann: „Það er fyrst og fremst vegna þess hversu hægt hefur gengið að fá leyfi til fram- kvæmda. Undan- farin þrjú ár höf- um við ekki geta framkvæmt nema ríflega helming- inn af því sem við höfum áætlað.“ Leyfisveitinga- kerfið er að hans sögn óskilvirkt og reglurnar sem fyrirtækinu er ætlað að fara eftir óskýrar. Allt ferlið taki lengri tíma en vera þyrfti. „Það þarf að endur- skoða allt ferlið, einfalda það og hafa reglur skýrari. Síðan þarf að setja mannskap og fjármagn inn í þær stofnanir sem um þetta fjalla.“ Hann nefnir umhverfismat og skipulags- mál í þessu efni. Byggðalínan í forgangi Landsnet áætlar að framkvæma fyrir 8-9 milljarða á ári næstu tíu ár- in. Raunar hefur það einnig verið áætlað síðustu árin en ekki gengið eftir nema að hluta. Spurður hvað brýnast sé að gera segir Guðmundur Ingi að unnið hafi verið að því að byggja upp kerfið um land allt. „Ef við förum yfir lands- hlutana sem mesta álagið var á núna, Norðurland og Vestfirði, þá höfum við lagt áherslu á að endur- nýja byggðalínuna með því að byggja línu af nýrri kynslóð við hlið- ina á þeirri gömlu.“ Hann nefnir að línan frá Fljótsdalsstöð um Akureyri og að Blöndustöð sé í forgangi. Henni er skipt í þrennt. Fram- kvæmdir eru þegar hafnar við lagn- ingu Kröflulínu 3 úr Fljótsdal í Kröflu. Hann segir að vonandi hefj- ist framkvæmdir við Hólasandslínu 3 frá Hólasandi til Akureyrar á næsta ári. Þá sé Blöndulína 3 sem liggur frá Akureyri til Blöndu í um- hverfismati öðru sinni og samráðs- ferli. „Við erum einnig með minni fram- kvæmdir í gangi til að tryggja af- hendingaröryggi byggðanna út frá sterku miðlægu flutningskerfi. Við erum að byggja tvær nýjar spenni- stöðvar í Varmahlíð og á Sauðár- króki og jarðstreng á milli þeirra sem bæta mun stöðuna á Sauðár- króki. Við höfum haft þá stefnu að byggja hús yfir allar nýjar spenni- stöðvar, meðal annars til að losna við áhrif veðurs á rekstur þeirra. Slíkar stöðvar verða á nýju byggðalínunni og í Skagafirði. Við erum þegar bún- ir að byggja tvær slíkar stöðvar á Snæfellsnesi, eina á Hvolsvelli og nýjan afhendingarstað við Þjórsá.“ Tvöföldun línunnar til Dalvíkur er á tíu ára áætlun en hefur ekki verið tímasett og endurnýjun Kópaskers- línu er ekki inni í áætlunum, að sögn Guðmundar, en báðar þessar línur skemmdust í óveðrinu. Hvalá hefði hjálpað Vestfirðir eru aðeins tengdir við meginflutningskerfið með einni línu. Hún fór í óveðrinu, eins og oft áður, en Vestfirðingar fengu rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaflsstöðvum sem reknar eru með dísilolíu. Af- hending var þó skert. Guðmundur segir að unnið sé að ýmsum verk- efnum á Vestfjörðum, meðal annars hringtengingu. Spurður um áhrif aukinnar raforkuframleiðslu frá Hvalá eða virkjunum í Djúpi segir Guðmundur Ingi að ef Hvalárvirkj- un hefði verið komin í gagnið hefði dregið mjög úr truflunum á Vest- fjörðum í þessu óveðri. Morgunblaðið/Eggert Raforka Starfsmenn RARIK unnu í gær að viðgerðum víða um land, m.a. við spennuvirki í Hrútafirði. Óskilvirkt leyfisveit- ingakerfi tefur fyrir  Forstjóri Landsnets segir að áætlanir verði endurskoðaðar Guðmundur Ingi Ásmundsson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tilkynningar um tjón í kjölfar veður- ofsa á þriðjudag eru farin að berast tryggingafélögum. Er helst um að ræða tjón á ökutækjum og húsum, s.s. rúðubrot, þakskemmdir og skemmdir á klæðningum. Hjá einu tryggingafélagi sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru langflestar til- kynningar frá Vestmannaeyjum, en þar fóru vindhviður upp í 52 m/s. „Við erum að fá til okkar tilkynn- ingar af öllu landinu, flestar þeirra hafa þó komið frá Vestmannaeyj- um,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri hjá Sjóvá, en alls höfðu 30 tilkynningar um tjón borist Sjóvá í gær og voru 20 frá Eyjum. „Það koma eflaust fleiri tilkynn- ingar á morgun. En fólk er auðvitað bara enn að reyna að ganga frá því sem hægt er og svo fer það að huga að tryggingunum,“ segir Sigurjón. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sér- fræðingur í forvörnum hjá VÍS, seg- ir tilkynnt tjón vera um 30. „Þetta eru skemmdir á húseign- um, bílum og bátum. Einnig erum við að fá tilkynningar vegna afleið- inga rafmagnsleysis,“ segir hún. Björk Viðarsdóttir, hjá tjónaþjónustu TM, segir tilkynningar um tjón fara fremur rólega af stað, en í gær voru tilkynnt tjón 26 talsins. „Okkur hafa nú ekki borist mjög mörg símtöl, en auðvitað hafa ekki allir haft tækifæri á að kanna sína stöðu mjög náið. Það má því búast við fleiri tilkynningum á næstu dögum,“ segir hún og bætir við að þær tilkynn- ingar sem þó hafi borist séu frá fólki um allt land. Er um að ræða marg- þætt tjón, að hennar sögn. „Þetta eru hin hefðbundnu foktjón þar sem klæðningar losna, gluggar brotna og dót fýkur á ökutæki. Þetta er af ýmsum toga,“ segir hún. Matvæli skemmast í kælum Víðtækar truflanir hafa verið á dreifikerfi rafmagns, einkum á Norð- urlandi. Björk segir fólk hafa sett sig í samband við tryggingafélagið vegna þessa eftir að matvæli í frysti- og kæligeymslum tóku að skemmast í rafmagnsleysinu. Aðspurð segir hún innbústryggingar einstaklinga geta náð yfir þess háttar tjón. Eins geta kaupmenn fengið tjón sitt bætt, séu þeir tryggðir. Tilkynningar berast um tjón  Um 90 tilkynningar borist og von á fleirum  Margar koma frá Eyjum Eftirköst óveðursins Blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins og mbl.is voru á ferð um hamfarasvæðið fyrir norðan í gær og halda áfram ferð sinni í dag. Auk þess sem afrakstur ferð- arinnar birtist hér í blaðinu í dag og á morgun eru fjölmargar fréttir og frásagnir af ástandinu og viðtöl við fólk á svæðinu á mbl.is. Þar er meðal annars rætt við kúabændur á Bessastöðum við Miðfjörð sem lentu illa í rafmagnsleysinu og þurftu að hella niður yfir 2.000 lítr- um af mjólk. Fleiri fréttir á mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hvammstangi Gífurlegum snjó hefur kyngt niður síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.