Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íágúst vargeorgískurmaður skot- inn til bana á al- mannafæri í Berlín. Morðið bar öll merki af- töku. Maðurinn hét Zelimkhan Khangoshvili og hafði fjór- um árum áður flúið frá Georgíu eftir að honum var sýnt banatilræði þar. Sam- dægurs var maður frá Téts- níu handtekinn fyrir morðið og böndin bárust að Rúss- um. Þýskir rannsakendur komu hins vegar að luktum dyrum í Rússlandi og reynd- ust rússnesk stjórnvöld sér- lega ósamvinnuþýð við rann- sókn málsins. Ráðamönnum í Berlín var loks nóg boðið og 4. desember var tveimur starfsmönnum í rússneska sendiráðinu í borginni vísað úr landi. Í vikunni tilkynntu rússnesk stjórnvöld að tveimur þýskum stjórnarer- indrekum yrði vísað úr landi og nú hóta Þjóðverjar að „grípa til frekari aðgerða“. Þessi atburðarás minnir um margt á kalda stríðið þegar lönd í austri og vestri skiptust á að reka sendiráðs- starfsmenn til síns heima. Hún minnir ekki síður á til- ræðið við feðginin Sergei og Júlíu Skrípal í fyrra og eftir- mál þess. Tveir menn á mála hjá leyniþjónustu rússneska hersins voru grunaðir um að hafa eitrað fyrir þeim og sökuðu bresk yfirvöld stjórnvöld í Rússlandi um að hafa samþykkt árásina. Þá var 146 rússneskum sendi- ráðsmönnum vísað burt í 29 löndum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði reyndar á mánudag að rússnesk stjórnvöld hefðu hvergi komið nálægt morðinu og væru reiðubúin að hjálpa Þjóðverjum við rannsókn- ina, myndu meira að segja gera allt sem í þeirra valdi stæði. Um leið lýsti hann Khangoshvili sem „mjög grimmum og blóðþyrstum vígamanni“, sem hefði tekið þátt í aðgerðum aðskiln- aðarsinna og verið viðriðinn sprengingar í neðan- jarðarlestinni í Moskvu. Khangosvhili hafði reynd- ar verið neitað um hæli í Þýskalandi vegna þess að hann væri hættulegur ísl- amisti. Ástæðan var fullyrð- ing Rússa um að hann til- heyrði hryðjuverka- samtökum, sem kalla sig Kákas- íska emíratið. Hins vegar var ákveðið að snúa við blaðinu og veita honum hæli í júní þar sem eft- irlit með honum leiddi engar vísbendingar í ljós um að hann væri hættulegur. Kangoshvili er frá Georgíu. Hann var í hópi manna, sem fóru um alda- mótin og börðust við hlið að- skilnaðarsinna í Tétsníu og mun hafa notið trúnaðar Aslans Maskadovs, leiðtoga þeirra og forseta. Rúss- neska leyniþjónustan réð Maskadov af dögum 2005. Í Der Spiegel kemur fram að hann hafi veitt upplýsingar sem hafi bjargað manns- lífum og jafnvel nýst banda- rísku leyniþjónustunni, CIA. Komið hefur fram að mikil líkindi séu með morðinu í Berlín í sumar og bana- tilræði í Moskvu 2013 þegar rússneskur kaupsýslumað- ur, Albert Nasranov, var myrtur á götu úti. Í báðum tilfellum kom banamaðurinn aðvífandi á hjóli, skaut fórn- arlambið af stuttu færi og flúði hjólandi af vettvangi. Þá bendir allt til þess að morðinginn sé sá sami, Vadím Krasikov. Krasikov var reyndar eft- irlýstur um tíma í Rússlandi út af morðinu, en 2015 var hætt að lýsa eftir honum. Komið hefur fram að grunur leiki á að hann sé hluti af sveit á vegum leyni- þjónustu rússneska hersins sem fari um og vinni ýmis skítverk. Þessi leynilega sveit hafi staðið á bak við morðið á Alexander Litv- ínenkó 2006, tilræðið við Skrípal-feðginin, tvö tilræði gegn vopnaframleiðanda í Búlgaríu 2015 og morðið á Khangoshvili í Berlín í sum- ar. Auk þess hafi hún staðið að baki aðgerðum á Krím- skaga, í Moldavíu, Svart- fjallalandi og í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsl- una í Katalóníu 2017. Þessar aðfarir eru ekki til þess að auka traust í sam- skiptum austurs og vesturs og orð Pútíns eru léttvæg nema