Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 ✝ Ása Bjarna-dóttir fæddist 10. ágúst 1927 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hún lést á Droplaugar- stöðum 30. nóv- ember 2019. For- eldrar hennar voru Bjarni Guð- mundur Friðriks- son, f. 31.7. 1896 á Flateyri í Önund- arfirði, d. 5.11. 1975, og Sig- urborg Sumarlína Jónsdóttir, f. 23.4. 1903 á Gelti í Súganda- firði, d. 6. apríl 1991. Ása var fjórða í röð sextán systkina. Látin eru óskírður drengur, El- ísabet, Bergþóra, Friðrik, Þór- hallur, Andrés, Karl, Sigríður, Eyjólfur og Anna. Á lífi eru Páll, Karl, Arnbjörg, Borghild- ur og Hermann. Synir Ásu og Stefáns Péturs- Sigurður, f. 28.7. 1957 í Hafn- arfirði, tónlistarmaður og tón- listarkennari. Maki Anna Stein- unn Ólafsdóttir, f. 2.12. 1957 í Reykjavík, félagsráðgjafi og uppeldis- og menntunar- fræðingur. Börn: Arnar Steinn Þorsteinsson, f. 9.3. 1978, kín- verskufræðingur og starfs- maður Nonna Travel; Erla, f. 25.2. 1983, tónlistarkennari og söngkona, og Una, f. 4.1. 1991, tónlistarkennari og söngkona. Ása ólst upp á Suðureyri og Galtarvita við Súgandafjörð en fluttist um tvítugt til Reykja- víkur. Þar starfaði hún alla tíð, fyrst sem starfsmaður á gæslu- völlum og sokkaviðgerðarkona og við ýmis þjónustustörf. Upp úr fertugu hóf hún nám sem sjúkraliði og starfaði sem slík- ur það sem eftir lifði starfsæv- innar. Síðustu árin dvaldi Ása á Droplaugarstöðum í Reykja- vík. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 13. desember 2019, klukkan 15. sonar hæstarétt- arlögmanns, f. 9.4. 1926, d. 18.2. 1998, eru: 1) Bjarni Guð- mundur, f. 2.12. 1950 í Reykjavík, lögfræðingur og sýslumaður á Norðurlandi vestra. Maki Hrefna Teitsdóttir, f. 20.2. 1951 í Reykjavík, grunn- og leikskólakennari. Dóttir þeirra: Ása, f. 27.5. 1974 í Reykjavík, nú búsett í Marcy í New York-ríki í Bandaríkj- unum. Maki: William J. Confer, f. 19.11. 1976 í St. Louis, Mis- souri-ríki í Bandaríkjunum. Dóttir þeirra Inga Babette Confer, f. 13.10. 2014. Stjúp- dætur: Auburn Hazel Confer, f. 26.8. 2008, og Julia Charlotte Confer, f. 28.3. 2011. 2) Stefán Mamma mín var um margt ein- stök kona. Hún var af þessari kyn- slóð sem þekkti erfiði og raunir síðustu aldar. Þekkti hvað það var að alast upp í hópi 16 systkina á Suðureyri við Súgandafjörð og síðar á Galtarvita þar sem afi var vitavörður. Þekkti hvað það var að vera einstæð móðir með tvo unga drengi á framfæri í Reykjavík þeirra daga. Vinnandi myrkranna á milli náði hún að festa kaup á sinni fyrstu íbúð, nokkuð sem hún var búin að lýsa yfir að hún myndi gera, hvað sem tautaði, og það gerði hún. Vinnuhörkuna hafði hún með sér í farteskinu frá sjó- mannsheimili foreldra sinna sem og sterka réttlætiskennd sem fylgdi henni alla tíð. En hún hafði líka hjarta barma- fullt af ást til sinna nánustu. Hún vildi allt fyrir sína nánustu gera og var svo sannarlega vinur vina sinna. Henni tókst að koma því svo fyrir að alltaf var matur á borðum, við bræðurnir áttum alltaf eitt- hvað utan um okkur og liðum þannig séð aldrei skort. Hún átti líka góða að í foreldrum sínum vestur á fjörðum en þar eyddum við bræðurnir miklum tíma hjá