Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Undir fána lýðræðis eftirHallgrím Hallgrímssoner merkileg heimild.Hallgrímur var einn þriggja Íslendinga sem börðust í al- þjóðasveitum kommúnista lýðræð- ishernum gegn sveitum Franciscos Francos í borgarastyrjöldinni á Spáni á fjórða áratug liðinnar aldar. Endur- minningar hans frá þeim hild- arleik komu fyrst út árið 1941 og eru nú endur- útgefnar. Frásögn Hall- gríms frá veru sinni á Spáni 1937-38 er greinargóð og grípandi. Lýsingar hans eru oft og tíðum magnaðar. Hann gefur innsýn í þau áhrif, sem átök hafa á sálarlífið, og lýsir einnig óvissunni, biðinni og þeim skrítna hversdagsleika, sem meira að segja getur fundið sér leið inn í stríð og blóðsúthellingar. „Á örlagastund skal manninn reyna,“ skrifar hann, „en ekki þegar lífið leikur við hann.“ Á einum stað lýsir hann því þegar loftárás hefst og hann er staddur á berangri þar sem hvorki er skotgröf né holu að finna þannig að hann stansar undir ólífutré við veginn um leið og sprengjunum fer að rigna nið- ur: „Ég klessi mér öllum niður svo sem framast er hægt … Það heyrist veikur súgur í lofti … Á þessu augna- bliki, sem ekki er nema brot úr sek- úndu, er maður aðeins handviss um eitt í þessum heimi og það er það að sprengjan hæfi mann þráðbeint í hnakkann.“ Síðan segir hann að hann hafi aldr- ei rekist á „neina lýsingu á sálarlífi manns sem liggur undir sprengju- kasti úr loftinu, þannig að nokkur lif- andi mynd fáist af því lífi“, aðeins af- burðamönnum myndi takast að draga upp slíka mynd og yrðu þá að styðjast við eigin reynslu. Það kann að vera rétt, en sú mynd sem Hall- grímur dregur upp er ansi áhrifarík. Sú spurning vaknar hins vegar hvort hann segi alla söguna. Hvort hann hafi tekið meiri þátt í átökunum en þarna kemur fram. Hallgrímur kemur víða við á víg- stöðvunum og oft virðist sem hann sé að miklu leyti frjáls ferða sinna. Þá virðist hann vart hleypa af vopni. Í fróðlegum eftirmála eftir Einar Kára Jóhannsson og Styrmi Dýrfjörð, sem bjuggu endurminningar Hallgríms til endurútgáfu, er vikið að hvoru tveggja. Er getum leitt að því að það hvað hann er mikið á ferðinni bendi til að hann hafi ekki aðeins verið óbreyttur hermaður. Hallgrímur var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins. Hann fór til Sovétríkjanna í nám og hlaut þar þjálfun í vopnaburði og bylting- arstarfsemi. Spurningin er aðeins hversu mikil sú þjálfun var. Þegar hann kom heim þjálfaði hann Varn- arlið verkalýðsins. Borgarastyrjöldin á Spáni skildi eftir sig djúp ör í spænsku samfélagi og þau eru enn ekki gróin. Hún átti sér stað þegar öfgar tókust á í álf- unni, fasisminn og kommúnisminn. Franco naut stuðnings Þjóðverja og Ítala. Lýðræðisöflin voru hins vegar hikandi í stuðningi sínum við and- stæðinga hans, líkt og þau áttu eftir að vera í andstöðu sinni við Adolf Hit- ler og Þjóðverja í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar. Endurminningar Hallgríms hafa orðið mörgum efni- viður eins og fram kemur í eftirmála bókarinnar og má þar helst nefna skáldsöguna Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Hún fjallar um eina helstu orrustu borg- arastyrjaldarinnar og þar var Hall- grímur í fremstu víglínu. Óður til Katalóníu eftir George Orwell um þátttöku hans í borgarastyrjöldinni er ein þekktasta bók hans og senni- lega hefur engin bók haft jafnmikil áhrif á túlkun á átökunum, í það minnsta utan Spánar. Bók Orwells kom út þremur árum á undan Undir fána lýðveldis og þessar bækur verða ekki lagðar að jöfnu, en endurminn- ingar Hallgríms eru engu að síður merkileg frumheimild og endur- útgáfa þeirra þarft verk. Æðrulaus á örlagastund Hallgrímur Lýsingar hans eru „oft og tíðum magnaðar,“ skrifar rýnir. Endurminningar Undir fána lýðveldisins: Endur- minningar frá Spánarstyrjöldinni bbbmn Eftir Hallgrím Hallgrímsson. Una útgáfuhús, 2019 (1. útgáfa 1941). 