Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 34
Jólaleyndarmál Matarkjallarans Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Karlmaður löngu kominn afléttasta skeiði heillast aftöluvert yngri konu í bók-inni Kvöldverðarboðið. Þar segir frá tveggja barna fráskild- um föður, Úlfi, sem hrífst af tæplega þrítugri söngkonunni Steinunni. Úlf- ur er á sextugsaldri og gæti því allt eins verið faðir Steinunnar. En ástin, blossi, neistar eða hvað sem á að kalla þetta í þessu tilfelli, spyr víst ekki um aldur og hinn saklausi og á ein- hvern hátt ein- faldi Úlfur finnur fyrir rafmagni þegar hann hugs- ar um ungu döm- una. Það mætti lýsa sögunni þannig í örfáum orðum að Úlfur og Steinunn kynnist á einum af börum bæjarins og ræði þar saman. Karlinn verður gjörsamlega heillaður af ungu söng- konunni og gerir sitt besta til að ná sambandi við hana, með býsna klaufalegum og jafnvel furðulegum aðferðum. Hann hringir í hana, sendir henni skilaboð á Facebook og sendir henni bréf. Við lestur bókarinnar virðist það fljótt liggja í augum uppi að mögu- leikar Úlfs á rómantísku sambandi við Steinunni eru sáralitlir. Þrátt fyrir það gefst hann ekki upp en líta mætti á það sem annaðhvort þraut- seigju eða neikvæða merkingu þess orðs; hálfgert gamalmenni sem held- ur sífellt áfram að áreita miklu yngri konu. Það gæti verið áhugavert ef gefin yrði út „hliðarsaga“ sem væri sögð frá sjónarhóli Steinunnar; hvernig það er að fá bréf og fleira frá honum Úlfi. Auk þess að fá að fylgjast með heldur stirðum tilraunum Úlfs til samskipta fylgjast lesendur með heimspekilegum pælingum hans um allt milli himins og jarðar. Þær hug- renningar skilja meira eftir sig og skilja eftir sig jákvæða tilfinningu þótt það hefði mátt fara dýpra í þá hluta bókarinnar. Auk þess hefði mátt útskýra betur bakgrunn Úlfs og allt sem er að angra hann í dag- legu lífi. Hversu oft hefur verið skrifuð saga eða gerð kvikmynd um karl- mann sem fellur fyrir það ungri konu að hún gæti auðveldlega verið dóttir hans? Það oft að margir kippa sér lítið sem ekkert upp við það og oft er talað um menn með „gráa fiðr- inginn“. Það á reyndar frekar við um rúmlega fertuga menn sem finnst þeir frekar eiga samleið með yngri dömum en jafnaldra eiginkonum sín- um. Í þessu samhengi mætti segja að Úlfur væri með „svarta fiðring- inn“. Sagan skilur eftir sig ágætis vangaveltur um lífið og tilveruna og stóra spurningu: Þykir það eðlilegt að gamlir kallar séu að eltast við konur undir þrítugu? Spyr ástin ekki um aldur? Pælingar Ástin spyr ekki um aldur í bók Þorbergs Þórssonar. Skáldsaga Kvöldverðarboðið bbbnn Eftir Þorberg Þórsson. Vesturgata, 2019. Kilja, 141 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Systa – bernskunnar vegnaer bók sem skilur mikiðeftir sig. Meira en lesand-ann kann að gruna í fyrstu og í raun meira en nokkur önnur ís- lensk bók sem undirrituð hefur lesið í þessu jólabókaflóði. Bókin er ævisaga, eða öllu heldur bernskusaga Systu, sálfræðings sem hefur unnið mikið með börnum. Sagan er uppfull af fróðleik um hugarheim barna sem útskýrður er með upplifun Systu, sálfræði og lif- andi dæmum. Fróðleiksmolum um uppeldi og þarfir barna er sáldrað yfir textann og þannig er sagan ekki einungis fjörug bernsku- saga heldur einn- ig leiðarvísir um veruleika barna. Systa átti fremur hefð- bundna bernsku, samkvæmt því sem fram kemur í bókinni. Hún ólst upp í Reykjavík við gott atlæti hjá hlýjum for- eldrum. Þrátt fyrir að slíkt kunni að hljóma sem óspennandi efni þá er