Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar Opið alla daga til jóla Glæsilegar jólagjafir Peysujakki Kr. 8.900.- Str. M-XXXL Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárlaganefnd hefur lagt fram breytingartillögu á fjáraukalögum svo ráðstafa megi hundruðum milljóna króna til lögreglunnar. Um er að ræða 353 milljónir króna sem ætlað er að efla lögregluna í að- gerðum hennar gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá kemur rúm- lega 44 milljóna króna framlag úr ríkissjóði, alls um 400 milljónir. „Tillagan gerir ráð fyrir að hluta ávinnings sem gerður var upp- tækur í kjölfar sameiginlegra rannsóknaraðgerða bandarískra og íslenskra stjórnvalda í svokölluðu „Silk Road-máli“ verði ráðstafað til að efla lögregluna, þá sérstaklega í aðgerðum hennar gegn skipulagðri brotastarfsemi, og er þetta framlag fyrst og fremst ætlað til búnaðarkaupa,“ segir í tillögunni. Hafa fengið fjármunina Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og flutningsmaður tillögunnar, segir ríkissjóð þegar hafa fengið umrædda fjármuni til ráðstöfunar. Hins vegar hafi skort fjárfestingarheimild á móti svo ráð- stafa mætti þessum fjármunum. Með samþykkt breytingartillögunn- ar verði sú heimild veitt. Hann segir aðspurður að framlagið muni renna til lögreglunnar í landinu í barátt- unni gegn skipulagðri glæpastarf- semi, einkum til kaupa á tækjum. Á forræði ráðherra Fjárfestingarframlagið sé á for- ræði dómsmálaráðherra sem muni væntanlega ákveða í samvinnu við lögregluna hvert fjármunirnir fari. Silk Road var alþjóðleg vefsíða þar sem meðal annars fíkniefni voru boðin til sölu. Silk Road-netþjónninn var hýstur hér á landi. Sagt var frá því á mbl.is í júní 2015 að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aflaði mikilvægra gagna í rannsókn sakamáls sem leiddi til þess að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafði hendur í hári Ross Ulbricht, sem stýrði vefsíðunni Silk Road. Fram kom í dómsorðum yfir Ul- bricht við rétt í New York-ríki að vefsíðan hafi verið notuð af nokkur þúsund eiturlyfjasölum sem hafi dreift hundruð kílóa af fíkniefnum til yfir hundrað þúsund kaupenda um heim allan. Þá hafi vefsíðan verið notuð til að þvætta hundruð milljóna dala. Ulbrict hafi haft tugi milljóna dala í þóknunartekjur vegna við- skiptanna og reynt að ráða leigu- morðingja til að ráða þá sem stóðu í vegi fyrir viðskiptunum af dögum. Mun færa lögreglunni hundruð milljóna króna  Tillaga um fjárheimild vegna ávinnings í Silk Road-máli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Löggæsla efld Lögreglan mun fá fjármuni til tækjakaupa til að efla baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. Slík brot hafa færst í vöxt á Íslandi. Willum Þór Þórsson Ross Ulbricht varð 35 ára í mars síðast- liðnum. Hann var á yngri árum betur þekktur undir dulnefnum sín- um á netinu. Ulbricht var ágætur námsmaður og útskrif- aðist sem eðlisfræðingur frá Tex- as-háskóla í Dallas. Síðan lá leiðin til ríkisháskólans í Pennsylvaníu en þaðan útskrifaðist hann með meistarapróf í verkfræði. Á þessum árum fór hann að að- hyllast kenningar frjálshyggj- unnar um takmörkuð ríkisafskipti og rétt einstaklingsins til athafna án íþyngjandi afskipta ríkisvalds- ins. Út frá þessum hugmyndum stofnaði hann vefsíðuna Silk Road, eða Silkiveginn, sem ætlað var að vera vettvangur fyrir ein- staklinga til að skiptast á vörum að vild, burtséð frá því hvort þær væru löglegar. Skyldu viðskiptin fara fram með rafmyntinni bitco- in. Buðu notendur meðal annars eiturlyf til sölu. Vefsíðan var á djúpvefnum (e. Deep Web), þeim hluta veraldarvefsins sem er ómerktur, en almennar leitarvélar finna ekki ómerktar vefsíður. Ulbricht var ákærður fyrir pen- ingaþvætti, tölvuinnbrot og að- komu að dreifingu fíkniefna. Hann fékk þungan dóm og mun að óbreyttu verja því sem hann á ólifað á bak við lás og slá. Hugsjón varð að martröð FALIN VEFSÍÐA Ross Ulbricht

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.