afa okkar og ömmu og öðru góðu fólki. Hún þreyttist líka seint á því að hamra á því við okkur bræðurna að við yrðum að verða okkur úti um menntun. Mamma linnti ekki látum fyrr en við vorum báðir búnir að afla okkur menntunar. Þessi lífsbarátta mótaði mömmu. Hún gat brugðið fólki sem þekkti hana ekki vel með því að vera hvassyrt og óvarleg í sam- skiptum. Undir niðri þessari ásýnd leyndist samt ástrík og fal- leg kona sem vildi vel. Mamma hafði líka lúmskan gráan húmor sem var ekki allra. Þennan húmor hef ég séð birtast hjá afkomendum hennar alltaf öðru hverju og hef alltaf jafn gam- an af að verða vitni að þessum erfðagenum. Þegar mamma var um fertugt skráði hún sig í sjúkraliðanám og lauk því með glæsibrag. Síðustu tuttugu og fimm ár starfsævinnar starfaði hún sem slíkur á Borgar- spítalanum. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar heyrt hlý- lega talað um hana af samstarfs- fólki hennar þar á bæ. Þegar heilsu mömmu fór að hraka tók við brokkgeng leið okk- ar í gegnum velferðarkerfið. Við kynntumst biðlistunum, bráða- móttökunni, skrifræðinu og glopp- óttum úrræðum velferðarkerfis- ins. En við kynntumst líka yndislegu fólki innan þess kerfis sem vildi allt fyrir okkur gera. Því er ég ávallt þakklátur. Hún fékk loks inni á hjúkrunar- heimilinu Droplaugarstöðum fyrir röskum þremur árum. Þar leið henni vel. Vil ég fyrir hönd að- standenda þakka öllu því góða starfsfólki sem kom að aðhlynn- ingu hennar fyrir hlýjan hug og góða umönnun. Mamma var haldin alzheim- ersjúkdómnum síðustu ár. Hún mundi enn hver ég var þegar ég heimsótti hana. Hún mundi þó ekki eftir því að ég hafði komið deginum áður, en hún mundi hverra manna börn voru í Súg- andafirði fyrir næstum öld. Mamma var merkiskona. Hún var líka mamma mín sem átti stór- an stað í mínu hjarta. Fallegan stað sem er erfitt að lýsa í þessum fátæklegu orðum mínum. Því kveð ég þig með síðustu orðunum sem ég sagði við þig í lifanda lífi: Bless mamma mín og takk fyrir allt. Þinn sonur, Stefán S. Stefánsson. Elsku Ása mín. Þá er komið að leiðarlokum. Ég man þegar við hittumst fyrst hvað þú tókst vel á móti mér og ungum syni mínum. Það var mér mjög dýrmætt hvað þú varst honum góð og hugulsöm alla tíð og fyrir það hef ég alltaf verið þakk- lát. Þegar dætur okkar Stefáns fæddust stækkaði ömmuhjartað svo um munaði og sástu ekki sól- ina fyrir þeim og alltaf varstu boð- in og búin að aðstoða okkur og lið- sinna. Fyrir það er ég svo þakklát. Þú tókst virkan þátt í fjöl- skyldulífi okkar og varst stór hluti af tilveru okkar. Fyrir það er ég þakklát. Þú varst svo margt Ása mín, stórbrotin kona. Þú hafðir sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og þrælpólitísk. Þú varst hörku- dugleg til vinnu og afar myndar- leg húsmóðir. Heimili þín voru alltaf fáguð og fín og ef þú fékkst tækifæri til tókstu líka til hendinni á heimili okkar Stefáns. Eftir slík- ar tiltektir fann ég oft ekki hlutina og aðspurð sagðistu hafa falið eða hent þeim, þar sem þér þóttu þeir ekki fallegir. Ég var ekki alltaf þakklát þá. Þú hafðir stórt hjarta og stóðst með þínu fólki. Lífið bauð þér upp á alls kyns glímur og verkefni og fór