Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 samband við sig og málin yrðu leyst. Allt gekk þetta eftir og rúm- lega það. Upp frá þessum fyrsta fundi varð til sú vinátta sem varði um öll ókomin ár meðan báðir vorum á fæti, án þess þó að við værum endilega í einhverjum reglulegum samskiptum; það nægði að vita hvor af öðrum og heyrast öðru hverju. Það væri hægt að tína til margt sem prýddi Ásbjörn á hans víða velli, bæði úr Íslendingasögunum og heimsbókmenntunum, þar sem góðum drengjum og gegnum mönnum er lýst, en að sinni verð- ur það geymt í hugskoti. Ásbjörn var ekki hokinn yfir veikindum sínum, tókst á við þau sem hvert annað verkefni af sama krafti og önnur, gerði sér samt grein fyrir feigðarósi. Í öllum okkar samskiptum gat ég ekki betur séð en að Ásbjörn tæki með báðum höndum utan um þau verkefni sem hann á ann- að borð tók að sér. Hann var fljót- ur að hugsa, áttaður og sérlega lausnamiðaður, hvort heldur var á vettvangi laga, kirkju eða rekst- urs bæjarfélags. Hann var afar metnaðarfullur í þeirri góðu merkingu að sækjast eftir að skila af sér því besta dagsverki sem vit hans, samviska og greind höfðu völ á. Fyrr á þessu ári hringdi ég í Ásbjörn þeirra erinda að forvitn- ast ögn um fasteignaverð í Garði, hafði einkum eina ákveðna eign í huga, sem hann svaraði engu, heldur sagði: Hugsaðu ekki um þetta hús; keyptu heldur húsið hérna uppi á næsta horni, sem ég og gerði. Ég hlakka verulega til að flytja suður í Garð að starfsdegi lokn- um um mitt næsta ár. Þar leið mér vel hjá og með góðu fólki, en fannst vistin stutt og ætla því að bæta mér það upp. Þó setur þann skugga á þá tilhlökkun að fá ekki að njóta samvista og samskipta við Ásbjörn vin minn, en það bíð- ur bara betri tíma. Vistaskiptin eru ör. Ég bið algóðan Guð að varðveita minningu Ásbjörns, styðja og styrkja Auði og dætur þeirra, þær Björgu, Birnu og Bergrúnu. Önundur S. Björnsson. Með hlýju og söknuði horfum við til liðinna stunda með góðum vini og samstarfsfélaga. Við höf- um lengi litið upp til Ásbjörns. Hann var farsæll og vel metinn lögmaður sem naut mikillar virð- ingar allra sem til hans þekktu enda eljusamur við vinnu og sinnti málum umbjóðenda sinna af kostgæfni. Við teljum okkur því lánsöm og erum þakklát fyrir að hafa fengið að starfa undir hans leiðsögn á Lögfræðistofu Suðurnesja. Gott var að leita til hans með álitaefni og yfirleitt gat hann bent á praktískar lausnir vandamála sem ungum lögmanni yfirsást. Óhætt er að segja að hann hafi verið okkur sem læri- meistari í faginu og bakhjarl seinna meir. Ásbjörn var góður vinur, hafði þægilega nærveru og alltaf var hann tilbúinn að ljá eyra þegar á þurfti að halda. Þá kom hægindastóllinn á skrifstofu hans á lögfræðistofunni að góðum not- um og eflaust hefur Ásbirni stundum þótt við dvelja heldur of lengi við kjaftagang þótt hann léti ekki á því bera. Þá var húmorinn aldrei langt undan. Ásbjörn hafði gott skop- skyn, létta lund og skipti sjaldan skapi, sem kom sér vel þegar kljást þurfti við krefjandi verk- efni. Í því samhengi munum við minnast ótal glettinna athuga- semda hans um ókomna tíð. Jafn- framt hafði hann gott lag á að nálgast fólk í erfiðum aðstæðum þess og var ekki langrækinn þótt slegið gæti í brýnu. Aðdáunarvert var viðhorf hans í baráttu gegn illvígum sjúkdómi. Viljinn að sigrast á meininu var mikill og mannkostir hans sýndu sig í þeirri baráttu. Minning lifir um góðan mann. Elsku Auður, Björg, Birna og Bergrún. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Ásta Björk Eiríksdóttir og Theodór Kjartansson. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann, Ásbjörn Jónsson, sem var sviðsstjóri og yfirmaður okkar í Bókasafni Reykjanesbæj- ar frá 2015 til ágústloka þessa árs. Á þessum tíma hefur margt breyst í bókasafninu eins og hjá öðrum söfnum og gott var að finna stuðning Ásbjörns og traust þegar haldið var áfram að prófa nýja hluti og bjóða upp á fjöl- breytta þjónustu. Það var alltaf gott að leita til hans og hann hafði góða nærveru. Það var skemmti- legt að starfa með Ásbirni, hann sýndi starfsemi bókasafnsins ávallt mikinn áhuga. Ásbjörn var mikill bókaunnandi og við fund- um að hann var stoltur af safninu og því starfi sem fer þar fram. Hann var alltaf að segja okkur skemmtilegar sögur og iðulega var mikið hlegið. Svo var hann rokinn því hann var orðinn of seinn á næsta stað. Húmor Ás- björns var svartur, því kynnt- umst við fljótt og supum stundum hveljur. Hann var hreinn og beinn – sagði það sem honum fannst. En mikið höfðum við gam- an af honum því við vissum að hann hafði gott hjartalag. Við skynjuðum fljótt hve stolt- ur Ásbjörn var af fjölskyldu sinni. Hann talaði fallega um fólkið sitt. Ánægjan og gleðin skein í gegn þegar hann var að segja frá dætr- um sínum í Danmörku og hvað þær væru að gera. Við vottum fjölskyldu Ásbjörns samúð okkar. Ykkar missir er mikill. Fyrir hönd starfsmanna Bóka- safns Reykjanesbæjar, Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður. Ásbjörn Jónsson kom til starfa sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs árið 2015 og var minn nánasti samstarfsmaður í fimm ár. Þá var endurskipulagning fjármála sveitarfélagsins hafin og aðspurð- ur sagði hann það verkefni spenn- andi og meginástæðuna fyrir því að hann sóttist eftir starfinu. Enda kom á daginn að þar var hann á heimavelli. Hann reyndist góður félagi og liðsmaður og passaði vel inn í teymið. Hann hafði áður unnið fyrir sveitarfé- lagið að fjölmörgum verkefnum í gegnum tíðina, sem utanaðkom- andi lögmaður og ráðgjafi á Lög- fræðistofu Suðurnesja, og var sem slíkur vel kynntur. Margir voru reyndar hissa á að reyndur lögmaður eins og Ásbjörn sæktist eftir slíku starfi á síðari hluta far- sællar starfsævi en eins og hann sagði sjálfur: „Ég er búinn að fara allan hringinn í lögmennsk- unni og vil leggja mitt af mörkum til að þetta heppnist.“ Við Ásbjörn þekktumst frá æskuárunum enda hafði hann verið foringi minn í skátahreyf- ingunni og mæður okkar góðar vinkonur alla tíð. Það ríkti því gagnkvæmt traust frá fyrsta degi sem var mjög mikilvægt. Ekki að- eins áttum við okkar á milli fjöl- marga fundi og löng símtöl á ýms- um tímum heldur fórum við ótal ferðir saman á ýmsa fundi í Reykjavík. Fljótlega fann ég að hann vildi frekar aka en vera far- þegi; „ef þú ætlar að keyra þurf- um við að taka með okkur nesti“ sagði hann og hló. Ásbjörn gegndi í upphafi starfi sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bar sem slíkur ábyrgð á mörgum þáttum er lúta að þjónustu við bæjarfulltrúa, íbúa, starfsmenn og stjórnsýsluna í heild. Hann lék stórt hlutverk í innleiðingu per- sónuverndarlaga í allri starfsemi Reykjanesbæjar og var virkur í undirbúningi jafnlaunavottunar. Hvort tveggja vel heppnuð verk- efni. Ásbjörn varð fljótt eftirsóttur ráðgjafi innanhúss og aðstoðaði stjórnendur og starfsmenn í ýmsum málum; starfstengdum og persónulegum. Hann var húmoristi og svör hans við sum- um fyrirspurnum voru oft meira í gamni en alvöru. Þegar metnað- arfullir deildarstjórar leituðu álits á hugmyndum um lengri af- greiðslutíma eða aukna þjónustu átti hann til að svara: „Er ekki bara miklu betra að loka þessu og draga úr útgjöldum?