219 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Jóhannes Sveinsson Kjarvalvar merkilegur karl, langurog mjór og gekk oftast ummeð hatt á höfðinu,“ segir í öðrum kafla þessarar athyglisverðu og mikilvægu bókar, þegar höfund- urinn, Margrét Tryggvadóttir, byrj- ar að skýra út fyr- ir lesendum hvaða málari það er sem búið er að lýsa þar sem hann stendur einn úti í hrauni daginn langan og málar mynd í vondu veðri, „eins og hann eigi lífið að leysa“. Jóhannes þessi „var listmál- ari og einn sá virtasti sem fæðst hef- ur á Íslandi fyrr og síðar. Hann hafði ekki bara áhrif á samtíma sinn held- ur líka síðari kynslóðir. Honum tókst að skapa eitthvað alveg nýtt og birta Íslendingum nýja sýn á landið sitt“. Og svo skrifar höfundur að í bókinni verði sögð saga hans og myndanna. Ég segi að þetta sé mikilvæg bók, því hún fjallar um einn merkilegasta listamann okkar á síðari öldum og er skrifuð fyrir börn og unglinga; hún er skrifuð til að kynna myndheim Kjarvals fyrir nýjum kynslóðum og við það er farin sú eðlilega leið að segja söguna gegnum manninn – þennan hæfileikaríka, flókna, mót- sagnakennda og afskaplega tragíska mann. Og það er staðreynd að hér á landi vex úr grasi fjöldi fólks sem fer á mis við nauðsynlega fræðslu um okkar helstu listamenn, og þar með kjarn- ann í íslenskri menningu og tilveru okkar. Fyrir nokkrum árum var kona að leysa af í safnaleiðsögn á Listasafni Íslands og tók á móti ung- lingum í sal þéttskipuðum mynd- verkum frumherja íslenskrar mynd- listar, þar á meðal lykilverkum Kjarvals. Í byrjun bað hún ung- lingana að nefna einhverja íslenska myndlistarmenn. Það var þögn og sumir tvístigu vandræðalega. Loks braut einn ísinn og svaraði hikandi: „Halldór Laxness?“ Að Íslendingar sem komnir eru áleiðis í grunnskólagöngu og lengra þekki ekki Kjarval eða Laxness er fáránlegt og bæði við foreldra og skóla að sakast – en bók eins og þessi getur komið þar til hjálpar. Margrét segir sögu Kjarvals og listsköpunar hans í nær fjörutíu stuttum köflum. Textinn er knappur og lipurlega skrifaður, hann rennur vel og er í senn skemmtilegur og upplýsandi. Hann er líka heiðarlegur og fegrar ekki mydina; til að mynda kemur fram hvað listamaðurinn var grimmur og tillitslaus við sína nán- ustu. Og lykilatriði er að lesandinn finnur fyrir áhuga og ástríðu sögu- manns fyrir efninu. Textinn er nægi- lega einfaldur svo auðvelt er að lesa hann með talsvert ungum börnum en unglingar og alveg eins fullorðnir geta notið hans, um leið og þeir skoða verk eftir meistarann og ljós- myndir frá ævi hans. Því bókin er ríkulega myndskreytt, eins og vera ber. Í henni eru um sex tugir mynd- verka frá öllum ferli Kjarvals; frá teikningum sem hann gerði ungur á Borgarfirði eystra að hinu tóma lita- spjaldi sem hann skildi í lokin eftir á trönunum. Þá eru í bókinni tugir upplýsandi og forvitnilegra ljós- mynda og hefur höfundur leitað fanga víða. Sakna ég þess helst að sjá þar ekki einhver hinna meistaralegu portretta eftir Jón Kaldal. Bókin er skrautlega hönnuð og um brotin. Málverkin sitja á ólíkum lit- flötum og hallast ekki, hins vegar hallast ljósmyndir undantekninga- lítið, settar eru á þær sumar horn eins og úr albúmum, þá eru síður skreyttar með höttum og öðrum hlutum úr eigu Kjarvals, tjaldhæl- um, litatúpum, kössum undir myndir og slíku. Ég heyri að það eru skiptar skoð- anir um þetta skrautlega útlit. Sum- um finnst það við hæfi fyrir yngri lesendur en mér finnst of mikið ganga á, halli mynda á síðum ekki virka og ólíkir litagrunnar vera óreiðukenndir, í bland við handgerða upphafsstafi kafla og losaralegt letur sem valið er í myndatexta. En hvað sem þeim útlitslegu að- finnslum líður, þá er þetta mikilvæg og vel skrifuð bók, sem minnir á merka arfleifð eins okkar mestu listamanna, og á heim myndverka sem okkur ber öllum að þekkja. Kjarval fyrir fjölskylduna Morgunblaðið/Eggert Margrét Þetta er „mikilvæg og vel skrifuð bók, sem minnir á merka arfleifð eins okkar mestu lista- manna“, skrifar gagnrýnandi. Ævisaga fyrir ungmenni Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir bbbbn Eftir Margréti Tryggvadóttur. Iðunn 2019. Innb. 96 bls., í stóru broti, með fjölda myndverka og ljósmynda. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 13. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 14.sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Lau 28/12 kl. 19:30 20. sýn Fös 3/1 kl. 19:30 21.sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Sun 29/12 kl. 19:30 síðustu sýningar Fim 2/1 kl. 19:30 síðustu sýningar Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Fös 20/12 kl. 19:30 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5.sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Lau 14/12 kl. 11:00 365. sýn Sun 15/12 kl. 13:00 369. sýn Lau 21/12 kl. 14:30 373. sýn Lau 14/12 kl. 13:00 366. sýn Sun 15/12 kl. 14:30 370. sýn Sun 22/12 kl. 11:00 374. sýn Lau 14/12 kl. 14:30 367. sýn Lau 21/12 kl. 11:00 371. sýn Sun 22/12 kl. 13:00 375. sýn Sun 15/12 kl. 11:00 368. sýn Lau 21/12 kl. 13:00 372. sýn Sun 22/12 kl. 14:30 376. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Mán 23/12 kl. 13:00 aðalæfing Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum Eyður (Stóra Sviðið) Mið 15/1 kl. 19:30 Frums Mán 20/1 kl. 19:30 2. sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Dansandi Ljóð - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 18/1 kl. 20:00 Fös 24/1 kl. 20:00 Sun 19/1 kl. 16:00 Sun 26/1 kl. 16:00 Kynngikraftur kvenna birtist í leiklist, ljóðum og tónlist leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 13/12 kl. 20:00 30. s Fös 27/12 kl. 20:00 34. s Lau 4/1 kl. 20:00 37. s Lau 14/12 kl. 20:00 31. s Lau 28/12 kl. 20:00 35. s Sun 5/1 kl. 20:00 38. s Lau 21/12 kl. 20:00 33. s Fös 3/1 kl. 20:00 36. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Lau 14/12 kl. 13:00 74. s Lau 28/12 kl. 20:00 79. s Lau 18/1 kl. 13:00 83. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s Sun 29/12 kl. 13:00 80. s Sun 19/1 kl. 13:00 84. s Sun 22/12 kl. 13:00 76. s Sun 5/1 kl. 13:00 81. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s Sun 12/1 kl. 13:00 82. s Allra síðustu aukasýningarnar í janúar. Eitur (Litla sviðið) Fös 13/12 kl. 20:00 21. s Fös 27/12 kl. 20:00 24. s Sun 29/12 kl. 20:00 26. s Fim 19/12 kl. 20:00 22. s Lau 28/12 kl. 20:00 25. s Takmarkaður sýningartími, sýningum lýkur í desember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas. Lokasýning! Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Sun 29/12 kl. 20:00 20. s Allra síðustu sýningar. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 14/1 kl. 20:00 5. s Þri 21/1 kl. 20:00 6. s Kvöldstund með listamanni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas. Lokasýning! Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Kvöldstund með listamanni. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 14/12 kl. 13:00 18. s Lau 21/12 kl. 13:00 20. s Sun 15/12 kl. 13:00 19. s Sun 22/12 kl. 13:00 21. s Aðeins sýnt á aðventunni. Vanja frændi (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Kraumsverðlaunin voru afhent í gær og hlaut fjölbreyttur hópur listamanna verðlaunin í ár enda mikil gróska í íslensku tónlistarlífi. Kraumsverðlaunin hlutu Between Mountains fyrir fyrstu breiðskífu sína samnefnda sveitinni, Bjarki fyrir plötuna Happy Earthday, Gróa fyrir Í glimmer heimi, Hlökk fyrir Hulduljóð, K.óla fyrir Allt verður alltílæ og Sunna Margrét fyrir Art of History. Þetta er í tólfta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðarsjóðs stendur fyrir af- hendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Sex plötur hlutu Kraumsverðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.