Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Sähkökitarakv- artetti nefnist finnsk-íslenskur rafgítarkvartett sem kemur fram í Mengi við Óðinsgötu í kvöld. Kvart- ettinn sérhæfir sig í flutningi á nýrri tónlist á jaðri djass, nú- tímatónlistar og anarkískrar rokk- tónlistar. „Markmið kvartettsins er að brjóta niður ímyndaða múra á milli mismunandi stíltegunda tón- og hljóðlistar,“ segir í til- kynningu. Tónleikarnir í Mengi eru hluti af verkefninu The String Network og á efnisskránni verða ný verk samin fyrir kvartettinn, verk eftir Tytti Arola og Þorkel Nordal, Hafdísi Bjarnadóttur og Daníel M. Karlsson. Gestagít- arleikari verður Hafdís Bjarna- dóttir. Húsið verður opnað kl. 20.30. Gestagítarleikari Hafdís Bjarnadóttir. Sähkökitarakvart- etti leikur í Mengi Viðburðurinn Jólaseiður fer fram í portinu að baki Brynju við Laugaveg 29 í dag kl. 18.30. Verður þar boðið upp á ljúfa tóna, heita drykki og súpu. Dead Gall- ery mun fara í sparifötin og Prentminjasafnið opnar í fyrsta sinn dyrnar fyrir al- menningi, skv. tilkynningu. Kl. 20 færist gleðin inn í Dead Gallery þar sem Þórgnýr Inguson les ljóð og Kristín Anna Valtýsdóttir flytur tónlist og Teitur Magnússon jóla- lög, svo fátt eitt sé nefnt en Teitur er einnig kynnir kvöldsins. Jólaseiður í porti Teitur Magnússon Bandaríski leikstjórinn RianJohnson hefur gertnokkrar afbragðskvik-myndir á ferli sínum og eru Brick og Looper þær eftir- minnilegustu. Í þeirri fyrrnefndu lék hann sér með rökkurmyndaformið og þeirri síðarnefndu tímaflakk. Nú bætir hann í safnið Knives Out, kvikmynd sem skartar mörgum þekktum leikurum og er í anda sí- gildra morðgátusagna og -kvik- mynda. Áhrif hinnar ensku Agöthu Christie eru alltaf mikil í þeirri grein eða tegund kvikmynda, eðlilega, og hennar þekktasta persóna, Hercule Poirot, er skemmtilega spegluð í einkaspæjaranum Benoit Blanc sem Daniel Craig leikur. Nafnið eitt er vísun í Poirot þótt Blanc sé að vísu bandarískur. Craig nýtur sín einkar vel í hlutverkinu og er með hlægileg- an suðurríkjahreim, eins og forvitnir geta sannreynt með því að horfa á kynningarstiklu fyrir kvikmyndina. Johnson leikur sér hér með morð- gátuformið og fylgir að mestu for- skriftinni. Sögusviðið lengst af er glæsilegt sveitasetur. Þar finnst frægur og forríkur glæpasagnahöf- undur, Harlan Thrombley, látinn á skrifstofu sinni. Thrombley, leikinn af Christopher Plummer, hefur blætt út og í fyrstu er talið að hann hafi skorið sig sjálfur á háls. Blanc telur það þó heldur ólíklegt enda heldur sjaldgæf sjálfsvígsaðferð. Hann segist hafa verið fenginn til að rannsaka andlát Thrombleys en veit ekki hver réð hann til verksins sem hann fékk greitt ríkulega fyrir með nafnlausri peningasendingu. Thrombley lést eftir að hafa hald- ið upp á 85 ára afmæli sitt með nán- ustu fjölskyldu og tengdabörnum en eftir því sem fleiri eru teknir í yfir- heyrslu af Blanc og lögreglumönn- um sem eru honum til aðstoðar kem- ur í ljós að fleiri en einn vildu eflaust Thrombley feigan. Meðal hinna grunuðu er einkahjúkrunarkona Thrombleys, skemmtilega leikin af hinni sakleysislegu Önu de Armas, sú sem sá hann seinast á lífi. Líkt og verða vill í góðum morð- gátum vindur sagan hratt og örugg- lega upp á sig en spæjarinn virðist hafa alla þræði í hendi sér og leikur sér að hinum grunuðu eins og köttur að músum. En þá tekur leikstjórinn og handritshöfundurinn Johnson óvæntan snúning á formúluna og kemur áhorfendum í opna skjöldu. Kann það