“ Hann vildi ekki láta mikið á sér bera, leið betur í bakvarð- arsveitinni og sagði m.a. í ráðn- ingarferlinu: „Það eina sem ég vil vera laus við í þessu starfi er að koma fram í fjölmiðlum.“ Við það var staðið. Síðustu 16 mánuði starfaði Ás- björn vitandi af meininu sem hann þurfti að lokum að beygja sig fyrir. Stærstan hluta þess tíma var hann virkur í starfi, ef ekki á skrifstofunni þá heima fyr- ir þar sem hann var búinn að koma sér upp góðri vinnuað- stöðu. Símtölin voru mörg og að eigin ósk tók hann oft þátt í fund- um og ákvörðunum í síma. Hann brann fyrir verkefninu og var fram á síðustu stundu áfram um að leysa og ganga frá málum. Um leið og starfsmenn og bæj- aryfirvöld Reykjanesbæjar þakka Ásbirni ánægjulega sam- fylgd færum við Auði, dætrum, barnabörnum, Jóni föður Ás- björns, systkinum og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Missir þeirra er mikill. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. Ásbirni Jónssyni kynntist ég árið 2006 þegar ég tók við emb- ætti sóknarprests í Keflavíkur- kirkju. Hann hafði þá um langt skeið verið í hópi öflugra leiðtoga innan kirkjunnar. Hann barðist af kappi fyrir framgangi hennar og bar skynbragð á þau jákvæðu áhrif sem sóknarkirkjur geta haft í sínu umhverfi. Á vegum Kjalarnessprófastsdæmis var hann óþreytandi í baráttu sinni fyrir því að efla kirkjunnar fólk, mennta það, og tók í því skyni þátt í undirbúningi fræðsluferða og viðburða, sem munu seint úr minni líða. Sem kirkjuþingsmað- ur og kirkjuráðsmaður beitti hann sér fyrir umbótum í stjórn- sýslu og regluverki þjóðkirkj- unnar. Sjálfur sat ég með honum í nefnd um gerð nýrra þjóð- kirkjulaga. Þá sem fyrr var Ás- björn örlátur á tíma sinn, sem all- ir vissu þó vel að var rækilega skipulagður fyrir. Markmið hans voru að auka lýðræði innan þjóð- kirkjunnar og færa hana til nú- tímahorfs með gagnsæju reglu- verki og auknu sjálfstæði kirkjuþings. Sjálfur tjáði hann mér að hann hefði sem strákur átt þann draum að verða prestur. Lögfræðin varð þó ofan á og á þeim vettvangi náði hann góðum frama. Um leið sýndi það hversu mögnuð guðfræðin um prestdóm trúaðra er. Allir hafa hlutverk í þeim tilgangi að breiða út fagn- aðarerindið. Ásbjörn lifði þá hug- sjón til fulls. Engin leið er að kasta tölu á þær stundir í sjálf- boðinni þjónustu sem hann vann á akri kirkjunnar. Mikill missir er að Ásbirni nú þegar hann er fallinn frá. Um leið og ég óska honum og fólkinu hans Guðs blessunar koma orðin úr Lúkasarguðspjalli upp í hug- ann: „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér. Því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða. Ljós til opinberunar þjóð- unum og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.