Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Finnur Freyr Stefánsson og læri- sveinar hans í danska körfuknatt- leiksliðinu Horsens unnu sinn þriðja leik í röð í dönsku úrvals- deildinni þegar liðið fékk Randers í heimsókn í toppslag deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 75:65-sigri Horsens sem leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 31:29. Þetta var tíundi sigurleikur Hor- sens á tímabilinu sem er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Randers og topplið Bakken Be- ars. Horsens hefur leikið 12 leiki, Randers 13 og Bakken Bears 10. Horsens hafði betur í toppslag Morgunblaðið/Hari Þjálfari Finnur Freyr Stefánsson er að gera frábæra hluti í Danmörku. Alexander Petersson skoraði fjög- ur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði óvænt 30:25 á úti- velli fyrir Bjarka Má Elíssyni og liðsfélögum hans í Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már, sem er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, komst ekki á blað hjá Lemgo en Kristján Andrésson er þjálfari Lö- wen. Ljónin eru í fjórða sæti deild- arinnar með 24 stig, líkt og Hann- over og Kiel, en Flensburg er í efsta sætinu með 26 stig. Þá eru tvö lið með 22 stig í fimmta og sjötta sæti. Baráttan harðnar í Þýskalandi Ljósmynd/@tbvlemgolippe Markahæstur Bjarki Már Elísson komst ekki á blað í óvæntum sigri. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Stjarnan ................ 18.30 Mustad-höllin: Grindavík – Þór Ak..... 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Keflavík ................. 20.15 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Breiðablik........ 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Vestri .................. 19.15 Í KVÖLD! Dominos-deild karla KR – Valur ............................................ 87:76 Fjölnir – Njarðvík ................................ 81:88 ÍR – Tindastóll ...................................... 92:84 Staðan: Keflavík 9 7 2 806:754 14 Tindastóll 10 7 3 871:823 14 Stjarnan 9 7 2 837:756 14 Njarðvík 10 6 4 831:735 12 ÍR 10 6 4 845:854 12 KR 10 6 4 826:816 12 Haukar 9 5 4 804:773 10 Þór Þ. 9 4 5 710:733 8 Grindavik 9 4 5 768:777 8 Valur 10 3 7 804:863 6 Fjölnir 10 1 9 857:933 2 Þór Ak. 9 1 8 707:849 2 1. deild karla Höttur – Álftanes ................................. 87:76 Skallagrímur – Snæfell .................... 101:110 Staðan: Höttur 11 10 1 962:853 20 Hamar 10 9 1 967:864 18 Breiðablik 10 9 1 1007:812 18 Vestri 9 5 4 802:713 10 Selfoss 10 4 6 783:810 8 Álftanes 11 4 7 882:942 8 Snæfell 11 2 9 865:1037 4 Skallagrímur 11 2 9 921:1066 4 Sindri 9 1 8 726:818 2 Evrópudeildin Khimki Moskva – Alba Berlín.......... 104:87  Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Alba, átti 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst en hann lék í 20 mínútur. Danmörk Horsens – Randers .............................. 75:65  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens sem er í þriðja sæti deildarinnar. NBA-deildin Orlando – LA Lakers ........................... 87:96 Toronto – LA Clippers....................... 92:112 Cleveland – Houston ........................ 110:116 Indiana – Boston............................... 122:117 Brooklyn – Charlotte ....................... 108:113 Minnesota – Utah ............................. 116:127 Chicago – Atlanta ............................. 136:102 Phoenix – Memphis .......................... 108:115 Milwaukee – New Orleans............... 127:112 Sacramento – Oklahoma City ............. 94:93 Golden State – New York ........ (frl) 122:124 KÖRFUBOLTI HANDBOLTI Grill 66 deild kvenna FH – Stjarnan U................................... 33:17 Grótta – ÍBV U ..................................... 29:26 Staðan: Fram U 11 11 0 0 375:252 22 FH 11 9 1 1 309:238 19 Selfoss 11 7 2 2 253:236 16 Grótta 11 7 1 3 276:255 15 ÍR 11 7 0 4 286:266 14 Valur U 11 6 1 4 301:277 13 ÍBV U 11 4 1 6 275:276 9 Stjarnan U 11 3 1 7 267:309 7 Fylkir 11 3 0 8 214:244 6 Fjölnir 11 3 0 8 262:303 6 HK U 11 2 1 8 262:326 5 Víkingur 11 0 0 11 247:345 0 Þýskaland Füchse Berlín – Kiel............................ 29:28  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Lemgo – RN Löwen ............................ 30:25  Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir Lemgo en Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar lið Löwen. Flensburg – Balingen ......................... 32:25  Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. Stuttgart – Melsungen........................ 31:28  Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart. Svíþjóð Kristianstad – Helsingborg................ 29:25  Ólafur Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 9. Sävehof – Lugi ..................................... 27:25  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki Sävehof. Alingsås – Redbergslid....................... 25:27  Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir Alingsås. Danmörk Skjern – Holstebro .............................. 