aðgerðir fylgi. Aftökur án dóms og laga í erlendum ríkjum eru óforsvaranlegar og viðbrögð Þjóðverja eru síst of harkaleg. Aftökur án dóms og laga í erlendum ríkjum eru óforsvar- anlegar og viðbrögð Þjóðverja eru síst of harkaleg } Morð í Berlín L ögreglan gegnir mikilvægu hlut- verki í samfélaginu. Á verksviði lögreglu er að hafa eftirlit með lög- brotum og láta þá sem uppvísir verða að þeim sæta ábyrgð að lög- um. Til þess að lögreglan geti sinnt þessu hlut- verki sínu verður hún að hafa yfir að ráða nægi- legum mannafla og tækjum til starfseminnar. Gífurleg áhætta Skýrsla ríkislögreglustjóra frá því í maí í vor um skipulagða brotastarfsemi dregur upp ófagra mynd af getu lögreglunnar til að bregðast við þeim nýja veruleika sem þar blasir við. Þar kem- ur fram að í þeim fimm brotaflokkum sem skoð- aðir voru og falla helst undir skipulagða brota- starfsemi sé áhættan gífurleg eða mjög mikil. Þessar brotategundir eru innflutningur, sala og framleiðsla fíkniefna, smygl á fólki, þ. á m. vændi og mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og hópar farand- brotamanna. Þá segir í skýrslunni að rannsóknir lögreglu leiði í ljós skipulagða misnotkun tiltekinna erlendra afbrotamanna og hópa á opinberum þjónustukerfum á Íslandi. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og þá félagslegu aðstoð sem þeim stendur til boða. Skaðinn af þessu er marg- víslegur, ekki einungis fjárhagslegur heldur er þetta fallið til að draga úr skilvirkni opinberrar þjónustu við þá sem raun- verulega þurfa á aðstoð að halda. Skipulögð glæpasamtök finna starfsemi sinni gjarnan vettvang á nokkrum ólíkum brotasviðum samtímis. Þetta eru oft þau brot sem geta gefið vel í aðra hönd á stuttum tíma með lágmarksáhættu fyrir brota- mennina. Í skýrslunni kemur fram að umsvif er- lendra glæpahópa fari vaxandi í tilgreindum brotaflokkum. Hættan sem skapast í samfélag- inu er mikil og hættan á alvarlegu ofbeldi í tengslum við starfsemina er oft gífurleg að sama skapi. Krafa um markviss viðbrögð Ein niðurstaða skýrslunnar er að staða lög- gæslumála hér sé með þeim hætti að geta lög- reglu til að takast á við og sinna rannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi sé lítil og mönnum við rannsóknir þessara mála hefur jafnvel fækkað að undanförnu. Í ljósi alls þessa er mikilvægt að fyrirliggj- andi skipulagsbreytingar í lögreglu heppnist vel og lögreglu verði búið skilvirkt skipulag svo kraftar henn- ar nýtist sem allra best. Skipuleg brotastarfsemi er í eðli sínu oft fjölþjóðleg og kallar því á víðtæka samvinnu lögregluyfirvalda, en einnig skattyfirvalda og bankastofnana. Þetta eðli brotanna út- heimtir mikinn mannskap og víðtæka kunnáttu. Við getum ekki leyft okkur að sitja með hendur í skauti meðan þessari starfsemi vex fiskur um hrygg. Nýlegar fréttir af veikleikum í eftirliti og viðbrögðum hér- lendis á sviði peningaþvættismála og gruns um víðtæk mútu- mál gera enn fremur skýlausa kröfu um markviss viðbrögð. Eftir Karl Gauti Hjaltason Pistill Löggæslu þarf að stórefla Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. kgauti@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frumvarp Kristjáns ÞórsJúlíussonar landbún-aðarráðherra um breyt-ingar á fyrirkomulagi á út- hlutun tollkvóta í landbúnaði hefur tekið verulegum breytingum á ýms- um sviðum í umfjöllun atvinnuvega- nefndar Alþingis. Meirihluti nefnd- arinnar hefur lagt fram tillögur að breytingum við það. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögfest verði heimild ráðherra til að úthluta 400 tonna viðbótartollkvóta á svínasíðum til að mæta þörf á innan- landsmarkaði en nefndarmeirihlutinn leggur til að viðbótartollkvótinn verði felldur brott. Kartöflur og gulrófur fá fulla tollvernd út allt árið verði breyt- ingartillaga meirihluta nefndarinnar samþykkt að sögn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, framsögumanns nefndarinnar. Komið er enn frekar til móts við sjónarmið garðyrkjubænda, þar sem lögð er til aukin tollvernd á spergilkál, hvítkál, blómkál og stein- selju svo dæmi séu nefnd og toll- verndartímabilunum er breytt skv. tillögum meirihluta nefndarinnar. Ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpi ráðherrans er að fastsetja árlega úthlutun tollkvóta á innfluttum búvörum. Eru tímabilin sem lögð eru til í upphaflegu frum- varpi byggð á sögulegri úthlutun síð- ustu tíu ára. Í greinargerð meirihlut- ans segir að tekið sé undir sjónarmið sem fram komu í umfjöllun hennar. Auka þurfi sveigjanleika til að bregð- ast við óvæntum aðstæðum á markaði og er lagt til að ráðherra skuli endur- skoða bæði vörur og tímabil úthlut- unar tollkvóta á tveggja ára fresti. Halla Signý segir að breytingar- tillögur sem snúa að endurskoðunar- ákvæðum séu mjög þýðingarmiklar enda eigi sér stað hraðar tæknibreyt- ingar m.a. kælitækni sem stórbætir geymsluþol, sem líta beri til auk þró- unar á innlendri framleiðslu og neyslu. Er lagt til að strax í upphafi árs 2021 verði þau tímabil þar sem árstíðabundnar landbúnaðarvörur eru á lægri tollum eða án tolla, endur- skoðuð með hliðsjón af reynslunni. Lagt er til að ráðherra skipi starfshóp sem fylgist með þróun tollverndar og skili niðurstöðum í ársbyrjun 2022 og er því líka beint til ráðherra að koma á fót samráðsvettvangi stjórnvalda og fulltrúa innflytjenda, framleiðenda, verslunar og neytenda til að bregðast fyrr við ef útlit er t.d. fyrir að skortur verði á tilteknum vörum. „Meirihlutinn leggur áherslu á mikilvægi þess að lækkun útboðs- kostnaðar skili sér til neytenda,“ seg- ir í greinargerð. Við umfjöllun máls- ins hafi komið fram að land- búnaðarráðherra sé að vinna að samningi við ASÍ um að sinna verð- lagseftirliti í kjölfar þeirra breytinga sem lagðar eru til. Beinir meiri hlut- inn því til ráðherra að taka til skoð- unar að fá Neytendasamtökin með í slíka vinnu. Til móts við garð- yrkjuna um tollvernd Morgunblaðið/Kristinn Uppskera Fram kom í þingnefndinni að starfsskilyrði þeirra sem framleiða útiræktað grænmeti væru erfið og markaðshlutdeild þeirra hefði minnkað. Athygli vakti þegar ellefu samtök í landbúnaði, viðskiptum og iðnaði auk Neytendasamtakanna sendu frá sér sameignlega yfirlýsingu 5. des- ember síðastliðinn þar sem lýst er þeirri skoðun að ekki eigi að sam- þykkja frumvarpið í núverandi mynd. Nauðsynlegt sé að vinna málið áfram og finna því heppilegri farveg. Neytendasamtökin bakka út úr yfirlýsingunni Ekki er útlit fyrir að farið verði að þessari áskorun. Aðspurð segist Halla Signý gera sér vonir um að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir ára- mótin. Nefndin hafi ákveðið að leggja til þessar breytingar sem náðust í gegn í góðri samvinnu innan hennar og við ráðherra. Sl. mánudag sendu Neytendasamtökin frá sér nýja umsögn þar sem þau segjast hafa ákveðið að athuguðu máli að draga sig út úr þessari sameiginlegu yfirlýsingu. Draga þurfi verulega úr tollvernd og færa stuðning til bænda í form styðjandi stuðnings (t.d. beingreiðslu) í stað hamlandi stuðnings, sem tollverndin er. Þó frumvarpið sé ekki fullomið þá sé það skref í rétta átt. Vonar að frumvarpið verði af- greitt sem lög fyrir áramót 11 SAMTÖK LÝSTU ANDSTÖÐU VIÐ TOLLAFRUMVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.