“ Skúli Sigurður Ólafsson. Ásbjörn rak eigin lögfræði- stofu á Suðurnesjum í áratugi við góðan orðstír. Hann var alla tíð vel metinn af samstarfsfólki og viðskiptavinum. Ég var svo lán- samur að fá að ganga til liðs við lögfræðistofu Ásbjörns árið 2006 og saman rákum við stofuna til ársins 2015 þegar Ásbjörn hvarf til annarra starfa. Ég gekk síðar til liðs við hann á nýjum vettvangi eftir að hann fann að glíman við sjúkdóminn illvíga var farin að þyngjast. Ásbjörn var ákaflega vandaður og góður lögmaður. Þótt hann hafi gætt hagsmuna umbjóðenda sinna af hörku var hann alltaf vilj- ugur að leita sátta og finna leiðir til að koma málum fljótt og vel í réttan farveg til að takmarka tjón allra hlutaðeigandi. En hann átti það líka til að sækja af hörku þeg- ar umbjóðendur hans voru beittir misrétti. Hvort tveggja mikil- vægir eiginleikar. En Ásbjörn var líka góður leiðbeinandi og stuðningsmaður þeirra sem hann tók undir verndarvæng sinn. Ás- björn sinnti öllum starfsnemum, sumarstarfsmönnum og nýjum löglærðum fulltrúum sem hjá okkur störfuðu af áhuga og með hlýju. Hann lagði á það mikla áherslu að grunnurinn að góðum vinnubrögðum er bara lagður einu sinni. Það er öllum þeim sem hafa starfað með Ásbirni minnisstætt hversu ljúfur og skilningsríkur hann var við skjólstæðinga sína. Hann sinnti um árabil verjenda- störfum í sakamálum og var vel metinn, ekki einungis hjá skjól- stæðingum sínum, heldur einnig hjá starfsmönnum réttarvörslu- kerfisins. Ásbjörn þótti harður en á sama tíma heiðarlegur baráttu- maður fyrir hagsmunum skjól- stæðinga sinna. Hann gerði ekki upp á milli viðskiptavina sinna og sýndi öllum þeim sem hann að- stoðaði í gegnum tíðina kurteisi og hlýtt viðmót. Á páskunum ár hvert fékk Ásbjörn símtal frá landi rétt fyrir austan gömlu Júgóslavíu. Á hinum enda línunn- ar var maður sem eitt sinn fyrir löngu kom hingað til lands og „lenti í svolitlu“, eins og Ásbjörn kaus að kalla það. Hann hringdi í Ásbjörn á hverju ári einfaldlega til þess að segja: takk. Ásbjörn var ljúfur og skemmti- legur vinur og ég á góðar minn- ingar úr fjölmörgum golfferðum okkar með góðum vinum á suð- rænar slóðir. Þá fórum við líka oft til London þar sem við horfðum saman á knattspyrnuliðið okkar. Þar naut Ásbjörn sín vel. Nú hef- ur verið höggvið stórt skarð í vinahópinn. Hans verður ákaf- lega sárt saknað. Það dýrmætasta í lífi Ásbjörns voru Auður og dæturnar þrjár og ekki síst barnabörnin sem síðar bættust við. Þó svo að fjarveran frá heimilinu hafi oft verið tals- verð út af löngum vinnudögum á lögfræðistofunni var fjölskyldan alltaf efst í huga Ásbjörns. Hann leyfði samstarfsfólki sínu að fylgjast vel með því sem var að gerast í lífi fjölskyldunnar og hann sagði stoltur frá öllum af- rekum dætra sinna við nám og störf. Ásbjörn var ákaflega stolt- ur af sínu góða fólki. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta leiðsagnar og vin- áttu Ásbjörns. Ég kveð hann með virðingu og söknuði og færi fjöl- skyldu hans og vinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásbjörns Jónssonar. Unnar Steinn Bjarndal. Ásbjörn Jónsson hæstaréttar- lögmaður er fallinn frá fyrir aldur fram. Hann var náinn samstarfs- maður prófasts í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis í tæpa tvo áratugi eða nánast allan þann tíma sem ég gegndi því embætti. Aldrei bar skugga á okkar sam- starf. Það var sannarlega mikill fengur að því að fá lögfræðing til starfa í héraðsnefnd prófasts- dæmisins, en áhugi Ásbjarnar á málefninu leyndi sér ekki. Hann var kosinn í héraðsnefnd pró- fastsdæmisins