sú ekki raunin. Bókin er í raun óður til bernsk- unnar og til barna yfirhöfuð. Hún leiðir í ljós allt það magnaða og merkilega sem bernskan hefur að geyma. Frásögnin er hrífandi og þétt setin af textabrotum sem ylja lesandanum og vekja hjá honum til- finningaviðbrögð og jafnvel bernskuminningar. Frásögnin er einlæg og speki Systu drýpur af hverju strái í orð- um sem Vigdís Grímsdóttir, höf- undur bókarinnar, kom niður á blað í nánu samstarfi við Systu. Spekin kemur stundum frá barninu sem enn virðist lifa góðu lífi innra með Systu: „Við krakkarnir vitum að Kleppur er sjúkrahús fyrir fólk sem ruglast stundum í ríminu; þessu rími sem allt mannfólk verður að kunna.“ Oft kemur spekin þó frá hinni þroskuðu Systu sem lært hefur á líf- ið, mannlega hugsun og hegðun. „Það fær hvert sitt svarta bernskuspil þótt baggarnir sem börnin bera á lífsleiðinni séu ólíkir að gerð og þyngd; það eitt er meira en víst.“ Lesandinn er sífellt minntur á að um bók sé að ræða, um frásögn af raunverulegu lífi íslenskrar konu. Flakkað er í tíma en með þeim hætti fær lesandinn að fylgja Systu í flakki hennar um minningar henn- ar. „Minningarnar vaka og þær færa tímann til að vild þótt ekkert standi í stað.“ Flæði minninganna heppnast vel líkt og margt annað í bókinni. Minn- ingaflæðið er eflaust talsvert betra form en línuleg frásögn í þessu til- viki þótt það kunni að vera örlítið ruglingslegt. Óður til bernskunnar Morgunblaðið/Kristinn Flæði Systa Vigdísar Grímsdóttur er óður til bernskunnar og til barna. Skáldsaga Systa – bernskunnar vegna bbbbn Eftir Vigdísi Grímsdóttur. Benedikt, 2019. Innbundin, 256 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Vandamál líðandi stundareru af ýmsum toga og íspennusögunni Þögnstingur Yrsa Sigurðar- dóttir á kýli, sem margir eiga erf- itt með að horfast í augu við. Sannleikurinn er sagna bestur en sumir eiga erfitt með að höndla hann. Ekki batnar það þegar af- brot eru annars vegar og enn versnar í því þegar börn eiga í hlut. Yrsa gerir sér mat úr þessu, býr til glæpa- vettvang, tengir saman ólíka hluti af kunnri snilld og úr verður jólasteik- in Þögn að hætti hússins. Uppbygging sögunnar er vel gerð, þráðurinn fagmannlega spunninn og margt óvænt lítur dagsins ljós, en sumt orkar tvímælis í lokin. Sagan er ógeðsleg á köflum og viðbjóðs- legur glæpur skammt frá Kaup- mannahöfn fyrir rúmlega tveimur árum kemur upp í hugann, en meira býr hér að baki en í brjál- æðinu fyrrnefnda. Persónusköpunin er oft góð og eftirminnileg. Samskipti lögreglu- mannsins Huldars og sálfræðings- ins Freyju ná nýjum hæðum og lærlingurinn Lína leynir á sér, minnir á tölvusérfræðinginn Pene- lope Garcia í sakamálaseríunni glæpahneigð (e. Criminal Minds). Erla, yfirmaður þeirra, er köld og leiðinleg, erfið í samskiptum og skapill, kannski ekki nema von, þar sem hún er ófrísk og komin að því að eiga. Talsmáti hennar hent- ar samt illa hlutverkinu og „fokk- ing“ þetta og „fokking“ hitt í tíma og ótíma virkar ekki sem skyldi, heldur þvert á móti. Húmorinn er oft góður en er stundum ýktur og missir þá marks. Sagan er um margt góð og vek- ur spurningar um samskipti fólks. Almennt felst lausn vandamála ekki í þögninni og í Þögn eru orð til alls fyrst. Orð eru til alls fyrst Skáldsaga Þögn bbbbn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld, 2019. Innb., 366 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagmannleg Að sögn rýnis stingur Yrsa Sigurðardóttir á kýli í Þögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.