um þig misblíðum höndum. Eftir stendur að ein ólst þú upp tvo syni sem þú getur verið stolt af. Þegar alzheimersjúkdómurinn kom til sögunnar var óskaplega erfitt að missa þig sífellt meir og meir. Eina gjöf gaf sjúkdómurinn þér þó því þú varðst mun jákvæð- ari en áður. Þannig sagðir þú okk- ur hversu vel þér liði á Droplaug- arstöðum, maturinn góður og fólkið yndislegt. Húmornum hélstu allt til loka. Fyrir það ber að þakka. Það er ekki á neinn hallað að nefna það hvað hann Stefán sonur þinn var umhyggjusamur og nat- inn við þig alla tíð. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða þig. Fyrir það varstu þakklát. Þú trúðir staðfastlega á líf eftir þetta líf og því var svo gott þegar kveðjustundin rann upp að geta sagt góða ferð elsku Ása mín og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Anna Steinunn Ólafsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín er látin í hárri elli, varð 92 ára gömul. Hún ólst upp á Suðureyri við Súg- andafjörð og það var alla tíð þorp- ið hennar og hún minntist þess oft með hlýju. Þegar hún hleypti heimdraganum fór hún til Reykja- víkur og vann þar ýmis störf, t.d. vann hún um árabil á gæsluvöllum fyrir börn. Hún keypti sokkavið- gerðarvél og fékkst við viðgerðir á nælonsokkum á kvöldin og fram á nætur. Á þessum árum höfðu kon- ur illa ráð á því að kaupa nýja ef óhapp varð og lykkjufall kom á sokk. Bjarni minnist þess að hafa hjólað með nælonsokka í ýmsar verslanir sem tóku á móti þeim til viðgerða. Þegar til kom að stofna heimili í Reykjavík var mikill skortur á húsnæði. Hún tók þá til sinna ráða, sem ætíð fyrr og síðar, því hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún frétti að Silli og Valdi, sem voru þekktir kaup- menn í Reykjavík, ættu kjallara- íbúð í Mjóstræti 3 og fór beint til þeirra og falaðist eftir íbúðinni og fékk hana leigða. Hún bjó þar með drengina sína í nokkur ár þar til þau fluttu í Álftamýri 18, en þegar hún var rúmlega fertug fékk hún íbúð í Þórufelli 4, Reykjavík. Á þessum tíma ákvað hún að læra til „sjúkraliða“ sem þá var nýstofnuð stétt. Að námi loknu hóf hún störf sem sjúkraliði á Borgarspítalan- um og vann hún þar til starfsloka. Henni fannst ótækt að strætis- vagnar stoppuðu ekki við Borgar- spítalann heldur á Bústaðavegin- um. Hún tók þá til sinna ráða og fór beint til forstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur og fór fram á að fá stoppistöð við þennan stóra vinnustað. Hann féllst á hennar rök og það var gert. Tengdamóðir mín var algjör hvunndagshetja; Vestfirðingur í húð og hár. Hún stóð ætíð vel við bakið á drengj- unum sínum; hvatti þá og studdi í því sem þeir tóku sér fyrir hendur og var ákaflega stolt af þeim. Ég þakka tengdamóður minni sam- fylgdina í nærri hálfa öld. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Teitsdóttir. Elsku amma mín. Úti gnauðar vindurinn og hvítur bylur hylur heiminn í fölbleikri birtu. Það hvín í gluggunum og ég þrái að skríða undir sæng, loka augunum og hlusta á veðrið. Einmitt þannig er ein hlýleg- asta minning sem ég á úr Þór- ufellinu. Ég er kannski sex eða sjö ára og þú ert búin að hátta mig í rúmið í gamla herbergi pabba og Bjarna, slökkva ljósið og kyssa mig góða nótt. Úti er stormur og það hvín í gluggan- um, en það er hlýtt og notalegt undir sænginni. Ég upplifi mig fullkomlega öruggan og ég man að mér þótti undrum sæta hversu þægilegt þetta gamla rúm var og sængin var mýkri og hlýrri en venjulegar sængur. Ég hlustaði á storminn berja á glugganum, vindinn hvína og sofnaði í full- kominni ró, algjöru öryggi. Við áttum okkar einstaka sam- band og þú dekraðir við mig, rétt eins og þú hafðir dekrað við strák- ana þína; mér var færður heitur matur í sófann fyrir framan sjón- varpið og mátti ekki lyfta litla fingri. Fékk að liggja á sófanum og vera prinsinn í Þórufellinu, gestur í konungsríki. Þetta eru meðal minna ljúfustu æskuminninga og þú áttir svo stóran þátt í því hversu áhyggju- lausa og glaða daga ég átti. Þú elskaðir mig án skilyrða, án blóð- banda, og baðst mig aldrei um neitt á móti. Þú og pabbi kennduð mér þá stærstu lexíu lífsins að fjöl- skylda skilgreinist ekki af gena- mengi, heldur byggist upp og er viðhaldið með ást. Ég elska þig amma og ég sakna þín. Ég mun varðveita minningu þína og ávallt vera þér þakklátur fyrir örlæti þitt og fyrir að hafa fengið að vera strákurinn þinn. Arnar Steinn Þorsteinsson. Ég er búin að hugsa mikið til Frank Sinatra syngja lagið „My Way“ síðustu daga en það meist- araverk hefði getað verið samið um ömmu mína, Ásu Bjarnadóttur. Ef einhver kona gerði hlutina á eigin forsendum þá var það hún. Amma var samkvæm sjálfri sér alla tíð, sama hvað. Hún lifði merkilegu lífi sem hófst í Súgandafirði. Þegar við systkinin vorum krakkar þá sagði hún okkur oft draugasögur að vest- an og lýsti fyrir okkur uppvaxtar- árunum á Galtarvita. Leið hennar lá til Reykjavíkur þar sem hún vann á við tíu manns til þess að festa kaup á eigin hús- næði, þar sem hún bjó svo til heim- ili fyrir sig og syni sína tvo. Hún var einstæð, útivinnandi móðir en lét engan bilbug á sér finna og mennt- aði sig sem sjúkraliði. Ef hún amma ákvað að gera eitthvað þá gerði hún það, sama hvað aðrir sögðu. Ég lærði líka ung að aldri að það var alveg vonlaust að reyna að tala hana til. Ákveðni og þrjóska eru jú náskyldar, sérstaklega í vestfirskum ofurkonum. Hún var einnig meinfyndin, kaldhæðin og svolítið stríðin alveg fram á hinsta dag. Amma var harðdugleg, ákveðin og sjálfstæð kona en hjarta hennar sló fyrir fjölskyldu sína og vini. Fólkið sitt eins og hún kallaði okk- ur alltaf. Hún var einstaklega gjaf- mild og þótti ekki merkilegt að eiga mikið af peningum eða veraldleg- um hlutum. Hún studdi okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og hringdi reglulega til að heyra hvernig gengi. Mér er það minn- isstætt hvað hún var ánægð þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég sagði henni frá því að ættingi vinkonu minnar hefði sagt að fótbolti væri ekki íþrótt fyrir konur. Sú athuga- semd gekk næstum fram af ömmu minni og samtal okkar endaði ein- hvern veginn á þann veg að ég skyldi sko sýna öllum „köllum og kellingum“ að stelpur geti aldeilis spilað fótbolta eins og strákar, ef ekki betur. Með fylgdu eflaust nokkur vel valin blótsyrði um feðraveldið