árið 1998 og hafði þá setið í sóknarnefnd Útskála- sóknar frá árinu 1991. Ásbjörn var ekki þeirrar gerð- ar að yfirgnæfa aðra fundar- menn eða hygla persónulegum áhugamálum, heldur bar öll hans framganga vitni hinum háttvísa mannkostamanni sem færir ávallt sterk málefnaleg rök fyrir máli sínu og lætur verkin tala. Hann var úrræðagóður og ein- lægur í samskiptum, hann sýndi samstarfsfólki sínu ávallt virð- ingu, hvort sem það fylgdi hon- um að málum eða ekki. Áhugi hans á starfi kirkjunnar var ein- dreginn, hann var framsækinn í hugsun og glöggur á hvaðeina sem til framfara horfði, í því sambandi lét hann sér annt um hæfni og þjálfun þeirra sem að starfinu koma. Hann var ávallt traustsins verður. Ásbjörn var góður ferðafélagi í kynnis- og fræðsluferðum sem prófastur efndi til á vegum pró- fastsdæmisins, áhugasamur um hvaðeina, léttur í lund og kunni að meta góðan félagsskap. Meðal annars sótti hann kirkjudagana í Stuttgart árið 1999, var þátttak- andi í kynnisferð sóknarnefnd- aformanna til Hamborgar árið 2004 og fræðsluferð á slóðir pú- ritana í Boston 2005 ásamt prest- um prófastsdæmisins og mökum þeirra. Hann tók þátt í kynnis- ferð til höfuðstöðva mótmæl- endakirkjunnar í Hannover 2011 þar sem við áttum langa og góða fundi um kirkjurétt með lög- fræðingum þýsku kirkjunnar (EKD), hann var þátttakandi í ferð leikra og lærðra á söguslóðir Marteins Lúthers árið 2012. Slíkar ferðir nýttust Ásbirni vel til að auka þekkingu sína á kirkjustarfi í þeim tilgangi að fitja upp á nýjungum á þeim vettvangi. Ásbjörn gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum innan kirkj- unnar, hann sat í sóknarnefnd sem fyrr segir, í héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis, hann var fulltrúi þess á kirkjuþingi og loks var hann kosinn í kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju. Enginn þurfti langan tíma til að kynnast mannkostum og hæfileikum Ásbjarnar svo aug- ljósir sem þeir voru, jafnvel eftir stutt kynni. Þar höfðu orðin merkingu, þar fylgdi hugur máli. Hann vann vel á fundum og var ávallt til taks þegar á þurfti að halda; hans stíll var ekki að hafa sig í frammi á kostnað annarra. Ávallt reyndist hann traustsins verður og ávann sér virðingu þeirra sem hann átti samleið með. Ég er þakklátur fyrir það góða og gefandi samstarf sem ég átti með Ásbirni. Ég votta Auði eiginkonu hans og fjölskyldunni allri samúð okk- ar hjóna. Guð blessi minningu Ásbjarnar Jónssonar. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus. Árið 1984 var ég búsettur í Keflavík og rak þar lögmanns- stofu. Einu sinni sem oftar fór ég með skó til viðgerðar hjá Jóni B. Stefánssyni skósmið, föður Ás- björns. Hann er skrafhreifinn maður og við ræddum um lands- ins gagn og nauðsynjar að venju. Í lok samtalsins varpaði hann fram þessari örlagaríku spurn- ingu: „Vantar þig ekki pilt?“ Þá var Ásbjörn sonur hans að ljúka námi í lögfræði í Háskóla Íslands og ég áttaði mig á því hvað Jón meinti með þessu. Þegar ég kom aftur að sækja skóna og hafði hugsað málið svaraði ég: „Jú, ég held það, svei mér þá.