Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Fiskeldisfyrirtæki landsins virðast al- mennt hafa búið sig vel undir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni og tjón af völdum þess varð því óverulegt. Sigurður Helgi Ólafsson, lands- stjóri Stolt Sea Farm, sem ræktar senegalflúru á Reykjanesi, segir að óveðrið hafi haft óveruleg áhrif á fyrirtækið. „Við bjuggum okkur vel undir þetta og fjarlægðum allt laus- legt. Það varð smávægileg skemmd á byggingum, en ekkert alvarlegt. Við teljum okkur hafa sloppið vel og starfsemin var öll í eðlilegum far- vegi.“ Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis á Aust- fjörðum, sem ræktar lax í sjókvíum á Reyðarfirði, segir að sjóbúnaður fé- lagsins sé hannaður til að standa af sér mjög vond veður. „Kvíarnar geta staðið af sér sjö til átta metra öldu- hæð, mun meira en það sem gekk á núna í vikunni. Einu áhrifin sem veðr- ið hafði var að það var ekki hægt að fara með fisk til slátrunar frá Reyð- arfirði og til Búlandstinds á Djúpa- vogi í tvo daga,“ segir Jens í samtali við Morgunblaðið. Alla jafna slátra Laxar 80 tonnum á fiski á degi hverjum. Sagði Jens að slátrun myndi hefjast á ný í dag, föstudag, ef veður leyfði. Sagði Jens Garðar aðspurður hvort eitthvert fjárhagslegt tjón hlytist af þessu að það væru alltaf ákveðnar bú- sifjar ef sláturdagar dyttu niður, en við því mætti þó alltaf búast á Íslandi. Útslættir í rafmagni Hjá Arctic Fish, sem elur fisk í kví- um í Dýrafirði, Tálknafirði og Fá- skrúðsfirði, og slátrar og pakkar fisk- inum hjá Arnarlaxi á Bíldudal, fengust þær upplýsingar að einu af- leiðingar óveðursins hefðu verið smá útslættir í rafmagni, eins og Sigurður Pétursson, verkefnastjóri þjónustu- sviðs, orðar það í samtali við Morg- unblaðið. „Menn voru vel undirbúnir og þetta var því bara eitthvað smá- vægilegt. Veðrið var heldur ekki eins slæmt og útlit var fyrir. Í raun fór betur en á horfðist.“ Valdimar Ottósson, svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal, tók í sama streng. Allt hefði gengið vel. „Einu áhrifin voru að við gátum ekki sótt fisk í slátrun í einn dag. Annars er allt í flottum málum.“ tobj@mbl.is Veður Víða varð tjón á landinu vegna óveðursins í vikunni. Eldisfyrirtæki vel undirbúin  Slátrun stöðvaðist í tvo daga 13. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.6 122.18 121.89 Sterlingspund 159.9 160.68 160.29 Kanadadalur 91.81 92.35 92.08 Dönsk króna 18.025 18.131 18.078 Norsk króna 13.269 13.347 13.308 Sænsk króna 12.884 12.96 12.922 Svissn. franki 123.43 124.11 123.77 Japanskt jen 1.1183 1.1249 1.1216 SDR 167.49 168.49 167.99 Evra 134.72 135.48 135.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.4284 Hrávöruverð Gull 1468.05 ($/únsa) Ál 1751.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.0 ($/fatið) Brent Hlutabréf Saudi Aramco, ríkisol- íufélags Sádi-Arabíu, sem tekin voru til skráningar í Tadawul- kauphöllinni í heimalandinu á mið- vikudaginn, hækkuðu um 10% í verði í gær, á öðrum degi viðskipta með félagið. Þetta þýðir að markaðsvirði fé- lagsins er nú komið yfir tvö þúsund milljarða Bandaríkjadala, en upp- legg stjórnvalda var að með útboð- inu fengist einmitt staðfest að fé- lagið væri 2.000 milljarða dala virði, sem jafngildir 246 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið er nú verðmætasta skráða fyrirtæki í heimi, og hlutabréfaútboðið, sem ráðist var í samhliða skráningunni, er hið stærsta í sögunni. Þar var boðinn til sölu 1,5% hlutur í félaginu og nam heildarumfangið 25,6 milljörðum dala. Stærsta útboðið fram til þess var útboð hins kínverska Alibaba árið 2014. AFP Olíuverð Upplýsingaskjár í kaup- höllinni í Riyadh í Sádi-Arabíu. Olíurisi hækkar Breska fjár- málatímaritið The Banker hefur valið Kviku besta bankann á Ís- landi árið 2019. Í tilkynn- ingu frá Kviku segir að verð- launin séu ein þau eftirsóttustu í bankageiranum og hlotnist þeim sem skila góðri af- komu jafnhliða því að bjóða nýja eft- irtektarverða þjónustu. „Kvika hef- ur einbeitt sér að langtímasamstarfi við viðskiptavini. Í ár tókum við skref inn á einstaklingsmarkað með Auði dóttur Kviku í þeim tilgangi að stækka viðskiptavinagrunn okkar með því að nýta núverandi innviði bankans. Áframhaldandi nýting á innviðum getur leitt til áframhald- andi tækifæra í rekstri og eflt sam- keppni á bankamarkaði,“ segir Mar- inó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, í tilkynningunni. Kvika besti bankinn Viðurkenning Kvika hefur verið valin best tvö ár í röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.