að styggja þá sem vilja enga slíkar viðbætur í uppskriftina en styggði þó ekki ofanritaðan. Leikaravalið er einstaklega gott í myndinni og greinilegt að leik- ararnir hafa notið sín í tökum. Craig er kostulegur sem Blanc og Jamie Lee Curtis, Don Johnson, Michael Shannon og Toni Collette, sem leika börn og tengdabörn hins látna, sýna að sama skapi góða takta, misjafn- lega illa innrætt, fordómafull, gráð- ug og vanþakklát. De Armas er í erf- iðasta hlutverkinu og leikur bráðvel hjúkrunarkonuna Mörtu sem allir þykjast líta á sem eina af fjölskyld- unni en geta ómögulega munað hverrar þjóðar hún er. Ekvador, Brasilía og Mexíkó koma þar við sögu. Marta er grunsamlega sak- leysisleg og ljúf og áhorfendur velta því ábyggilega flestir fyrir sér hvort geðshræring hennar sé raunveruleg sem og barnsleg einlægnin. Plumm- er er dásamlega djöfullegur í hlut- verki Thrombleys í endurlitum sem varpa eiga ljósi á hvað hafi gerst. Rian Johnson gætir þess að afvega- leiða áhorfendur með reglulegu millibili, eins og nauðsynlegt er góðri morðgátu, þannig að þeir haldi að þeir séu búnir að leysa gátuna en komist svo að því að svo er ekki. Hvort lausnin er á endanum fyrir- sjáanleg og spennan nægileg verður hver að meta fyrir sig en gagnrýn- andi var í það minnsta sáttur. Hér er vandað til verka í alla staði. Samtöl eru skemmtileg, bún- ingar, sviðsmynd og lýsing full- komlega í anda hefðarinnar sem og tónlist og myndataka. Í fyrstu er óljóst hvort sagan á sér stað í sam- tímanum eða á síðustu öld en þegar barnabarn Thrombleys, unglings- piltur sem sagður er nýnasisti, dreg- ur upp snjallsíma kemur í ljós að sagan á sér stað á okkar tímum. Þá er bráðfyndin sú uppfinning John- son að láta eina persónuna þjást af þeim veikleika að kasta upp í hvert sinn sem hún lýgur. Þann veikleika nýtir Blanc sér auðvitað með skondnum hætti. Ekki svo að skilja að þetta sé gamanmynd, hún er það aðeins að hluta en er í grunninn klassísk morðgáta í anda Christie, sem fyrr segir, með nútímalegum og léttleikandi súningi á formið. Eflaust má koma auga á ýmis smáatriði við annað áhorf á mynd- ina, hún er þess eðlis og líka prýði- leg kynning á gamla morðgátuform- inu fyrir þá sem ekki þekkja til. Líklega er það fólk undir tvítugu eða jafnvel þrítugu, ég skal ekki segja. Hafa ber þó í huga að aldraður mað- ur sést skorinn á háls í myndinni og annað atriði gæti farið fyrir brjóstið á viðkvæmum og því er myndin eðli- lega bönnuð börnum undir 12 ára aldri. Knives Out er nostalgísk bíóupp- lifun, minnir mann á hversu gaman er að vel heppnuðum morðgátum af gamla skólanum og ánægjulegt að sjá vinsælan Hollywood-leikstjóra vinna vel með formúluna. „Brytinn gerði það“ er stundum sagt í gríni um endinn á slíkum gátum en þann- ig er það ekki í tilfelli Knives Out því þar er enginn bryti. Köttur og mýs Uppgjör Einkaspæjarinn Benoit Blanc, leikinn af Daniel Craig, fer yfir snúna morðfléttuna í lok Knives Out. Ana de Armas, sem leikur hjúkrunarkonuna Mörtu, sést í bakgrunni í hásæti búnu til úr ógrynni hnífa. Laugarásbíó, Borgarbíó, Smárabíó og Háskólabíó Knives Out bbbbm Leikstjóri og handritshöfundur: Rian Johnson. Aðalleikarar: Ana de Armas, Chris Evans, Christopher Plummer, Daniel Craig, Don Johnson, Edi Patter- son, Frank Oz, Jaeden Lieberher, Jamie Lee Curtis, Katherine Langford, Lakeith Stanfield, Michael Shannon, Riki Lind- home og Toni Collette. Bandaríkin, 2019. 130 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.