Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 40
Lokatónleikar haustdagskrár djass- klúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram hljómsveit söng- konunnar Unu Stef, Una Stef & the SP74, og flytur jólalög úr ýmsum áttum. Auk Unu eru í sveitinni Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Sólveig Moravék á saxó- fón og flautu, Daníel Helgason gít- arleikari, Baldur Kristjánsson bassaleikari og Sólrún Mjöll Kjart- ansdóttir trommuleikari. Una og hljómsveit flytja jólalög í Hörpu FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Aron hefur verið algerlega frábær og á stóran þátt í þessum árangri. Hann fékk lítið að spila undir lok síðasta tímabils og ekki heldur á undirbúningstímabilinu en svo blómstraði hann þegar hann fékk að spila,“ segir Jóhannes Harðar- son, knattspyrnustjóri Start, um frammistöðu Arons Sigurðarsonar á keppnistímabilinu í Noregi. »34 Frábær frammistaða Arons fyrir Start ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Knattspyrnufélag Framherja og Smástundar í Vestmannaeyjum, KFS, er sennilega eina félag heims sem fjármagnar reksturinn á sölu- launum getraunaseðla og leggur auk þess fyrir í varasjóð. Maðurinn á bak við þessa ótrú- legu staðreynd er Hjalti Krist- jánsson læknir. Hann hefur séð um getraunasöluna frá 1994 eða í aldar- fjórðung, fyrst fyrir Amor sem síðar varð Framherji og síðan fyrir sam- eiginlegt félag Framherja og Smá- stundar. „Við fáum 26% í sölulaun og tekjur okkar eru um 2,5 milljónir króna á ári,“ segir hann. Bætir við að í byrjun hafi afraksturinn verið um ein milljón á ári, fljótlega farið í eina og hálfa, svo tvær og verið stöðugur í fyrrnefndri tölu í nokkur ár. Þegar Hjalti kom til Eyja tók hann til hendi hjá Amor og hóf fjár- öflun með þessum hætti. „Ég er gamalt tölfræðinörd og sá að þetta væri fjáröflunarleið sem ég kynni á og væri góður í, en þetta snýst um vinnu og aftur vinnu, eins og svo margt annað.“ KFS er með karlalið í 4. deild. 2. flokkur spilar bæði í nafni ÍBV og KFS og því geta leikmennirnir spil- að með KFS í deildinni. ÍBV borgar þjálfarakostnaðinn en KFS ferða- kostnað, bolta og búninga auk æf- ingakostnaðar í Reykjavík, þar sem sumir leikmannanna eru við nám og störf. „Við erum ekki með neinn mann á launum,“ leggur Hjalti áherslu á. Liðið hefur leikið í 2. og 3. deild og þangað er stefnan tekin á ný. „Þar er margfaldaður kostnaður samanborið við að vera í 4. deild og því reynum við að geyma peninga svo við höfum efni á því að fara upp. Ætli við séum ekki eina fótbolta- félagið á Íslandi sem á varasjóð.“ Getraunir ekki fyrir fíkla Hjalti grúskar í tölfræði, býr til getraunakerfi og hefur eytt miklum tíma í getraunastarfið í aldarfjórð- ung. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og gott frávik frá læknisfræðinni,“ segir hann. Hann selur um 50 manns „hlutabréf“ í getraunakerfum og segir að með þeim hætti hafi hann náð til fleiri en aðrir. „Konur hafa áhuga á því að styrkja félögin og vera með en eru kannski ekki endilega eins spenntar og karlar fyrir því að mæta og tippa. Ég hef nýtt mér það og sé um að tippa fyrir alla hópana.“ Ekki skemmi fyrir að vinningar detti inn öðru hverju, það fréttist fljótt og áhuginn aukist í kjölfarið. „Ég vann 4,7 milljónir um daginn og fannst að ég ætti það inni því áður hafði ég unnið níu milljónir fyrir einn hópinn án þess að fá krónu sjálfur!“ Hópar hjá KFS hafa 11 sinnum fengið 13 rétta leiki frá áramótum. „KFS selur 3% af öllum getrauna- seðlum, er með 40% af hópum í úr- slitakeppninni, 11 af 26 hópum í öll- um deildum, þannig að við teljum okkur vera ókrýnda Íslandsmeist- ara í árangri í getraunum.“ Töluverð umræða hefur verið um fjárhættuspil og spilafíkn hérlendis að undanförnu. Hjalti segist vita af vandanum og vissulega sé hægt að misnota getraunir eins og annað, en hann telji að spilafíklar leiti annað vegna þess að getraunir séu bara vikulega og fíklar hafi ekki þolin- mæði til að bíða svo lengi. „Ég er tilbúinn að tippa fyrir þá sem ekki eru spilafíklar,“ segir hann og vísar á upplýsingar um starfsemina á heimasíðunni (kfs.is). Morgunblaðið/Óskar Pétur Tipparar Sigríður Gísladóttir, Hjalti Kristjánsson og Haukur Guðjónsson hittast vikulega og tippa fyrir hópa. Fjármagna reksturinn með sölu getraunaseðla  KFS í Vestmannaeyjum leggur auk þess fyrir í varasjóð Darius Zander kemur fram með gít- arleikaranum Tobias Born á popp- aðventutónleikum í kvöld kl. 19.30 í Vídalínskirkju í Garðabæ. Zander er þekktur þýskur poppsöngvari og mun rödd hans vera bæði mjúk og falleg. Auk Zenders og Borns koma fram nemendur úr Mennta- skólanum við Sund og frumflytja lag eftir Zander. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið við frjálsum fram- lögum. Tónleik- arnir eru haldnir til styrktar Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Popp-aðventutónleikar með Darius Zander

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.