sem ég mun hlífa les- endum við. Þegar sjúkdómar herjuðu á minni hennar og hug var bersýni- legt að hjarta hennar leitaði aftur vestur. Ég hef oft horft frá Suður- eyri yfir á Gölt og hugsað til ömmu sem barn að alast þar upp. Nú horfi ég þar yfir og veit að hún er þar. Með hjartað fullt af þakklæti og söknuði kveð ég. Góða ferð, elsku amma mín. Hvar sem eg fer og flýg um lönd, eg finn þína vörmu, sterku hönd; og allar leiðir að einni falla, sem elfur í hafið, — eg týnist varla. (Hulda) Una Stefánsdóttir. Ása Bjarnadóttir ✝ Þóranna Þór-arinsdóttir fæddist á Djúpa- vogi 3. október 1930. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 30. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Þór- arinn E. Bjarnason, f. 9. nóvember 1907, d. 14. apríl 1987, og Jónlína Ív- arsdóttir, f. 27. júlí 1907, d. 21. apríl 1996. Þóranna var næstelst í hópi sjö systkina og átti heimili á Djúpavogi til 10 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reyð- arfjarðar. Fyrri eiginmaður Þórönnu var Guðjón Jónsson og saman áttu þau eina dóttur, Ragnheiði Láru. Þau skildu og hinn 1. des- ember 1956 giftist Þóranna seinni manni sínum, Ingólfi Árnasyni, sem fyrir átti tvo syni: Helga Bergmann og Ólaf. Börn Þór- önnu og Ingólfs eru: 1) Anna Mar- grét, búsett í Nor- egi, gift Hallvarði Sigurðssyni. 2) Sig- ríður, gift Hreimi Garðarssyni, búsett í Kópavogi. 3) Árni, einnig búsettur í Kópavogi og giftur Írisi Marelsdóttur. Þóranna og Ingólfur áttu sam- tals 17 barnabörn og 33 barna- barnabörn. Ingólfur lést árið 1993. Þóranna vann fyrir Kópa- vogsbæ allan sinn starfsaldur og var þekkt sem Anna á róló, en vinnustaður hennar í 30 ár var gæsluvöllurinn við Bjarnhóla- stíg í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 13. des- ember 2019, klukkan 13. Þóranna eða Anna eins og hún var kölluð, sumir þekktu hana sem „Önnu á róló“, er far- in úr þessu jarðlífi og nú er tómlegt á loftinu á Hátröð 2. Á Hátröðina kom hún vorið 1956 til að taka við hússtjórn fyrir Ingólf Árnason sem nýlega var orðinn ekkill og átti tvo unga syni. Sá yngri, Helgi Berg- mann, var þegar farinn í fóstur til föðursystur sinnar og fékk þar gott atlæti. Anna gekk eldri syninum, honum Óla, í móðurstað og með henni inn á heimilið kom Ragnheiður Lára, dóttir frá fyrra hjónabandi. Anna og Ingólfur felldu hugi saman og laugardaginn 1. des- ember, sama ár og Anna kom á Hátröðina, gengu þau í hjóna- band. Ekki vildi betur til en svo að rafmagnslaust var á öllu höf- uðborgarsvæðinu meðan á at- höfninni stóð. Anna og Ingólfur áttu farsælt hjónaband og eign- uðust saman þrjú börn, þau Önnu Margréti, Sigríði og Árna. Þegar yngsta barnið, hann Árni, kom í heiminn að nóttu til vorið 1961 spurði ljós- móðirin hvort ekki væri ráð að hringja í Ingólf og upplýsa hann um að sonur væri fæddur. „Nei,“ sagði Anna, „ekki vekja manninn, það er hánótt.