“ Í beinu framhaldi hafði ég samband við Ásbjörn um hvort hann vildi vinna hjá mér, sem hann játti. Þar með hófust kynni okkar sem hafa varað alla tíð síðan. Ásbjörn byrjaði síðan að vinna sem fulltrúi á lögmannsstofu minni í Keflavík. Ég gerði mér fljótlega ljóst hvílíkan afbragðs- mann ég hafði náð í. Hann hafði fjölmarga góða eiginleika. Og einn kostur við að starfa með honum við lögmennsku var að við vorum ólíkir á margan hátt. Þannig bættum við hvor annan upp í rekstrinum. Ég sá það fljótt að þennan mann mætti ég ekki missa. Ég taldi því skyn- samlegt að bjóða honum fljótlega að verða meðeigandi að lög- mannsstofunni, sem hann þáði, sem betur fer. Fáeinum árum síðar fór það þannig að ég flutti úr bæjarfélaginu til annarra starfa. Þá bauð ég honum að taka alfarið við rekstrinum sem hann þáði og rak síðan lögmannsstof- una um árabil með mjög góðum árangri. Ásbjörn var heiðarlegur og atorkusamur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vildi leysa þau verkefni sem hann tók að sér fljótt og vel og með hag viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Það hlóðust því á hann ýmis verkefni stór og smá og hann sinnti öllu af miklum áhuga. Ég held ég verði að telja að heiðar- leiki, atorka og hjálpsemi séu þeir eiginleikar sem lýsi Ásbirni best. Mér finnst það bæði sorglegt og ósanngjarnt að Ásbjörn sé horfinn úr þessu jarðlífi en ég tel mig heppinn að hafa kynnst hon- um eins vel og ég gerði. Ég sendi allri fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Jón G. Briem hæstaréttarlögmaður. Kveðja frá Kjalar- nessprófastsdæmi Á aðventu undirbúum við kon- ungskomu. „Sjá konungur þinn kemur til þín.“ Þessi orð úr Matteusarguðspjalli tilheyra að- ventunni. Orðið þýðir koma eða heimsókn. Hún minnir á þann konung lífs sem kemur. Hann kemur á hverri tíð inn í mann- lega sögu og minnir á sitt mikla erindi sem er að leiða hvern og einn sem til hans lítur og á hann trúir í gegnum lífið til lífs síns og ríkis. Konungur þinn kemur. Ás- björn Jónsson, sem nú hefur lok- ið vegferð sinni í sýnilegum heimi, tók vel á móti honum. Ásbjörn byggði líf sitt á trúar- grunni og lífsvirðingu. Við leið- arlok þakkar starfsfólk Kjalar- nessprófastsdæmis Ásbirni fyrir áralöng störf í þágu þess. Ás- björn sat um árabil í héraðs- nefnd prófastsdæmisins og var þar lengst af gjaldkeri. Hann var jafnan ósérhlífinn og fórnfús, bjó líkt og að þeirri orku og því kær- leiksþreki, sem nærist á trú og von og birtist í drjúgum og góð- um störfum fyrir samferðamenn. Hann var styrkur og staðfastur og reyndist hollráður í mörgum málum. Hann hafði miklu að miðla. Á kveðjustundu eru það þakkir sem búa efst í huga þeirra sem áttu með honum samleið í Kjalarnessprófastsdæmi. Þakkir fyrir árvekni, áhuga og ábyrgð- arkennd. Þakkir fyrir einurð, eljusemi og elsku. Þakkir fyrir góðsemi og glaðværð. Það er lifandi trú á Jesú Krist hinn krossfesta og upprisna Drottin og frelsara sem gerir líf- ið dýrmætt, því sú trú fær numið það ljós og skynjað sem skín í gegnum jarðarmyrkur. Í skini þess sést að mannlegt líf er ekki aðeins jarðneskt, því er ætlað að ganga inn í það ríki Guðs sem er ofar því sem sýnilegt er, en þó virkt hér í heimi í hjörtum trú- aðra manna sem láta gott af sér leiða. Aðventuljósin minna á þann ljóma sem skín í myrkrinu fyrir miskunn Guðs. Allt líf kirkjunn- ar er endurskin af þeim bjarma. Kristin kirkja býr í borðskap sín- um og lífi yfir græðandi mætti. Guð gefi að sá máttur búi nú um sig innra með ástvinum Ásbjörns og mildi söknuð þeirra og trega. F.h. Kjalarnessprófasts- dæmis, Þórhildur Ólafs, prófastur. Ásbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.