33:36  Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyr- ir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði 2 skot í markinu. Patrekur Jóhann- esson þjálfar liðið. Í BREIÐHOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is ÍR vann sterkan 92:82-heimasigur á Tindastóli í 10. umferð Dominos- deildar karla í körfubolta í gær- kvöldi. Með sigrinum stoppaði ÍR sex leikja sigurgöngu Tindastóls. ÍR-ingar hafa verið á fínni siglingu að undanförnu og unnið sex af síð- ustu átta leikjum sínum. Margir ótt- uðust það versta fyrir ÍR, þar sem liðið missti nánast alla þá leikmenn sem fóru í úrslitaeinvígið gegn KR á síðustu leiktíð. Í þeirra stað eru komnir leikmenn sem eru alls ekki síðri. Georgi Boya- nov er virkilega góður og hefur hann komist betur inn í liðið eftir því sem liðið hefur á mótið. Gott er að hafa mann eins og Collin Pryor, Evan Singletary sem er ólíkindatól á góð- an hátt og Danero Thomas sem skil- ar alltaf sínu. Þá er Sæþór Elmar Kristjánsson enn hjá liðinu, en hann vex með hverju árinu. Þeir skipa býsna sterkt byrjunarlið hjá ÍR og sannaði liðið í gær að það getur unn- ið hvaða lið sem er á góðum degi og þá sérstaklega í gryfjunni sem heimavöllurinn er orðinn. ÍR fékk ekki eitt einasta sig af bekknum í gær og þar getur liðið helst bætt sig. ÍR-ingar voru ófeimnir við að ráð- ast á körfuna og hvað eftir annað náðu þeir í vítaskot. Singletary, Coll- in Pryor og Boyanov skoruðu allir níu stig af vítalínunni og nýttu ÍR- ingar 27 af 30 vítaskotum sínum, sem er gríðarlega sterkt. ÍR sparkar alltaf frá sér ÍR er sennilega ekki með nægi- lega gott lið til að geta orðið meist- ari, en það fer enginn í Breiðholtið í auðveldan leik. ÍR sparkar alltaf frá sér og á Borche Ilievski hrós skilið fyrir að leggja ekki árar í bát, heldur búa til nýtt sterkt lið. Tindastólsmenn voru ólíkir sjálf- um sér og voru þeir snöggir að láta mótlætið hafa áhrif á ákvarðanir sín- ar í sóknarleiknum. Hvað eftir ann- að fóru þeir í erfitt einstaklings- framtak sem ÍR-ingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með að stöðva. Leikmannahópur Tindastóls er mjög sterkur, en of fáir náðu sér á strik í gær. Jaka Brodnik, Pétur Rúnar Birgisson og Sinisa Bilic voru sterkir, en aðrir náðu sér ekki á strik. Tindastóll saknar Jasmin Perkovic sem er meiddur, en hann gerir mikið fyrir liðið á báðum end- um vallarins. Tindastóll gat ekkert æft tvo daga fyrir leik, þar sem rafmagnslaust var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki eftir veðráttu vikunnar. Gæti það haft sitt að segja, enda leikmenn ekki eins undirbúnir og ekki eins vel nærðir, þar sem þeir áttu í erfið- leikum með að elda. Það hefur allt áhrif í íþrótt eins og körfubolta, þar sem smáatriðin skipta sköpum. Takist Keflavík og Stjörnunni að vinna í kvöld, skilja þau Tindastól eftir í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir sér. ÍR er með tólf stig, eins og Njarðvík og KR í 4.-6. sæti. ÍR-ingar verða væntanlega áfram í þeirri bar- áttu. Haldi þeir áfram að spila eins og í gær gætu þeir jafnvel nælt sér í heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Tindastóll verður að jafna sig fljótt í mikilli baráttu um deildarmeist- aratitilinn. Kærkominn sigur hjá KR  KR gat loks fagnað sigri eftir þrjú töp í röð í öllum keppnum og fimm töp í sex leikjum. KR hafði betur gegn Val á heimavelli, 87:76, þrátt fyrir fjarveru Kristófers Acox og Jón Arnórs Stefánssonar. Helgi Már Magnússon skoraði 21 stig fyrir KR en Frank Aron Booker gerði 22 fyrir Val, sem hefur tapað síðustu sex deildarleikjum.Valsmenn eru að- eins fjórum stigum frá fallsæti, sem eru mikil vonbrigði þar á bæ, en Val- ur ætlaði sér stóra hluti á tímabilinu.  Njarðvík vann sinn fimmta sig- ur í röð og Fjölnir tapaði sínum átt- unda leik í röð er liðin mættust í Grafarvogi. Njarðvík hefur spilað gríðarlega vel síðan félagið samdi við Chaz Williams og hann skoraði 25 stig í gærkvöldi og var stigahæst- ur hjá Njarðvíkingum. Srdan Stoj- anovic skoraði 26 stig fyrir Fjölni, sem er í slæmum málum með aðeins einn sigur. ÍR ætlar sér í toppbaráttu  ÍR vann sterkan heimasigur á Tindastóli  Sex leikja sigurganga Tindastóls á enda  Loksins unnu sexföldu meistararnir  Njarðvíkingar á mikilli siglingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umkringdur ÍR-ingurinn Evan Singletary umkringdur leikmönnum Tindastóls í Breiðholtinu í gær. Ljósmynd/ÍF Heiðruð Bergrún Ósk, Ásta Katrín og Már voru verðlaunuð á hófi ÍF. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson voru útnefnd íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra á árlegri hátíðarathöfn ÍF sem fram fór á Hótel Sögu í gær. Hinn 20 ára gamli Már vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á HM í London í september, setti 28 Íslandsmet á árinu og synti undir gildandi heimsmeti í þremur greinum á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug í nóvember. Bergrún Ósk, 19 ára, gerði sér lítið fyrir og hafnaði í fimmta sæti í langstökki á HM í Doha í frjálsum íþróttum sem fram fór í nóvember. Bergrún stökk lengst 4,26 metra sem er hennar besta stökk frá upphafi. Þetta er annað árið í röð sem Bergrún er valin íþróttakona ÍF. Þá fékk íþróttakennarinn Ásta Katrín Helgadóttir Hvataverðlaun ÍF fyrir áratuga starf innan ÍF. Bergrún Ósk og Már sköruðu fram úr í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.