“ Þessa sögu sagði hún okkur þegar barnabörnin hennar fóru að tín- ast í heiminn. Anna var einstaklega barn- góð og barnabörnin voru henn- ar verðmæti. Það örlaði á monti þegar hún talaði um þau. Hún var rólókona á gæsluvellinum á Bjarnhólastíg í 30 ár, frá 1967- 1997, og Kópavogur heiðraði hana fyrir framlag sitt til barna í bænum. Anna var gjafmild og hjálpsöm og sinnti fjölskyldu sinni af alúð og hlýju. Hún mætti í öll afmæli á meðan heilsa leyfði og hafði meðferðis veglegar gjafir. Hún bakaði mikið og gestir nutu góðs af, prjónaði ógrynni af peysum og gerði fallegan útsaum, bæði myndir og púða. Jólaútsaumur prýðir núna heimili barna hennar. Hún varð ekkja 63 ára og lærði þá að keyra. Eftir það var hún dugleg að heimsækja ættingja sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu en úti á þjóðvegum vildi hún ekki vera. Hún var nagli. Lenti í mörgum áföllum en alltaf reis hún upp. Hún hikaði ekki við að segja sína skoðun og skipti þá engu hver átti í hlut. Að sama skapi var hún alltaf létt í lund og lét alvarleg veikindi síðustu æviár- in ekki skemma gleðina. Anna var búsett á Hátröð í meira en 60 ár og nú er komið að kveðjustund. Fari hún í friði með innilegum þökkum fyrir greiðvikni og góðvild. Íris. Elsku amma og langamma. Þá er komið að kveðjustund, þú fékkst að lifa langa og við- burðaríka ævi en alltaf er nú erfitt að kveðja. Ég man fyrst eftir stundun- um á róló sem voru nú ófáar. Oft fékk ég að vera fram yfir lokunartíma eða fara heim með þér í hádeginu. Þá gengum við oft saman í „Gulu búðina“ og keyptum skyr í hádegismatinn. Alltaf varstu svo hjá okkur á jólunum, það voru engin jól nema amma væri með! Ekki má heldur gleyma súkkulaðikökunni frægu sem alltaf var til í ísskápnum. Ég reyndi mikið að fá uppskriftina en alltaf var sama svarið: „það er engin uppskrift, ég geri bara eitthvað, en leynitrikkið er að setja dass af kaffi í kremið“! Nú síðustu árin reyndi ég að kíkja reglulega inn í kaffi. Stundum leið óþarflega langur tími á milli og þá fékk ég oftar en ekki símtal frá þér, hvar ég væri nú eiginlega og hvort ég ætlaði ekki að fara að láta sjá mig! Það var svo notalegt að setj- ast niður með þér yfir kaffi- bolla og ræða öll heimsins mál. Þér varð tíðrætt um að ég yrði nú að fara vel með þá peninga sem mér myndu áskotnast í líf- inu, ekki eyða í óþarfa prjál. Því heillaráði hef ég svo sann- arlega reynt að fylgja þó að það takist nú ekki alltaf. Við setjumst niður fjölskyld- an við kertaljós í desem- bermyrkrinu og rifjum upp ljúfar minningar um þig. Elvar kynntist þér á mennta- skólaárunum þegar við hófum sambúð. Hann man hvað þú tókst honum strax vel og varst alltaf jafn brosandi þegar við kíktum inn. Fjölskylda Elvars er upp- alin í Kópavoginum svo þú þekktir þau að sjálfsögðu öll og því var alltaf eitthvað að tala um og spyrja frétta. Íris Anna saknar þín mikið, spjallar við þig í bænunum á hverju kvöldi og veit að þú lifir í hjarta hennar. Hún vonar að þú hafi fundið langafa Ingólf og að þér líði vel. Hún er sannfærð um að þú sért núna falleg stjarna á himnin- um. Öll erum við sammála um að það hafi alltaf verið jafn nota- legt að koma í heimsókn, and- rúmsloftið svo þægilegt, þú svo jákvæð, æðrulaus og ljómaðir þegar krakkarnir komu. Við söknum þín öll, heiðrum minningu þína og gleymum þér ekki. Þín Ragna Sif, Elvar Steinn, Íris Anna og Bjarki Rúnar. Þóranna Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.